Tíminn - 08.02.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.02.1986, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Laugardagur 8. febrúar 1986 Stórstígar f ramfar- ir í alifuglarækt- inni í Danmörku Hvað kaupirþú marga unga í einu? Ég kaupi oftast um 140.000 unga. Mér tekst næstum því að ná 7 umferðum á ári. Þá væri ég kominn með um 980.000 unga á ári sem ég keypti. Það vantar 12 daga á árið að ég nái þessum 7 umferðum. Það er annars best ég láti þig hafa tölvu- útskrift yfir síðasta hóp, sem ég sendi í sláturhúsið. Annarbúskapur á Frihedsminde Eftir spjallið um kjúklingana og mikla kaffidrykkju fórum við Erik í skoðunarferð um útihúsin. Fyrst komum við þar sem voru þrjátíu fallegir holdagripir. Voru það blendingar af rauðum dönskum og svissneskum brúnum nautgripum. Þá voru í stíu Herfordfjölskylda sex gripir. Nokkrar kindur voru í kró, af gotnesku fjeldfjárkyni. í svínahúsinu voru 500 grísir, nær til- búnir til að senda í sláturhúsið. Samtals selur Erik 2000 sláturgrísi á ári: Hann kaupir unggrísi, 25 kg. þunga og borgaði fyrir þá dkr. 420. Þegar grísirnir eru sendir í slátur- húsið vega þeir um 90 kr á fæti. Erik fékk að jafnaði dkr. 940.- fyrir hvern grís sem hann seldi fyrr á ár- inu. Hann geymir kom fyrir Efnahagsbandalagið Næst komum við í kornhlöðuna. Þar í stíu voru 12.500 tonn af byggi, sem EB keypti af Erik s.l. haust eins og af öðrum bændum víðsveg- ar í EB-löndunum. Erik fékk dkr. 1,58 á kg greitt út. Nú fær hann ávísun mánaðarlega frá aðalstöðv- um EB, en það er greiðsla fyrir að geyma kornið. Erik reiknaði með að hann mundi fá um dkr. 200 þús- und (940 þúsund íslkr.) í húsaleigu tekjur á þessu ári. Þetta taldi Erik auðveldustu tekjuöflunina í allri hans búskapartíð. Erfiðlega geng- ur að selja korn á frjálsum mark- aði, svo það má reikna með að danskir bændur geti á næsta ári fengið greidda leigu fyrir að geyma korn af tveim uppskerum. Þá taldi Erik ástæðulaust að vera að slíta sér út öllu lengur við búskapinn. í lok heimsóknarinnar þá spurði Erik mig hvort ekki væri markaður fyrir danska kjúklinga á Islandi „þið getið fengið stykkið á dkr. 8 eða jafnvel fyrir eitthvað minna. Landbúnaðarsjóður EB kemur til að greiða niður þennan útflutn- ing“. Ég taldi heldur litla mögu- leika á þessu. Það var þakkað fyrir sig og haldið úr hlaði, en mér varð að orði við ferðafélaga minn. „Mikið lán er það fyrir íslenska sauðfjárbændur hvað kjúklinga- bændur á íslandi eru langt á eftir starfsbræðrum sínum í Dan- mörku.“ Þettalaség út úr skýrslunni Þann 21. september keypti Erik 140.148 daggamla unga. Hann greiddi dkr. 1,82 fyrir ungann (íslkr. 8,40). Þegar ungarnir voru 40 daga gamlir voru þeir sendir í sláturhúsið, þeim hafði þá fækkað niður í 135.565. Meðal sláturvigt reyndist vera 1,2 kg. Meðal fóðureyðsla á fugl var 3,0 kg. eða sem svarar 2,5 kg. af fóðri fyrir hvert eitt kg. sláturvigt. Fóð- urkostnaður á fugl var dkr. 6,22. Fóðurblandan var keypt frá KFK og kostaði dkr. 2,20 á kg. Erik bætti við blönduna 20% hveiti, sem ræktað var á staðnum. í þessum flokki urðu vanhöld 3,3%, sem var nokkru meira en meðaltalið hefur verið undanfarin ár hjá Erik. Sláturhúsið kaupir ungana og greiddi við afhendingu dkr. 9,37 Hereford - vinsælasta holdanautakyn í heiminum. Frá Frihedsminde á Falstur. Skömmu fyrir síðustu jól heim- sótti ég Erik Begtrup bónda á Fri- hedsminde skammt frá Rödby í Danmörku. Árlega selur hann um 2000 sláturgrísi, 60 holdanaut, 840.000 holdakjúklinga og mikið af korni og fræi. Samt græðir Erik einna mest á því að leigja Efnahags- bandalagi Evrópu húsnæði undir korn, sem hann sjálfur ræktaði og seldi til bandalagsins á síðastliðnu hausti. Við Erik ræddum aðallega um kjúklinga og ætlunin er að koma þessu rabbi okkar áleiðis til lesenda Tímans. Hvenærfórstþú að ala kjúklinga? Það eru ekki nema 5 ár síðan. Ég er eiginlega að þessu fyrir tengda- föður minn, sem veiktist þá og hef- ur verið óvinnufær síðan. Hann var aftur á móti með þeim fyrstu í þess- ari búgrein, en hann fór af stað um 1960. Það hefur orðið mikil breyt- ing síðan þá. Nú eru allir með fugl af sérstökum bandarískum stofni, sem fæstir vita hvernig hefur orðið til. Hvaðanfáið þið kjúklinga? Við kaupum daggamla unga frá útungunarstöð, skammt héðan. Þessi útungarstöð kaupir unga frá sérstakri kynbótastöð. Við sem erum í sláturfuglunum, kaupum unga í þriðja lið frá stofnfuglinum. Það er 100% verkskipting hér í landi. Þess eru dæmi að útungunarstöð sem framleiðir um 500 þúsund unga á viku kaupi öll útungunareggin að. Samkeppnin er hörð á markaðn- um og mikið til af kjúklingum í frystihúsum í V-Evrópu. Eg get nefnt sem dæmi, að eitt stærsta slát- urhúsið í Frakklandi liggur með 60 þúsund tonn í frystigeymslum. Þar í landi eru kjúklingar ekki frystir nema í algjörri neyð. Þessar miklu birgðir þrýsta verð- inu niður. Það er frjálst að versla með kjúklinga innan EB eins og með aðrar landbúnaðarafurðir. í Danmörku eru nokkur þúsund tonn í frystigeymslum. Heildar framleiðsla í Danmörku er um 100 þúsund tonn á ári. Með- alneysla á alifuglakjöti er um 11,5 kg á mann, eða í heild um 60 þús. tonn. Verðið er mjög lágt. Ég hefi séð í auglýsingum boðna kjúklinga á dkr. 15.- (um 70.- íslkr.). Annars er verðið í smásölu 25,- - 30,- dkr. fyrir 1200 g kjúkling. Það verður reynt að minnka framboðið, útungunarstöðvarnar hafa þegar dregið úr útungun og það er minna framboð á daggöml- um ungum en oft áður. Erdýrtaðbyggja yfir kjúklinga? Fyrir álíka framleiðslu og við erum með mundi kostnaður vera um dkr. 5 milljónir. Reiknað er með að fastur kostnaður á kjúkling í nýjum húsum sé um 1 kr. Ef húsin hjá mér væru ný, þá, hefði ég í af- gang fyrir hvern kjúkling rétt um 4 aura. Dóttir Eriks á þennan smáhest. Þegar greinarhöfundur ávarpaði hann á íslensku, varð hann greini- lega gripinn heimþrá - en hesturinn var ekki íslenskur þegar betur var að gáð. Erik Begtrup. Agnar Guðnason: fyrir ungann (íslkr. 44) Slátur- kostnaður á fugl var dkr. 3,00. Breytilegur kostnaður á fugl dkr. 8,33. Þá voru eftir dkr. 1,04 til að greiða húsaleigu og vinnulaun. Tveir menn annast kjúklinga- uppeldið. Á síðasta ári var hagnað- ur Eriks rétt um dkr. 500 þúsund af kjúklingabúskapnum. Er öllum bændum frjálst að hefja framleiðslu á kjúklingum? Já, það má hver og einn fara í þessa framleiðslu, sem hefur til þess aðstöðu. Það er einn þrösk- uldur á vegi þeirra, sem vilja byrja, en það er salan. Ég efast um að nokkurt kjúklingasláturhús kæri sig um að bæta við nýjum fram- leiðendum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.