Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 12
Sunnudagur 16. febrúar 1986 FRÁ BÚNAÐARDEILD Júgurhlífar Mjólkur- sýnikönnur STÓR HAPPDRÆTTI FLUGBJÖRGUNARSVEITANNA 3 »*. To, 7 MILUÓNIR KRÓNA slk. ToY°'° ' 10 stk. »ertc> 3 stk. SKATTFRJALSIR VINNINGAR 10 stk. NORDMENDE Myndbandsupptökutæki. 0 5 stk. jtnpple Einkatölvur. 'fuMxr. NORDMENDE 5 stk. Macintosh Einkatölvur. Myndbandstæki. 1 Skíðaferð fyrir tvo + skíðaútbúnaður. 2 Utanlandsferðir. 100 Soda-Stream tæki. 50 stk.ki^; GoldStar Ferðahljómflutningstæki. DREGIÐ STYRKIÐ BJÖRGUNARSTARFIÐ í LANDINU! 17. FEBRÚAR 1986 SI'.M/ISIÓI >111/ l/r.YKI.WÍKlll/ Ou\Mil/l'.N\IS FLUGBJÖRGUNARSVEITIRNAR Dómari biðst afsökunar Lýsti stúlku sem nauðgað hafði verið sem Ijótustu konu sem hann á ævinni hefði séð Bernard Avellino dómari í Phil- adelphiu í Bandaríkjunum varð ný- lega að biðjast opinberlega afsökun- ar á orðum sínum í réttinum. Avellino dæmdi í nauðgunarmáli mann að nafni Vincient Bove í allt að 2 ára fangelsi fyrir nauðgunartilraun en mildaði síðar dóminn niður í 30 daga fangelsi vegna skorts á sönnun- argögnum. í réttinum lýsti dómarinn því yfir að stúlkan væri svo ófríð að það væri engu líkt og spurði jafnframt hinn ákærða hvernig honum hefði dottið í hug að veitast að stúlkunni. Ýmsir kvenréttindahópar hafa lát- ið í sér heyra um málið og settust hópar kvenna að fyrir framan skrif- stofu dómarans í mótmælaskyni þar til hann hafði beðið stúlkuna opin- berlega afsökunar á orðum sínum. Rakspíri drukkinn víðar en á íslandi Sá hörmulegi atburður átti sér stað skammt frá Rostov í mið Rússlandi að ungur piltur varð föður sínum að bana þegar hann ók dráttarvél yfir hann. Báðir munu mennirnir hafa verið mjög ölvaðir eftir að hafa drukkið umtalsvert magn af rakspíra en vodkasala var bönnuð á síðasta ári í þorpsversluninni í kjölfar herferðar yfirvalda gegn áfengisbölinu. Fréttin birtist í landbúnaðarritinu Selskaya Zhizn en ýmis blöð í So- vétríkjunum hafa að undanfömu birt fréttir af atburðum svipaðs eðlis í því skyni að vara lesendur sína við of- notkun áfengis. I fréttinni segir ennfremur að drykkjuskapur sé mikill í héraðinu og frá því að vodkasalan var bönnuð hafa sala á rakspíra og Kölnarvatni farið hríðvaxandi og yfirvöld eru sögð hafa þungar áhyggj ur af þessari skyndilegu aukningu á sölu á „snyrti- vörum". Faust sýndur í fullri lengd „Aðeins fífli eða snillingi dytti í hug að sýna verkið í fullri lengd“ er haft eftir Goethe Appelleikhúsið í Haag hefur undanfarna mánuði sýnt Faust eftir Goethe fyrir fullu húsi. Það sem vekur athygli er að báðir kaflar verksins eru sýndir en Johann Wolfgang Von Goethe er sagður hafa látið þess getið eftir að samn- ingu verksins lauk að það þurfti ann- aðhvort fífl eða snilling til að láta sér detta í hug að setja allt verkið á svið meðal annars vegna þess hversu langt það er. Sýningin hjá Appelleikhúsinu tek- ur um 6 klukkustundir en leikstjór- inn Hans Croiset segist, í lítillæti sínu, vera í hópi hinna fyrrnefndu. Engu að síður virðist sýningin þó löng sé hafa hitt í mark þvt færri komast að en vilja og einn morgun- inn þegar miðasala hófst stóðu á ann- að þúsund manns í biðröð eftir að kaupa miða en leikhúsið tekur að- eins um 200 manns. Oftast þegar verkið hefur verið tekið til sýningar hefur aðeins fyrri hluti þess verið sýndur eða þá að valdir hafa verið kaflar úr þvi til sýn- ingar. Þó svo að sýningin í Haag taki 6 klukkustundir varð að skera mikið niður. Leikstjórinn segist hafa geng- ið með þennan draum í maganum síðan hann byrjaði að leikstýra fyrir 25 árum og nú hefur hann látið draum- inn rætast og það með eftirminnileg- um hætti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.