Tíminn - 19.02.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.02.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn .... Miðvikudagur 19. febrúar 1986 Svalahurðir Útihurðir Bílskúrshurðir Gluggasmiðjan IIT^áo^oso Auglýsing um styrki og lán til þýðinga á erlendum bókmenntum Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerð nr. 638/1982 um þýðing- arsjóð, er hlutverk sjóðsins að lána útgefendum eða styrkja þá til út- gáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli. Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingarlauna. Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi: 1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur. 2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök. 3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæðakröfum. 4. Eðlileg dreifing sé tryggð. 5. Útgáfudagur sé ákveðinn. Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1986 nemur 2.664.000 krónum. Eyðublöð undir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást í menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, og skulu umsóknir hafa borist ráðuneytinu fyrir 15. mars nk. Reykjavík 14. febrúar 1986. Stjórn þýðingarsjóðs Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrirhönd Byggingadeildar borg- arverkfræðings óskar eftir tilboðum í ýmsa þætti viðgerða og viðhalds á eldri hluta Sundlauga Reykjavíkur í Laugadal. Verkið felst í viðgerð- um og viðhaldi á hluta sundlauga, sem samanstendur af stúku og byggingahlutum hennar. Helstu verkþættir eru háþrýstiþvottur, múr- viðgerðir, endursteypa, sprunguviðgerðir og sílanböðun utanhúss. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10 þús. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 11. mars nk. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍXURBORGAR Frfkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir janúar mánuö 1986, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðast reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. mars. Fjármálaráðuneytið, 17. febrúar 1986 HÚSAÞJÓNUSTAN SF. Tökum að okkur alla málningarvinnu, utan- sem innanhúss, hvar á landi sem er. Einnig: Sprunguviðgerðir og þéttingar- Háþrýsti- þvott Sílanúðun - Alhliða viðhald fasteigna. Tilboð - Mæling - Tímavinna. Skiptið við ábyrga fagmenn, með áratuga reynslu. Upplýsingar í síma 91-61-13-44 Vantar stúlku til starfa við kjúklingabú. Þarf að vera samviskusöm og geta unnið sjálfstætt. Gott kaup fyrir rétta manneskju. Upplýsíngar í síma 99-6053 og 99- 6051. Sovéskur efnahagsvandi, stjörnustríð, Afganistan... Þann 8. febrúar sl. sendi TASS frá sér svör Mikhail Gorbachjovs við spurningum dagblaðsins L'Human- ite. Þetta var langt mál, næstum 20 síður. Auðvitað var margt í þessum svörum, sem var fyrst og fremst ætl- að til að vekja áhuga Frakka, sem eru undir stöðugum áhrifum óvin- vcittra árása á Sovétríkin, eins og fulltrúar L’Humanite orðuðu það. En í svörum sovéska leiðtogans var einnig að finna ýmislegt sem hlýtur að vekja áhuga hjá íslenskum les- endum. Bæði Frakkarog íslendingar eru fulltrúar Vesturlanda. Hér á eftir ætla ég að skýra frá nokkrum ummælum og skoðunum M. Gorbachjovs. 1. Hverjar eru helstu horfurnar í þró- un hins sovéska efnahagslífs á næstu 10-15 árum? - Þegar sovéski leiðtoginn svaraði þessari spurningu lagði hann áherslu á að á næstu 15 árum ætti fram- leiðslumáttur landsins að tvöfaldast. Ýmsir örðugleikar hindruðu lausn á flóknum efnahagsmálum í Sovét- ríkjunum, svo sem óhagstætt ástand í lýðræðimálum og vígbúnaðar- kapphlaupið sem þröngvað hefði verið upp á landið. Samt væri gert ráð fyrir því að bæta á sem skemmstum tíma áætlanagcrð, stjórnun og cfnis- lcga hvatningu, herða á vísinda- og tækniframförum. Á þessum grunni á að efla framleiðni og auka gæði. Meðal brýnustu málanna er að sjá innanlandsmarkaði fyrir fjölbrcytt- um vörum í háum gæðaflokki. Þetta taldi M. Gorbachjovafar mikilvægt. Það er gert ráð fyrir því að bæta lífskjör þjóðarinnar, að verði breyt- ingar bæði á sviði magns og gæða, hvað snertir neyslu og þjónustu, húsnæði, heilbrigðisþjónustu, menntun, félagslegt öryggi, aðgang að menningarávinningum, umhverf- isvernd, bættar aðstæður í borgum og þorpum, tómstundir og margt fleira. M. Gorbaehjov sagði að margt af því sem hér væri upptaliö væri ekki í því horfi sem æskilegt væri. Það væri vegna þess að hin erf- iða saga landsins hefði ekki gefið tóm til að vinna að lausn þessara vandamála. En það væri einnig vegna þess að landsmenn sjálfir hefðu reynst óhæfir til að leysa vand- ann og stundum hefði það veriö vcgna ábyrgðarleysis opinberra að- ila, deilda eða samtaka. Af skrifum i sovéskum blöðum mætti ráða hvcrsu margir aðilar, þar á meðal háttsettir, hefðu verið gagn- rýndir harkalega fyrir þetta. Nú ætti að bæta ástandið, en það krefðist auðvitað tíma og mikils átaks. 2. Er ekki atvinnuleysi óhjá- kvæmilegur fylgifiskur endurnýjun- ar framleiðslunnar? - í áætluðu efnahagslíli þar sem unnið er að því að mæta þörfum þjóðfélagsins eins vcl og hægt cr, cr slíkt ekki til. Hvað okkur varðar er þctta akadcmísk spurning. Einkum vegna þess að vandinn í Sovétríkjun- um er ekki of mikið framboð á vinnu- krafti. heldur skortur á vinnuafli. Það er cinnig önnur ástæða. Enn för- unr við okkur hægt við að fram- kvæma endurnýjun okkar, þar á meðal á sviðum, þar sém kominn er tími til. 3. Getur hin bandaríska Stjörnu- stríðsáætlun leitt til styrjaldar? - Þessi áætlun eykur verulega lík- urnar á styrjöld og getur á vissu stigi gert hana mögulega. Þó að gert sé ráð fyrir því að fram- kvæmd Stjörnustríðsáætlunarinnar verði aðeins lokið eftir nokkra ára- tugi og aðeins nokkrir „bjartsýnis- menn" telji að hún sé framkvæman- leg, mun hún hafa í för með sér mjög alvarlegar afleiðingar í náinni framtíð, ef Bandaríkin halda fast við framkvæmd hennar. Hér er um að Gorbachjov leysir frá skjóðunni ræða að við framkvæmd liennar hef- ur Washington í hyggju að kollvarpa yfirstandandi samningaviðræðum og gera að engu alla samninga um víg- búnaðareftirlit. í þessu tilfelli munu Sovétríkin og Bandaríkin, banda- menn þeirra og allur heimurinn búa við óheft vígbúnaðarkapphlaup á næstu árum, strategíska óreiðu, hættulega röskun á stöðugleika, al- menna óvissu og ótta, aukna hættu á hörmungum, sem tcngist þessu öllu. Þessi hætta ógnar ekki aðeins barna- börnum okkar, heldur einnig okkur sjálfum, öllu mannkyninu. Og hver er hugmynd Sovétríkj- anna urn að tryggja öryggi allra? Hún er fólgin í því að tryggja öllum öryggi mcð því að fækka vopnum og koma á afvopnun. allt til algerrar út- rýmingar allra gereyðingarvopna. Á okkar tímum getur ekki verið neitt öryggi fyrir Sovétríkin nema öryggi ríki í Bandaríkjunum og það er ekk- ert öryggi fyrir Varsjárbandalags- löndin nema öryggi sé fyrirhendi hjá NATO. Þegar M. Gorbachjov svaraði spurningunni um stjörnustríð, sagð- ist liann telja æskilegt að leggja sér- lega áherslu á að losa Evrópu við kjarnorkuvopn, fyrst og fremst með- aldrægar cldflaugar, sem hefðu mjög alvarlcg áhrif á ástandið. Fylgismenn kjarnorkuvígvæðirig- ar telja, að útrýming slíkra vopna geri vcstriö „varnarlaust" frammi fyrir „yfirburðum" Sovétríkjanna hvað varðar svokölluð hefðbundin vopn. Þcssu má svara á eftirfarandi hátt - í tillögum Sovétríkjanna er gert ráð fyrir að þessum vopnum verði einnig fækkað, svo og auknum ráðstöfunum til að efla iraust. 4. Eru merki þess að spennuslök- un sé að komast á í alþjóðasamskipt- um eftir leiðtogafundinn í Gcnf? - Hér verður að fara varfærnislega í hlutina að mínu nrati. Ástæðan er ckki aðeins fólgin í breytingum á samskiptum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna: Þau eru takmörkuð, tímabundin ogekki lífsmikilvæg. En vissar breytingar hafa átt sér stað í hinu pólitíska andrúmslofti. Það hcf- ur vakið von hjá fólki í mörgum löndum og fyllt það trú á að mögu- legt sé að snúa til spennuslökunar. binda enda á hið brjálæðislega víg- búnaðarkapphlaup og þróa eðlilega alþjóðlega samvinnu. Nú er um að ræða eitthvað raunverulegt. Gorbachjov telur að sovésku til- lögurnar, eins og t.d. algert bann við kjarnorkusprenginum, útrýming kjarnorkuvopna stig af stigi í Evrópu og í heiminum öllum, að koma í veg fyrir vígbúnaðarkapphlaup í geimn- um, verði til þess að mótaðilar Sovét- ríkjanna í viðræðunum verði að „sýna sitt rétta andlit, sýna markmið stefnu sinnar í raun". Þegar Sovét- ríkin lögðu til að kjarnorkuspreng- ingar yrðu frystar var sagt við þau - þið eruð klókir, hafið sprengt meira á árinu en við (það var þá samt ekki satt) og leggið svo til að Bandaríkin hætti. Sovétríkin hafa ekkert sprengt í sjö mánuði. Nú geta Bandaríkin ekki lengur notað þessa átyllu. Þá fóru þau að tala um eftirlit. Sovétrík- in lýstu sig reiðubúin til að fallast á allar eftirlitsaðgerðir. Hvað er eftir? Er það aðeins ákvörðun Bandaríkj- anna að halda áfram vígbúnaðar- kapphlaupinu hvað sem það kostar? 5. Má vonast eftir því að styrjöld- inni í Afganistan fari að Ijúka í náinni framtíð og að sovéskar herdeildir liverfi á brott þaðan? - Við mundum vilja það og munum eftir því scm við getum vinna að því. Ríkisstjórn Afganistans er á sömu skoðun. Hún cr tilbúin til að ganga langt hvað varðar lausn innanríkis- þróunar í landinu og er að setja ýmis pólitísk öfl í að taka þátt í því að koma á eðlilegu ástandi í landinu. Jafnframt er langt frá því að allt sé komið undir ríkisstjórn Afganistans. Það eru ytri öfl, sem taka þátt í átökunum. sem hafa kornið fram á sjónarsviðið vegna utanaðkomandi afskipta í fyrsta lagi og vilja þau halda áfrant þessurn átökum - þar eru Pakistan og Bandaríkin og Vest- ur-Evrópa og þessir aðilar geta haft áhrif á gang mála. Ég held að verði ástandið í Afganistan metiö á raun- hæfan máta og cf eigin hagsmunir og hagsmunir almenns friðar verði teknir méð í reikninginn, veröi hægt að finna leiðir til að leysa vandann. P.S. Útdrátturúrsvörum Mikhails Gorbachjovs og stytt svör hans við spurningum dagblaðsins L'Human- ite vitna um aö Sovétríkin eru ekki aðeins ákveðin í að efla efnahagslíf sitt og bæta lífskjör þegna sinna. heldur einnig að stuðla að því að koma ástandinu á alþjóðavcttvangi í eðlilegt horf og að losa mannkynið viö möguleikann á því að kjarnorku- styrjöld fari af stað. Afleiðingar slíkrar styrjaldar voru sýndar í bresku kvikmyndinni Þræðir, sem ný lega varsýnd í íslenska sjónvarpinu. ! Sú mynd virðist hafa haft mikil áhrif á íslenskan almenning. Fólk í Sovét- rtkjunum hefur sömu áhyggjur vegna þessa hræðilega möguleika. Þaðan eru tilkomnar tillögur Sovétríkjanna um nauðsyn þess að hætta kjarn- orkuvopnatilraunum, útrýma kjarn- orkuvopnum o.fl. Það er leitt að þcssum tillögum og fleiri skuli ekki vera gefinn nægur gaumur í nokkr- um hinna vestrænu ianda. Evgení Barbukho, vfírmaður APN á Islandi 11.2 ’86 í nýjum búningi Árfari er fyrsta vél þeirra Flug- leiðamanna sem skrýdd hefur verið nýjum búningi. Fyrirhugað er að all- ar verði þær málaðar á sama hátt. Að sögn Andra Hrólfssonar stöðvar- stjóra Flugleiða á Reykjavíkurflug- velli tekur talsverðan tíma að vinna við hverja vél og því ekki útséð um hvenær allar vélar félagsins í innan- landsflugi verða komnar í nýja bún- inginn. Tímamynd-Ámi Bjarna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.