Tíminn - 19.02.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.02.1986, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Miövikudagur 19. febrúar 1986 IIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIII ÚTVARP/SJÓNVARP lll'. 'rll!:!ll. :H,ll!llllll Sjónvarp kl. 22.25: Einstæð móðir og fórnarlamb tilræðismanns - meöal gesta á hótelinu Undir fölsku flaggi nefnist þriðji þáttur raðarinnar um Hótel heilags Gregoríusar, sem sýndur verður í Sjónvarpinu kl. 22.25 í kvöld. Meðal gesta í þetta sinn er embættismaður frá ísrael en setið er um líf hans. Til hótelsins ieitar einnig einstæð móðir í þeim til- Með dyggri að- stoð samstarfs- fólksins leysa hótelstjórinn og aðstoðar- hótelstjórinn hvers inanns vanda. gangi að afla sér fjár og er ekki ó- kæru hóteli! sennilegt aðsá ásetningurgeti vald- Þýðandi er Jóhanna Þráinsdótt- ið einhverjum vandræðum á sóma- ir. Sjónvarp kl. 20.35: Hirðmenn rokkkóngsins Rokkkóngurinn sjálfur Elvis Presley hefur nú legið í gröf sinni í 8 ár, en langt er í frá að hann sé gleymdur þó að hann sé grafinn. Hann á sér trygga aðdáendur, sem enn þann dag í dag dýrka meistara sinn á hina ýmsustu vegu. Sjónvarpið sýnir í kvöld kl. 20.35 bandaríska heimildamynd þar sem lýst er þeim sterku ítökum sem Elv- is á enn í hugum þessara áhang- enda sinna, sem sumir hverjir virðst hafa helgað líf sitt dýrkun á átrúnaðargoðinu. Þar er t.d. að finna konu sem maðurinn skildi við vegna þrælslegrar dýrkunar hennar á rokkkónginum, tvíbura sem lifa í þeirri trú að Elvis sé faðir þeirra og nokkurs konar staðgengil hans sem heldur því fram að Elvis vitji sín í draumum! Myndin hlaut ýmis verðlaun 1985 og þýðandi er Veturliði Guðnason. Viðskiptalíf á mannamáli! I dag kl. 18, eins og endranær á miðvikudögum og reyndar á mánu- dögum líka, verður í útvarpi þátt- urinn, Á markaði, fréttaskýringa- þáttur um viðskipti, efnahag og at- vinnurekstur. Umsjónarmaður er Bjarni Sigtryggsson. , Þessir þættir eiga sér ekki Ianga sögu að baki og þess vegna er lík- legt að þeir hafi farið framhjá mörgum, en þeir eiga svo sannar- lega erindi við almenning. Þar er nefnilega fjallað um mál sem alla varða, en margir standa í þeim skilningi að sé þeim ofvaxið að skilja! Þar má nefna atvinnurekst- ur, efnahag einstaklinga og fyrir- tækja, „jafnvel ríkisfjármál að svo miklu leyti sem þau snerta atvinnu- rekstur í landinu," segir Bjarni. En kannski eru útflutningsmál efst á lista þeirra einstöku sviða sem fjall- að verður um. Umsjónarmaður hefur sam- vinnu við sérfróða menn í þessum málum, blaðamenn og fréttamenn, sem geta útskýrt hlutina svo að al- menningur skilji, „talað um við- skiptalíf á mannamáli," segir Bjarni, enda er þáttunum ætlað að vera almenningi til uppfræðslu. f þættinum í dag verður fjallað um ráðstefnu um útflutning og þjónustuverkefni, sem haldin var í Reykjavík í gær á vegum ýmissa aðila. Miðvikudagur 19.febrúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Undir regnboganum" eftir Bjarne Reuter Ólafur Flaukur Simonarson les þýöingu sina (7). 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Siguröur G. Tómas- son flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dagblað- anna. 10.40 Land og saga Ragnar Ágústsson sér um þáttinn. 11.10 Norðurlandanótur. Ólafur Þórðarson kynnir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Unga fólkið og fíkni efnin. Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir og Bogi Arnar Finnbogason. 14.00 Miðdegissagan: „Svaðilför á Græn- landsjökul 1888“ eftir Friðþjóf Nansen Kjartan Ragnars þýddi. Áslaug Ragnars les (8) 14.30 Operettutónlist. a. Fílharmóníu- sveitin í Vín leikur lög eftir Johann Strauss; Lorin Maazel stjórnar. b. Nicolai Gedda syngur með hljómsveitarundirleik lög úróperettum eftir Kalman, Offenbach, Zellerog Adam. 15.15 Hvað finnst ykkur. Umsjón:Örn Ingi. (Frá Akureyri). 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar - Tónlist eftir Johann Sebastian Bach a. Fantasíaog fúga í g-moll. Nicolas Kynaston leikur á orgel. b. Chaconna í d-moll. Göran Sölls- cher leikur á gítar. c. Konsert í c-moll fyrir fiðlu, óbó og strenaiasveit. 17.00 Barnaútvarpið. Meðal efnis: „Stína“ eftir Babbis Friis Baastad í þýöingu Sig- urðar Gunnarssonar. Helga Einarsdóttir les (14). Stjórnandi: Kristín Helgadóttir. 17 40 Ur atvinnulífinu - Sjávarútvegur og fiskvinnsla. Umsjón: Gísli Jón Kristjáns- son. 18.00 Á markaði. Fréttaskýringaþáttur um viðskipti, efnahag og atvinnurekstur i umsjá Bjarna Sigtryggssonar. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur. Helgi J. Halldórs- son flytur þáttinn. 19.50 Eftir fréttir. Bernharður Guðmunds- son flytur þáttinn. 20.00 Hálftíminn. Elín Kristinsdóttir kynnir popptónlist. 20.30 Iþróttir. Umsjón: Samúel Örn Erlings- son. 20.50 Hljómplöturabb Þorsteins Hannes- sonar. 21.30 „Það var nú þá“, smásaga úr sam- nefndri bók eftir Elias Mar Höfundur les. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma (21) 22.30 Bókaþáttur. Umsjón:- Njörður P. Njarðvík. 23.10 Á óperusviðinu. Leifur Þórarinsson kynnir óperutónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. MT 10.00 Morgunþáttur. Stjórnandi: Kristján Sigurjónsson. 12.00 Hlé. 14.00 Eftir tvö. Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. ■ 15.00 Nú er lag. Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. 16.00 Dægurflugur. Leopold Sveinsson kynnir nýjustu dægurlögin. 17.00 Þræðir. Stjórnandi: Andrea Jónsdótt- ir. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár mínútur kl. 11.00,15.00,16.00 og 17.00. Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá mánudegi til föstudags. 17.03-18.00 Svæðisutvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 MHz. 17.03-18.30 Svæðisútvarp fyir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 MHz. Miðvikudagur 19. febrúar 19.00 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá 16. febrúar. 19.30 Aftanstund Barnaþáttur með inn- lendu og erlendu efni. Söguhornið - Karlinn í tunglinu, sögukafli eftir Ern- est Young. Guðjón Guðjónsson þýddi. Sögumaður Brynhildur Ingvarsdóttir. Myndir: Svanhildur Stefánsdóttir. Sögur snáksins með fjaðrahaminn, spænskur teiknimyndaflokkur, og Ferðir Gúllívers, þýskur brúðumyndaflokkur. Sögumaður Guðrún Gísladóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Hirðmenn rokkkóngsins (Rock'n Roll Disciples) Bandarísk heimildamynd sem sýnir hversu sterk ítök Elvis Presley á enn í hugum nokkurratryggra aðdáenda. Myndin hlaut ýmis verðlaun áriö 1985. Þýðandi Veturliði Guðnason. 21.15 Á Ifðandi stundu Þáttur með blönd- uðu efni. Bein útsending úr sjónvarpssal eða þaðan sem atburðir líðandi stundar eru að gerast ásamt ýmsum innskots- atriðum. Umsjónarmenn Ómar Ragnars- son, Agnes Bragadóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Stjórn útsendingar og upptöku: Tage Ammendrup og Oli Örn Andreassen. 22.25 Hótel 2. Undir fölsku flaggi Banda- rískur myndaflokkur í 22 þáttum. Aðal- hlutverk: James Brolin, Connie Sellecca og Anne Baxter. Tilræðismaður situr um líf embættismanns frá Israel sem gistir á hótelinu. Þangað leitar einnig einstæð móðir til að afla sér fjár. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 23.15 Fréttir í dagskrárlok. KVIKMYNDIR Sho Kusugi horfir köldum augum á fórnarlambiö og hugsar um hverja af hiiiiiin þúsund drápsaöferðum hann eigi að nota. Einn á móti öllum BIDDU ÞÉR DAUÐA (Pray for Death) * Bandarisk 19B5 Leikstjóri: Gordon Hessler Leikendur: Sho Kusugi og synir, James Booth, Donna Kay Benz. Hvenær ætla íslendingar að framleiða glímu-myndir? Maður hefur horft uppá Ameríkana gera hetjur úr boxurum og asíumenn leggja heilu herina að velli á jhvíta tjaldinu, svo maður gæti ætlað að kvikmyndahúsagestir tækju íslenskri glímu fegins hendi. Það væri hörkuspennandi að sjá tví- burabræðurna Pétur og Ingva Ingvasyni leggja til atlögu við heil- an her af illa innrættum glæpa- mönnum og gera þá óvíga með hæl- krók eða sniðglímu á lofti. Þetta gæti orðið góð landkynning, alla- vega mundi búningurinn vekja at- hygli og gæti eflaust skapað tísku- fyrirbrigði. Ein af þessuni bardagaíþrótta- myndurn er nú sýnd í Laugarás- bíói. Þar er í aðalhlutverki Sho Kusugi sem er einn af þeim sem kastar stjörnum, þó ekki kvik- myndagagnrýnandi, heldur Ninja og þeirra stjörnur eru öllu illskeytt- ari en stjörnur gagnrýnenda, hvað svo sem bíóstjórar segja. Óljúgfróður hefur sagt mér að Ninja sé eina bardagaíþróttin í Asíu sem ekki getur kallast sjálfs- varnaríþrótt, ef undan er skilið thailenskt box sem ku víst vera að einhverju leyti vestræn afurð. Ninja er nafn á leigumorðingjum sem tóku að sér sóðaleg verk sem enginn maður með vott af sjálfsvirð- ingu gat hugsað sér að gera. Eitt- hvað hljóta þessi verk að hafa verið sóðaleg því þessir ninjar voru uppi á sautjándu öld í Japan og á þeim tíma kölluðu Japanar ekki allt ömmu sína. En þegar Ninja-tæknin hafði leg- ið í þagnargildi um aldir datt ein- hverjum kvikmyndagerðarmanni í hug að dusta af henni rykið því ein- kunnarorð ninjanna, „þúsund að- ferðir til þess að drepa", virtust falla eins og flís við rass ofbeldis- áhugamanna. Þegar vestrænir sóðaheilar voru orðnir þurrausnir á morðaðferðum komu hinir löngu gleymdu ninjar eins og frelsandi englar til þess að sjá blóðþyrstum áhorfendum fyrir ferskum skammti afofbeldi. Sho Kusugi er ókrvndur konung- ur ninjanna. Þetta er önnur mynd- in á tæpum mánuði sem bíóin hér í Reykjavík sýna með þessuni kappa. Fyrri myndin var sýnd í Regnboganuni og hét Hefnd víga- mannsins og var allt að því óborg- anlega Iéleg. Biddu þér dauða er nær því hrein endurgerð þessarar myndar. Báðar fjalla þær um ninja frá Japan sem orðinn er frábitinn drápum í heima- landinu og flysl til Bandaríkjanna í von um betri heim. En þegar þang- að kemur er ekki allt eins og vænst var. Þar vaða uppi allskyns ill- menni sem vilja gera ninjanum og fjölskyldu hans illt og því verður hann að grípa aftur til Ninja-tækn- innar. Og vei þeim er verða fyrir honum. Munurinn á þessum mvndum er sá að það hefur einhvér lagt pen- inga í framleiðslu á Biddu þér dauða. Þeim hefur verið varið til þess að kaupa skár skrifað handrit, kaupa þokkalegri leikara og leik- stjóra og verja meiri tíma til fram- leiðslunnar. Við þetta tapar mynd- in dálítið af hinum sérkennilega sjarma lélegra mynda og verður svipuð öðrum myndum í alþjóð- legri dreifingu. Fyrir utan Ninja-kappann tjaldar þessi niynd einu versta illmenni scm ég hef lengi séð. Hann er sam- settur úr öllum klassískum eigin- leikum skúrka og verður óhugnan- legt tákn Bandaríkjanna í dag á móti hjartahreinum innflytjandan- um. Það er dálítið einkennilegt að Bandaríkjamenn skuli vera farnir að framleiða myndir þar sem Bandaríkin eru það illa, en asískur innflytjandi tákn hins góða og al- máttuga. Öðruvísi mér áður brá. En semsagt: Sho Kusugi er í hraðri framför og næsta mynd hans ætti að verða nokkuð góð, ef allir verða ekki búnir að fá leið á Ninja þegar þar að kemur. ★ STJÖRNUGJÖF TÍMANS KAIRÓRÓSIN (The Purple Rose of Cairo) HEIÐUR PRIZZIS (Prizzi's Honor) í TRYLLTUM DANSI (Dance with a Stranger) AFTUR TIL FRAMTÍÐAR (Back to the Future) BYLTINGIN (Revolution) ST. ELMOS FIRE INDIANA JONES (and the Temple of Doom) RAUÐI SKÓRINN (The Man with one red Shoe) VEIÐIHÁR OG BAUNIR (Morrhár og ártor) VÍSINDATRUFLUN (Wierd Science) FOOTLOOSE GRALLARARNIR(The Goonies) LÖGGULÍF ROCKY IV SILVERADO UNDRASTEINNINN (Cocoon) BIDDU ÞÉR DAUÐA (Pray for Death) BUCKAROO BANZAI BOLERO KÚREKAR I KLÍPU (Rustler’s Rhapsody) NÁMUR SALÓMONS KONUNGS (King Solomon’s Mines) ÆSILEG EFTIRFÖR (Shaker's run) D.A.R.Y.L. LÖGREGLUSKÓLINN (Police Academy II) ÖKUSKÓLINN (Moving Violations) ★★★★★ = Frábær ★★★★ = Ágæt ★★★ = Góð ★★ = Þokkaleg ★ = Slæm O = Afleit ☆ = 1/z ★★★★☆ ★★★★ ★★★★ ★★★ ★★★ ★★★ ★★☆ ★★☆ ★★☆ ★★☆ ★★ ★★ ★★ ★★ ★★ ★★ ★☆ ★☆ ★ ★ ★ ★ ÁÁ O O

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.