Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 11
10 Tíminn agur 22. júní 1986 Stiginn er fornt og merkilegt fyrirbæri Sagt frá Mielke prófessor, sem gert hefur tröppur og stiga að sérgrein sinni Hér segir frá manni sem fund- iö hefur upp nafn á sérkennilegri fræöigrein sem hann hefur ástundað í áratugi. Fræðigreinin nefnist „Scalologi" og þýöir það tröppufræði. Maður þessi er prófessor Fri- edrich Mielke og er ekki vitað um annan mann sem hefur rann- sakað þetta svo lengi, eða í 30 ár. Fyndist annar slíkur maður mundi prófessorinn áreiðanlega taka honum fagnandi og bjóða hann velkominn í félag sitt “Tröppurannsóknafélagið.“ í þvt' eru nú 40 meðlimir, arkitekt- ar, verkfræðingar, húsasmíða- meistarar og slíkir frá átta löndum. Félagið hefur viðað að sér handbókum um efnið, þar sem um 10 þúsund gerðum af tröppum og stigum er lýst. En það er ekki aðeins stiginn og trappan ein og sér sem er rann- sökuð, heldur er líka skoðað hvernig þetta fellur að umhverfi mannsins og hvert hagnýtingar- gildið er. í áranna rás er prófess- orinn því búinn að mæla 3000 tröppur í báðum hlutum heima- lands sín, Þýskalandi og er um að ræða hringstiga, kórþrep, turnstiga, spíralstiga án þrepa o.s.frv. Hann hefur mælt þrep í ráðhúsum, kirkjum, herbúðum, kauphöllum, vöruhúsum, sjúkrahúsum og á einkaheimil- um og er þá fátt eitt talið. Hann cr lærður í byggingaverkfræði og finnst það mjög til vansa hve stigagerð er helgað lítið rúm í fræðibókum þeirrar greinar. Hann segir að elstu tröppur sem um er vitað sé að finna í rústum Jerikóborgar, en að elstu heimildir um stigasmíð hafi rit- höfundurinn Vitruv ritað, en hann var fæddur árið 84 fyrir Krist. Varð hann fyrstur manna til að lýsa því hve há þrep skyldu vera, svo þau hentuðu mönnum sem upp þau eða niður gengju sein best. Annar brautryðjandi var svo ítalinn Andrea Palladío, (1508- 1580). Hann lýsti því hve mikil- Mynd Hollendingsins Escher af „endalausa stiganum". Prófessor Mielke hefur rannsakað tröppur og stiga í 30 ár. Eftirlæti hans er þó hringstiginn. vægt væri að þrep væru „commo- de al salire" eða auðveldar upp að ganga, en mest kvað þó að Frakkanum Francois Blondel (1617-1686) en hann var verk- fræðingur, stærðfræðingur og arkitekt. Hann lýsti þeim líffræði- legu þáttum í gangi venjulegs manns og hvernig tröppur skyldi smíða svo þær kæmu sem best til móts við þessa þætti. Annars á hæð á þrepum að vera sem næst 50 sentimetrum, en á þrepum sem höggvin voru í trjáboli er notaðir voru sem stigar í Noregi um 1700erþrepa- hæðin 45 sentimetrar, en þrep frá dögum Maya í Hondouras eru 48 sentimetrar. í fornum hofurn í Mexíkó er hæðin 49 sentimetrar. Nærri mun láta að maður taki 76 sentrimetra í skrefi er hann gengur á jafnsléttu, en þegar hann gengur upp stiga er honum eðlilegast að taka 63 sentimetra. Þegar um halla er að ræða sem er 20 gráður er varla þörf á að hafa nein þrep en þegar hallinn er kominn yfir 20 gráður og allt að 75 gráðum verður að gera þrep. Þegar hallinn er orðinn 75-90 gráður þarf stiga. „Þegar brattinn eykst verður ÚTILEGAN heppnast betur með niðursuðuvörum frá Kjötiðnaðarstöð KEA. Matreiðslan gengur fljótar, innihaldið helst óskemmt þrátt fyrir hita og holótta vegi - en umfram allt er maturinn goður. Við bjóðum þér tæpan tug mismunandi rétta - hvorki meira né minna. NAUTAKJÓ* KJÖTIÐNAOARSTÖf) Sími: 96-21400 Saxbauíi Sunnudagur 22. júní 1986 Tíminn 11 Löngum hafa stigar verið fötluðum þyrnir í augum. Hugvitsmaður einn fann upp þennan búnað, sem gerir þeim kleift að ferðast um þessar torfærur. lárétti hlutinn á þrepinu að verða minni,“ segir prófessor- inn. „En eftir því sem þrepin verða lægri þarf lárétti hluti þrepsins að verða breiðari. Þetta eru lögmál sem engin tækni eða hugvit fær breytt. Algert hámark er að tröppur séu 63 sentimetrar á hæð. Eftir það ofbjóða þær öllu venjulegu fólki. Allir sem smíða tröppur verða að leita að rétta jafnvæginu við gerð þeirra, svo þær verði sem þægilegastar í notkun og sam- svari hreyfingum mannsins. Þetta samræmi finnst hins vegar ekki nema maður þekki til mannslíkamans." Nýlega fór hann ásamt sjö félagsmönnum til Tékkóslóva- kíu og mældi þar 42 tröppur á tíu dögum. „Ég mæli venjulegar tröppur á kortéri," segir hann, „en flóknari gerðir á þrem dögum.“ Förin til Tékkóslóvakíu var farin vegna þess að í Þýskalandi var ekki að finna tröppur sem voru tvöfaldar og sameinuðust á * einum palli, eins og algengt var í Tékkóslóvakíu fyrir 100-200 árum, svo sem í Veitsdom í Prag og í Pragkastalanum. „Ég varð líka mjög undrandi fyrir skömmu," segir Mielke, þegar ég fann tröppur í Bæ- heimi, sem ég vissi ekki um aðrar slíkar nema á Möltu.“ Hann reynir nú að forvitnast um það með bréfaskriftum til ítalskra, spánskra og franskra arkitekta, hvort um eitthvað samband hafi verið að ræða á milli Bæheims og Möltu í stiga- gerð á fyrri tíð. Annað furðulegt fyrirbæri taldi hann líka er hann rakst á tröppur í smábæ í Gött- ingen sem báru allt svipmót múhameðskrar tísku í stiga- gerð,“ en þær tröppur voru frá 13. öld. Ef til vill hafði einhver farandsmiður gert tröppurnar og þá kannske tyrkneskur, en tyrk- neskir iðnaðarmenn eru nú margir í Þýskalandi, eins og flestum er kunnugt. En hvaða gerð af þrepum og stigum gest honum best að? „Það eru hringstigar með krappri sveigju," segir Mielke, „þar sem allt stefnir að miðjunni eða kjarnanum.“ En er það eitthvað sem hann telur hafa einkennt stiga í heimalandi hans öðru fremur í tímans rás? „Þar til fyrir fimmtíu árum var það ófrávíkjanleg regla hér í landi að gleyma ekki dauðan- um,“ segir hann. „Allir stigar voru þannig úr garði gerðir að það var auðvelt að bera líkkistu niður þá.“ ?re.?um hrin9leikahússins forna í Verona fylgdust menn þrep Kukulcan-pýramídans í Mexico taka mið af dagatalinu. Á með viðureign skylmingaþræla við villidyr og hverja aðra, en pýramídanum eru fjórar tröppur sem hver er 91 þrep, - eða 365 þeir urðu að einskonar „poppstjörnum" síns tíma. a||s. Til afgreiðslufólks BANKAK0RTA Ef viðskiptavinur greiðir fyrir vöru eða þjónustu með tékka skal hann útfylla tékkann í þinni viðurvist og framvísa bankakortinu ásamt tékkanum. SPARIBANKINN REIKNINGS AO O A f— NÚMER_____ ^ocinin fiCQM -tr . SPARIBANKINN Þú athugar: O hvort bankakortið sé frá sama banka og tékkinn 0 að gildistími kortsins sé ekki útrunninn © fæðingarár með tilliti til aldurs korthafa O hvort undirskrift á tékka sé í samræmi við rithandarsýnishorn á bankakorti. Séu ofangreind atrlði í lagi © skráir þú númer bankakortsins (6 síðustu tölurnar) neðan við undirskrift útgefanda tékkans. Þetta gildir um alla tékka, óháð upphæðinni. Bankakortið - tákn um traust tékkaviðskipti Alþýðubankinn - Búnaðarbankinn - Landsbankinn - Samvinnubankinn Útvegsbankinn - Verzlunarbankinn - Sparisjóðirnir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.