Tíminn - 15.08.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.08.1986, Blaðsíða 1
BOGI ÍSAK NILSSON hefur veriö skipaður rannsóknarlögreglustjóri ríkisins að tillögu dómsmálaráðherra, frá 1. október. Bogi er sýslumaður og bæjar- fógeti á Eskifirði en var áður fulltrúi sýslumanns í Eyjafjarðarsýslu og bæjar- fógeti á Akureyri. Hann er fæddur 1940 og er kvæntur Elsu Ingeborg Peter- sen. Aðrir umsækj- endur um starfið voru Arngrímur Is- berg fulltrúi, Ásgeir BergurFriðjónsson sakadómari og Þórir Oddsson vararannsóknar- lögreglustjóri. BORGARLEIKHÚSIÐ nýja fær sitt fyrsta hlutverk í sambandi við 200 ára afmæli Reykjavíkur en þar verður til húsa tæknisýning þar sem ýmis undur tækni og hönnunar verða til sýnis. Reykja- víkurborg býður ellilífeyrisþegum á Stór- Reykjavíkursvæðinu aostoð við að kom- ast á sýninguna með sætaferðum frá ýmsum stöðum í næstu viku. Þeir sem vilja þiggja þessa aðstoð er bent á að tilkynna þátttöku í síma 36715. EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefur gengið frá kaupum á vöruflutningaskipinu m/s Skaftá af Útvegsbanka íslands en bankinn eignaðist skipið eftir uppboð sem haldið var 29. júlí. Kaupverð skipsins er 21 milljón króna. Eimskipafélagið tekur við skipinu í Antwerpen, en þar hefur skipið verið kyrrsett frá í desember. Skipinu verður gefið nafnið Múlafoss'og verður Guðmundur Kr. Kristjánsson skip- stjóri. STÓRÓLFSVALLABÚIÐ hefur lokið túnaslætti í ár og voru þar alls framleidd 900 tonn af graskögglum í sumar, en í vor var settur framleiðslukvóti á graskögglaverksmiðjurnar. Stórólfs- vallabúið getur framleitt allt að 3000 tonn af graskögglum á sumri. ( haust verður síðan kornskurður og fóðurbætisfram- leiðsla hjá verksmiðjunni. LAXVEIÐI á vatnasvæði Breiðdals- ár hefur glæðst undanfarna daga eftir að tók að rigna, en undanfarið hefur verið mjög þurrt sem hefur leitt til þess að lítil hreyfing hefur verið á vatninu og það kalt. Á þriðjudag veiddust 10 laxar og á miðvikudaginn 16 laxar. Sá stærsti vóg 16 pund en annars voru þeir flestir á bilinu 4-8 pund. ESKFIRÐINGAR hafa mótmælt því að starfsemi Nesradíós í Neskaup- stað verði dregin saman. Bæjarráð Eski- fjarðar hefur vakið athygli á því að starfsemi Nesradíós sé mikilsvert örygg- isatriði fyrir Austfirðinga og skilyrði fyrir þvf að fyllsta öryggis sé gætt. TVEIR TAMILAR sem búa ná- lægt Hamborg í Vestur-Þýskalandi sögð- ust í gær hafa þekkt af myndum suma flóttamennina sem bjargað var úr opnum bátum skammt undan ströndum Kanada. Flóttamönnunum 152 hefur verið gefið eins árs dvalarleyfi í Kanada. Þeir segjast hafa komið með skipi frá Indlandi en verið settir útbyrðis nálægt Nýfundnalandi þar sem kanadískir fiskimenn fundu þá. Eng- inn veit um nafnið á skipi þeirra. Frásögn tamilana tveggja rennir enn frekari stoðum undir fréttir að flótta- mennirnir komi í raun frá Vestur-Þýska- landi oa hafi flúið þaðan vegna slæmrar meðferðar og aðkasts frá öorum þjóðfé- lagshópum. KRUMMI vonandi hefur Jacquline ekki verið að „plata“... Ríkisstjórnarfundur: Skylda viðskiptabankanna að aðstoða frystihúsin Neskaupstaöur: Drengur slas- ast á bifhjóli 14 ára drengur á Neskaupstað slasaðist er hann ók á bifhjóli í veg fyrir bifreið á flugvallarveginum við Neskaupstað um miðjan dag í gær. Drengurinn fótbrotnaði og brákaðist á handlegg. en slapp við höfuðáverka sökum þess að hann var með hjálm. Mun það hafa bjargað honum frá stórslysi að sögn lögreglu. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Neskaupstað og það- an mcðsjúkraflugi til Reykjavíkur. Drengurinn var ekki með réttindi til að aka bifhjóli. ABS Að lítil þjóð skuli, fyrir vinnáttu tveggja einstakra kvenna, eignast dýrgrip sem milljarðamæringar heimsins og listasöfn milljónaþjóðanna keppast um þá sjaldan eitthvert Picasso verk er falt fyrir ævintýralegar upphæðir - hlýtur það ekki að vera einsdæmi? „Það tók tíma að átta sig á að þetta væri raunveruleiki,“ sagði Forseti okkar Vigdís Finnbogadóttir. Vandi frystihúsanna var m.a. til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær. Að sögn Steingríms Hermannsson- ar forsætisráðherra voru lögð fram ýmis gögn um afkomu frystihús- anna og almenn umræða var um málið. „Afkoma húsanna er mjög misjöfn, sum standa sæmilega önn- ur mjög illa. Það kom mjög ein-. dregið fram að viðskiptabönkun- , um væri skylda til að aðstoða þau fyrirtæki,. sem eru í greiðsluerfið- leikum, en standa að öðru leiti vel, og einnig var óánægja með þann seinagang sem hefur verið í þeim málum öllum,“ sagði Steingrímur Hermannsson í gær. Aðspurður um þau ummæli Jón- asar Haralz í Tímanum í gær að viðskiptabönkunum væru sett á- kveðin takmörk vegna skuldbind- inga við Seðlabankann og þröngri lausafjárstöðu, sagði forsætisráð- herra það vera rétt, en spurningin væri um það hvernig þeir ráðstöf- uðu því fé sem þeir hefðu. „Spurn- ingin er hverjum lána þeir? Lána þeir þetta í verslun hvers konar eða lána þeir okkar undirstöðu atvinnuvegum fjármagnið, sem þeir hafa til útlána. Auðvitað er margt nauðsynlegt annað en sjáv- arútvegur, en hann er þó með því allra nauðsynlegasta," sagði Steingrímur. Aðspurður um það hvort ríkis- stjórnin myndi reyna að stýra út- lánum bankanna með einhverju móti, sagði Steingrímur það ekki vera, en að rætt hafi verið við bankana um að þeir leystu vanda- mál sinna viðskiptavina, sem eru í greiðsluerfiðleikum en standa sæmilega með eigið fé. Varðandi þau fyrirtæki sem hafa neikvæða eiginfjárstöðu sagði for- sætisráðherra að eigendurnir yrðu að koma til bjargar. „Víða er um byggðamál að ræða í slíkum tilfell- um og í Keflavík t.d. er það til umræðu að bæjarfélagið komi inn í málið og það getur kannski víðar verið þörf á því,“ sagði Steingrím- ur að lokum. -BG Forseta íslands gefið eitt listaverka Picasso „Viljið þér þiggja „Jacqueline" -hún er yðar-þökk og vinarkveðj- ur - Jacqueline Picasso (voulez vous accepter jacqueline elle est a vous merci amities).“ Fleiri en Vigdís Finnbogadóttir, Forseti ís- lands hefðu líklega í fyrstu orðið orðlausir við móttöku svohljóð- andi símskeytis, er henni barst daginn sem Picasso sýningunni lauk á Kjarvalsstöðum. Með þessu skeyti gaf frú Jacqueline Picasso, Forseta íslands listaverkið „Jacq- ueline“, sem var kynningartákn Listahátíðar í Reykkjavík 1986. Verkið var eitt þeirra sem sýnt var á Picasso sýningunni á Kjarvalsstöð- um, en þau voru öll einkaeign frú Picasso. „Frú Jacqueline Picasso verður seint fullþakkað fyrir þessa ein- stöku stórgjöf“,“ sagði Forseti ís- lands Vigdís Finnbogadóttir, sem kvað sér það mikla ánægju að taka á móti þessari miklu gersemi fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Þótt gjöfin sé til hennar samkvæmt framangreindu skeyti kvaðst hún líta á hana sem gjöf til allra íslend- inga. Boð frú Picasso hefur verið staðfest gegnum sendiráð íslands í París. „Frú Jacquelinc Picasso hefur varpað ljósi á ísland og (slendinga með þessari stórkostlegu gjöf, sem er með merkilegri ef ekki merkileg- asta gjöf, sem hingað hefur borist utan úr hinum stóra menningar- heimi. Þessu fylgir geysileg íslands- kynning, því það þykir alltaf frétt- næmt hvert Picasso verk fara. Með því að gefa okkur þetta verk skilur hún nú sjálfa sig eftir hér á landi á vissan hátt,“ sagði Vigdís Finn- bogadóttir á blaðamannafundi er hún boðaði til af þessu tilefni í gær. „Ég hef fundið hinn einstaka hlýhug frá frú Picasso til íslend- inga. Hún segir birtu yfir landinu,“ sagði Vigdís, sem kvað þeim Jacq- ueline hafa orðið vel til vina. Og hún hafi í heimsóknum sínum eignast hér marga vini. Sagðist Vigdís vona að hún legði oftar hingað leið sína. Verkið „Jacqueline" gerði Pic- asso árið 1962 í Mougins í Frakk- landi, en þangað fluttu þau hjón er þau giftu sig árið 1961, og þar er heimili frúarinnar enn. Verkið er skúlptúr úr málmi og málað með olíulitum. Hæð þess er 49 senti- metrar. Vegna tryggingarmála og alls eftirlits verður „Jacqueline" að fara með hinum sýningarverkunum út til Frakklands. Hvar verkinu verður síðan komið fyrir þegar það kemur hingð aftur er ennþá óráðið. Krefst það eðlilega umhugsunar að finna slíkum dýrgrip tryggan sama- stað við hæfi. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.