Tíminn - 15.08.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.08.1986, Blaðsíða 12
16 Tíminn 1. kl. 16:00 2. kl. 17:00 3. kl.17:15 4. kl. 17:20 S.U.F.- þing Sambandsþing SUF hiö 21. verður haldið í Hrafnagils- skóla í Eyjafirði 29.-30. ágúst 1986. Dagskrá: Föstudagur 29. ágúst. Mæting Þingsetning, Finnur Ingólfsson formaður SUF. Kosning starfsmanna þingsins: a. Þingforsetar(2) b. Þingritarar (2) c. Kjörnefnd(8) Skýrslastjórnar a. Formanns b. Gjaldkera Ávörpgesta Framsóknarflokkurinn. Afl nýrratíma. a. Staða Framsóknarflokksins í íslenskum stjórnmálum. b. Niðurstöður þjóðmálakönnunar SUF c. Megináherslur Framsóknarflokksins í stjórnmálum næstu árin. Kvöldverður Kynning á drögum að ályktunum. a. Stjórnmálaályktun b. Megináherslur Framsóknarflokksins í íslenskum stjórnmálum næstu árin. Almennarumræður Kvöldvaka Laugardagur 30. ágúst. kl.17:45 kl. 18:00 kl. 19:00 kl. 20:00 9. kl. 20.30 10. kl. 22:30 1. kl. 8:00 Morgunverður 2. kl. 8.30 Nefndarstörf a. Stjórnmálanefnd b. Flokksmálanefnd 3. kl. 12:00 Hádegisverður 4. kl. 13:00 Knattspyrna, sund 5. kl. 14:00 Kynning á álitum nefnda, umræður og afgreiðslamála. 6. kl. 17:30 Kosningar 7. kl. 18:00 Önnurmál 8. kl. 19:30 Þingslit 9. kl. 20:00 Kvöldskemmtun. Sunnudagur 31. ágúst 1. kl. 10:00 Morgunverður 2. kl. 12:00 Lagtaf staðfráHrafnagilsskóla. Stjórnin Nýr lífsstíll Breytt þjóðfélag Ráðstefna í Glóðinni í Keflavík laugardaginn 13. septembernk. Allirvelkomnir. Nánarauglýstsíðar. Landssamband framsóknarkvenna Vesturland Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna í Vestur- landskjördæmi verður haldið í Borgarnesi dagana 5. til 6. september nk. Stjórnin Héraðsmót Hið árlega héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði verður haldið í Miðgarði laugardaginn 30. ágúst. Hljómsveit Geirmundar leikur fyrir dansi. Dagskrá nánar auglýst síðar. Nefndin Vestfirðir Kjördæmaþing framsóknarmanna á Vestfjörðum verður haldið á Reykhólum 5.-6.september n.k. Nánar auglýst síðar. Stjórnin lllllllllllllll! DAGBÓK lllllll Útivistarferðir Helgarferðir 15.-17. ágúst 1. Núpsstaðarskógur - Brottför föstu- dag kl. 18.00. Gönguferðir m.a. að Tví- litahyl ogSúlutindum. Berjalandogveiði. Kynnist þessu tilkomumikla svæði vestan Skeiðarárjökuls. Tjöld. 2. Þórsmörk - Gist í skálum Útivistar í Básum á Goðalandi. Gönguferðir við allra hæfi. Munið sumardvöl í heila cða hálfa viku. Kynningarverð í ágúst. 3. Skógar - Fimmvörðuháls - Básar 8-9 klst. ganga yfir hálsinn. Brottför laugar- dag kl. 08.00. Gist í Útivistarskálanum Básum. Sumarleyfisferð 21.-24. ágúst Lakagigar - Holtsdalur - Leiðólfsfell (4 dagar). Óvenju fjölbreytt ferð m.a. farið um lítt þekktar slóðir. Ökuferð með góðum gönguferðum. Ekki of langur akstur. Gist við Blágil og Eldgjá. Hcim um Eldgjá og Laugar. Upplýsingar og farm. á skrifstofunni Grófinni 1. Útivistarferðir á laugardag 16. ágúst Kl 1)9.00: Gamla þjóðleiðin yfir Hcllis- heiði til Reykjavíkur Reykjakot (í Ölfusi) - Hellisheiði - Kolviðarhóll - Lækjar- botnar. Gengið með gömlu vörðunuleið- inni yfir Hellisheiði. Að við Hellukofann. Möguleiki cr að fara með rútunni frá Kolviðarhól kl. 13.30 í bæinn, en annars halda áfram í Lækjarbotna. Kl. 13.00: Kolviðarhóll - Lækjarbotn- ar. Gengið milli þessara göntlu áningar- staða. Útivistarferðir ásunnudag 17. ágúst Kl. 10.30 : Lækjarbotnar - Ártún - Elliðaárdalur - Grófín. Gamla Þjóðleiðin lá um Reiðskarð hjá Ártúni. Hægt er að stytta leiðina til 13.30 við Elliðaárstöðina en þá fer rúta þaðan. Kl. 13.00: Gamla þjóðleiðin um Reykjavík. Gengið frá Elliðaánum neðan Ártúns um Bústaðaholt, Öskjuhlíð, Skólavöruholt og Arnarhól í Grófina. Frítt fyrir börn með fullorðnum. Brottför frá BS(, bensínsölu, 10 mín. fyrir auglýst- an tíma úr Grófinni (Grófartorgi). Geng- ið elstu þjóðleið landsins í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Ganga Hana nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 16. ágúst. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Við röltum um bæinn í klukkutíma. Allir aldurshópar velkomnir. Nýlagað molakaffi. Markmið göngunnar er: Sam- vera, súrefni, hreyfing. Sumarferð Átthagasamtaka Héraðsmanna Átthagasamtök Héraðsmanna efna til hópferðar að Veiðivötnum laugardaginn 30. ágúst n.k. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að hafa samband við Hrcin Kristinsson í síma 84134 sem fyrst. Torfhleðslunámskeið í Vatnsmýrinni um helgina Torfltleðslunámskeið verður haldið í Vatnsmýrinni um næstu helgi, laugardag og sunnudag 16.-17. ágúst kl. 10.00-18.00 báða dagana. Hleðslumenn Sveinn Ein- arsson og Tryggvi Hansen leiðbeina í Vatnsmýrinni. Þeir hafa saknað að ekki skuli fleiri garðyrkjumenn og garðarki- tektar koma og kynna sér torfhleðslu þeirra, því hún kemur að miklum notum við uppbyggingu og skipulagningu garða. Sveppanámskeið, sveppatínsluferð Eins og undanfarin ár ntun hið íslenska Náttúrufræijúfélag halda námskeið í greiningu sveppa. Aðaláherslan verður lögð á greiningu sveppa til matar, en einnig verða kynntir sveppir sem ber að varast. Námskeiðið verður haldið mið- vikudagskvöldið 20. þessa mánaðar í húsi Líffræðistofnunar að Grensásvegi 12 (3. hæð). Þeir sem hafa áhuga á námskeiðinu eru beðnir að skrá sig í síma Náttúru- fræðistofnunar (29822) fyrir 19. ágúst. í tengslum við námskeiðið verður farin sveppatínsluferð í Skorradal sunnudag- inn 24. ágúst. Lagt verður af stað í ferðina frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10 árdegis. Leiðbeinandi verður Eiríkur Jensson. Kjartan Árnason. Ný Ijóðbók: Dagbók Lasarusar Ný Ijóöabók cr komin út. Höfundur hennar er Kjartan Árnason og er þetta fyrsta bók hans. Bókin heitir „Dagbók Lasarusar" og er luin öll lögö í munn þess merka Betaníumanns og rckur hann í hcnni hugrenningar sínar í ellefu köflum á tæpum hundrað síðum," segir í kynn- ingu á bókinni. ( sambandi viö útkomu bókarinnar hefur verið stofnað nýtt útgáfufélag. Nafn þess er útgáfuíélagið ÖRLAGIÐ og hefur það aðsetur í Reykjavík. Dagbók Lasarusar er sett hjá Örlag- inu, en prentuð og bundin í prentstofu ö. Benediktssonar. Bókin fæst hjá höfundi, í Bókabúð Máls og menningar, hjá Ey- mundssy.ii og í Laxdalshúsi á Akureyri. Ættarmót í Njálsbúð Afkomendur Sigríðar Oddsdóttur og ' Þorsteins Ólafssonar frá Álfhólahjáleigu í Vestur-Landeyjum, halda ættarmót í Njálsbúð, Vestur-Landeyjum, föstudag- inn 15. ágúst. Mótið hefst kl. 20.00 og stendur til laugardagskvölds 16. ágúst. Happdrætti Hjartaverndar 1986 Árlegt happdrætti hefur um langt skeið verið einn af styrkustu tekjustofnum Hjartaverndar. Aðeins eitt happdrætti á ári er á vegum samtakanna og dregið í því að haustinu, í þetta sinn 10. október. Aðalverkefni Hjartaverndar er tvenns- konar: Fræðslustarfsemi og rekstur rann- sóknarstöðvar. Samtökin efna árlega til fræðslufunda þar sem þekktir sérfræðing- ar fjalla um hjarta- og æðasjúkdóma, þróun þeirra og varnir gegn þeim. Skýrslur, bæklingar og tímarit konta út á vegum samtakanna til að fræða aimenn- ing um helstu áhættuþætti þessara mann- skæðustu sjúkdóma hér á landi og hvað fyrirbyggjandi aðgerðir komi helst að gagni. Hjartavernd hefur rekið rannsóknar- stöð í 19 ár. Árangur af rannsóknum Rannsóknarstöðva Hjartaverndar er sí- fellt að koma í Ijós eins og lesa má í skýrslum og greinum. Kemur þetta að gagni fyrir heilbrigðisþjónustuna í land- inu í bráð og lengd. Forvarnir eru haldkvæmsta heilsugæsl- an eins og Hjartavernd hefur bent á frá upphafi. Happdrættið hefur árlega lagt drjúgan skerf til Rannsóknarstöðvar Hjartavernd- ar. ( þetta sinn eru vinningar óvenju glæsilegir, alls 20 talsins að verðmæti tæpar 4 milljónir króna. Hæsti vinningur er 1 milljón krónur til íbúðarkaupa og annar vinningur er Audi bifreið árgerð 1987 að verðmæti kr. 850.000.- Aðrir vinningar eru 2 greiðslur til íbúðakaupa. 11 ferðavinningar og 5 tölvur. Verð miða er það sama og síðstliðið ár, kr. 150,- Happdrætti Hjartaverndar hefur jafn- an átt góða hauka í horni sem keypt hafa miða og hvatt aðra til að gera það. Þannig hefur almenningur lagt hönd á plóginn. Föstudagur 15. ágúst 1986 SAMUEL í ágúst Nýtt blaö af Samúcl er komiö út. Forsíöuna prýöir nakin stúlka í sól og sumaryl. A 2. og 3. síöu eru ýmsar smáfréttir um: Porsche bíla, Campari, Svala o.fl. Pá kemur myndskreytt grein um sjóskíða-sýningarfólk. Munaöarsegg- ir háloftanna heitir frásögn af lúxusþotum ríkustu manna heims, svo sem Khasoggis olíukóngs o.fl. nokkrar myndir fylgja frásögninni. Sagt er frá nýjum veitinga- staö: „Úlfar og Ljón“ Nafniö er tilkomið vegna veitingamannstns Úlfars Eysteins- sonar og mcöeiganda hans í fyrirtækinu, Leó Löve (Ljón). Eftir frásögn af staön- um cr þetta upplagöur fjölskyldustaöur, þar sem gott leikpláss er fyrir börn og veröi haldið í hófi. Myndfrásögn er af Pingvallaferö „Kremlarklúbbsins‘\ þar sem gengiö hefur á ýmsu. Ýmislegt er um kvikmyndastjörnur og sagt frá Playboy- kónginum Hefner, sem sé nú á föstu! Ýmislegt fleira er í Samúel: Bílamyndir og stúlkumyndir o.fl. Ólafur Hauksson er HÚSBYGGJANDINN Tímaritið Húsbyggjandinn kemur út tvisvar á ári. vor og haust. Ritið er ætlað aðilum tengdum byggingariðnaðinum og er prentað í 10.000 cintökum og dreift ókeypis til allra sem fengið hafa úthlutað lóðum síðustu tvö árin, og á fleiri staði sem tengjast byggingariðnaðinum. I þessu vor-hefti er m.a. skrifað um Hljóð- einangrun, Svona búunt við er frásögn af húsi á Hávallagötu, sagt frá í máli og myndum heimili Hilmars Jónssonar og Elínar Káradóttur, scm gefa út tímaritið Gestgjafann sem þau segja að hafi til orðið á eldhúsboröinu hjá þeim. Ýmsir sérfræðingar skrifa um sitt fag í bygging- ariðnaðinum, svo sem Haraldur Ásgeirs- son, framkvæmdastjóri Rannsóknastofn- unar Byggingariðnaðarins sem skrifar um nýja steypu: Ný-steypa. Fyrir utan allt um byggingar, er líka ýmsar leiðbeiningar um hönnun garðao.fl. Forsíðuteikninger eftir Brian Pilkington. Nú eru um finint ár liðin síðan blaðið Húsbyggjandinn kom fyrst út og cru af því tilefni fleiri litprentaðar síður í nýjasta blaðinu cn áður, eða á sjöunda tug. Á þessum tímamótum hefur einnig sá háttur verið tekinn upp að blaðið kemur nú út tvisvar á ári, í stað einu sinni áður. Húsbyggjandanum hefur verið dreift á blaðsölustaði um land allt, auk þess sem blaðið er fáanlegt í flestum byggingar- vöruverslunum. í ár hefur þeirri ný- breytni verið komið á, að blaðið er nú einnig boðið f áskrift. Eru þeir sem áhuga hafa á áskrift beðnir að snúa sér til afgreiðslu blaðsins í Bolholti 6, eins er hægt að panta áskrift í síma 687085. Efni blaðsins hefur tekið töluverðum brcyting- um, efni blaðsins er fjölbrcyttara en áður, og munu flciri breytingar eiga sér stað með næstu blöðuni. Þjónustulisti Hús- byggjandans „Hvað fæst hvar?" hefur frá uppahafi vcrið hluti blaðsins. Það er að finna vel sundurliðaða skrá yfir hvar hægt er að fá vörur og þjónustu í og tengdum byggingariðnaðinum. Fjöldi bygginga- lausna meðal annars: Frágangur timbur- þaks og steypts útveggjar, einangrun utan á steyptan útvegg. fróðleg grein um hljóðeinangrun húsa. hvað cr X-steypa?, Hvernig á að lcggja korkflísar?. Reykja- vík 300 ára!!!. teikningasafn. innrétting- ar. eldvarnir. fasteignamarkaðurinn, kynning á ýmsum nýjungum i byggingar- iðnaðinunt og margt fleira.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.