Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 24. október 1986' lllllllllllllllllllllllll Iþróttir l';:: .....................................................IHIHIIii............ ......... ......................................................................Illlllllllllllll..... ............Illllllll...... ................. . .............Illlllllllllllllllll........... ........................Illllllllllll........................................................ Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Keflvíkingar höfðu betur í nágrannaslagnum í gær - Njarövíkingar leiddu lengst af í gærkvöld var einn leikur í úrvals- deildinni í körfuknattleik. Nágrann- arnir á Suðurnesjunum áttust þar við, Keflvíkingar og Njarðvíkingar og fór leikurinn fram í Keflavík. Heimamenn sigruðu í leiknum með 71 stigi gegn 64 eftir mikla spennu í lokin. Staðan í leikhlé var 38-39 fyrir Njarðvík eftir slakan en jafnframt mjög jafnan fyrri hálfleik. Njarðvíkingar leiddu lengst af í seinni hálfleik en eins og fyrr sagði komust Keflvíkingar framúr á spennandi lokamínútum og sigruðu með 7 stiga mun. Fyrir Njarðvíkinga skoraði Valur Ingimundarson mest, 24 stig, Krist- inn Einarsson skoraði 11 stig, Jó- hannes Kristbjörnsson 10, Stigin skoruðu fyrir Njarðvík: Valur Ingimundarson 24, Kristinn Einarsson 11, Jóhannes Kristbjörns- son 10, Teitur Örlygsson 8, fsak Tómasson 7 og Helgi Rafns- son 4. Hjá Keflvíkingum skoraði Hreinn Þorkelsson mestt, 20 stig, Guðjón Skúlason 14, Jón Kr. Gíslason 11, Gylfi Þorkelsson 10, Ólafur Gott- skálksson 6, Sigurður Ingimundar- son 5, Falur Harðarson 3 og Ingólfur Haraldsson 2 stig. Dómarar voru Jóh Otti Ólafsson og Ómar Scheving. Krístinn Einarsson UMFN. Hann skoraði næst mest í liði Njarðvikinga í gærkvöld. Tímamynd Sverrir Læti í Mönchengladbach 71 áhangandi Feyenoord frá Hollandi var handtekinn í Þýska- landi í fyrrakvöld vegna óláta. Ólætin hófust fyrir leik Feyen- oord og Borussia Mönchengla- dbach í Evrópukeppninni í knatt- spyrnu og héldu þau áfram með- an á leiknum stóð og einnig eftir hann en Feyenoord tapaði 1-5 Áhangendurnir eyðilögðu bíla, kveiktu í bar og skemmdu nokkra aðra auk þess sem þeir slógust við heimamenn. Búist er við að þessi framkoma eigi eftir að draga dilk á eftir sér. Kargus til Dusseldorf Vestur-þýska fyrstudeildarlið- ið Fortuna Dússeldorf hefur átt slæmu gengi að fagna að undan- förnu. Þeir hafa nú fengið til liðs við sig markvörðinn Rudi Kargus, fyrrverandi landsliðs- markvörð, en hann var hættur keppni. Aðalmarkvörður liðsins, Jörg Schmadtke er fótbrotinn og vara- markvörðurinn þykir ekki traustsins verður, hann er 17 ára gamall, Frank Kirn að nafni og fékk á sig 4 mörk á móti Köln um síðustu helgi. Kargus sem lék áður með Hamburg er orðinn 34 ára. Hann lék sjö leiki með Karlsruhe í annarri deild í fyrra áður en hann lagði skóna á hilluna. Mill og Was með flest Að loknum 11 umferðum í 1. deild þýsku knattspyrnunnar hafa tveir leikmenn skorað 8 mörk, Mill hjá Borussia Dortmund og Waas Bayern Leverkusen. Tveir leikmenn hafa einnig skorað 7 mörk, Búhrer, Waldhof Mannheim og Wuttke, Kaisers- lautern. Von Heesen, Hamburg hefur skorað 6 mörk en síðan kemur hópur af markaskorurum með 4 og 5 mörk. Atli Eðvaldsson hefur skorað 2 mörk með Uerdingen og Ásgeir Sigurvinsson eitt með Stuttgart. Staðan... í 1. deild karla á íslandsmótinu í hand- knattleik er þannig eftir leikina í fyrra- kvöld: KA-KR........................ 16-22 Stjarnan-FH ................. 23-31 Haukar-Breidablik............ 21-24 Víkingur-Armann ............. 20-17 Fram-Valur................... 25-26 Víkingur............ 3 3 0 0 69-59 6 Breiðablik.......... 2 2 0 0 47-40 4 Valur............... 3 2 0 1 81-72 4 Fram ............... 2 1 0 1 50-42 2 Stjarnan............ 2 1 0 1 59-58 2 KR ................. 2 1 0 1 39-39 2 FH ................ 3 1 0 2.77-75 2 Haukar.............. 3 1 0 2 66-76 2 KA ................. 3 1 0 2 61-74 2 Ármann.............. 3 0 0 3 66-80 0 Evrópuboltinn um helgina: Róðurinn þyngist hjá Juventus og Barcelona - meiðsl leikmanna setja svip sinn á ítölsku deildina ÍÞ UMSJÓN: Hjördís Árnadóttir JBLAÐAMAÐUR Rangers vann Boavista Síðasti leikurinn í annarri um- ferð Evrópukeppninnar í knatt- spymu, af fyrri leikjunum, fór fram í gærkvöld. Glasgow Ran- gers frá Skotlandi sigraði Bo- avista frá Portúgal og urðu loka- tölur 2 mörk gegn einu. Staðan í leikhlé var sú sama, 2-1. Mörk Rangers skoruðu: Dave McPherson á 36. mínútu og Ally McCoist á 44. mínútu. Joao Ton- anha skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Boavista og var það á 33. mín. jafnframt bjóst hann við að spila með á móti Juventus. Barcelona, efsta iiðið á Spáni keppir við Las Palmas frá Kanaríeyj- um um helgina en það lið er í 13. sæti. Barcelona tókst aðeins að sigra Sporting Lissabon 1-0 á heimavelli í Evrópukeppninni í fyrrakvöld og virðist sem liðið sé ekki alveg í sínu besta formi þessa dagana. Þrátt fyrir að markamennirnir bresku, Gary Lineker og Mark Hughes séu í framlínunni hafa mörkin í 7 leikjum aðeins orðið 10 á heimavelli sem þykir ekki stórt á þeim bæ. Real Madrid skreið upp að hlið Barcelona í stigafjölda um síðustu helgi eftir sigur á Real Mallorca, 3-0. Og sigurinn á Juventus í fyrrakvöld virðist benda til þess að Real Madrid sé að komast á fulla siglingu. Aðalmaðurinn í sigrinum í gær var Ricardo Gallego og er næsta víst að hann verður allt í öllu á miðjunni í leiknum gegn Cadiz. Nágrannar Real, Atletico Madrid eru í 3. sæti, einu stigi á eftir Barcelona og Real. Þeir leika á móti Real Betis sem er á mikilli uppleið og þurfa þeir Atleticomenn að taka á öllu sína ef þeir ætla að halda áfram í vonina um meistaratign í vor. Og ekki dugir þeim leikur í sama gæðaflokki og í fyrrakvöld þegar þeir töpuðu 2-0 fyrir Guimar- aes í Portúgal. Úrslit á mótinu urðu þessi: 12 ára og yngri: 50 m skriðsund: Elísabet Sigurðardóttir..............35,6 sek. Atli Þorbjörnsson....................43,3 sek. 50 m bringusund: Heba Guðmundsdóttir..................41,8 sek. Atli Þorbjörnsson....................50,7 sek. 50 m baksund: Elísabet Sigurdardóttir..............41,6 sek. Atli Þorbjörnsson....................50,5 sek. 50 m flugsund: Valgerður Sverrisdóttir ........41,0 sek. Atli Þorbjörnsson.....................59, sek. 13-14 ára: 50 m skriðsund: Dagmar Valgeirsdóttir................33,1 sek. Snæbjörn Valbergsson.................35,4 sek. 100 m bringusund: Rakel Ársælsdóttir .......... 1:28,9 mín. Snæbjörn Valbergsson........ 1:43,4 mín. 50 m baksund: Dagmar Valgeirsdóttir...........37,9 sek. Snæbjörn Valbergsson............42,4 sek. 50 m flugsund: Dagmar Valgeirsdóttir................37,0 sek. Snæbjörn Valgeirsson.................46,6 sek. 15 -16 ára: 100 m skriðsund: Unnur Hallgrímsdóttir ....... 1:16,6 mín. 100 m bringusund: Unnur Hallgrimsdóttir ....... 1:35,2 mín. 50 metra baksund: Unnur Hallgrimsdóttir ..........41,9 sek. 50 m flugsund: Unnur Hallgrimsdóttir ..........37,4 sek. Afmælishátíð hjá lK íþróttafélag Kópavogs heldur há- tíðlegt 10 ára afmæli sitt, sem var fimmtudaginn 23. október, á morgun, laugardaginn 25. október. Hátíðin fer fram í íþróttahúsinu Digranesi og hefst kl. 16. Á dagskrá ; eru verðlaunaafhendingar, ávörp og kaffiveitingar, og síðast en ekki síst verður aíhentur vinningurinn í af- mælishappdrætti ÍK sem er glæsilcg bifreið, Toyota Corolla Liftback, að verðmæti 485 þúsund krónur. Hún kom á miða nr. 251. Allir ÍK-ingar, sem og aðrir Kópavogsbúar og vel- unnarar félagsins eru velkomnir og hvattir til að mæta. Eftir tapið gegn Real Madrid í Evrópukeppninni í fyrrakvöld bíður leikmanna Juventus annað stórt verkefni, að halda efsta sætinu í 1. deildinni á Ítalíu. Napoli er aðeins einu stigi á eftir Juventus og í þeirra herbúðum er beðið eftir vitneskju um hvort Mar- adona getur leikið með gegn Roma um helgina en hann meiddist í leik um síðustu helgi. Meiðsli angra einnig leikmenn Juventus, Michael Laudrup var tek- inn útaf 15 mínútum fyrir leikslok í Madrid í fyrrakvöld en hann átti lélegan leik og á enn við meiðsl að stríða. Fyrirliðinn Gaetano Scirea er líka meiddur og lék ekki með gegn Madrid. Þá er framherjinn Aldo Serena ekki enn kominn í nógu góða þjálfun eftir meiðsli. Juventus mætir Internazionale sem er í 3. sæti, tveimur stigum á eftir Juventus. Internazionale lék gegn Legia Warsjá í Póllandi í fyrrakvöld og tapaði 2-3. í þeim leik skoraði Sandro Altobelli sitt 200. mark. Vestur-Þjóðverjinn Karl-Heinz Rummenigge var tekinn útaf í leikn- um og sagði sjálfur eftir leikinn að hann skildi ekki hvers vegna en Scirea (t.v.) er meiddur og getur ekki veitt félögum sínum í Juventus nema andlegan stuðning um helgina. Frá Emi Þórarinssyni frcttaritara Tímans í Skagafírði: Hið árlega bikarmót Ungmenna- félagsins Tindastóls á Sauðárkróki fór fram í sundlaug Sauðárkróks um síðustu helgi. Mótið var aldursflokkaskipt. Þokkalegur árangur náðist í nokkr- um greinum, m.a. setti Dagmar Valgeirsdóttir Skagafjarðarmet í 50 m skriðsundi og 50 m baksundi í flokki 13-14 ára. Þátttaka í stúlknaflokkum var ágæt en mun lakari í drengjaflokk- unum. Gallcgo (t.h.) var allt í öllu á miðjunni hjá Real Madrid á móti Juventus. Körfuknattleikur: ÍS sigraði UBK í gærkvöld var einn leikur í 1. deild karla á íslandsmótinu í körfuknattleik, íþróttafélag stúd- enta sigraði Breiðablik úr Kópa- vogi með 62 stigum gegn 47 eftir að staðan í leikhlé var 30-21 ÍS í hag. Bikarmót á Sauðárkróki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.