Tíminn - 23.11.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.11.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Sunnudagur 23. nóvember 1986 Stórtónleikar í dag, sunnudag klukkan 14.00, og á þriðjudagskvöld klukkan 20.30 munu 15 söngnemendur og 50 manna sinfóníuhljómsveit nemenda Nýja tónlistarskólans og Tónlistarskólans í Reykjavík halda tónleika í sal Hvassaleitisskóla við Stóragerði. Flutt verða atriði úr fjórum óperum, Cosi fan tutte og Entfúhrung aus dem Serail eftir meistara Mozart og II Trovatore og Rigoletto eftir Verdi. Stjórnandi hljómsveitarinnar, Ragnar Björnsson, skólastjóri Nýja tónlistarskólans, segir meðal annars í stuttu viðtali við Helgar-Tímann, að í þessu sameiginlega verkefni tónlistarskólanna taki án efa þátt nokkuð af tónlistarfólki framtíðarinnar. Aðgangseyrir er greiddur við innganginn, krónur 200, en 100 fyrir nemendur. Söngvararnir eru langt komnir nemendur í tónlistarskólunum og eru þessir tónleikar kærkomið tækifæri fyrir þá að spreyta sig á óperuverkefnum, en þess konar vettvang vantar nær algjörlega. nemenda 50 nemenda sinfóníuhljómsveit og 15 söngvarar flytja þekkt verk eftir Mozart og Verdi Ragnar Björnsson, stjórnandi hljómsveitarinnar. Hljómsveitin er skipuð 50 nemendum frá Nýja tónlistarskólanum og Tónlistarskólanum í Reykjavík. nr I ALSVERÐ umræöa hef- B Lir verið undanfarið um óperuflutning á íslandi og hefur tvinnast inn í hana skoðanaá- greiningur um tónlistarhúsið sem byggja á í Reykjavík. Og það er satt að aldrei hefur beðið blómstrað svo sem nú og óperu- áhugamenn eiga um nokkuð auðugan garð að gresja eins og komið er. En betur má ef duga skal. Og vonandi vegur þungt sú framtíð- arstefna sem mörkuð var á nýaf- stöðnu þingi um málefni óperunn- ar á ísíandi. Áhuginn er mikill og ekki nóg með að rekinn sé sérstakur söng- skóli, heldur hafa tónlistarskólar stofnað söngdeildir og ráðið til sín söngkennara. Slíkar deildir eru m.a. í Nýja tónlistarskólan- um og Tónlistarskólanum í Reykjavík, en skólarnir hafa að undanförnu undirbúið mikla óp- erutónleika sem í taka þátt að- eins nemendur skólanna, utan stjórnanda hljómsveitarinnar sem er Ragnar Björnsson, skóla- stjóri. „Þegar við hófum æfingar vissi ég satt að segja ekki á hverju ég mátti eiga von,“ segir Ragnar um hvernig honum var innan- brjósts þegar hann fyrsta sinni stóð frammi fyrir því verkefni að æfa upp og stjórna 50 nemenda sinfóníuhljómsveit úr báðum skólunum. „Nemendurnir eru að vísu flestir komnir mjög langt í sínu námi og það kom fljótt í ljós að áhyggjur mínar voru óþarfar. Það hefur verið sérstak- lega skemmtilegt að vinna með hljómsveitinni og ég er mjög ánægður með hana. Eg hef trú á að hún standist fyllilega þær kröfur sem hægt er að gera til hennar. Á köflum spilar hún ótrúlega fallega! “ Ragnar Björnsson tók einnig fram að það væri talsvert frá- brugðið fyrir hljómsveit að leika undir óperusöng en að fást við t.d. sinfóníur, en það sætir undrum hve rétt þau fylgja nót- um noti maður akademískt taktslag," bætir stjórnandinn við. Söngnemendurnir eru einnig komnir töluvert langt á leið, þó að rangt sé að beita einhverri mælistiku á stigu söngvarans. Leið hans verður ekki mæld í metrum. „Söngvararnir eru vit- anlega ekki fullþroskaðir lista- menn ennþá og þar sem fáar óp- erur eru skrifaðar beinlínis fyrir nemendur spreytum við okkur á þeim verkefnum sem nemend- urnir koma jafnvel til með að höndla seinna á þeirra starfs- ferli. Vafalaust munu koma saman á þessum tónleikum nokkrir framtíðarsöngvarar okkar ís- lendinga. Þeir eiga eftir að koma áheyrendum sínum á óvart!“ Flutt verða þekkt verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Giuseppe Verdi. í sumum hlut- verkum er tvísett og þess vegna eru tónleikarnir tvennir. Ekki hafa áður verið slíkir tónleikar á þessu landi, þar sem söngvarar og hljómsveitin öll eru nemendur og þeir eru því forvitnileg tilraun. „Vissulega er þetta gert í til- raunaskyni! Það þarf að vera til vettvangur, bæði fyrir hjóð- færanemendur og söngvara til að æfa sig og kynnast þeim verkefn- um á raunhæfan hátt sem þau eiga eftir að takast á við í fram- tíðinni. Þeir sem að þessu standa binda vonir við að þetta verkefni verði upphafið að öðru og meira. Þeir ganga með þann draum að þessir sameiginlegu óperu- tónleikar tónlistarskólanna verði kveikjan að víðtækara samstarfi, að það nái til fleiri skóla, og geti orðið fastur vett- vangur ungra og efnilegra tón- listarmanna til æfinga og til að kynnast starfsvettvangnum áður en sjálf alvaran tekur við.“ þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.