Tíminn - 23.11.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.11.1986, Blaðsíða 13
Nákvæmt sólúr, gert eftir teikningu Lomonosovs. Uppdráttur af flugvél sem Lomonosov teiknaði og sýndi á fundi í Rússnesku vísindaakademíunni 1. júní 1754. óvenjulegan skilning,“ skrifaði Púskín, „og spannaði öll svið upplýsingarinnar. Fróðleiks- þorstinn var sterkasta hvöt þess- arar ástríðufullu sálar. Sem sagnfræðingur, mælskusnilling- ur, vélfræðingur, efnafræðingur, málfræðingur, listamaður og ljóðskáld reyndi hann allt og skildi allt.“ Lomonosov uppgötvaði fyrst- ur manna lögmálið um varð- veislu massans. Hann skilgreindi það í bréfi til Eilers 1748 og birti grein um það tólf árum síðar (Lavoisier enduruppgötvaði það 30 árum síðar). Lomonosov hafnaði kenningunni um flógist- on og sýndi fram á að aukin þyngd málma við brennslu staf- aði ekki af því að flógiston myndaðist við brennsluna, en það átti að hafa neikvæða þyngd, heldur af því að agnir úr andrúmsloftinu sameinuðust, og setti fram snilldarlega tilgátu um að hiti tengdist hreyfingu efnis- agna. Lomonosov uppgötvaði and- rúmsloft Venusar, kannaði og skýrði rafmögnun andrúmslofts- ins (vinur hans, Georg Richman, fórst við tilraunastörf í þrumuveðri. Lomonosov var að samskonar störfum á sama tíma, en til allrar hamingju kall- aði Elísabet á hann í matinn svo að hann slapp), hann uppgötv- aði lóðrétta loftstrauma í and- rúmsloftinu, Spáði fyrir um áður ófundnar eyjar sem fundust svo í Norður-íshafi, sagði fyrir um 1739. Skrifaði fyrsta stóra kvæðið. „Óðinn um töku Hotíns" og „Bréf um rússneskar bragfræöireglur". Lagði fræðilegan grundvöll og sannaði að rússneskur skáldskapur getur byggst á tónískum bragarháttum (Ijóðlínum með jafnmörgum áhersluliðum), Allt til dagsins í dag éru þesskonar bragarhættir algéngastir í rússneskum kveðskap. 1743. Skrifaði „Stuttar ieiðbeiningar í mælskulist" sem er fyrsta vísindalega setningafræðiritið á rússnesku. 1745. Skilgreindi eðli tilraunaaðferðarinnar í vísindum, skapaði hugtakið vísindabylting. 1743—1750. Samdi vísindaleg fræðsluljóð (óði) þar sem hann setti fram djarfar vísindatilgátur (t.d. tilgátuna um orsakir norðurljósa). 1748. Setti á laggirnar fyrstu cfnafræöirannsóknastofuna í Rússlandi. 1750—1761. Fullkomnaði og fann upp í rannsóknaskyni nokkra tugi tækja ogáhalda. Smíðaði t.d. vindmæli sem mældi samtímis hraða og átt, með sjálfvirkri skráningu upplýsinga. Uppgötvaði lóðréttar hreyfingar og íslög í andrúmsioftinu og setti fram hugmynd um nauðsyn á lóðréttri könnun andrúmsloftsins (með hitastigsmælingum); til að lyfta hitamælinum stakk hann upp á að nota tæki sem minnir á þyrlu. í annálum Akademíunnar stcndur: „Háttvirtur Lomonosov stakk upp á að smíðað yrði lítið tæki er gæti lyft hitamælinum upp... oglagði frant teikningu afþví". Hann fékk viðurkenningu „hinna frægusiu akademíkcra" og smíðaði brátt líkan. Paö var pallur meðskrúfum sem snerust sín í hvora áttina og voru festar á einn öxul. Fjöður setti báðar skrúfurnar í gang. Sýningin gckk vel: „Þegar fjöðrin var dregin upp lyftist vélin strax upp". Fullkomnaði smásjána og varð íyrstur í sögu efnafræði og jarðfræði til að nota hana við athugun á steinefnum. 1750. Samdi „Hugleiðingar um uppruna hita og kulda", sem kollvarpaði kenningunni um ylefni. 1753. Bjó til kenningu um rafmagn andrúmsíoftsins og tengdi það hringstréymi loftmassans (í ritinu „Um loftræn fyrirbæri sem slafa af raforku"). 1754. Skrifaði „Inngang að raunverulegri eðlisefnafræði". 1754—64. Innleiddi nýjar aðferðir í rússneskri mósaíklist, þar sem stuðst var við nýjustu framfarir á sviði efnafræðinnar. Gerði tugþúsundir tilrauna með bræðslu og útbjó ýmsar tegundir litaðs glers. Undir handleiðslu hans og með beinni þátttöku hans voru búin til frábær mósaíkverk. Frægast þeirra verka sem Mikhail Lomonosov gerði sjálfur er veggmyndin „Bardaginn í Poltava". 1755. Bjó til fyrstu fræöikenninguna um málfræði rússneskrar tungu (í ritinu „Rússnesk ntálfræði"). Stofnaði ríkisháskólann í Moskvu. 1756. Gerði tilraunir með sýringu málma í lokuðum ílátum, sem geröu honum kleift að verða fyrstur í heimi langt á undan Lavoisier) t ti! að sanna réttmæti lögmálsins um varðveislu massans. I riti sínu „Um uppruna ljóssins, nýja kenningu um liti", lagði hann grundvöll að bylgjukenningunni. 1757. Kom fram með tilgátu sem ekki hlaut viðurkenningu fyrren á okkar dögum, um þátt neðanjarðarvatns í myndun málmlaga í jörðu og þátt lífvera í uppsöfnun málma; bjó til fyrsta flokkunarkerfið fyrir titring jarðskorpunnar og útskýröi fyrirbærið sjávarseltu (í ritínu „Um tilurð málma af völdum jarðskjálfta”). 1761. Uppgötvaði andrúmsloft Venusar (og notaði til þess spegilsjónauka sem hann fann upp sjálfur). 1763. í ritinu „Um lög jarðarinrtar" kom hann fram með snilldaricgar tilgátur um langvarandi jarðfræðileg tímabil, sctti fram röð aftilgátum um uppruna steinefna (þ.á m. olíu oggass), oglagði fyrstur manna fræðilegan grundvöll að tilgátu um Suðurskautið, eða einsog þar stendur: „í nánd við Magallanes-sundið og andspænis Góörarvonarhöfða, á 53. gráðu suðlægrar breiddar eða þarumbil; eru miklir ísar á lloti. Af þeirri sökum er ekki að efa að þar eru á stórusvæðieyjarogmeginlandþakiöjöklum...". Fyrsturinannagat hann scr þess til að hat'ísjakar hcfðu brotnaö úr meginlandsjöklum. Gaf út „Stutta lýsingu á feröáiögum um norðlæg höf", þarsem hann iagöi grunninn að siglingaleiðinni meðfram norðurströndinni og geröi fyrstu vísindalegu flokkunina á ísum í náttúrunni. 1764. Lagði grunn aö hagfræöilegri landafræði, bjó til útgáfu landfræöilegan atlas Rússlands. 1765. Lauk við verkið „Fornrússncska sögu" ( I. og2. bindi) sem út kom 1766. opnun siglingaleiðar norðan- megin frá Atlantshafi yfir í Kyrrahaf og sá fyrir gífurlega framtíðarmöguleika landsvæð- anna fyrir austan Úralfjöll. Spá- dómsorð hans um að Síbería ætti eftir að auka veg Rússlands hljóma mjög nútímalega í eyr- um okkar nú, þegar framleiðslu- öflin færast æ meira í austurátt og gífurlegar náttúruauðlindir eru komnar í gagnið. Hann afrekaði einnig margt á sviði jarðfræði: tengdi myndun eldfjalla við sprungur í jarð- skorpunni; flokkaði jarðskjálfta rétt og greindi á milli þeirra eftir því hvort þeir voru langsum eða þversum; benti á mikilvægan þátt vatna í jarðfræðiferlum; setti fram réttar tilgátur um uppruna olíu, kola, rafs og ann- arra verðmætra efna, og benti á gífurlega langa jarðfræðisögu jarðarinnar. Vísindauppgötvanir hans fengu viðurkenningu seint og um síðir. Það er til vitnis um hversu langt hann var á undan sinni samtíð. Rit hans flest voru birt meðan hann var enn á lífi og vísindamenn margra landa þekktu þau. Þess vegna er „vanmat“ samtímamanna á framlagi Lomonosovs besta sönnunin fyrir óvenjulegri skarpskyggni hans. Fyrirbærið Lomonosovs er enn meira sannfærandi og upp- lýsandi ef haft er í huga hversu fjölhæfur hann var. Hvað það snertir stendur hann jafnfætis stórmennum Endurreisnartím- ans. Hann lést árið 1765 og var þá frægur náttúrufræðingur, heið- ursborgari akademíanna í Rússlandi, Svíþjóð og Bologna, stofnandi Moskvuháskóla, viðurkennt ljóðskáld og listmál- ari. Þegar kom fram á miðja 19. öld var hans sjaldan minnst, hann virtist með öllu úreltur. En þegar tvöhundruð ár voru liðin frá fæðingu hans sagði annar mikill rússneskur vísindamaður, Vladimír Vernadskí: „Árin líða, og hvílík ár í sögu náttúrufræðinnar! En gamli rússneski náttúrufræðingurinn sem var gleymdur til skamms tíma stendur nú frammi fyrir okkur afkomendum sínum og verður æ skærari, sterkari og frumlegri í okkar augum. Rit hans, sem hann skrifaði ýmist á latínu eða stílfagurri rússnesku, opinbera okkur sýn hans inn í vísindi okkar tíma.“ viðspiÖSSki^ála sr að san JBáM A ff jf SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 68 7910-812 66 M #1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.