Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. ágúst 1987 'Tíminn ‘ 3 Hei mil ish jálpin þýtur um á Bæjarleiðabílum Það hefur vakið nokkra athygli að í Kópavogi eru starfsstúlkur heimilishjálparinnar nú farnar að bera sig á milli á gljáfægðum leigu- bifreiðum. Við fyrstu sýn virðist sem hér sé óbreytt eitthvert óhóf og flottræfilsháttur að ná tökum á bæjarstarfsmönnum. Þegar Tíminn kannaði mál þetta kom þó í ljós að hér ber fyrir augun afrakstur af stórkostlegu átaki bæjarstjórnarinnar til að lækka kostnað við ferðir starfsmanna í vinnutíma. Þann 1. júlí s.l. var tekin sú ákvörðun að leggja niður allt sem heitið hefur grpiðsla fyrir afnot af einkabifreiðum. Orðið akstursstyrkur er nt.ö.o. ekki leng- ur til í bókum og tali bæjarstarfs- manna. Ástæðunnar er fyrst að leita í því að á fyrri hluta þessa árs leit út fyrir að greiðslur bæjarins fyrir bíla- afnot yrðu töluvert á sjöundu millj- ón króna í ár. Þetta kom fram er Tíminn ræddi við Kristján Guð- mundsson bæjarstjóra um málið. Sagði hann jafnframt að alls hefðu verið 113 starfsmenn sem lögðu fram eigin bifreiðar í starfi. Sagði Kristján að nú væri búið að semja við Bæjarleiðir um akstur á starfsmönnum eftir pöntunum og einnig væri búið að kaupa inn nýjar bifreiðar til bæjarins. Alls væru núna sjö bifreiðar til sem einstakl- ingar nota í starfi. Fimm nýjar hefðu verið keyptar fyrir 1. júlí s.l. og tvær þeirra eru nú til nota fyrir heimilishjálpina, svo dæmi sé tekið. Þá væri það í hendi deildar- stjóranna að ákveða hversu mikið væri greitt með kílómetragjaldi en það væri síðasta reglan. Það væri matsatriði og færi einnig eftir því hvernig stendur á með bifreiðar bæjarins og hagræðingu af leigu- bílanotkun. Þessar breytingar hafa verið í undirbúningi síðan í vetur og hafa starfsmenn og deildir haft góðan tíma til að laga sig að þessu nýja kerfi. Sparnaðurinn sem af þessu á að verða er áætlaður um ein milljón frá því sem kostnaðurinn virtist ætla að stefna í. Með þessum aðgerðum taldi Kristján að koma mætti í veg fyrir að útgjöldin vegna aksturs starfsmanna í starfi færu fram úr fjárhagsáætlun bæjarins. Vildi hann einnig koma því á framfæri að aldrei hefði verið litið á greiðslur fyrir afnot af bifreiðum starfsmanna eða einkasímum þeirra sem hluta af launagreiðslum eða hlunnindum. í Kópavogi hafi það viöhorf alltaf verið ofan á að líta á þetta sem greiðslur fyrir útlagðan og óumflýjanlegan kostn- að starfsmanna. Þess vegna hefur þessi útgjaldaliður ekki undið eins mikið upp á sig og ætlað var. Kvaðst hann hræddur um að víða hafi bæjarfélög fallið í þá gryfju og stæðu því frammi fyrir óheyrileg- um gjöldum vegna þessa. „Þessar greiðslur eiga eftir að taka veruleg- um stakkaskiptum þegar líða tekur á árið vegna nýrra ákvæða í skatta- lögum," sagði Kristján Guðmunds- son að lokum. KB Hetja komin heim Hetjan komin heim! Jóhann Hjart- arson og aðstoðarmaður hans, Elvar Guðmundsson fengu höfðinglegar móttökur í Flugstöðinni hans Leifs í gær, þegar þeir komu frá Ungverja- landi, þar sem Jóhann vann fræki- legan sigur á millisvæðamótinu í Szirák. Blómvendir frá Skáksam- bandi íslands og Taflfélagi Reykja- víkur, ásamt ótölulegum aragrúa kossa. Lengst t.v. er Þráinn Guð- mundsson, formaður Skáksam- bandsins, þá Bjarnveig Eiríksdóttir, sambýliskona Elvars, þá sambýlis- kona Jóhanns, Jónína Yngvadóttir og loks sigurvegarinn, Jóhann Hjart- arSOll. Tímamynd: Pjetur Borgara- flokkur heldur landsfund Borgaraflokkurinn mun halda Iandsfund í Reykjavík dagana 24.-26. september. Borgara- flokkurinn hefur að undanförnu verið að stofna kjördæmafélög í hinum ýmsu kjördæmum og þannig að festa sig í sessi sem stjórnmálaflokkur með skipulag. Þegar hafa verið stofnuð kjör- dæmafélög í Reykjavík og Reykjanesi, Norðurlandskjör- dæmum og nú síðast í Vestur- landskjördæmi. Á landsfundinum í lok sept- ember verður m.a. kosinn for- maður flokksins. Orðrómur um að Geir Gunnarsson víki úr þingsæti fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni: „Ég kem af fjöllum" - segir Geir Gunnarsson „Ég kem af fjöllum. Ég veit ekkert um þetta. Þú skalt tala við aðra um þetta sem vita betur en ég,“ sagði Geir Gunnarsson alþingismaður þegar hann var spurður út í orðróm um að hann hætti þingmennsku og Ólafur Ragnar Grímsson taki sæti hans ef sá síðarnefndi næði kjöri sem formaður Alþýðubandalagsins í haust. „Ég var spurður um það ein- hverntímann af blaði í Grindavík fyrir kosningarnar hvort það væri samið um það að ég hætti á þingi. Ég lýsti því yfir að um það væri ekkert talað og ekkert um það samið. Það hefur ekkert breyst með það.“ Þrálátur orðrómur er nú á kreiki um að Ólafur Ragnar Grímsson stefni á formannssæti Alþýðubanda- lagsins og hafi til þess nokkuð sterk- an stuðning. Hins vegar er það talið veikleikamerki að formaðurinn sé utan Alþingis. Samkvæmt þessu er ætlunin að Geir Gunnarsson víki úr þingstól sínum og hverfi til annarra starfa, en Ólafur Ragnar Grímsson taki við þingmennskunni og styrkist þannig sem formannsefni fyrir for- mannsslaginn í haust. Nú hefur Geir Gunnarsson þver- tekið fyrir að hann muni ganga úr þingsæti fyrir Ólaf Ragnar. í viðtali við Tímann sagðist Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins ekki kannast við að þetta mál hefði form- lega verið rætt í stofnunum flokksins. Ekki náðist í Ólaf Ragnar Grímsson til að bera undir hann þennan orðróm. Umtalsverðar hræringar eru nú innan Alþýðubandalagsins fyrir upp- gjörið sem boðað hefur verið í haust. Þráinn Bertelsson ritstjóri Þióðvilj- ans hefur sagt upp störfum. I viðtali við DV í gær segir hann það m.a. að uppsögn sín komi í framhaldi af skýrslu Svavars Gestssonar fyrr f sumar um ástandið í Alþýðubanda- laginu. Þar talaði formaðurinn um að þeir sem markaðir væru í innan- flokksátökum ættu að víkja úr þeim trúnaðarstörfum sem þeir nú gegna. Ekkert hefur verið gefið upp um hugsanlega eftirmann Þráins ef ein- hver verður. -HM/BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.