Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. ágúst 1987 Tíminn 5 Skýrsla heilbrigðisráðuneytis um lyfjanotkun: Notkun svefnlyfja hefur tvöfaldast á fimm árum Notkun geðlyfja hér á landi svarar til þess að 6. hver íslending- ur yfir tvítugt sé „dópaður" dag- lega. Rúmlega helmingurinn eru svefnlyf. En notkun svefnlyfja tvö- faldaðist á aðeins 5 árum, frá 1981 til 1986 og svaraði þá til þess að nær tíundi hver landsmaður hafi tekið inn venjulegan dagsskammt af svefntöflum hvern einasta dag ársins. Stjórnendur í heilbrigðis- ráðuneytinu telja verulega ástæðu til aðgerða til þess að reyna að draga úr þessari gífurlegu svefn- lyfjanotkun. Sofandi við stýrið „Kannski að það sé m.a. vegna svefnlyfjaátsins sem íslendingar eru svo slæmir bílstjórar," sagði Ingolf J. Petersen deildarstj. í lyfjamáladeild heilbrigðisráðu- neytisins. Ingolf hefur samið skýrslu um lyfjanotkun á fslandi á árunum 1975 til 1985, sem hann ásamt heilbrigðisráðherra og ráðu- neytismönnum kynnti á blaða- mannafundi í gær. Ríkið 80% þeir veiku 20% 1 skýrslunni kemur fram að Tryggingastofnun þurfti að greiða um 1.065 milljónirfyrirlyfásíðasta ári (um 4.400 kr. á hvern landsmann). Miðað við hækkun framfærsluvísitölu frá 1981 hafa lyfjaútgjöldin aukist um 38%, eða sem nemur tæplega 300 milljónum króna á þessu fimm ára bili, þrátt fyrir að verð sérlyfja hafi lækkað töluvert miðað við þá vísitölu á þessu tímabili. Sjálfir greiða sjúkl- ingarnir svo um 20% lyfjaverðsins beint, eða um 266 milljónir til viðbótar framangreindri tölu. Yfir helmingur þjóðarinn- ar á lyfjum daglega Lyfjanotkun er í skýrslunni mæld í venjulegum dagskömmtum Ingólf J. Petersen, deildarstjóri. og í hlutfalli við fólksfjölda í land- inu ár frá ári. (Að 10. hver noti svefnlyf daglega, 5. hver hálft árið eða hver einasti í 5 vikur á ári er því raunverulega mismunandi túlk- un á sömu niðurstöðu). Heildarnotkun innvortis lyfja á síðasta ári svaraði til þess að 55 af hverjum 100 landsmönnum (frá fæðingu og upp úr) hafi notað dæmigerðan dagsskammt af lyfjum hvern einasta dag ársins, (eða hver einasti landsmaður meira en ann- anhvern dag). Það er aukning frá 42 af hverjum 100 árið 1981. Magasár, harðlífi, ígerðir, bólgur og svefnleysi Miðað við allt lyfjaátið mætti því ætla að heilsufar landsmanna væri afar bágborið og fari síhrakandi, sérstaklega hvað varðar magasár, harðlífi, blóðleysi, gikt, anda- teppu, blóðþrýsting, og ígerðir, auk svefnleysis. Þannig hefur notk- un magalyfja nær tvöfaldast s.l. 5 ár. Þar í flokki er m.a. rándýrt lyf við magasári, hvers notkun hefur margfaldast svo undanfarin ár, að ráðuneytismenn eru teknir að gruna lækna um að gefa fólki það við brjóstsviða þó það sé gagns- laust til þeirra nota. Þá hefur notkun astmalyfja tvö- faldast. Um 50% fleiri notuðu hægðalyf og lyf við blóðleysi. Sömuleiðis jókst notkun giktar- lyfja um 50% á þessum 5 árum og notkun verkjalyfja um þriðjung. Notkun hormónalyfja annarra en kynhormóna hefur fjórfaldst og lyfja við þvagfærasýkingum fimm- faldast. Notum 150% meira af sýklalyfjum en Danir Þótt fslendingar hafi notað um tvöfalt meira af sýklalyfjum á mann en t.d. Danir á síðasta áratug hefur enn orðið um 20% aukning hér á landi. Á hinum Norðurlöndunum hefur notkun þessara lyfja verið lítið breytt undanfarinn áratug um 4-5 dagskammtar á mann á ári en hér milli 9 og 10 dagskammtar á ári frá 1983. Skýringar á þessari gríðarlegu og vaxandi sýklalyfja- notkun fslendinga eru sagðar vand- fundnar. Kvef og kvensjúkdómar aukast ekki Á hinn bóginn eru mörg dæmi um lyf við gamalkunnum sjúkdóm- um sem notkun hefur ekki aukist á. Þar má nefna, gláku, ofnæmi, parkinsonsveiki, flogaveiki, kvef og hósta, kvensjúkdóma, svo og neflyf og hálslyf. Mestir peningar I maga- og geðlyf Miðað við kostnað er lyfjanotk- unin langsamlega mest í 4 flokkum: Heildsöluverð seldra meltingar- færalyfja var um 140 milljónir á síðasta ári, tauga- og geðlyfja um 133 millj. hjartalyfja um 129 millj. og sýklalyfja um 109 millj. Heild- söluverð þess sem selt var af þess- um 4 lyfjaflokkum í fyrra var því um 511 niillj. ogum 1.073 milljónir króna ef smásöluálagningu og sölu- skatti er bætt við. Áhyggjur í heilbrigðiskerfinu Heilbrigðisráðherra lýsti áhyggj- um manna í því ráðuneyti yfir hinu stóraukna lyfjaáti og ekki síst þeim gífurleguútgjöldum sem það kostar Tryggingastofnun og þar með ríkis- sjóð. Kvaðst ráðherra, Guðmund- ur Bjarnason hafa ákveðið að endurskipa nefnd þá sem skipuð var á síðasta þingi til að kanna háa álagningu á lyfjum og jafnframt fela henni að kanna mun fleiri þætti lyfjamálanna en áður var ætlað. -HEI Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra ásamt Páli Sigurðssyni ráðuneytisstjóra og Finni Ingólfssyni aðstoðarmanni SÍnum. I'ímamynd: Pjelur Eignir þrotabús Kaupfélags Svalbaröseyrar boðnar upp: Eignirnar fóru á 68 millj. Allar eignir Kaupfélags Sval- barðseyrar utan tvö íbúðarhús voru boðnar upp á nauðungaruppboði á Svalbarðseyri í gær. Utibú kaupfé- lagsins við Goðafoss var einnig boð- ið upp. Eignirnar fóru á samtals um 68 milljónir króna. Það er langt frá lýstum kröfum sem gerðar voru í þrotabú kaupfélagsins, því þær munu nema tæplega þrjú hundruð milljónum króna. Stofnlánasjóður samvinnufélaga sem samanstendur af Samvinnu- bankanum og Samvinnusjóðnum keypti verslunarhús kaupfélagsins á 9.200 þúsund. Samvinnubankinn keypti sláturhúsið, frystihúsið og reykhúsið á samtals um tuttugu milljónir. Samvinnubankinn keypti einnig kartöflugeymslu og stóra skemmu sem var í eigu kaupfélags- ins. Auk þess keypti Landflutninga- sjóður ríkisins bragga sem þeir áttu veð í á um 500 þúsund. Hlutafélagið Kjörland keypti kar- töfluverksmiðjuna á tæpar tuttugu milljónir, en hluthafar í Kjörlandi eru kartöflubændur í Eyjafirði, Kaupfélag Eyfirðinga og Ágæti hf. Stærstu kröfuhafar í eignir Kaup- félagsins voru Samvinnubankinn með um 20 milljónir og Iðnaðar- bankinn og Iðnlánasjóður áttu einn- ig kröfur að upphæð um 20 milljónir. Aburðarverksmiðjan og ríkissjóður voru einnig með svipaðar kröfuupp- hæðir í þrotabúið. Eftir er að samþykkja tilboðin og gefa út afsöl fyrir kaupunum, þannig að langt er í að þrotabú kaupfélags- ins verði gert endanlega upp. íbúðarhúsin tvö sem þrotabúið á og undanþegin voru nauðungarupp- boðinu í gær verða seld á frjálsum markaði á næstunni. Kartöfluverksmiðja Kaupfélagsins var slegin Kjöriandi en það hefur haft verksmiðjuna á leigu. Kaupverðið var um 20 milljónir kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.