Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn . Laugardagur 10. október 1987 Traktorar til sölu: IH 454 árgerö 1974, IH 444 árgerö 1973, IH 414 árgerö 1972, IH 844 árgerö 1977, Zetor 7245 árgerð 1987, Zetor 7045 árgerð 1984, Zetor 6045 árgerö 1984. MF.m/ámoksturst. árg. 1972. 3 st. MF. 185 frá árg. 1972. Upplýsingar í síma 97-41315. Jörð til sölu Til sölu er jöröin Víðimýri í Skagafirði. Ájörðinni, sem er um það bil 50 ha., eru 160 kinda fjárhús og hlaða auk íbúðarhúss. Skriflegum tilboðum skal skilað til undirritaðs, sem jafnframt veitir frekari upplýsingar. Seljendur áskilja sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Tilboðsfrestur er til 20. október nk. Ágúst Guðmundsson, Fellstúni 5, 550 Sauðárkróki, sími 95-5889. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Fóstru eða starfsmann með uppeldisfræði- menntun vantar í fullt starf. Starfsreynsla á barnaheimili æskileg. Umsækjandi þarf að geta hafið starf sem fyrst. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 96- 22100-299. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. t Útför bróöur okkar Ólafs Bjarnasonar frá Þorkelsgerði verður gerö frá Strandarkirkju þriöjudaginn 13. þ.m. kl. 2 e.h. Systkinin. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför Ögmundar Guðmundssonar Þórarinsstööum, Hrunamannahreppi Jóhanna Guðmundsdóttir Steinunn Þorsteinsdóttir Hreinn Gunnarsson FRlMERKI Dagur frímerkisins 1987 Auk þess sem frímerkjaverðskrá- in Islensk frímerki 1988 kemur nú út í sambandi við dag frímerkisins koma út þrjár frímerkjaútgáfur á þessum degi í ár, svo frá opinberri hendi er mikið um að vera. Dagur frímerkisins Póst- og símamálastofnunin gefur út smáörk eða „blokk“ með einu frímerki á Degi frímerkisins, 9. október 1987, sem jafnframt er stofndagur Alþjóðapóstsambands- ins, 1874. Söluverð smáarkarinnar verður 45 krónur og frímerkið er að verðgildi 30 krónur. Myndefnið er eftir Aug- uste Mayer úr ferðabók Paul Gaim- ards og sýnir verslunarstaðinn Djúpa- vog 1836. Nokkur seglskip og bátar eru úti fyrir. Andvirði yfirverðsins, 15 krónur, rennur í Frímerkja- og póstsögu- sjóð, sem er í vörslu stofnunarinnar, en tilgangur sjóðsins er að efla og síyrkja störf og rannsóknir á sviði frímerkjafræða og póstsögu, og hvers konar kynningar- og fræðslu- starfsemi til örvunar á frímerkja- söfnun, svo sem bóka- og blaðaút- gáfu, sýningar og minjasöfn. Útgáf- an er nr. 258. Myndefni arkarinnar er teikning August Mayer frá 1836, frá Djúpa- vogi við Berufjörð. Mynd síðustu smáarkar var einnig eftir hann. Að öðru ieyti er örkin hönnuð af Þresti Magnússyni og prentuð hjá Joh. Enschedé en Zonen í Hollandi. Gzeslaw Slania hefir grafið örkina, sem kostar 45,00 krónur og renna 15 krónur af því til sjóðsins eins og að ofan getur. Tannvernd Rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til þess að hjá okkur Islend- ingum skemmist fleiri tennur en hjá flestum öðrum þjóðum, þótt tann- skemmdum virðist hafi fækkað lítil- lega á s.l. þremur árum. Við erum þó 5. best setta þjóðin í heiminum hvað varðar fjölda íbúa á hvern tannlækni, en neysla sykurs, sælgætis og sætra drykkja er aftur á móti mjög mikil hérlendis. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið og tannverndarráð hafa undanfarið í samvinnu við marga aðila, beitt sér fyrir fræðslu um tannvernd. Hefur aðai áherslan verið lögð á rétt fæðuval, réttar matarvenjur og tannhirðu, auk þess sem hvatt hefur verið til aukinnar notkunar fluors. Myndinni á frímerkinu, sem Póst og símamálastofnunin gefur út, er ætlað að minna á, að mest er undir lllllllllllllllllllllllllll BÆKUR lllllllllllllllllll einstaklingunum sjálfum komið, hvort tekst að koma í veg fyrir tannskemmdir. Útgáfa nr. 259. Það er Birna Steingrímsdóttir, hjá Auglýsingaskrifstofu Kristínar h/f í Kópavogi, sem hefir teiknað þetta merki. Merkið er prentað í heliogra- vure hjá Courvoisier S.A. í Sviss. En hver notar nú 12 króna frí- merki á bréf? Frímerkjahefti Póst- og símamálastofnunin gefur að þessu sinni út hefti með 12 frímerkjum. Söluverð heftisins verð- ur 156 krónur en hvert frímerki er að verðgiidi 13 krónur. - Myndefni þeirra eru landvættirnar fjórar í skjaldarmerki íslands: dreki, fugl, griðungur og bergrisi. I Heimskringlu segir frá því, að Haraldur Gormsson Danakonungur ætlaði að sigia liði til Islands og hefna níðs er ort hafði verið um hann þar. - Konungur bauð þá manni nokkrum fjölkunnugum að fara tii íslands í könnunarskyni. Tók sá hamförum og fór í hvalslíki. Hann sá, að fjöil öll og hólar voru fullir af landvættum, smáum og stórum. Hann fór fyrst inn á Vopnafjörð. Kom þá dreki einn mikill æðandi og fylgdu honum eiturspúandi nöðrur og eðlur. Lagði hann á braut vestur fyrir land og hélt inn Eyjafjörð. Þar fór móti honum fugl svo mikill, að vænghafið náði fjalla í miili beggja vegna fjarðarins. Sneri hann þá frá og kom næst inn á Breiðafjörð. Þar fór móti honum griðungur mikill og óð á sæinn út með ógurlegum hljóðum. - Loks hélt maðurinn suður um Reykjanes og hugðist ganga á land á Suðurlandi. Þar kom móti honum bergrisi og hafði járn- staf í hendi og bar höfuðið hærra en fjöllin. Eftir þetta fór maðurinn austur með landinu í hvalslíkinu g sneri síðan utan til konungs og bar landinu ekki vel söguna. Útgáfa nr. 260. Merkin teiknaði Þröstur Magnús- son en þau eru grafin af Martin Mörck og prentuð hjá Frímerkjapr- entsmiðju sænska póstsins. Tólf frí- merki verða í hverju hefti, eða þrjár fjórblokkir. Sigurður H. Þorsteinsson Frá Aventura Töffe Gutter, stille jenter eftir Kjellaug Pettersen er ef til vill með eftirtektarverðari bókum sem koma út nú í haust hjá Aventura. Það er langt til lands ef talað er um jafnrétti í skólum og á heimilinu. Þetta eru niðurstöður bókarinnar og sú skrifar um sem veit af langri eigin reynslu. Hún hóf kennslu í Osló 1956. Þá voru nokkur dæmi í reikni- bókunum stjörnumerkt og tekið fram að stúlkurnar þyrftu ekki að reikna þau, samt voru próf beggja eins. Bekkir með fleiri stúlkum en drengjum eru léttari í kennslu. Samt eiga stúlkur auðveldara með að skilja námsefnið en drengirnir. Það er tilgangslítið að reyna að breyta þessum kynmunstrum. Þau virðast standast allar tilraunir til aðhæfing- ar. Drengirnir yfirgnæfa. Roser er röde... tekin saman af Áse Enerstvedt. Þetta er bók um minn- ingabækur frá 1790 til dagsins í dag. Minningabækur frá æsku, úr skóla og frá ýmsum tilefnum eru ekki neitt nýtt fyrirbæri. Þeim svipar líka um margt í þessi 200 ár. Efnið er það sama, en tónninn hefiraðeins breyst. Skreytingarnar, rósir og gleym mér eyjar, hjörtu og kærleikstákn, eru enn í svipuðum dúr. Vingjarnleg vísa og hlýleg orð og svo hið eilífa: Rósin er rauð, fjólan er blá og svo framvegis. Bókin er unnin af ein- stakri natni og skemmtilega uppsett. Eilen Gleditsch, rannsakandi - kona - manneskja, eftir Torleiv Kronen og Alexis C. Pappas, er verk um eina af þeim merku konum sem Noregur hefir alið á þessari og síðustu öld, en hún er fædd í des. 1879. Æfi hennar er rakin með æskufélögunum í Tromsö, Söru Fa- bricius og Coru Sandell, síðar Ma- dame Curie. Síðar verður svo Ellen ein af þekktustu vísindamönnum síns heimalands á alþjóðlegum vett- vangi. Ennfremur er aftantil í bókinni hluti af bréfaskiptum hennar við Madame Curie og fleiri vísinda- menn. Tanke og mistanke, safn ritgerða tekið saman af Asbjörn Aarnes og Helge Salomonsen. Tortryggni er hugmynd sem umsnýst - með reynslu, að sá sem hún beinist að, sé annað en hann gefur sig út fyrir að vera. Heimspekin getur ekki verið án tortryggni, gruns. Eitt er að vera tortrygginn, annað að hugmyndin verður tortryggin gagnvart sjáifri sér. Hugmynd og tortryggni í vest- rænni heimspeki er einmitt það sem bókin fjallar um. Skynsemi og and- skynsemi, frá Aristoteles tii Freud og Martin Heidegger. Ritgerðirnar eftir 13 Norðmenn um þetta efni, eru hver annarri skemmtilegri. Georg Parmann sendir frá sér bókina Mat for ölvenner. Hún er full af skemmtilegum og mjög bragðgóð- um uppskriftum, þar sem ekki er aðeins notað öl með matnum, heldur ekki síður í hann. Að vísu höfum við ekki það úrval öls sem til þyrfti, en með því að reyna að hagnýta það sem hér er til má ná góðum árangri. Það er nefnilega ekki áfengisinni- hald ölsins sem máli skiptir, heldur bragðið sem það gefur matnum. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.