Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 20
20 Tíminn Framsóknarfólk Suðurlandi 28. Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna á Suöurlandi veröur haldið helgina 7.-8. nóv. n.k. á Kirkjubæjarklaustri og hefst kl. 14 laugardag. Nánar auglýst síöar. KSFS Suðurland Skrifstofa Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna.á Suðurlandi, Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin alla þriöjudaga og fimmtudaga frá kl. 13-17 sími 2547. Heimasími starfsmanns er 6388/ Framsóknarmenn eru hvattir til aö líta inn eöa hafa samband. Almennur fundur í Inghól fimmtudagskvöldiö 15. október kl. 21.00. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Guðni Ágústsson alþingismaður ræöa stjórnmálaviðhorfiö. Almennar umræöur og fyrirspurnir. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss. Félagsvist Muniö félagsvistina þann 12. og 19. október n.k. kl. 20.30 aö Eyrarvegi 15, Selfossi. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss Árnesingar Aöalfundur FUF í Árnessýslu verðurhaldinn aö Eyrarvegi 15, Selfossi sunnudaginn 18. okt. n.k. kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Gestir fundarins verða Guöni Ágústsson alþingismaöur og Gissur Pétursson formaöur SUF. Stjórnin. Akranes Bæjarmálafundur laugardagsmorgun 10. október kl. 10.30. Dagskrá bæjarstjórnarfundar til umræðu. Bæjarfulltrúar. Akranes Aöalfundur Framsóknarfélags Akraness verður haldinn aö Sunnu- braut 21, mánudaginn 19. október kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Framsóknarfólk Austurlandi athugið 28.kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi, sem vera átti á Hótel Höfn, Hornafiröi dagana 9. og 10. október nk. veröur frestað til 30. og 31. október nk. og hefst kl. 20.00. Nánari upplýsingar f síma 97-11584. KSFA Framsóknarfélagið í Garðabæ Fundur verður haldinn mánudaginn 12. október aö Goöatúni 2, kl. 20.30. Stjórnin Viðtalstími borgarfulltrúa Sigrún Magnúsdóttir er meö viðtalstíma á þriöju- r J/Á dögum kl. 16.00-18.00. mmgfoœ - Jfej Viðtalstímarnir eru á skrifstofu Framsóknarflokks- ins að Nóatúni 21, síminn er 24480. Illlllillllll DAGBÓK Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Félagsstarf í „Opnu húsi“ í Goðheim- um, Sigtúni 3: Laugardag kl. 14:00 „Opið hús“. Sunnudag ki. 14:00 „Opið hús“. spilað til kl. 17:00. Þá er skemmtidagskrá, en kl. 18:00 hefst dans fram eftir kvöldi. Félagsvist Húnvetningafélagsins Spiluð verður félagsvist hjá Húnvetn- ingafélaginu í dag, laugardaginn 10. okt- óber kl. 14:00 í Félagsheimilinu Skeifunni 17. Þriggja daga keppni að hefjast. Allir velkomnir. Kvenfélag Óháða safnaðarins Kirkjudagur safnaðarins verður hald- inn sunnudaginn 11. október. Eftirmessu verður kaffisala í Kirkjubæ. Þær sem vilja gefa köku komi þeim í Kirkjubæ sunnu- dagsmorgun kl. 10:00-12:00. Keflavíkurkirkja Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Mál- fríðar Jóhannsdóttur og Ragnars Karls- sonar. Muniðskólabílinn. Sóknarprestur. Eyfirðingar Árlegur Kaffidagur Eyfirðinga verður sunnudaginn 11. október í Atthagasal Hótel Sögu. Húsið verður opnað kl. 14:00. Kvennadeild Eyfirðingafélagsins Félagsvist Breiðfirðingafélagsins Breiðfirðingafélagið verður með fé- lagsvist á morgun, sunnud. 11. okt. kl. 14:30 í Sóknarsalnum, Skipholti 50 A. Væntum þess að sem flestir mæti. Nemendasamband Löngumýrarskóla Sambandið heldur fund miðvikudags- kvöldið 14. október kl. 20:30 í fundarsal Skagfirðingafélagsins í Síðumúla 35. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 6. október var spilað í tveim riðlum. Hæstu skorfengu eftirtalin pör: A-riðill: 1.-2. Eyþór Hauksson-Lúðvík Wdowiak 127 1.-2. Jóhannes-Þorbergur 127 3. Hulda Hjálmarsd.-Guðrún Jörgensen 126 4. Hildur Helgadóttir-Karólína Guð- mundsdóttir 114 B-riðill: 1. Jón Viðar Jónmundsson-Þórarinn Andrewsson 125 2. Sigmar Jónsson-Sveinn Einarsson 118 3. Sveinn Þorvaldsson-Hjálmar Pálsson 107. Næsta þriðjudag 13. október hefst þriggja kvölda haust-tvímenningur og er skráning hafin hjá Hjálmtý Baldurssyni í síma 26877 og Sigmari Jónssyni í síma 687070 og 35271. Spilarar eru beðnir að mæta tímanlega því byrjað er að spila klukkan 19:30 stundvíslega. Spilað er í Drangey, Síðumúla 35. Tímarit Máls og menningar 3. hefti 1987 Yfir 20 höfundar skrifa í þetta rit. Þar eru tvö Ijóð eftir Stefán Hörð Grímsson, einnig Ijóð eftir Anton Helga, Stefán Sigurkarlsson, Rögnu Sigurðardóttur, Sjón, Magnús Skúlason, Friðrik Guðna og Sigrúnu Björnsdóttur auk tveggja sonnetta eftir Kristján Árnason. Berglind Gunnarsdóttir skrifar hugleiðingu til varnar skáldskapnum, sem hún nefnir „Er Ijóðið glataður tími?“. f tveimur greinum er fjallað um ís- lenska rithöfunda. „Að eignast líf“ heitir grein Árna Ibsens um Birgi Sigurðsson og verk hans. Ástráður Eysteinsson gerir sögum Thors Vilhjálmssonar skil undir heitinu „Er ekki nóg að lífið sé flókið?“. Jón Proppé skrifar grein sem ber fyrir- sögnina „Heimur tragedíunnar og tíðar- andi nútímans“. Þórhildur Ólafsdóttir skrifar um franskar bókmenntir, og jafn- framt birtist þýðing hennar á smásögunni Arianc eftir J.M.G. Le Clézio. Tvær aðrar smásögur eru í ritinu; Steinunn Sigurðardóttir á þar nýja sögu sem heitir Kona og kind og Sigurður A. Magnússon hefur þýtt sögu suður-afríska rithöfundar- ins Alans Paton, Eyðilandið. Þá eru að vanda umsagnir um nýlegar bækur. Ritstjórar Tímarits Máls og menningar eru Silja Aðalsteinsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson. Kápumyndin er af Mar- gréti Helgu Jóhannsdóttur í hlutverki sínu í leikritinu Dagur vonar. Mannlíf Októberhefti tímaritsins Mannlífs er nýkomið út. Forsíðuviðtal þessa blaðs er við hinn umdeilda athafnamann, Jósafat Arngrímsson, öðru nafni Joc Grimson. Mannsröddin í Mezzoforte er fyrirsögn á viðtali við Noel McCalla, hinn þeldökka söngvara Mezzofortes. Þá er grein. þar sem fjallað er um svokölluð undrabörn. Sigurður Snævarr hagfræðingur fjallar um stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnarog dregur fram orð og efndir. Gunnar Helgi Hálfdanarson, forstjóri Fjárfestingarfélagsins, hefur verið nefnd- ur „pabbi peningamarkaðarins". Björn Vignir Sigurpálsson, ritstjóri viðskipt- ablaðs Morgunblaðsins ræðir við Gunnar um peningamál og fjármagnsmarkað. Það er grein um hinn unga leikhús -stjórnanda LR, Hallmar Sigurðsson. Hefur þú áhuga á líflegu starfi Lögreglan í Reykjavik óskar eftir aö ráöa fólk til tímabundinna lögregluþjónsstarfa. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast lögreglustarfinu og öllum þeim mannlegu samskiptum sem þaö býöur upp á. Upplýsingar um störfin veitir starfsmannastjóri í síma 10200 eöa í lögreglustöðinni aö Hverfisgötu 115. Lögreglustjórinn í Reykjavík Viðtalstími Landssambands framsóknarkvenna Þrúöur Helgadóttiri sem tilnefnd er af heilbrigöisráöherra í Fjölskyldu- nefnd ríkisstjórnarinnar veröur til viötals að Nóatúni 1 miðvikudaginn 14. október n.k. kl. 16.30-18.30 og svarar einnig í síma 91-24480. Framkvæmdastjórn LFK Laugardagur 10. október 1987 Síðan er sagt frá lífi sígauna og erfiðleik- um þeirra í gegnum árin. Árni Björnsson skrifar grein um ’68 kynslóðina, Ásgeir Tómasson veltir fyrir sér stöðu íslenskrar popptónlistar, og grein er um kvikmyndir af óperu og sögum. Mannlíf kemur út tíu sinnum á ári. Útgefandi er Frjálst framtak hf. Ritstjóri Mannlífs er Árni Þórarinsson. GANGLERI Tímaritið Gangleri, síðara hefti 61. árgangs, er komið út. Það flytur greinar um andleg og heimspekileg mál og alls eru 18 greinar í þessu hefti auk smáefnis. Grein er um mannlegan þroska eftir Jón Arnalds og sagt er frá jákvæðri beitingu hugans til lækninga. Þá er grein um dulfræði og önnur um Tarot spilin. Gangleri kemur út tvisvar á ári og er ávallt 96 bls. Útgefandi er Guðspckifélag íslands. Forsíðumyndin er eftir Snorra Sv. Friðriksson. Iðnaðarblaðið 4. tbl. 12. árg. Iðnaðarblaðsins er nýkomið út. Þar er aðalefnið „Sjálfvirkni í iðnaði“, -en sjálfvirkni og framíeiðni eru tvö orð sem heyrast nú oft í sömu andránni og bætt lífskjör eru sjaldan langt undan, eins og sagt er í efnisyfirliti blaðsins. Margar nýjungar eru kynntar, einkum bandarískar, og sagt frá tilraunum með róbóta eða vélmenni. Þá er mikið sagt frá málmiðnaði á íslandi og er gott hljóð í forráðamönnum í fslenska málm- og skipasmíðaiðnaðin- um um þessar mundir. Útgefandi er Frjálst framtak hf. Kvikmyndasýning MÍR Á morgun, sunnud. 11. október kl. 16:00 verður kvikmyndasýning að venju í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Sýndar verða tvær stuttar frétta- og fræðslumyndir og fjallar önnur um sögufræga staði og byggingar í Kreml, Moskvu. Skýringar með myndunum eru á íslensku og ensku. Allir velkomnir. Sunnudagsferð F.í. 11. okt. Kl. 13:00 Blikdalur. Blikdalur gengur inn í Esju vestanverða og þegar þjóðveg- urinn er ekinn um Kjalarnesið sést inn í mynni hans. eftir dalnum rennur Blik- dalsá og neðst í dalnum fellur hún um sérkennilegt gljúfur. Þegar dalnum slepp- ir heitir hún Ártúnsá, og kannast víst margir við rústir eyðibýlis skammt frá þjóðveginum scm heitir Ártún. Auðveld ganga inn dalinn. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl (600 kr.) Frítt er fyrir börn í fylgd fullorðinna. Myndakvöld. - Fyrsta myndakvöld vetrarins verður miðvikudaginn 14. okt- óber. Nokkrir félagsmenn sem fóru ævin- týraferð til Nepal segja frá þeirri ferð í máli og myndunt. I vetur verða mynda- kvöldin í salnum á efstu hæð hússins Hverfisgötu 105 eins og undanfarið. Ferðafélag íslands Eðlisfræðifélag íslands og Raunvísindadeild Háskólans: Háskólafyrirlestur í Odda Prófessor Ben Mottelson frá NOR- DITA í Kaupmannahöfn flytur fyrirlestur á vegum Eðlisfræðifélags íslands og Raunvísindadeildar Háskólans mánudag- inn 12. október kl. 16:30 í Odda, húsi Félagsvísindadeildar. Fyrirlesturinn nefnist „The Study of the Nucleus as a Theme in Contcmporary Physics" og er öllum opinn. Ben Mottelson hefur verið prófessor við NORDITA síðan 1957. Hann er einn virtasti kjarneðlisfræðingur okkar daga. Árið 1975 voru honum veitt Nóbelsverð- launin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á innri hreyfingum atómkjarna. Háskólafyrirlestur Jörgen Dines Johanscn, prófessor í bókmenntafræði við háskólann í Óðin- svéum, flytur fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands laugardag- inn 17. október kl. 14:00 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn fjallar um táknfræði í bókmenntum og nefnist „Semiotik og litteraturen". Prófessor Jörgen Dines Johansen er meðal þekktustu fræðimanna í heiminum á sviði táknfræði og sálgreiningar í bók- mcnntum. Hann hefursíðustu árin fengist við rannsóknir á táknfræði Charles Sand- ers Peirce og þá sérstaklega hvernig nota má hana í bókmenntatúlkun. Eftir hann liggja ýmis rit og fræðigreinar, svo sem Psykoanalyse, tekstteori, litteratur(1977) og væntanlegt er rit um Peirce. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku og er öllum opinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.