Tíminn - 18.12.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.12.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 18. desember 1987 llllllllllllllilllll ÍÞRÓTTIR Karpov sigraði í 23. skák heimsmeistaraeinvígisins í gær: Þeir eiga víst örugglcga mikið eftir að spá og spekúlera yfir taflborðinu í dag þeir Karpov og Kasparov áður en ljóst vcrður hvor þeirra verður heimsmeistari í skák 1987. Kasparov verður að sigra í síðustu skákinni í dag til að halda hcimsmeistaratitlinum. Opið bréf til íþróttasíðu Tímans Vegna greinar sem birtist á íþrótta- síðu Tímans þann 3. desember um að Grótta og FH yrðu rekin úr keppni í 2. fl. kvenna viljum við í handknattleiks- ráði ÍBV að eftirfarandi komi fram. í fyrsta lagi að það komi skýrt fram að yngri flokkatúrneringu hefur aldrei verið frestað hér i Eyjum vegna veðurs eða að Flugleiðir geti ekki flogið. Aftur á móti er það gert í meistaraflokki karla og kvenna. Grótta og FH höfðu alla sömu mögu- leika að komast hingað eins og hin Uðin. Víkingur og Stjarnan komu með Herjólfi sem fór kl. 12.30 á föstudaginn 27.11. frá Þorlákshöfn. Þá var þjálfari Stjörnunnar búinn að fylgjast með flugi um morguninn. Það var ófært. Þá athugaði hann hjá Leiguflugi Sverris Þórodds sem sagði honum að ekki væri útlit fyrir flug. Þá var ekkert annað að gera en að taka Herjólf. Flugleiðir aflýstu flugi um kl. 17.00 en eftir það flaug Sverrir Þórodds sjö ferðir til Eyja og með honum kom Breiðablik. Mótið hófst kl. 19.00 og hvorki FH né Grótta höfðu samband við okkur sem mótshaldara, þau áttu að keppa inn- byrðis kl. 20.00. Á laugardagsmorgninum flaug Sverrir Þórodds kl. 11.00, þrjár ferðir og Flugleiðir flugu um hádegi. Þetta vissum við og héldum tímaplani á mótinu til kl. 13.00 og reiknuðum ailtaf með að liðin birtust. Þegar ekkert sást né heyrðist til þeirra um hádegi höfð- um við samband við Flugleiðir. Þá voru Uðin búin að afpanta hjá þeim og ekkert haft samband við mótshaldara. Teljum við þetta vanvirðu við okkur og liðin sem mættu ofan af landi og síðast en ekki síst við handknattleiks- íþróttina sjálfa. Víkingur, Stjarnan og Breiðablik þurfa að greiða heilmikinn ferðakostn- að og fá svo ekkert út út þessu nema 3 leiki á lið. ÍBV 2. fl. kvenna þurfti að fara í forkeppnina til Hafnarfjarðar til að keppa tvo leiki (við vissum ekki annað). Það var farið á laugardagsmorgni með Herjólfi í brjáluðu veðri, bílaleigubíll beið í Þorlákshöfn til að við næðum á róttum tíma til Hafnarfjarðar. Þegar þangað kom var lið Þróttar búið að draga sig úr keppni og við spiluðum aðeins einn leik. Við vorum heppnar að komast heim sama dag með Flugleið- um. Þetta var kostnaður upp á 30.000 kr. til að spila einn leik. Ef það verður ekkert gert til að refsa FH og Gróttu þá getum við hugsað okkur sem svo að við mætum ekki t.d. í forkeppni eða í eina túmeringu — þvi það skiptir ekki máli hvort við verðum í 1., 2., eða 3. deild - því þetta er svo mikill kostnaður. Og okkur finnst líka leiðinlegt að fara með Herjólfi. Það hlýtur að vera krafa okkar að það verði tekið hart á þessu máli. Virðingarfyllst. Ólöf A. Eliasdóttir. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um það hvort eða hvemig beri að refsa FH og Gróttu og reyndar fleiri liðum í öðmm flokkum sem lent hafa í svipuð- um málum. Refsingin yrði væntanlega færsla niður um deild (liðin geta unnið sig beint upp aftur) eða brottrekstur úr keppni. Forráðamenn Gróttu og FH telja liðin ekki hafa komist til leiks vegna samgönguörðugleika. -HÁ Spennan verður í hámarki í síðustu skákinni Möguleikar Anatoly Karpovs á að endurheimta heinismeistaratignina í skák eru miklir eftir að hann sigraði í 23. einvígisskákinni ■ Sevilla á Spáni í gær. Garry Kasparov, núver- andi heimsmeistari, þarf að sigra í síðustu skákinni sem hefst í dag til að halda heimsmeistaratitlinum og verður því að telja möguleika Karp- ovs á titlinum mun meiri. Anatoly Karpov var heimsmeistari í skák árið 1985 og í heilan áratug þar á undan. Næst síðasta einvígisskákin, sú 23. í röðinni, fór í bið í fyrrakvöld og voru menn þá ekki á eitt sáttir um stöðuna en flestir þó á að Karpov væri nær sigri. Karpov virtist létta þegar hann sá biðleik Kasparovs í gær en síðan sökktu meistararnir sér niður í skákina. Undir lokin lék Kasparov leik sem gerbreytti skák- inni og Karpov stóð uppi sem sigur- vegari. Kasparov nýtur góðs af því að stjórna hvítu mönnunum í dag en óvíst er að það dugi honum til sigurs. Engum hefur a.m.k. tekist hingað til að sigrar í 24. skákinni þegar ekkert annað dugði til sigurs í heimsmeist- araeinvígi. Skáksérfræðingar telja möguleika heimsmeistarans líka heldur rýra; „Nákvæmlega núll“ sagði enski stórmeistarinn Raymond Keene en sovéski stórmeistarinn Eduard Gufeld var hógværari og benti á að Karpov hefði í raun verið í sömu stöðu fyrir 23. skákina og Kasparov verður í dag. - HÁ/Reuter • SÍMI 96-21400 • AKUREYRI SMJÖRLÍKISGERÐ HANDKNATTLEIKSLANDSUD Suð- ur-Kóreu verður á æfíngu í Laug- ardalshöllinni í dag kl. 15.00- 17.00. Verður æfingin opin þeim þjálfurum sem áhuga hafa á að fylgjast með. TÍMARIT UM FRJÁLSAR nefnist blað sem Frjálsíþróttasamband íslands (FRÍ) hefur nýverið geFið út. Er þetta fyrsta tölublað tíma- ritsins sem er 32 síður að stærð með viðtölum, fréttum af mótum, þjálfunargreinum og fleiru auk þess að vera málgagn Frjáls- íþróttasambandsins. FRÍ hefur áður gefið út blaðið Tæknimál þar sem fjallað hefur verið um atriði er snúa að þjálfun. Nú hefur þetta rit verið sameinað Tímariti um frjálsar. Blaðið verður selt í áskrift og kemur út 6 sinnum á ári. Tekið er við áskriftarbeiðnum á skrifstofu FRÍ. H0LLENDINGAR hafa tryggt sér sæti í úrslitum Evrópukeppninn- ar í knattspyrnu með glæsibrag, þeir unnu Grikki í fyrrakvöld 3-0 í síðasta leik 5. riðils og hlutu 14 stig af 16 mögulegum í riðlinum. Hollendingar kepptu sem kunn- ugt er við Kýpur fyrir skömmu óg unnu stórsigur. Leikurinn var dæmdur þeim tapaður í kjölfar atviks er áhorfandi henti reyk- sprengju sem hann hafði falið í appelsínu inn á völlinn og í mar- kvörð Kýpur. Dómnum var síðar breytt og liðin látin leika aftur. Holland sigraði í þeim leik. ÚTHERJINN TIM BR0WN leikmaður Notre Dame Háskóla vann Heisman verðlaunin í ár en þau verðlaun eru veitt þeim leik- manni bandarísku háskólalið- anna í ameríska fótboltanum sem þykir skara framúr, með öðrum orðum fótboltamaður ársins inn- an háskólaliðanna. Brown er fyrsti útherjinn sem hlýtur þessi verðlaun frá árinu 1949 en verð- launin voru fyrst veitt árið 1935. RENAT DASSAYEV markvörður sovéska knattspyrnulandsliðsins og reyndar talinn einn sá besti í heimi, hefur hug á að leika með erlendu knattspyrnuliði eftir EM í V-Þýskalandi á næsta ári. Dass- ayev sem er þrítugur og leikur með Spartak Moskvu er með Ítalíu, Frakkland eða England í sigtinu en V-Þýskaland kæmi einnig til greina. Sovéskum leik- mönnum 28 ára og eldri verður á næsta ári leyft að spila með erlendum félagsliðum. KEYPTI S0N SINN! Keith Peacock framkvæmdastjóri 3. deildarliðs- ins Gillingham á Englandi borg- aði á dögunum sem svarar 2,8 milljónum íslenskra króna fyrir Gavin Peacock, leikmann QPR. Gavin hafði verið í láni hjá sínu fyrra liði, Gillingham fyrr í haust, en hefur leikið 5 leiki með QPR. Kaupin vöktu mikla athygli þar sem Gavin Peacock er sonur framkvæmdastjórans. EUR0SP0RTS, sjónvarpsstöð sem eingöngu sjónvarpar íþróttaefni, er á döfinni. Hún verður rekin á vegum Evrópusambands sjón- varpsstöðva og stóru bresku sjón- varpsfyrirtæki, „News Internat- ional“. Efni stöðvarinnar verður sent gegnum gervihnött sem gæti þýtt að hún sæist á íslandi. f bígerð er að sendingar hefjist einhvertímann á næsta ári. a1 Ta ▼4^ NBA Úrslit leikja í bandaríska at- vinnumannakörfuboltanum á miðvikudagskvöld (heimalið á undan); Boston-Utah ............... 121-111 Philadelphia-San Antonio . . . 114-102 Denver-Houston............. 132-113 New Jersey-Dallas.......... 105-109 (í framlengdum leik).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.