Tíminn - 18.12.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.12.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 18. desember 1987 FRÉTTAYFIRLIT TOKYO — Haröurjaröskjálfti sem mældist 6,6 stig á Richter- kvarða skók stór landsvæöi í Japan í gærmorgun og létust aö minnsta kosti tveir og 53 slösuðust. Þetta var einn harð- asti jaröskjálftinn í Japan á þessu ári en fimm aðrir sem mælst hafa sex stig eöa meir hafa orðið á árinu. NIKÓSÍA — Útvarpið í Te- heran sakaði Bandaríkjamenn um að trufla íranskar ratsjár til að gera flugvélum l’raka auð- veldara með að ráðast.á skip undanströndum írans. Útvarp- ið sagði að íranar myndu ekki taka þegjandi og hljóðalaust slíkum „ofbeldisfullum aðgerð- um“. MOSKVA — Pravda, dag- blað sovéska kommúnista- flokksins, fullyrti að herinn stæði sameinaður að baki samkomulaginu um eyðingu meðaldrægra og skammdræg- ari kjarnorkuvopna sem þeir Reagan Bandaríkjaforseti og Gorbatsjov Sovétleiðtogi undirrituðu á leiðtogafundinum í Washington á dögunum. Þessi skilaboð birtust á sama degi og niðurstöður skoðana- könnunar sem sýndi að rúm- lega 50% aðspurðra Moskvu- búa tók samkomulaginu með fyrirvara. LUNDÚNIR — Ríkisstjórn Margrétar Thatcher í Bretlandi tilkynnti að atvinnuleysi hefði enn minnkað í síðasta mánuði og nú væru tæplega 2,7 mill- jónir manna án vinnu. Atvinnu- leysingjum fækljpði um 66 þús- und í nóvembermánuði og var þetta sautjándi mánuðurinn í röð sem atvinnuleysi fer minnkandi. JERÚSALEM — Minna var um átök á hinum herteknu svæðum ísraelsmanna, Gaza- svæðinu og Vesturbakkanum, í gær samanborið við undan- farna daga. Engu að síður var nokkuð um mótmælaaðgerðir af hálfu Palestínumanna. DUBAI — Eitt stærsta her- skip bandaríska flotans var á siglingu rétt hjá flutningaskipi sem íranskir byssubátar réð- ust á í gærdag. Bandaríska skipið gat ekkert að gert þegar l’ranarnir framkvæmdu árás sína og kveiktu í flutningaskip- inu vegna reglna um ao verja aðeins þau skip er sigla undir fána Bandaríkjanna. Þetta at- vik þótti sýna hversu vanmegn- ug hin áttatíu herskip Vestur- veldanna eru í Persaflóanum. PORTLAND — Gary Hart, sem hefur ákveðið að taka að nýju þátt í kosningaslagnum í Bandaríkjunum, var efstur í tveimur skoðanakönnunum um hver væri vænlegasti fram- bjóðandi demókrata í forseta- kosningunum. ÚTLÖND ílll'liiipll. «1 Kim Dae-Jung (t.v.) og Kim Voung-Sam: Stjónarandstaðan tapaði vegna valdadrauma þeirra. Forsetakosningarnar í Suður-Kóreu: Sundruð stjórnarandstaða færði stjórnarliða sigur Roh Tac-Woo varð öruggur sigur- vcgari í forsetakosningunum í Suð- ur-Kóreu en ekki virtust allir fagna því og nokkur fjöldi stjórnarand- stæðinga tók þátt í mótmælum á götum úti og sakaði stjórnvöld um að hafa svindlað í kosningunum. Þegar flest atkvæði höfðu verið talin upp úr kjörkössunum hafði Roh um 37% atkvæða eða um tveimur milljónum fleiri atkvæði en hans hclsti keppinautur Kim Young- Sam. Þriðji þungaviktarmaðurinn Kim Dae-Jung kom svo næstur rétt á eftir nafna sínum Young-Sam. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um stórsvindl og einn hvatti fólk til að fara út á göturnar í þeim tilgangi að steypa stjórn landsins af stóli. Ekki var þó að sjá í gær að fjöldinn myndi fara að tilmælum þessum, ríkisútvarpið í landinu skýrði að vísu frá því að rúmlega tvö þúsund manns hefðu mótmælt kosn- ingaúrslitunum í borginni Kwangju í suðurhluta landsins en annars virt- ist ástandið nokkuð rólegt. Roh Tae-Woo var frambjóðandi stjórnarinnar sem nýtur stuðnings hersins og fékk hann mun fleiri atkvæði í kosningunum en höfuð- paurar stjórnarandstöðunnar Kim Young-Sam og Kim Dae-Jung. Stjórnin hefur neitað öllum ásökun- um um að kosningatölur hafi verið „lagfærðar" Roh í hag. í Kwangju, þar sem stuðningur við Kim Dae-Jung er mikill, var fólk á götum úti í vtgahug og einn spurði; „Hvernig getur morðinginn Roh Tae-Woo orðið forseti?". Stjórnarandstaðan sakar Roh um að hafa átt þátt í að berja niður mótmælin í Kwangju árið 1980 en herinn gekk þá svo harðlega fram að 193 manns létu lífið. Roh var þá herforingi og síðar helsti samstarfs- maður Chun Doo Hwan forseta sem nú stígur niður úr stól sínum. Roh sagði á blaðamannafundi í gærdag að hann myndi vinna að því að sætta andstæðinga og græða sárin og minntist sérstaklega á atburðina í Kwangju í því sambandi. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru óhressir með kosningarnar, sérstaklega Kim Young-Sam sem fékk næstmesta fylgið í kosningun- um. Hann kreppti hnefann á blaða- mannafundi, lýsti kosningunum sem einu allsherjar svindli og hvatti fólk til að rísa upp gegn herstjórn Chun Doo Hwan og Roh Tae-Woo. Kim Dae-Jung sakaði stjórnina einnig um að hafa svindlað í kosning- unum og bætti við að hann og aðrir stjórnarandstæðingar myndu hittast nú í dag til að ræða hvernig hægt væri að beita þrýstingi til að fá kosningaúrslitin lýst ógild. Margir urðu þó til að gagnrýna Kimana tvo eftir að úrslitin urðu Ijós og sögðu að þeir hefðu með því að bjóða sig báðir fram fært stjórninni sigurinn á silfurfati. Einn óháður þingmaður, fyrrum stuðningsmaður Kim Dae-Jung, sagði við fréttamenn að fólk myndi ekki fara að orðum Kimanna tveggja, þeir hefðu tryggt Roh for- setastólinn með sínum sjúku valda- draumum. Blaðið Hankook Ilbo tójc í sama streng og sagði að framboð Kimanna tveggja hefði sundrað stjórnarand- stöðunni og þeir ættu báðir að segja af sér sem leiðtogar hennar. Allir fjölmiðlar landsins hvöttu til þess að úrslitin yrðu virt þannig að í samein- Roh Tae-Woo verður hinn nýi forseti Suður-Kóreu. ingu mætti koma á fullu lýðræði f þessu landi sem stjórnað hefur verið meira eða minna með valdboði síð- ustu fjörutíu ár. Lofað hefur verið þingkosningun- um í febrúarmánuði og nái Kim Young-Sam og Kim Dae-Jung að sameina stjórnarandstöðuna í þeim kosningum gætu þeir náð sterkri aðstöðu á þingi og dregið þannig úr völdum forsetans. hb Tékkóslóvakía: Gorbatsjov hvetur Tékka til að taka upp glasnost Mikhael Gorbatsjov og Gústav Húsak: Litlir kærleikar. Gústav Húsak hinn 74 ára gamli leiðtogi tékkneska kommúnista- flokksins lét af embætti aðalritara flokksins í gær eftir átján ár í þeim stól. Húsak tók við embætti eftir að Sovétmenn réðust inn í Tékkó- slóvakíu árið 1968 og stjórnaði ávallt í anda kommúnisma þeirra tíma. Hin opinbera fréttastofa landsins tilkynnti um valdaskiptin og sagði að eftirmaður Húsaks væri hinn 65 ára gamli ritari miðnefndar flokksins Milos Jakes. í gær hvatti svo Mikhael Gorbat- sjov Sovétleiðtogi hinn nýja flokks- forntann til að hrinda af stað pólit- ískum og efnahagslegum umbótum í landinu, skilaboð sem vestrænir stjórnarerindrekar sögðu að sýndu greinilega að Sovétmenn væru ekki ánægðir með hversu hægt gengi að koma endurbótum í gegn í Tékkó- slóvakíu. Ekki töldu þó margir að leiðtoga- skiptin yrðu til þess að miklar breyt- ingar yrðu á stjórnarfarinu í Tékkó- slóvakíu. „Þeir eru báðir meðlimir klíkunnar sem hefur verið við völd síðan eftir innrásina," sagði einn stjórnarerindreki um þá Húsak og Jakes. Samkvæmt heimildum frá Tékkó- slóvakíu er líklegast að Húsak hafi ákveðið að láta af embætti sínu sem flokksformaður vegna versnandi heilsu. Hann verður þó áfram forseti landsins. Jakes er sérfræðingur í efnahags- málum og það getur haft sitt að segja um framtíð landsins þar sem cfna- hagsástandið er vægast sagt bágbor- ið. Stjórnvöld fóru að dæmi Sovét- stjórnarinnar og ákváðu að reyna að koma af stað nokkrum umbótum á efnahagskerfinu á þessu ári. Sumir fréttaskýrendur töldu að þótt ekki yrðu neinar meiriháttar breytingar á tékknesku stjórnarfari við þessi valdaskipti gæti verið að Jakes reyndi frekar en nokkurn tíma Húsak að koma í gegn slíkum um- bótum. Húsak hafði ísmugust á glasnost eða opnunarstefnu Gorbatsjovs So- vétleiðtoga og það var ekki fyrr en síðasta vor sem hann lýsti opinber- lega yftr ánægju með hana, reyndar rétt áður en Gorbatsjov heimsótti Tékkóslóvakíu. Leiðtogi þeirra Tékka virtist reyndar alltaf vera hálf upp á kant við þá nýju strauma í Austur-Evrópu sem Gorbatsjov virðist vilja vera talsmaður fyrir. hb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.