Tíminn - 21.02.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.02.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn TÍMANS RÁS Geimálfur, Lucy Ball og Jón Ótti Steingrímur Sævar Ólafsson Það þykir svo sem ekki í frásögur færandi að einhver fái sér afrugl- ara. Mér þykir það hins vegar nokkuð merkilegt, að ég fékk mér afruglara á dögunum. Ég keypti hann að vísu ekki, heldur tók þessu kostatilboði Heimilistækja og Stöðvar 2, að fá afruglara lánað- an í 10 daga, endurgjaldslaust, með heimild til að skila honum innan áðurnefnds tímafrests, ef mér líkaði ekki dagskráin. Það var ekki það að mig langaði nokkuð í afruglara, heldur var Linda rúm- liggjandi, og eitthvað þurfti hún að geta dundað sér við þegar ég var í vinnunni. Þar að auki varð maður að geta sagt við fólk að ég hefði séð rugluðu útsendinguna í gærkvöldi, án þess að þurfa að Ijúga og segjast ekki hafa haft tíma til þess, og svo er ég orðinn hrútleiður á að biðja mömmu og pabba og tengdu og tengda að taka upp þessa og þessa bíómynd, eða Sjaka Súlu, eða Sherlock Holmes, eða hvað það var sem ég sá spennandi. Glaður og reifur tók ég hann heim með mér á föstudegi fyrir viku. Teiknimyndir á laugardags- og sunnudagsmorgun, beinar út- sendingar frá ensku um þrjú leytið á laugardögum, poppvideó allan sunnudaginn, frábærir skemmti- þættir á kvöldin, góðar bíómyndir fram eftir öllum nóttum og svo framvegisogframvegis. Þettaflaug í gegnum hugann þegar ég baslað- ist við að tengja afruglarann í gegnum videóið, mcð handónýtri snúru, því að Nonni bróðir stal heilu snúrunni þegar hann fékk sér vidcó. Þetta fyrsta föstudagskvöld byrj- aði ekki vel. Ríkissjónvarpið bauð upp á mun betri dagskrá, en ég neitaði staðfastlega að víkja af hinni beinu og breiðu afruglara- braut og horfði á dagskrá Stöðvar 2 allt til loka kvöldsins, og hund- leiddist. Ég svaf yfir mig á laugardags- morgun, og missti af öllum teikni- myndunum nemaeinni. Svekkelsi. En ég huggaði mig við það að það væri bein útsending frá ensku rétt fyrir þrjú. Annað svekkelsi. Þeir sýna einhverja franska Hírósíma- elskanmín Fjalakattarmynd. Ég hef aldrei haft gaman af svoleiðis myndum og þessi mynd breytti ekki skoðunum mínum eitt hætis- hót. Á meðan var Bjarni að sýna frá ensku í sjónvarpinu, og þegar öll von virtist úti, skipti ég vonsvik- in yfir á Bjarna. Til hvers er maður að fá sér afruglara, ef maður cr svo bara að horfa á Ríkissjónvarpið? Eftir Hírósímanu tók ekki betra við; DYNASTY!! Síðan kórónaði Stöðin líf mitt með því að sýna Jón Ótta í Nærmynd. Ég var kominn í andlega rúst. Laugardagurinn var ónýtur. Sunnudagur. Ég vaknaði rétt fyrir 12, og ákvað að nú skyldi gæfuhjólið snúast mér í hag, því nú væri komið að mér að hlæja að Geimálfinum sem allir voru að tala um. „Áhorfendur athugið! Geim- álfinum hefur verið frestað, en þess í stað sýnum við þátt með Lucy Ball“ stóð á skjánum. Ég slökkti. Hendurnarámérnötruðu, svitinn lak niður krumpað ennið á mér og ég var kominn með óráð. Svona hefur þetta gengið í rúma viku og tímabilið rennur út á mánudag. Og hvað er svo hægt að læra af þessum pistli? Akkúrat ekkert. Ég var einfaldlega óheppinn með mína tíu daga. Vinur minn sem tók sama kostaboði tíu dögum á undan mér, var líka óheppinn með sína daga. Ef ég þekki einhvern sem fær sér afruglara eftir að mínu tíu daga tímabili lýkur, þá verður hann líka óheppinn með sína tíu daga. Kannski þetta fylgi þessum sér- staka afruglara? En ég ætla að skila mínum á mánudaginn, og aldrei aftur að taka einu eða neinu kosta- tilboði á afruglara. Ég ætla að horfa á videó, þá er ég líka „minn eigin sjónvarpsstjóri" og þarf ekki að horfa á Lucy Ball í stað Geim- álfsins. Auk þess þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því að vera að horfa á RUV meðan ég borga stórfé fyrir að afrugla eitthvert drasl! -SÓL Sunnudagur 21. febrúar 1988 Gettu nú Myndin í blaðinu hjá okkur síðast var frá unaðsreit þeirra Austfirðinga, Atlavík í Hallormsstaðar- skógi, sem margur á Cóðar minningar undnar við. En nú birtum við mynd úr litlu þorpi norðanlands, sem margir ættu að kannst við. Til glöqgvunar getum við pess að að nafnið er tengt ramm- íslenskum gróðri. KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.