Tíminn - 04.03.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.03.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 4. mars 1988 Timirm MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Mikilvægi samvinnu- hreyfingarinnar Samvinnuhreyfingin myndar ein hin elstu og þróttmestu almannasamtök sem lengi hafa starfað hér á landi. Samvinnuhreyfingin var stofnuð fyrir rúmum 100 árum við þær þjóðfélagsaðstæður sem þá voru, þegar ísland var enn danskt yfirráðasvæði, meginþorri fólks bjó í sveitum og atvinnuhættir, búseta, samgöngur og verslun bar að sjálfsögðu merki sinnar aldar. Samvinnuhreyfingin hófst hér sem framfara- samtök bænda og sveitafólks, enda svo eðlilegt sem verða má miðað við þjóðfélagsgerð og aldarfar á þeirri tíð. Bændasamvinnan setti auk þess meginsvip á starfsemi samvinnuhreyfingarinnar lengi fram eftir, reyndar fram á líðandi stund. Ekkert getur talist óeðlilegt við það. Um allan hinn vestræna heim er hvatt til þess að bændur hafi með sér samvinnufélagsskap um afurðasölu og innkaup. Slíkt á ekki aðeins við um Norðurlönd, heldur einnig lönd sunnar í álfunni, Ítalíu, Frakkland, Spán o.s.frv. Bændum er hvarvetna talið til hagsbóta að vinna saman á samvinnugrundvelli. Það er vafalaust rétt að íslensk samvinnuhreyf- ing hefur að vissu marki þróast öðru vísi en í sumum öðrum löndum, m.a. á þann veg að hér hefur aldrei verið strangur aðskilnaður milli neyt- endasamvinnu og sölusamtaka framleiðenda. Hins vegar liggja ekki frammi nein rök fyrir því að þetta skipulag hafi gefist illa í reynd. Miklu fremur er ástæða til að halda því fram að þróun og skipulag kaupfélaga og samvinnuhreyfingarinnar yfirleitt hafi þjónað vel heildarhagsmunum erfiðisvinnu- fólks í landinu, bændum, verkafólki og smá- atvinnurekendum af ýmsu tagi. Víðast hvar á landinu hafa kaupfélögin verið og eru enn hinn lýðræðislegi samskiptavettvangur vinnandi alþýðufólks til sjávar og sveita. Kaupfé- lögin hafa tengt fólkið saman, einkanlega á landsbyggðinni utan Reykjavíkur. í því felst umfram allt þjóðfélagslegt gildi samvinnuhreyfing- arinnar á íslandi. Félagshyggjumenn hafa átt sitt athvarf í kaupfélögunum, hvort sem þeir eiga búsetu í sveit eða þéttbýli. Þar hefur alþýða landsins unnið saman að sameiginlegum hags- munamálum í atvinnu- og verslunarmálum og margs konar almannaþjónustu. Samvinnuhreyfingin hefur verið virk í framfara- sókn íslendinga á mestu framfaraöld þjóðarinnar frá upphafi íslandsbyggðar. Hún hefur látið sig varða atvinnu- og félagslega uppbyggingu á öllum sviðum. Hún hefur m.a. haft frumkvæði í iðnaðar- uppbyggingu, sem setur sérstakan svip á íslenskt atvinnulíf. Samvinnuhreyfingin hefur átt ómældan þátt í uppbyggingu sjávarútvegs og fiskiðnaðar. Hafi samvinnuhreyfingin átt uppruna sinn í fram- farasókn bændastéttarinnar og unnið henni alla tíð, þá hefur hreyfingin ekki staðnað sem „agrar“- hreyfing, heldur þróast sem alhliða framfarafélags- skapur í marggreindu nútímaþjóðfélagi. Franskar kartöflur Nú eru komnar upp harðar deil- ur um þá ákvörðun landbúnaðar- ráðherra að leggja gjöld á innflutt- ar franskar kartöflur. Sérstaklega er greinilegt að kaupmenn á suð- vesturhominu eru aefir út af þessu. Þeir vilja fá að flytja inn niður- greiddar kartöflur frá útlöndum og nota þær til að setja innlendar kartöfluverksmiðjur á hausinn. Hér er þó að ýmsu að gæta. Það er liðin tíð að fólk vilji einungis borða venjulegar soðnar kartöflur með ýsunni sem hér áður fyrr var keypt í heilu lagi úti í fiskbúð og flökuð og búin til matreiðslu á eldhúsborðinu heima. í dag vinnur öll fjölskyldan úti, og þess vegna þarf fólk að fá matinn meira eða minna tilreiddan í búðinni, þannig að matreiðslan taki sem allra skemmstan tíma. Fjölskyldumynstrið hér á íslandi hefur með öðrum orðum breyst, og neysluvenjurnar með. Bændur eru kannski sú stétt sem hvað mest hefur verið skömmuö hér á landi síðustu árin, eins og þeir vita sem lesa Alþýðublaðið og DV að stað- aldri. En hvað sem því líður hafa bændur þó komið til móts við þessar breyttu þjóðfélagsaðstæður af myndarskap og meðal annars reist tvær verksmiðjur til þcss að forvinna kartöflur á borð neytenda í þéttbýlinu. Þar hafa þeir sinnt kalli tímans, sem þessir tveir fjöl- miðlar hafa þó ekki alltaf viljað leyfa þeiin að njóta sannmælis fyrir. Niðurgreiddar landbúnaðarvörur Það er vel þekkt staðreynd að í ýmsum nágrannalöndum okkar beggja vegna Atlantshafsins nýtur landbúnaður gífurlegra styrkja. Bæði er þar um beinar fjárveitingar til bænda að ræða og niðurgreiðsl- ur á framlciðsluvörum þeirra á sölustiginu. Þetta veldur því að viða i þessum löndum er nú sem stendur mögu- legt að kaupa ýmsar landbúnaðar- vörur á verði sem liggur jafnvel langt undir raunverulegu kostnað- arverði við framleiðsluna. En eng- inn er kominn til þess að segja að þetta ástand eigi eftir að vera viðvarandi í það óendanlega. Reynslan sýnir að sveiflur á mörkuðum heimsins getur borið að með skömmum fyrirvara. Og að því er varðar sjónarmið kaupmanna á suðvesturhorninu þá ber það óneitanlega nokkurn keim af skammsýni. Það er vægast sagt töluvert álitamál, svo ekki sé sterk- ar að orði kveðið, að rétt sé að hlaupa hverju sinni eftir lágsveifl- um á heimsmarkaði þegar um er að ræða vörur sem líka eru framleidd- ar af innlcndum fyrirtækjum, í þessu tilviki vinnslustöðvum ís- lensks landbúnaðar. Með slíku væri beinlínis vcrið að vega að rótum innlendu fyrirtækjanna og setja rekstrargrundvöll þcirra í hættu. Þar að auki væri í slíku ódrengilega að verki staðið, á tím- um þegar svo stendur á að íslenskur landbúnaður á heldur í vök að verjast og menn innan hans eru í óða önn að laga hann að breyttri cftirspurn og byggja þar upp nýjar búgreinar. Ein þjóð í einu landi Mcginatriðið í málum á borð við þetta er kannski það að menn geri sér grein fyrir þ ví að við í slendingar erum ein þjóð og að við búum í öllu landinu. Hér er ekki ein þjóð í þéttbýli og önnur í dreifbýli. Og hvað sem líður öllum hagfræði- kenningum um markaðsmál og um framboð og eftirspurn, þá fer hitt ekki á milli mála að það er allra hagur að byggð haldist hér jafnt til sjávar og sveita. Hér fer framleiðslustarfsemi fyrst og fremst fram úti í hinum dreifðu byggðum, en þjónustan í þéttbýiinu. Og það segir sig sjálft að þetta stendur og fetlur hvort með öðru. Ef illa gengur á öðrum vígstöðvunum hallar líka undan fæti á hinum. Það þýðir nefnilega lítið að fram- leiða ef enginn er til þess að selja framleiðsluna, eða til þess að út- vega rekstrarvörur og annast aðra þá þjónustu sem framleiðslan þarf á að halda. Og það þýðir lítið að rcka verslun, veita þjónustu og sinna sölustarfsemi ef framleiðslan á bak við er engin. Þetta allt verða menn að hafa vcl hugfast í yfirstandandi umræðu um frönsku kartöflurnar. Menn mega ekki láta skammsýn sjónarmið af ætt gróðahyggju blinda sig þegar til lcngri tíma er litið. Við þurfum að byggja hér upp og efla fjölbreytt atvinnulíf í landinu öllu. I því þarf fólk í dreifbýli og þéttbýli að vinna saman en ekki hvert gegn hags- inunum annars. Við þurfum hér samvinnu og höfum engin efni á sundrungu. Það þurfa kaup- mennirnir á suðvesturhorninu líka að athuga. Þegar öllu er á botninn hvolft komast menn ekki fram hjá því að við erum ein þjóð í einu landi. Garri Brasaðar kartöf lur eru heilbrigðismál Allt síðan finnsku kartöflurnar voru hér á boðstólum sællar minningar hefur ekki verið deilt um aðra innflutningsvöru af slíkri áfergju þar til nú að allt ætlar af göflunum að ganga út af frönskum kartöflum. Á frönskum kartöflum og finnskum er mikill munur. Þær finnsku sem hér voru til umræðu voru aliar innfluttar og með öllu óætar. En í þá tíð var ekki góðæri, engar íslenskar til og ríkisverslun slampaðist á að velja finnskan úrgang til manneldis á fslandi. Upp úr því rólinu losnaði um hömlur á innflutningi garðávaxta. Um frönsku kartöflurnar gildir öðru máli. Þær eru allt eins íslensk- ar að uppruna en einnig innfluttar, en þó aldrei frá Frakklandi, því þar hafa franskar kartöflur aldrei náð annarri eins útbreiðslu og í löndum þar sem matgerðarlist stendur á lægra stigi. Franskar skilgreindar Deiluefnin um frönsku kartöfl- urnar eru mörg. Eitt þeirra er hvort þær séu landbúnaðar- eða iðnaðarvara. Þarna er komið að miklu vanda- máli, sem er skilgreining á frönsk- um kartöflum. Ljóst er að franskar kartöflur eru ekki franskar. Þær geta allt eins verið íslenskar eða breskar. Það sem gerir kartöflur að frönskum kartöflum er meðhöndl- unin á þeim og Verslunarráð er klárt á því að það mall sé iðnaður. Að gera kartöflur franskar felst í því að afhýða þær og skera niður í ræmur eða flögur. Þeim er svo dembt í sjóðandi feiti og steiktar. Þetta er kallað að djúpsteikja. Kartöflurnar drekka í sig fituna og mettast vel af henni. Svo eru þær teknar upp úr og miklu salti hellt yfir. Þá eru þær tilbúnar til átu eða pökkunar í neytendaumbúðir. Kartöfluflögur eru meðhöndlaðar á svipaðan hátt en eru stökkari en venjulegar franskar. Munurinn á frönskum kartöflum og ómenguðum kartöflum er þvt' að þær fyrrnefndu er sambland af fitu, kartöflum og salti. Er feitin allt að helmingur af þyngd kart- öflunnar þegar hún er orðin frönsk. Óklár verkaskipting Einhver ókjör eru flutt inn af þessu góðmeti frá útlöndum þar sem rotvarnarefnum er blandað í feitina undir salthúðina til að auka geymsluþol í vöruskemmum og hillum verslana. Á íslandi eru kartöflur ummynd- aðar í franskar í verksmiðjum, óvönduðum veitingastöðum og á heimilum. Franskar kartöflur eru óað- skiljanlegur hluti þeirrar fæðusam- setningar sem í útlöndum er kölluð „junk food“, og Össur Skarphéð- insson lýsti svo átakanlega í ágætri Moggagrein hvernig maður verður í laginu af að neyta að staðaldri. Og nú er allt komið í bál og brand út af frönskum kartöflum og er ástæðan sú að landbúnaðarráð- herra gaf út reglugerð um jöfnun- argjald á innflutninginn. Þrjú ráðuneyti rífast um undir hvert þeirra þessi gæfulega vöru- tegund heyrir. Fjármálaráðuneytið vill ráða gjaldskyldu, iðnaðarráðu- neytið heldur fram að steiking í feiti heyri undir það og landbúnað- arráðuneytið telur að kartöflurækt- un sé í verkahring bænda. Eins gæti málið allt eins verið í höndum viðskipta- eða utanríkisráðuneytis. En eitt er það ráðuneyti sem enn hefur ekkert heyrst frá varðandi franskar kartöflur en er þó málið skylt. Það er heilbrigðisráðuneyt- ið. Á þess vegum er manneldisráð, sem ætlað er að fræða almenning um fæðuval og hollustuhætti. Það- an hefur ekki heyrst hósti né stuna í deilunni miklu um franskar kart- öflur, enda tekur það tæpast af- stöðu til hvort þær eru innfluttar eða steiktar hér á landi. En sé eitthvert tillit tekið til yfirlýstra heilbrigðismarkmiða væri eðlilegt að franskar kartöflur heyri fyrst og fremst undir heil- brigðisráðuneytið. Að minnsta kosti gæti það látið frá sér heyra um málið. Áróðurinn með vatns- drykkju og á móti þambi litaðra sykurvatna, með eða án kolsýru, tókst vel og er sannarlega heil- brigðismál sem fylgj a ætti vel eftir. Upplýsingar sérfróðra um nær- ingargildi kartaflna og óhollustu- efni sem í þær er blandað er miklu meira mál en hvort brasið fer fram hér eða annars staðar. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.