Tíminn - 04.03.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.03.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 4. mars 1988 FRETTAYFIRLIT ÚTLÖND lllllllll illl llllllfllllll ÐAGDAD- Tvær íranskar eldflaucjar lentu í þéttbýlu hverfi í Bagdad í gær fjórða daginn í röð sem Iranar og Irak ar hafa skotið eldflaugum á hvor aðra. Talsmaður hers- ins sagði að einhver fjöldi fólks hafi særst í árásinni og bygg- ingar orðið fyrir skemmdum. Á sama tíma greindi útvarpið í Teheran frá að írakskar þotur hafi gert sprengiuárás á borg- ina Shiraz í suourhluta írans og þrettán manns látið lífið. JÓHANNESARBORG- Hinn hægrisinnaði Ihaldsflokk- ur í Suður-Afríku sem krefst harðari aðgerða til aðskilnaðar kynþátta vann stórsigur í auka- kosningum í gær þar sem kosið var um tvö þingsæti. Sögðu talsmenn flokksins sem er í stjórnarandstöðu, að þetta væri fyrsta skrefið til að mynda nýja ríkisstjórn undir þeirra stjórn. GENF - Forsvarsmaður pak- istönsku sendinefndarinnar sem tekur þátt í óbeinum við- ræðum um leiðir til að koma á friði í Afganistan krafðist þess að bráðabirgðastjórn yrði mynduð áður en nokkuð sam- komulag verði undirritað. Á sama tíma benti hann á að ekki væri nauðsynlegt fyrir slíka ríkisstjórn að taka við völdum fyrr en samkomulag næst um að binda enda á stríðið í Afganistan, sem nú hefur staðið í átta ár. BEIRUT - Sýrlenskir her- menn fylgdu Vestur-Þjóðverj- anum Ftalph Schray til Dam- askus, eftir að honum var sleppt úr gíslingu í Líbanon. Honum var rænt til að þrýsta á yfirvöld í Bonn til að sleppa tveimur líbönskum shítum úr fangelsi. TEL AVIV - fsraelski herinn hefur tekið úr notkun trékylfur þær sem þeir hafa notað til að berja á palestinskum mótmæl- endum að undanförnu. Þess í stað hafa þeir tekið upp prik úr svörtu trefjaplasti sem brotnar síður í átökum. DAMASKUS - Samkvæmt heimildum embættismanna mun George Shultz utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna halda á ný til Sýrlands í dag, en hann er nú í friðarför um Miðaustur- lönd. Opinberir fjölmiðlar í Sýr- landi gefa þó í skyn að Shultz verði jafn lítið ágengt í að fá Sýrlendinga til að fallast á friðarskilmála Bandaríkja- stjórnar. HEBRON, VESTURBAKK- INN - Gyðingur var særður stungusári í Hebron oa þrír Palestinumenn særðust i skot- árás ísraelskra hermanna á hernumdu svæðunum á vest- urbakkanum í gær. Niðurstaða leiðtogafundar Nato í Brussel: Kjamorkuvopn grunnur vama Nato í Evrópu Kjarnorkuvopn verða áfram grunnur varna Nato-ríkja í Evrópu gegn innrás Varsjárbandalagsins, þrátt fyrir samninga stórveldanna um útrýmingu meðaldrægra kjarnorkuvopna á landi. Þetta var ein megin niðurstaða tveggja daga leiðtogafundar ríkja Norður-Atlants- hafsbandalagsins sem lauk í Brussel í gær. f lokayfirlýsingu fundarins var bent á að algjör útrýming kjarn- orkuvopna í Evrópu kæmi ekki til greina, jafnvel þó næðist samkomu- lag um jafnvægi í hefðbundnun víg- tólum sem þýðir að Sovétmenn yrðu að fækka verulega í herafla sínum í Austur-Evrópu. Lögðu leiðtogarnir reyndar áherslu á að samkomulag næðist við Sovétmenn um takmörk- un hefðbundins vígbúnaðar. Með þessari yfirlýsingu hafa leiðtogar Nato-ríkja í raun hafnað tilboði Sovétmanna um að samið yrði um útrýmingu skammdrægra kjarnorkuvopna. Skammdrægu kjarnorkuvopnin eru helsta ágrein- ingsmál innan Nato. Bandaríkja- menn og Bretar leggja mikla áherslu á að endurnýja skammdræg kjarn- orkuvopn sem fyrst, en þýsk stjórn- völd vilja fresta endurnýjun enda eru þau undir miklum þrýstingi frá almenningi sem vilja útrýmingu skammdrægra kjarnorkuvopna, enda eru þau að miklu leyti staðsett í Þýskalandi beggja vegna járntjalds. Leiðtogarnir gerðu lítið úr þessum ágreiningi, en lögðu þess í stað áherslu á samstöðu innan Nato. Leiðtogarnir lýstu yfir stuðningi sínum við hugmyndir Reagans Bandaríkjaforseta um eftirlit með kjarnorkuvopnum. Þá lýstu þeir ánægju sinni með þær breytingar í frjálsræðisátt sem virðast vera að sjá dagsins ljós í Sovétríkjunum og skoruðu á yfirvöld í Moskvu að standa við orð sín í þeim efnum. Lögðu þeir sérstaklega áherslu á manréttindamál í því sambandi. -HM Gyðingar í hinni hernumdu borg Hebron í vígahug: Aðsúgur gerður að Ijósmyndara Vopnaður glæpaflokkur rænirbrynvarinn peninga- bíl í London: Höfðu um milljón pund úr krafsinu Vopnaður glæpaflokkur hafði eina milljón sterlingspunda upp úr krafsinu þegar flokkurinn rændi brynvarinn peningaflutn- ingavagn í London á miðvikudag- inn. Að sögn lögreglu hófst aðgerð glæpamannanna aðfaranótt þriðjudags þegar tveir vopnaðir menn réðust inn á heimili örygg- isvarðar sem sér um peninga- flutninga fyrir Security Express öryggisfyrirtækið og tóku hann og konu hans í gíslingu. Glæpa- flokkurinn hótaði að drepa eigin- konu mannsins ef hann yrði ekki samvinnuþýður. Öryggisvörðurinn hélt til vinnu á miðvikudag og sá sér ekki annað vænna en telja félaga sína á að aka brynvörðum vagni, sem flutti um eina milljón sterlings- punda í reiðufé, á tiltekinn stað þar sem vopnaður glæpaflokkur- inn beið eftir bráðinni. Það tók glæpaflokkinn innan við mínútu að tæma bílinn af peningum og flýja staðinn á hraðskreiðum bíl. Lögreglan hefur ekki haft hendur í hári ræningjanna sem eru orðnir sem samsvarar 70 milljónum íslenskra króna ríkari. -HM UTLOND ísraelskir landnemar í borginni Hebron sem er á hernumdu svæðun- um á vesturbakka Jórdanár réðust í gær á fréttaljósmyndara Reuters. fréttastofunnar og konu hans. Ljósmyndarinn hugðist taka myndir af trúarlegum hátíðarhöldum gyð- inga í borginni, en í Hebron búa um 40 gyðingafjölskyldur í hjarta borg- arinnar undir stöðugri hervernd þar sem borgin er að öðru leyti byggð aröbum. Karlmaður réðst á eiginkonu Ijósmyndarans og sló hana í höfuðið með myndavél hennar með þeim afleiðingum að tveir skurðir mynd- uðust á höfði hennar. Ljósmyndar- inn var einnig sleginn í höfuðið svo úr blæddi, auk þess sem myndavél hans og gleraugu voru brotin. Þegar svo var komið skökkuðu ísraelskir hermenn leikinn. Konan var flutt á ísraelskt sjúkrahús þar sem gert var að sárum hennar. Atvik þetta gerðist stuttu eftir að ísraelskur landnemi hafði verið særðurmeð hnífsstungu í borginni. Fréttmenn og ljósmyndarar hafa að undanförnu orðið fyrir aðsúg fsra- elskra landnema og hermanna á hernumdu svæðunum þar sem ísra- elsmenn saka fjölmiðla um að ýta undir mótmælaóeirðir palestínu- manna á svæðunum. í útvarpsræðu á miðvikudag sagði Yitzak Shamir forsætisráðherra ísraels að fjölmiðl- ar hefðu skaðað ísrael verulega með fréttaflutningi sínum og sagðist vera að hugleiða að meina fréttamönnum aðgang að hernumdu svæðunum. Þá gerðist það á þriðjudag að frétta- skeyti frá einum af fréttamanni Reu- ísraelskur hermaður gerir aðsúg að fréttaljósmyndara. Gyðingar í borg- inni Hebron réðust í gær á frétta- Ijósmyndara Reuters. ters á hernumdu svæðunum var ritskoðað af ísraelskum hernaðaryf- ivöldum. -HM Carl Hagen kemur norska þinginu í uppnám: Álítur norsku stjórnina fasiska Það varð allsherjaruppnám í norska þinginu í gær þegar Carl Hagen, formaður hins hægrisinnaða Framskriðsflokks, ásakaði minnihlutastjórn Verkamannaflokksins um að vera fasiska og að hún grafi undan lýðræðislegri hefð í landinu með aðgerðum sínum. Ásakanir þessar koma í kjölfar þeirrar ákvörðunar norsku stjórnarinnar að frysting launa yrði einn liður í efnahagsaðgerðum stjórnarinnar, sem ætlað er að stöðva verðbólgu og verðhækkanir sem hellst hafa yfir Norðmenn að undanförnu, en vegna lágs verðlags á Norðursjávarolíu hefur viðskiptahalli Norðmanna aukist gífurlega. „Um leið og Mussolini og fasist- ar hans náðu völdum hófu þeir að innlima stóru verkalýðsfélögin og kaupsýsluna í ríkisbáknið," lét Hagen bóka í skýrslu efnahags- nefndar norska þingsins um að- gerðir norsku stjórnarinnar. „Hlið- stæður þessa við stjórnmálaástand- ið í Noregi í dag eru óhugnanleg- ar... fáein stór samtök hafa gengið til liðs við ríkisstjórnina og lagt lýðræðisleg réttindi til hliðar" Norskir þingmenn eiga ekki að venjast að svona sterkt sé tekið til orða og voru þeir í miklu uppnámi í gær. Jo Benkow, forseti norska þingsins, sagði í sjónvarpsviðtali að orðbragð Hagens væri á hæsta máta móðgandi og særandi fyrir samþingmenn hans. Stjórnmálaskýrendur í Noregi segja að Carl Hagen sé með þessu að spila á óánægju verkafólks með aðgerðir ríkisstjórnarinnar, en auk hans eru það aðeins sósíalistar sem leggjast gegn efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Flokkur Hagens hefur aðeins tvö þingsæti í þinginu. Er það grátbroslegt við gagnrýni Hagens að tilvera minnihlutastjórnar Gro Harlem Brundtlands formanns Verkamannaflokksins byggist á veru Carl Hagens á þingi, því borgaraflokkarnir í Noregi neita að eiga samstarf við hann og geta því ekki myndað meirihlutastjórn. -HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.