Tíminn - 26.03.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.03.1988, Blaðsíða 9
i l // / ; m |& ppR • > % i wfí ' ÆÆ flokks kynferðisins. Þar á bæ hefur krafan um lögbundið kaup nýverið hækkað um tíu þúsund krónur, og auðveldar sú krafa ekki þær viðræður, sem nú standa yfir. Þannig keppast Kvennalistinn og jáfólk hans í launþegahreyfingunni við að læra til ringulreiðar. En síðustu fréttir af vinnuveitendum virtust þær, að þeir yrðu að fara Iand- flótta frá Akureyri vegna skorts á hótelrými. Um helgar sækir margt fólk á skíði til Akureyrar, og þótti sýnt um miðja vikuna, að Hlíðarfjall ætlaði að hafa vinninginn yfir Alþýðusamband Norðurlands, þegar nær dró helginni. Hvort skíðaíþróttin flýtir fyrir verkfalli nyrðra skal ósagt látið, en hitt er alveg Ijóst að vinnuveitendur sitja þar sem þeirra er óskað á meðan þeir fá höfði hallað í næturstað. Nema gert verði hlé á samningaviðræð- um á meðan skíðafólkið skemmtir sér. Það væri alveg í anda hinnar mjúku stefnu stærsta flokks þjóðarinnar. Ábyrgð er dauðasök Um þessar mundir er opin- skátt farið að tala um að semja þurfi um meiri kaupmátt. Ekki er að heyra á hinum fjölmörgu launþegakóngum, sem nú eru risnir upp til samninga, að þeir hafi annað að leggja fram á vettvangi aukins kaupmáttar en beinar launahækkanir. Þeirra tal er því mjög í anda þingmanna Kvennalistans sem nú vilja lög- binda lágmarkslaun í fimmtíu þúsund krónum. Eflaust er hægt að lögbinda svona laun sé þing- meirihluti fyrir því. Það mætti líka hugsa sér að lögbinda hærri mánaðarlaun, og fer það alveg eftir þvf hvaða skrúfur menn eru að panta sér. Hitt liggur alveg ljóst fyrir að aukinn kaupmáttur sem við þetta fengist stæði ekki deginum lengur. Svo vill til að menn á borð við Ásmund Stefánsson gerðu sér grein fyrir þessu við síðustu heildarsamninga, sem hér voru gerðir. Síðan hefur líf forseta ASÍ verið ein þrautaganga. Al- þýðubandalagið vék honum snarlega til hliðar, og Alþýðu- sambandið sem slíkt tekur ekki þátt í samningum að þessu sinni. Verkamannasambandið stóð að vísu að samningum, en Guð- mundur J. mátti standa í stór- deilum út af atkvæðagreiðslu í Dagsbrún, vegna þess að þeir sem vildu fella töldu sig hafa fleiri hendur. Nú er kominn móður í Guðmund J., og það síðasta sem frá honum hefur heyrst í launamálum er einfald- lega það, að verði einhvers stað- ar samið um meira en honum þykir fýsilegt til samanburðar við eigin samning skuli vinnu- veitendur fá að fínna fyrir honum. í svona skák falla menn ekki á tíma. En þeir geta hæg- lega fallið á því að bera ábyrgð. Foringjar í læri Nú hafa nýir foringjar verka- lýðssamtaka risið vítt um landið og tekið samninga í eigin hendur. Þeir hafa rétt til þess og þeim þykir eflaust nauðsyn bera til að halda á málum með þess- um nýja hætti. Alþýðusamband íslands er úr leik í þessari lotu. Lítið nýtist af þeirri reynslu, sem þar er fyrir hendi í samning- um og þeirri margbrotnu þekk- ingu, sem Ásmundur Stefánsson býr yfir. Nýir foringjar eru nú margir hverjir að byrja sinn feril. Þeim liggur mest á því að ná sem hæstri krónutölu á blað í samningum til að friða liðið og til að halda á lofti þeirri draum- sýn að þeir séu hæfari en samein- uð verkalýðsforysta til að ná umtalsverðum árangri í samn- ingum. Þessir aðilar hafa ekki augu á neinu öðru en þeim viðhorfum, sem ríkja innan fé- laga þeirra. Þar er fátt eitt tekið með í reikninginn, sem getur orðið til frádráttar. Þessi ein- hliða aðferð hafði gengið sér til húðar og samanlagðar himinhá- ar prósentuhækkanir yfír árabil höfðu í raun ekki skilað neinni kauphækkun. Þessi dæmi lágu ljós fyrir áður en síðustu heildar- samningar voru gerðir. Þau voru kunn því forustuliði, sem í það sinn gekk til samninga. Hinir nýju foringjar láta sig engu skipta slíka útreikninga. Þeir vilja bara tölur sem tala máli þeirra innan félaganna. Miðað við fyrri sögu má vænta þess að það taki ein tuttugu ár fyrir þá að átta sig á að kaupmátturinn á sér margar undirstöður. Þegar þeim verður það ljóst verður auðvelt fyrir nýja offara að velta .þeim úr sessi og hringrásin getur byrjað upp á nýtt. Þetta er sorglegt einkenni á samninga- málum hér á landi. Til Dublin í buxum Við höfum eignast tvær stór- stjörnur í menningarmálum með skömmu millibili. Fjölmiðlar eru við það að oftaka sig í hrifning og þakklæti fyrir þá miklu náðargáfu sem íslenskum einstaklingum er gefin. Fyrir skömmu fékk Thor Vilhjálms- son bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs fyrir enn eina frá- sögnina af barnsfaðernismáli systkina fyrir norðan á öldinni sem leið og afskiptum Einars Benediktssonar skálds af stúlk- unni sem í ógæfunni lenti. Matt- hías Johannessen, skáld og rit- stjóri, var áður búinn að skrifa leikrit um sama efni og nýlega var flutt í útvarp framhalds- leikrit um efnið undir leikstjórn Klemensar Jónssonar frá Klett- stíu. Það var því ekki seinna vænna að Norðurlandamenn al- mennt fengju að hneigja sig fyrir viðfangsefninu. Tveir aðrir ís- lenskir menn hafa áður fengið þessi verðlaun, en þau komust ekki í hálfkvisti við barnsfaðern- ismálið. Fjölmiðlar gerðu Thor að vinsælasta manni þjóðarinnar á augabragði, og horfur voru á að hann myndi láta af mótmæl- um og þrasi um sinn. En daginn eftir að hann tók við verð- laununum í Osló var hann búinn að koma nafni sínu á einhvern mótmælalista þar ytra. Og þakk- arræðuna notaði hann til að lýsa frati á „La det svinge", sem er Norðmönnum, einkum af yngri kynslóðinni, svona álíka helgur dómur og „Island farsælda frón“ á íslandi. •Það er því engin furða þótt margur íslendingurinn hengi haus um þessar mundir þegar fyrir dyrum stendur að senda dægurlagaraft og ljóðskáld á borð við Sverri Stormsker til Dublin. í Þjóðviljanum nýlega segir einn söngmúlinn: „Hann á fína möguleika ef hann bara sleppir því að fara úr buxunum.“ Enginn hefur fyrr heyrt á það minnst, að Sverrir Stormsker komi til með að verða buxnalaus í Dublin. Hins vegar hefur borið á því, að einhverjir virðast óttast að tónskáldið verði ekki þjóð sinni til sóma. Hvaðan kemur þessi ótíi? Hafa menn séð tón- skáldið buxnalaust í Austur- stræti? Það er svolítið óviðkunn- anlegt hvernig fólk viðrar áhyggjur sínar út af Sverri Stormsker úti í Dublin. Það er eins og tónskáldið eigi við hegð- unarvandamál að stríða. I al- ræmdum delludálki í DV segir: „Það er svo sannarlega kominn tími til að útlendingar fái að kynnast þessari gamansömu (ís- lensku) þjóð sem tekur Sverri Stormsker alvarlega og gerir 'hann að útflutningsvöru." Hvaða læti eru þetta? Hefur DV pissað í skóinn sinn? Að minnsta kosti hélt DV ekki vatni af hrifningu frekar en aðrir fjöl- miðlar þegar Thor var sendur til Oslóar, og þótti þó Norðmönn- um honum heldur laus tungan. Líklega er ástæðan sú, að Storm- sker hefur ekki verið „canonis- eraður“ af neinni menningar- mafíu, og hefur heldur ekki lýst því yfir að hann ætli í klaustur eins og afturbatapíka, þótt hon- um hafi orðið það á að verða fyrstur með skrambi gott lag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.