Tíminn - 26.03.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.03.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 26. mars 1988 Guöjón Einarsson: AMSTERDAM Miðborg Amsterdam er einstæð. Hún er í rauninni stórt safn merkra húsa og gamalla brúa frá 17. öld, því að um 7000 hús eru friðuð í miðborginni, og mættum við íslendingar læra mikið af því. Einnig gera síkin borgina sérstæða. Hægt er að fara kflómetrum saman um síkin í skoðunarferð í þar til gerðum bátum. Það eru um 160 síki og yfír 1100 brýr í Amsterdam og er mjög skemmtilegt að fara sjóleiðina um borgina, og hefur hún oft verið kölluð „Feneyjar norðursins“. Fjölmörg torg eru í borginni. Þrjú þau stærstu eru Dam, Leidse- plein og Rembrandtsplein. Það er iðandi mannlíf á torgunum bæði á daginn og kvöldin og oft alls konar uppákomur. Damtorgið er nokkurs konar Lækjartorg þeirra í Amsterdam. Við torgið er konungshöllin, sem var reist á árunum 1648-1655. Þar voru reknir 13659 tréstaurar niður í jarðveginn til að halda höllinni uppi í mýrinni. Höllin er eitt full- komnasta dæmi um ákveðinn bygg- ingarstíl í fortíðinni. Ég bjó um 50 metra frá Dam- torginu, á hóteli sem heitir ASCOT og er húsið frá 17. öld, endurbyggt 1986 og er nú fjögurra stjörnu hótel. Frá Damtorginu liggja versl- unargötur í allar áttir, og er því gott að versla þar. Amsterdam er í hjarta Evrópu og er borg allra árstíða. Þar er fullt af söfnum með minjum frá gullöld- inni og notalegum hótelum sem hafa verið innréttuð í hinum mjóu gömlu húsum við síkin. Það er mikið líf og fjör í borginni, úrval af matstöðum og gott og ódýrt að versla þar. Ég lagði leið mína á skrifstofu Arnarflugs í Amsterdam. Starf- semin er til húsa í nýrri stórbygg- ingu, sem er upp á fjórtán hæðir í tveimur álmum. Þetta hús heitir World Trade Center við Strawin- skylaan 1101. Skrifstofan er á 11. hæð og í álmunni voru sex lyftur. Á skrifstofu Arnarflugs eru þrír starfsmenn: Hollendingurinn Harry Betist stöðvarstjóri sem hóf störf sl. haust og tvær stúlkur, Bregina Broesma, hollensk og búin að starfa í 2V4 ár og Áslaug Finsen Woudstra, sem starfað hefur þarna í þrjú ár. Hún er íslensk en gift Hollendingi. Áslaug varð fyrir svörum þegar ég kom inn. Ég spurði hana hvort mikið væri að gera. - Það er alltaf nóg, en mest á sumrin þegar Hollendingar eru að ferðast til íslands, en íslendingar koma hér allt árið. Starfið er ánægjulegt, en hugurinn leitar þó alltaf heim. Við höfum starfað hér í þessari byggingu í tvö ár og er þetta allt önnur aðstaða en var. Hér í byggingunni er t.d. pósthús og banki. Áslaug hefur búið í Hollandi í 19 ár. Hún segist vera með annan fótinn heima á íslandi og ekki hafa fest rætur í Hollandi, þó henni líki þar mjög vel. - Maðurinn minn er Hollending- ur, segir Áslaug. Við bjuggum eitt ár heima, og hann segir enn, að ef við fengjum góða vinnu á Islandi væri hann til í að fara þangað strax á morgun! Hann talar íslensku. Við hjónin eigum tvær dætur, bætti Áslaug við. Ég ræddi við þau á skrifstofunni dágóða stund og fann að þar er góður andi og traust starfsfólk, sem gott er að leita til. Schiphol flugvöllur er „flugvöll- ur nr. 1“ í heiminum og hefur verið það í nokkur ár. Hann er einnig talinn besti tengiflugvöllur í heimi, m.a.s. Bretar nota hann sem tengi- völl en ekki Lundúnaflugvöll. f flugvélinni á leiðinni út til Amstcrdam var kunningi minn að fara til Rómar. Hann sagði að Arnarflug væri besta lausnin til að fara til Rómar - á einum degi. Arnarflug væri alltaf á réttum tíma, „og klukkutíma eftir að ég kem til Schiphol verð ég á leiðinni til Rómar,“ sagði hann. Það má geta þess, að Arnarflug ’t rúeuwe kafé • Ontbijt ■ Breakfast IH r+x ■ Petit Dejeuner 1 ■ ; • Fröhstuck ■i : j • Desayuno = • Pr. Colazione 1 1 1 1 ■ Frokost +- . - •0*11 t .1 x • . M Kynning á morgunmat - á nokkr- um tungumálum - á veitingastað við Damtorgið, en við íslenska fánann stendur Frokost — fyrir morgunmat á íslensku! Damtorgið. Fremst á myndinni er þjóðarminnisvarðinn, sem reistur var 1956 fyrir samskotafé til að minnast afreka Hollendinga í síðarí heimsstyrjöldinni. í baksýn sést konungshöllin. var 98% á réttum tíma frá Schiphol og 100% fráHamborgásíðasta ári. Þegar komið var til Schiphol tók það M mínútur að afferma og hlaða vélina vörum. Vöruflutning- ur um Schiphol á síðasta ári hefur aukist um 74% og á farþegaflutn- ingur um 24%. f fluginu heim til íslands voru farþegar sem voru að koma frá Ástralíu. Þeir sögðu að ódýrasta flugið þangað væri að fljúga með Arnarflugi til Schiphol og svo með hollenska félaginu KLM. Stjórnendur á Schiphol eru staðráðnir í að flugvöllurinn verði áfram besti og vinsælasti flugvöllur í heimi. Á næstunni verður tekið í notkun hátækni afgreiðslukerfi, þar sem farangursmerki og brott- fararspjöld verða tölvukeyrð, og þá verður hægt að fá upplýsingar um farþega og farangur á fimm sekúndum. Schiphol er fyrsti flug- völlurinn sem tekur þetta kerfi í þjónustu sína. Flugferðin heim gekk vel. Arn- arflug hefur stækkað bilin á milli sætaraða og fylgir því aukin vellíð- an og þjónustan var einstaklega góð. Fjögurra daga „ferðapakk- inn“ með Arnarflugi er hreint ævintýri. Skrífstofa Amarflugs í Amsterdam: Áslaug Finsen Woudstra, Harry Betist stöðvarstjórí og Bregina Broesma. (Tímam. ge> Skemmtiferð með síkjabáti. Á Schiphol flugvelli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.