Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 21. maí 1988 ómkirkjan á Hólum í Hjaltadal var reist á dögum Gísla biskups Magnússonar 1755 til 1779 í viðleitni hans að reisa Hólastað úr þeirri niðurlægingu sem hann var í þá. Hún var fyrsta stein- kirkjan, sem reist var á ís- landi. Nú er unnið að gagn- gerri endurbót á Hóladóm- kirkju og henni hefur verið umturnað innan. Síðan hún var tekin í notkun árið 1763 hafa verið gerðar ýmsar breytingar á henni, en í sumar verður hún færð í sína upprunalegu mynd og er lokuð almenningi. „Það er óskaplegt að sjá þetta núna,“ segir sr. Sigurður Guð- mundsson, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal um framkvæmdirnar í kirkjunni. „En þessu verður lokið í september og þá á ég von á, að hún verði orðin afskaplega falleg." Sr. Sigurður býr á Hólum í prestbústað skammt frá kirkjunni. Honum er mjög í mun að uppruna- leg mynd komist á Hóladómkirkju og gremst nokkuð þær breytingar, sem á kirkjunni voru gerðar á nítjándu öld. „Við munum meira að segja láta gera nýjar innréttingar í kirkjuna og höfum þær að fyrirmynd, sem þar voru fyrstar," sagði hann. Þekktur danskur arkitekt, Lauritz de Thurah, teiknaði kirkj- una á sínum tíma en þýskur múr- meistari, Sabinsky, stóð fyrir bygg- ingunni. Framkvæmdirhófust 1757 og kirkjan átti að heita fullgerð haustið 1763 og var vígð með viðhöfn hinn 20. nóvember það ár. Allmikið vantaði þó á að frá henni væri gengið eins og ætlað var í upphafi. Kirkjunni áskotnuðust margir dýrmætir gripir og munir, sem hafa öðlast mikið gildi með tímanum; altarisbrík Jóns Arasonar yfir alt- arinu. útskorin í tré, gipsuð og máluð, með tveimur vængjum og í miðhluta sýnd krossfesting Jesú, skírnarsár sem Guðmundur Guðmundsson úr Bjarnastaðahlíð hjó úr grænlensku klébergi, sem talið er hafa rekiö til lands með hafís og róðukross í fullri líkams- stærð frá fyrri hluta 16. aldar svo fátt eitt sé nefnt, en ótaldir eru ýmsir góðir gripir. „Þeir eru geymdir í eldtraustum skáp í Búnaðarbankanum á Sauð- árkróki,“ sagði sr. Sigurður, „á meðan á aðgerðinni hér stendur. Altarisbríkin er í viðgerð á Þjóð- minjasafninu." Gísli Þorláksson biskup 1657-1684 og konur hans frá vinstri: Ragnheiður Jónsdóttir, Gróa Þorleifsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Ragnheiður lifði bónda sinn og lét gera þessa mynd, sem geymd er i Þjóðminjasafninu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.