Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 21. maí 1988 Tíminn 11 Séð út kirkjuna, en bekkir og munir hafa verið færðir í örugga geymslu, og gólfið grafið upp. Hér fundust bein Gísla Þorlákssonar biskups og konu hans, að því talið er. Hóladómkirkja breytist að mörgu leyti við framkvæmdirnar, en vænst er, að megi endurbæta hana að utanverðu á næsta sumri. „Við vonumst til að fáist fjár- magn á næsta ári til endurbóta á kirkjunni utanverðri, en það er löngu tímabært. Pússningin erfarin að molna af og drenrör verður að fella í jörð, því að raki berst undir kirkjuna.“ Pússning á veggjum inni var orðin afar léleg og verður henni skipt. Gluggapóstarnir nýju verða úr tré og rúður tuttugu og fjórar líkt og hjá Gísla biskupi Magnús- syni í stað tólf rúða í járnumgjörð, sem sett var í gluggana seint á nítjándu öld og voru Ijótir að mati sr. Sigurðar. Trégólfinu, sem í kirkjunni var, hefur verið hent, en upprunalegur sandsteinninn undir timbrinu hefur verið fluttur til Reykjavíkur, þar sem hann verður sagaður í plötur og lagður í gólfið, svo sem fyrst var. Skipt verður á öllu fúnu tréverki og nýju. Loftið var illa farið, en danskur múrmeist- ari gerði við það í febrúar. „Hann hafði sömu aðferð við að pússa loftið og gert var í þann tíð. Danir hafa ekki týnt henni,“ sagði sr. Sigurður. I fyrra skipaði menntamálaráð- herra Hólanefnd, sem hafði það verk með höndum, að undirbúa endurbætur á kirkjunni. Áður hafði verið rætt um að úrbóta til viðhalds kirkjunnar væri brýn þörf og Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt og leikari, hafði athugað hvað þyrfti að gera. Richarður Krist- jánsson, verkfræðingur, hefur einnig ljáð þessu verki krafta sína. „Þeir tveir hafa unnið ómetan- legt undirbúningsstarf og verður seint fullþakkað," sagði sr. Sigurð- ur. Nefndin hlaut nokkurt fé í fyrstu til helstu undirbúningsverka en endurbætur kirkjunnar voru sam- þykktar á fjárlögum 1988. „Þegar um áramót var hafist handa hér í kirkjunni. Kirkjumunir voru færðir brott og bekkirnir og allt sett í örugga geymslu. Þegar steinninn var fjarlægður var komið niður í mold, þar sem hinir gömlu biskupar eru greftraðir. Þegar grafa þurfti djúpt fyrir hita- og loftræstistokkum var fljótt komið niður á bein. Það var fastmælum bundið að þjóðminjaverði yrði gert viðvart undireins. Mjöll Snæsdótt- ir, fornleifafræðingur hjá Þjóð- minjasafninu, kom því hingað norður og sá um fornleifarann- sóknir." Aðeins ein gröf var hreyfð, því að óhjákvæmilegt var að hrófla við henni. - Hvorki gefst tóm né fé til að rannsaka allar þær grafir, sem undir kirkjunni eru, þótt nú sé hentugt að gera það. - í henni fannst mikil líkkista og stór og skreyttur málmskjöldur með hanka á gafli hennar. í kistunni voru leifar sex manna og auðsjáan- legt að bein fimm þeirra höfðu áður við breytingar á kirkjunni verið flutt í þessa kistu. Ein beina- grind lá neðst og var heilleg og hafði ekki verið hreyfð, en önnur bein voru safn. „Kistan var grautfúin og henni mátti ekki bjarga. En í henni voru auk mannaleifa skildir með áletr- unum og skrauti, sem að líkindum hafa fylgt kistum hinna, sem færð höfðu verið í þessa einu.“ Áletranir á skjöldum gefa til kynna, að þar hafi fundist bein Gísla Þorlákssonar biskups 1657 til 1684 og fyrstu konu hans Gróu Þorleifsdóttur, sem dó 1660. Eins er líklegt að þar hafi fundist bein Björns Þorleifssonar 1697 til 1710. Gísli Þorláksson var þrígiftur og að honum látnum lét þriðja kona hans, Ragnheiður Jónsdóttir, gera mynd í minningu hans með sér og fyrri konum hans. Sú mynd hangir á vegg í Þjóðminjasafni. Þessa dagana er Jón Steffensen, prófess- or, að rannsaka beinin, sem voru í gröfinni, og þykir honum ekki ólíklegt að þar sé einnig að finna leifar Ingibjargar Benediktsdóttur, sem var önnur kona Gísla biskups. „Klæðispjötlur, grænar að lit með gullþráðum, fundust þar í jörðu og eru líklega úr biskups- mítrum. Þá voru þar ólæsileg bók- arslitur, leður og silfurspenni, sem varnaði því að bókin félli í sundur. Upp úr því sögðu fornleifafræðing- arnir að þeir hefðu fundið galdra- bókina Rauðskinnu hans Gott- skálks biskups grimma, sem Galdra-Loftur girntist og reyndi að særa til sín. En það var bara í gamni." Það var einkennilegt að koma í Hóladómkirkju, þar sem öllu hafði verið snúið á annan endann. Verkamennirnir rekast af og til á bein, sem fljóta upp úr moldinni, og í haug með sandsteinsflögum, ónýtri pússningu og feysknum timburborðum eru fjalir úr graut- fúinni líkkistu Hólabiskups. Um leið og hita- og loftræstistokkarnir berast verða þeir settir í jörð og gólfinu lokað. Vísast fá Hólabiskupar þá að hvíla í friði. Altént þó í hundrað ár, en þá má ætla að fornleifafræð- ingar vilji rjúfa gólfið og athuga hvað sé að finna í gröfunum. þj Skjöldur með upphafsstöfum Gróu Þorleifsdóttur, konu Gísla biskups Þorlákssonar, og dánarári hennar 1660. Auk þess stendur: „Eg veit min endurlavsnare lifer og han mvn vppvekia mig aptvr af iordv og eg mvn sia Gvd i minv holde“. Líkkistan og skrautskjöldurinn á gaflinum. Kistan var grautfúin en í henni fundust bein sex manna og skildir með áletrun, sem benda til hverjir lágu í henni. Skjöldur- inn og beinin voru flutt á Þjóðminjasafnið. VOR ’88 HOWARD mykjudreifarann þekkja allir bændur eftir áratuga notkun hér á landi. Dreifir öllum tegundum búfjáráburðar. Einföld bygging tryggir minna viðhald. UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Vélabær hf., Andakilshr. S. 93-51252 ólafur Guðmundsson Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-56622 Dalverk hf. Búðardal S. 93-41191 Guðbjartur Björgvinsson Kvennahóll, Fellsstrandarhr. Dal. S. 41475 Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-4198 J.R.J. Varmahlíð S. 95-6119 93- Bilav. Pardus. Hofsósi S. 95-6380 Bílav. Dalvíkur, Dalvík S. 96-61122 Dragi, Akureyri S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. S. 97-81540 Vikurvagnar, Vík S. 99-7134 Ágúst Ólafsson Stóra-Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769 Vélav. Guðm. og Lofts, Iðu S. 99-6840 G/obusf Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 !fl Félagsstarf aldraðra 'I' í Reykjavík Sýningar á unnum munum í félagsstarfinu á sl. vetri verða haldnar í Bólstaðarhlíð 43, Hvassaleiti 56-58 og Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi dagana 28., 29. og 30. maí frá kl. 13.30 til 17.00. Sala á handavinnu aldraðra Reykvíkinga verður á aðurnefndum stöðum og einnig í Lönguhlíð 3. Kaffisala á öllum stöðunum. Allir velkomnir. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. III REYKJKJÍKURBORG ffWI lA (A. I*. AA <«, >*• A AA A Stctúci 'l^ Skólaskrifstofa Reykjavíkur Staða umsjónarmanns við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er laus til umsóknar. Upplýsingar í síma 75600. Læknastofa Hef opnað stofu í Læknastöðinni hf., Álfheimum 74. Tímapantanir í síma 686311 alla virka daga milli kl. 9 og 17. Kristján Guðmundsson sérgrein: háls-, nef- og eyrnalækningar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.