Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 13
Miðvikudagur24. ágúst 1988 Tíminn 13 llllllllllllllllllllllll ÚTLÖND iliillllllllllllillllllllllM : ’!'!l;iililii' "illiíji^li'rl^ili'iiirllliiillillllllllllllill^ Frakkar aflétta innflutningsbanni Stjórnvöld í Frakklandi hafa ákveðiö að aflétta innflutningsbanni á olíu frá íran, sem staðiö hefur í þrettán mánuði. Að sögn talsmanns utanríkisráðu- neytis Frakka mun ákvörðun um að leyfa innflutning á olíu frá íran aðeins hafa áhrif á vöruskiptaverslun milli franskra og íranskra fyrirtækja, en ekki á staðgreiðsluviðskipti. Stjórnvöld í Frakklandi stöðvuðu allan innflutning á olíu frá fran um leið og stjómmálasamband milli ríkjanna var rofið í júlí 1987. Því var hins vegar komið á aftur í júní síðastliðnum. Ákvörðunin um að taka upp stjórnmálasamband á ný var í sam- ræmi við loforð sem stjórn mið- og hægriflokka undir stjórn Jacques Chirac gaf, eftir að stjórnvöld í Iran aðstoðuðu við að semja um lausn franskra gísla í Líbanon. Stjórnmálasambandið milli land- anna hafði hins vegar verið rofið er túlkur í sendiráði írana í París neitaði að svara spurningum varð- andi fjölda sprengjutilræða í París 1986. Sambandið milli landanna batnaði í kjölfar lausnar frönsku gíslanna í Líbanon. Stjórnvöld í Frakklandi segja að afnám innflutningsbannsins muni greiða leið að samkomulagi um skipti á mat og olíu milli landanna, en gífurlegur hörgull er nú á matvæl- um í íran, eftir Persaflóastríðið sem staðið hefur í átta ár. Áður en innflutningsbanninu var komið á, sáu íranir Frökkum fyrir stórum hluta olíu landsins sem var allt að 6,6% alls innflutnings inn í landið. IDS Sífellt fleiri námamenn í verkfalli í Póllandi: Vilja að Samstaða fái viðurkenningu Lech Walesa ræðir við námamann. Verkfallsmenn fara fram á að Samstaða hljóti viðurkenningu. Stjórnvöld í Póllandi fyrirskipuðu í gær útgöngubann í Jastrzebie, sem er bær í suðurhluta landsins. Verkföll hafa nú staðið yfir í Póllandi í nokkra daga og að sögn vestrænna stjórnarerindreka eru þetta hættulegustu verkfallsaðgerðir sem stjórnvöld hafa þurft að kljást við síðan herlög voru sett í landinu árið 1981. Að sögn íbúa í Jastrebie, þar sem verkamenn í fjórum kolanámum eru í verkfalli, var útgöngubann fyrir- skipað milli klukkan ellefu á kvöldin til klukkan fimm á morgnana og átti það að taka gildi í gærkvöldi. Cheslav Kiszczak, innanríkisráð- herra Póllands, hafði áður gefið þá yfirlýsingu í sjónvarpi að hann hefði falið stjórnvöldum í þremur héruð- um landsins, Szczecin, Gdansk og Katowice þar sem verkföll standa yfir, að fyrirskipa útgöngubönn í þeim borgum og bæjum þar sem þörf væri á slíku. Pravda, málgagn Kommúnista- flokksins í Sovétríkjunum, lýsti því yfir í gær að verkföllin í Póllandi vektu almennar áhyggjur og þau hefðu orsakað ósvífnar áróðursað- gerðir. Að sögn vestrænna stjórnarerind- reka eru andófsaðgerðirnar í Pól- landi nú þær hættulegustu sem stjórnvöld hafa þurft að hafa afskipti af síðan pólski leiðtoginn Jaruzelski setti herlög í landinu fyrir sjö árum. Verkfallsmenn fara fram á að hin ólöglegu verkalýðssamtök, Sam- staða, hljóti viðurkenningu. Að sögn Kitszczaks innanríkisráð- herra landsins eru 5.000 námamenn í verkfalli, en að þau hafi valdið atvinnule_ysi meðal 65.000 einstak- linga. Námamenn í verkfalli segja hins vegar að meira en 16.000 manns séu í verkfalli. Talið er að verkföllin eigi enn eftir að breiðast út. IDS Þrátt fyrir árangurslausar viöræður Noröur - og Suður-Kóreumanna: Munu reyna enn frekar í dag í Panmunjom, sem er bær við landamærin," er haft eftir talsmanni Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa krafist þess að fá að halda hluta ólympíuleikanna í Pyongyang og þar sem leikarnir hefjast þann 17. september mun fyrst verða reynt til þrautar að leysa deilur sem þá varða. Að því loknu mun væntanlega verða rætt um hugsanlega samein- ingu ríkjanna. Ríkisstjórn Norður-Kóreu heldur því fram að hún sé eina löggilda ríkisstjórnin á skaganum. Hið sama gerir ríkisstjórn Suður-Kóreu, en skaganum var skipt í tvo hluta við lok síðari heimstyrjaldar og sam- skipti stjórnvalda hafa upp frá því verið óvinsamleg. IDS Pyongyang þar sem Norður-Kóreu- menn krefjast að hluti ólympíuleik- anna verði haldnir. Stjórnvöld í Norður- og Suður- Kóreu hafa fallist á að viðræður milli ríkjanna haldi áfram þrátt fyrir að upp úr þeim hafi slitnað og enginn árangur hafi náðst fram að þessu. Tveir fulltrúar, einn frá hvoru ríki, munu koma saman í dag til að undirbúa frekari viðræður um hlut- verk Pyongyang, höfuðborgar Norð- ur-Kóreu, í ólympíuleikunum sem fram fara í Seoul í næsta mánuði. „Fallist hefur verið á að fulltrúarn- ir hittist klukkan ellefu fyrir hádegi FJÖLBRAUTASKÓUNN BREIÐHOUI Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti Stundakennara vantar strax við Fjölbrautaskólann í Breiðholti í íslensku, líffræði og handmenntum (handavinnukennari eða fatahönnuður). Upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 75600. Skólameistari Frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti RIÖLBRAUTASKÓUNN BREIÐHOm Lausterstarf ritara’á skritstof u Fjölbrautaskólans í Breiöholti. Upplýsingar veittar á skrifstofu skólans í síma 75600. Skólastjóri PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUN óskar að ráða kerfisfræðing hjá reiknistofu Pósts og síma. Krafist erfíáskólamenntunar í verkfræði, viðskipta- fræði eða tölvufræði. Reynsla á sviði kerfissetningarogforritunaræskileg. Upplýsingar í síma 91-26000. VERTU í TAKT VIÐ Tímarm ÁSKRIFTASÍMI 68 63 00 Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Garður Brynja Pétursdóttir Einholti 3 92-27177 Keflavík GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði Margrét Magnúsdóttir Hjallagötu 4 92-37771 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 ísafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi 2 94-7673 Patreksfjörður Ása Þorkelsdóttir Urðargötu 20 94-1503 Bíldudalur HelgaGísladóttir Tjarnarbraut 10 94-2122 Þingeyri KaritasJónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132 Hvammstangi Baldur Jessen Kirkjuvegi 95-1368 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut27 95-4772' Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdótti r Barmahlíð 13 95-5311 Siglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut54 96-71555 Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Ólafstjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Reykjahlíð MlugiMárJónsson Helluhraun 15 96-44137 Raufarhöfn Ófeigurl.Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn KristinnJóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður JúlíusTheódórsson Lónabraut 37 97-31318 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar13 97-1350 Seyðisfjörður Anna Dóra Árnadóttir Fjarðarbakka 10 97-21467 Neskaupstaður KristínÁrnadóttir Nesbakka16 97-71626 Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi12 97-41167 Eskifjörður Björgvin Bjarnason Eskifjörður Fáskrúðsfjörður ÓlafurN. Eiríksson Hliðargötu8 97-51239 Stöðvarfjörður SvavaG. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839 Djupivogur ÓskarGuðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-81255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 98-22317 Hveragerði LiljaHaraldsdóttir Heiðarbrún51 98-34389 Þorlákshöfn Þórdís Hannesdóttir Lyngberg 13 98-33813 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu28 98-31198 Stokkseyri Friðrik Einarsson Iragerði6 98-31211 Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir Sólheimar 98-78172 Vik PéturHalldórsson Sunnubraut5 98-71124 Vestmannaeyjar Svanbjörg Gísladóttir Búhamri 9 98-12395

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.