Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Miövikudagur 24. ágúst 1988 LEIKLIST ||||||||||||||||!|!|||||||||||||||||||!||||| Að leika að maður leiki ekki Erla B. Skúladóttir og Viðar Eggertsson leika að þau leiki ekki í Elskhuganum. Tlmamynd Gunnar Alþýðuleikhúsið: ELSKHUGINN eftir Harold Pinter. Þýðing: Ingunn Ásdis- ardóttir og Martin Regal. Tónlist: Lár- us Halldór Grímsson. Lýsing: Egill Örn Árnason. Leikmynd og buningar: Gerla. Leikstjórn: Ingunn Ásdísardótt- ir. Þriðja Pintersýningin á einu ári í Reykjavík er nú á „sviðinu,, í Ás- mundarsal, frumsýning fór fram á fimmtudagskvöld. Ágætt að fylgja eftir tveimur velheppnuðum sýning- um í fyrra sem vafalaust urðu til að opna augu margra reykvískra leik- húsgesta fyrir þessum afburðahöf- undi. Alþýðuleikhúsið, á sínum venjulegu hrakhólum með húsnæði, hefur búið til nokkuð haganlegt leiksvið úr ótækum sal. Gerla á heiðurinn af því, en auðvitað er ekki unnt að gera gott svið úr þessu. Rýmið er of vítt, einn geimur, og hreinn neyðarkostur að láta áhorf- endur sitja allt um kring. Það gerir það að verkum að stöður og hreyf- ingar verða mikið vandamál, - sam- leikurinn sem í þessu tilviki er svo óvenjulega náinn og mikilsverður skilar sér stundum ekki nema til hálfs. En hér verður leikstjórinn varla sakaður, Ingunn hefur nýtt möguleika salarins eftir föngum. Elskhuginn er „leikur“ í orðsins fyllstu merkingu. Sléttur og felldur skrifstofumaður kveður dúkkulega eiginkonu sína að morgni: Áður en hann heldur af stað með stress- töskuna spyr hann eins og fyrir forvitnissakir .Kemur elskhugi þinn í dag?“ Og ki ,tn jánkar því. Þarna er sem sé fr, vndið slíkt að fram- hjáhaldið ei eð fullu samþykki hins kokkál: En eins og vænta má hjá Pinti hér ekki allt sem sýnist. Hjónakornin lifa sem sé í tveimur heimum. Til að bæta sér upp gráan hversdagsleikann skipta þau um hlutverk að deginum: Karl- inn verður harðsvíraður melludólg- ur, konan hóra. Með því móti létta þau á þeirri bælingu sem smáborg- araleg tilvera hefur hneppt þau í. Pinter kann meistaralega að fara með þetta tvísæi eins og þeir þekkja sem séð hafa önnur leikrit eftir hann. Þó held ég að Elskhuginn hljóti að teljast með hinum minni háttar leikjum Pinters. Þetta er stutt og einfalt verk og auðráðið í það. Sjálfsblekking hjónanna er sem sé nokkuð gegnsæ, persónuklofningin í sjálfu sér kunnuglegt bragð allt frá dr. Jekyll og mr. Hyde og auðvitað miklu fyrr - áhorfandinn áttar sig von bráðar á trixinu. Það breytir því ekki að Elskhuginn er saminn af list og vel og gefur snjöllu leikhúsfólki gott tækifæri. Mér þótti sýning Alpyóuleikhúss- ins mætavel heppnuð allt á litið. Eins og fyrr sagði stóðu ytri aðstæður leikstjóranum að nokkru fyrir þrif- um þótt þau mál séu leyst eftir mætti. Hins vegar verður ekki sagt að leikstjóra hafi með leikendum tekist að skapa verulega rafmagnaða erótíska spennu. Það kemur til af því, held ég, að hér er meira lagt upp úr sjónrænum þáttum, eiginlegri sviðsetningu, heldur en því að kafa djúpt ofan í textann. Þetta er raunar einkenni margra leiksýninga nú á síðustu tímum. Leikhúslistin verður þá þegar best lætur veisla fyrir augað en síður keppt eftir því að láta hnífinn ganga í þau viðkvæmu, djúp- lægu, sálrænu viðfangsefni sem skáldið fæst við. Þótt Pinter hafi ekki í Elskhuganum beitt sínum hvössustu vopnum, er augljóslega fólginn í verkinu efniviður sem gæti nýst leikhúsinu til að fletta ofan af blekkingarleik manneskjunnar sem hún hefur uppi til að hylja sitt eigið sálartóm. Sýningin gerir ekki meira en að hreyfa við þeim hjúpi eins og vindgustur. Viðar Eggertsson er snjall leikari og hefur yfir að ráða tækni raddbeit- ingar og látbragðs sem nýtist honum vel í hlutverki Richards. Hann er góður sem skrifstofuþræll og skortir kannski aðeins einhvern djöfullegan svip til að sýna melludólginn Max. í heild á litið kemst Viðar vel frá þessu hlutverki og virðist líða vel í því. Erla B. Skúladóttir hefur lagt sérstaka stund á látbragðsleik og kann einkar vel að nýta sér líkamleg- an þokka sinn sem hlutverkið á mikið undir. Myndbreytingin frá dúkku yfir í dræsu var kannski örðugri en svo að Erla réði fyllilega við hana, en leikur hennar var hreinlegur í hvívetna. Kjartan Bjargmundsson er í örlitlu hlutverki. Mér skilst að einhverjir hafi setið með fýlusvip undir sýningunni og kvarti undan ónógum „pinterskum" blæ á henni. Vera má að það fólk hafi með eindæmum skýra mynd af því og þekkingu á hvernig sá blær og stíll skuli vera. Þó þætti mér líklegt að Harold Pinter myndi seint lifa og una sér læstur inni í einhlítum „pint- erskum" leikstíl. Einkenni hans er einmitt hve opinn hann er og hægt að leika hann með ýmsu móti, misdjúpt, en þó alltaf skemmtilega ef vel er unnið. Það hefur verið gert í Ásmundarsal að þessu sinni. Gunnar Stefánsson. BOÐA RAFGIRÐINGAR Til afgreiðslu strax Hvergi betra verð Flatahrauni 29, 220 Hafnarfjörður sími 91-651800 1 Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir júlímánuö 1988, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. september. Fjármálaráðuneytið. Ungir framsóknarmenn! 1 Þing Sambands ungra framsóknarmanna, og fimmtiu ára afmælisþing sambandsins verður haldið á Laugarvatni helgina 2.-4. september 1988. Ungir framsóknarmenn eru hvattir til að fjölmenna. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framsóknarflokksins af Agli og Þórunni í síma 91-24480. Nánar auglýst siðar. S.U.F. Skagfirðingar - Nærsveitamenn Héraðsmót Framsóknarfélaganna í Skagafirði verður haldið í Mið- aarði laugardaginn 27. ágúst og hefst kl. 21.00. Avarp flytur Sigurður Geirdal framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Óperusöngvararnir Sigurður Björnsson og Sieglinde Kahmann syngja einsöngva og dúetta. Jóhannes Kristjánsson skemmtir. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Nefndin. Aðalfundur Aðalfundur FUF Skagafirði verður haldinn í Framsóknarhúsinu, Suðurgötu 3, Sauðárkróki laugardaginn 27. ágúst og hefst kl. 16 stundvíslega. Dagskrá. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ferð á afmælisþing SUF á Laugarvatni Fulltrúi SUF flytur ávarp. Ungt framsóknarfólk í Skagafirði er hvatt til að.mæta. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.