Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 4
14 HELGIN Laugardagur 27. ágúst 1988 VILHJALMUR STEFANSSON í DARTMOUTH HÁSKÓLA Heimir Hannesson, framkvæmdastjóri, Á þessu ári eru 80 ár liðin frá því er Vilhjálmur Stefánsson fór í aðra hinna miklu norðurfara sinna, en í þeirri för fann hann eskimóaþjóðflokk þann sem varð undirstaðan að frægri kenningu hans um að við lýði væru afkomendur Grænlendinga hinna fornu. Þessi og fleiri kenninga Vilhjálms Stefánssonar eru ræddar enn þann dag í dag, enda er hann meðal merkustu land- könnuða á norðurslóðum og skipar sess með þeim Aumundsen, Peary, Nansen og fleirum. Þá eru á næsta ári 110 ár liðin frá fæðingu þessa merka landa vors, en hann leit alla ævi á sig sem íslending, þótt fæddur væri hann vestan hafs. í tilefni af þessu fengum við Heimi Hannesson, framkvæmdastjóra markaðssviðs Búnaðar- bankans, til þess að rifa upp er hann hitti Vilhjálm að máli árið 1956, en þeir munu ekki margir nú sem kynntust þannig þessum mikla vísindamanni. í þessu spjalli við Heimi kemur fram ýmislegt af því sem var Vilhjálmi efst í huga á síðustu árum hans og mun þykja forvitnilegt. 60 þúsund bindi „Það var ákaflega merkilegt fyrir mig, þá kornungan mann að hitta Vilhjálm Stefánsson,“ segir Heimir. „Ég var ekki nema nítján ára, hafði nýiokið stúdentsprófi og hafði farið til Bandaríkjanna að heimsækja fél- aga mína er stunduðu nám við Dartmouth College í New Hamps- hire. í skóla þessum var og er að finna stærsta bókasafn í heimi um heimskautalöndin og voru í því er ég kom þarna um sextíu þúsund bækur. Þetta var safn Vilhjálms Stefánsson- ar. Sem barn og unglingur hafði ég lesið sögur um hina miklu heim- skautakönnuði, Scott, Peary og Aumundsen og Stefánsson, eins og Vilhjálmur var nefndur, og mér fannst það undarlegt er ég skyndi- lega var staddur í hinu fræga bóka- safni hans þarna vestra og áttaði mig á að hann var þarna nærri staddur. Nú, ég áræddi að óska eftir viðtali við hann og það var mér veitt, en ég var þá að hefja blaðamennsku við Tímann og hugsaði með mér að þarna væri komið gott efni. Er ekki að orðlengja það að hann tók mér afar vel og við áttum þarna langan fund - spjölluðum saman tvo daga í röð. Loks bauð hann mér og félögum mínum til kvöldverðar með sér og hinni ungu konu sinni, Evelyn, sem var fjörutíu árum yngri en maður hennar, ef ég man rétt. Það var greinilegt að hún var mjög vel inni í hans störfum og ritum og virtist hafa á ýmsan hátt stjórn á hlutunum, enda var Vilhjálmur orðinn aldrað- ur. Mér er sagt að Evelyn sé enn á lífi við góða heilsu, gift á ný og búi í Kaliforníu. Hún hafði hitt land- könnuðinn er hún var sextán ára og fékk þegar mikinn áhuga á heim- skautalöndunum. Hún var mjög lag- leg kona, dökk á brún og brá, enda af ungverskum ættum. Þessir dagar munu ekki gleymast, og því síður sem þetta voru ákaflega fagrir haust- dagar, enda New Hampshire með fegurstu fylkjum Bandaríkjanna. Þarna hafði Vilhjálmur ritað margar sinna frægustu bóka. Hógværð og hetjulund Vilhjálmur kom mér svo fyrir sem hann væri ákaflega hógvær maður og lítillátur, en samt hafði maður á tilfinningunni að uppgjöf var ekki til í honum. Hann var mjög ákveðinn og ég fann að tengsl hans við ísland voru honum mjög meðvituð. í ljósi þeirra tengsla kom mér ekki á óvart er ég frétti að rætt hefði verið um að hann yrði fyrsti forseti lýðveldisins og hann var gagnkunnugur ýmsum þekktum íslendingum á þessum tíma, eins og Jónasi frá Hriflu, Vilhjálmi Þór og Gunnari Thor- oddsen. Samt varð ég var við að hann var nokkuð sár yfir að hafa ekki getað eytt sínum síðustu æviár- unum á fslandi, en það mun hafa verið draumur hans, ef bókasafni hans hefði fengist búinn viðunandi staður. Já, það eru liðin 80 ár frá annarri norðurför Vilhjálms. Segja má að æviskeið hans hafi skipst í tvo hluta. Á fyrra skeiðinu er hann fræðimað- ur, landkönuður og rithöfundur, en á síðara skeiðinu maðurinn sem ferðaðist um allan heim, til þess að safna til þessa merka bókasafns um heimskautaferðir og rannsóknir og skilst mér að mestur hans veraldar- auður hafi farið til þess. Þar lagði hann sjálfur til drjúgan skerf, því bækur hans, sem skiptu mörgum tugum, voru þýddar og gefnar út víða um heim. Hann sagði mér það umbúðaiaust að þau hjón hefðu á sínum tíma verið ákveðin í að flytja til íslands og voru samningar í gangi um kaup Islands á safninu. En einhver fyrirstaða var með aðstöðu og fjármál og kannske ekki nægur skilningur á mikilvægi safnsins, svo ekki varð af þessu. Ég held að það hefði verið gaman að eiga þetta mikla og einstæða safn í nýrri þjóð- arbókhlöðu okkar núna, en úr því verður vart úr þessu, þar sem það er orðið eign Dartmouth háskóla. Vildi setjast að á íslandi Þegar við sátum að kvöldverði þeim sem ég nefndi komst Vilhjálm- ur í nokkra geðshræringu er um þetta var rætt. Hann sagðist hafa viljað láta íslensk stjórnvöld ráða því hvort þetta færi á Háskólabóka- safnið eða Landsbókasafnið, en að nú væri þetta um seinan - hann væri bundinn við New Hampshire úr þessu. Það kom fram að hann átti auk þessa safns annað stærsta heim- skautabókasafnið er geymt væri í Vermont og mundi það að líkindum fara í bókasafn vestur í Alberta í Kanada. Ekki veit ég hvað úr því hefur orðið. Ég tók eftir því að í safni hans var þó fleira að finna en bækur um norðurslóðir, til dæmis margt ís- lenskra bóka og voru þar á meðal mörg hinna elstu íslensku tímarita frá byrjun og hann átti þarna fjórða stærsta rímnasafn sem um getur. Var mikið af því komið úr safni Eggerts Laxdal á Svalbarðsströnd, segir frá heimsókn til hins mikla landkönnuöar áriö 1956 Vilhjálmur og kona hans Evelyn. en frá Svalbarði á Svalbarðsströnd var Vilhjálmur ættaður. Man ég enn er hann las nokkur valin erindi úr rímunum, en helst fannst mér gneista af honum, þegar talið barst að norðurheimskautinu: „Sjáðu nú til,“ sagði hann og gekk um gólf á meðan, „þegar ég var í heimskauta- löndunum og leit yfir heiminn í huganum sá ég San Fransisco í suðurátt og ef vestar var farið, Japan og Kína í suðurátt, Rússland, Frakk- land og England og þegar ég hélt í huganum yfir hafið var ísland í suðurátt, Nýfundnaland, New York... Þá áttaði ég mig á að ég var á miðdepli jarðar." Efalaust var þetta fyrirlestur sem hann var búinn að endurtaka mörgum sinnum. Mare nostrum Hann Iagði mikið upp úr því, sem mun hafa þótt ótrúlegt á sínum tíma að eins og Miðjarðarhafið var „Mare nostrum" á tíma Rómverja, þar sem Róm og Karþagó stóðu andspænis hvor annarri, þannig væri heim- skautalandið „Mare nostrum" okkar tíma. Þessi svæði væru Miðjarðarhaf nútímans. Þótt ekki væri ferðast á skipum væru Róm og Karþagó þarna enn, þ.e. Bandaríkin og Sovétríkin og skin og skúrir í sambúðinni. „Það er óumbreytanleg skoðun mín að þetta svæði verði það mikilvægasta á jörðinni eftir nokkur ár eða í hæsta lagi áratugi," sagði hann. „Ef til þriðju heimsstyrjaldarinnar kemur verður hún fyrst og fremst háð með flugskeytum yfir heimskautið. En á friðartímum gegnir svæðið ómetan- legu hlutverki sem miðdepill flug- samgangna með þotum milli heims- álfa, frá Evrópu til Japan og frá Evrópu til vesturstrandar Banda- ríkjanna og Kanada. Þar er mjög mikið um hráefni til kjarnorkufram- leiðslu, kol, járn og olía og stórkost- leg framtíð. Ekki síst í sambandi við friðsamlega hagnýtingu og samgöng- ur.“ Allt átti þetta eftir að ganga eftir og ekki löngu eftir að ég hitti Vilhjálm sigldi kjarnorkukafbátur- inn Nautilus undir heimskautið. á heimskautaslóðum, er hann var þar á skipi sínu Gjöa. Aumundsen átti síðar eftir að rita illa um Vil- hjálm og sagði margt sem hann hefði Iátið frá sér fara vera hálfgerðar falsanir og sumar bækur hans byggð- ar á hindurvitnum og kreddum. Þannig ræðir Aumundsen alltaf um „uppgötvanir" Vilhjálms Stefáns- sonar í gæsalöppum. En Vilhjálmur hló að þessu, til dæmis hefði Aum- undsen fullyrt að hann hefði aldrei Iifað á landinu, en sem kunnugt er var sú kenning Vilhjálms að menn gætu aðlagast heimskautinu með þvf að lifa eins og eskimóarnir. Hann færði mér bók sína „Fat of the Land,“ benti mér á ákveðinn kafla og sagði: „Lestu þennan kafla, hann er skemmtilegur, reglulega skemmtilegur.“ Þar sagði hann frá því hvernig hann hefði sannað þetta á sjálfum sér með því að taka upp Iífshætti eskimóa. Samt sagði hann að þeir Aum- Kynni við Aumundsen Ég spurði hvað hann teldi minnis- stæðast úr lífi sínu og greinilegt var að þar bar hátt kynnin við Suður- pólsfarann Roald Áumundsen. Samt er þess ekki að dyljast að þeir voru andstæðingar um tíma og deildu um vísindalegar kenningar og framkvæmd. Það kom fram að Vil- hjálmur hafði fyrst hitt Aumundsen

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.