Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 7
Laugardagur 27. ágúst 1988 HELGIN 17 í BETRI SÆTUM meö útibú allt í kringum landiö, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar HÚSBYGGJENDUR! BÆNDUR! SUMARBÚSTAÐAEIGENDUR! BORGARPLAST h.f. er leiðandi í framleiðslu vatnsgeyma og tanka og vara til fráveitulagna til margra nota. Við framleiðum eftirfarandi vörur: ROTÞRÆR meö allt aö 10.000 lítra vatnsrúmmáli, eftir staöli, sem er viöurkenndur af Hollustuvernd ríkisins og VATNSGEYMA OG TANKA með nýrri tækni sem gerir okkur kleift aö afgreiða þá í einingum eftir metramáli. Einingarnar eru af þremur stærðum, 1.500 lítra, 750 og 270 v lítra hver lengdarmetri. Þær eru soðnar saman, uns umbeðnu rúmmáli er náð. BowfBMpkBSð ML Sefgörðum 3, 170 Seltjarnarnesi, Sími 91-612211. Leonard, 6. hluti: Stjörnugjöf = ★★ Fyrirmyndar- faðirinn ekki til fyrirmyndar Aðalleikarar: Bill Cosby Tom Courtney Leikstjóri: Paul Weiland Myndband: Skifan Undirritaður er einn þeirra sem á laugardagskvöldum hefur haft gam- an af því að fylgjast með fyrirrnynd- arföðurnum Bill Cosby í hlutverki sínu sem fæðingarlæknirinn Huxta- ble. Því var ekki óeðlilegt að búast við nokkru af heilli bíómynd með Bill Cosby, þrátt fyrir að hann hafi sjálfur lýst því yfir að myndin væri misheppnuð. í stuttu máli sagt hefur Cosby rétt fyrir sér þegar hann talar um þessa mynd st'na. Þó má ekki skilja það sem svo að myndin sé alslæm, þvert á móti eru nokkrir ljósir punktar í henni sem kitla hláturtaugamar. Hins vegar tekst ekki að halda uppi þeirri spennu sem greinilega er ætlast til og heilir kaflar detta niður máttlausir í full mikilli heita meðleikarar hans í myndinni. Ally Sheedy (The Breakfast Club, St. Elmo's Fire og Ráðagóði róbót- inn) og Beverly D‘Angelo eru sagðar tvær af efnilegustu leikkonum Holly- wood í dag. Hér eru þær upp á sitt besta í Maid to Order, nýrri pott- þéttri vídeómynd, sem reyndar varð ein mest útleigða myndin í Banda- ríkjunum þegar hún kom út fyrir nokkrum vikum. Skífan gefur út glæpamyndina Qu- iet Cool í næstu viku, sem er sögð hafa gengið ágætlega á myndbanda- leigum í Bandaríkjunum. Þar er fjallað um baráttu ungs drengs við kaldrifjaða eiturlyfjakónga og fær hann til liðs við sig snjallan lögreglu- mann frá New York. James Remar og Adam Coleman Howard fara með aðalhlutverk. JIH endaleysu. Sagan sem verið er að segja er líka nokkuð ævintýraleg. Leyniþjónustumaðurinn Leonard (Bill Cosby) sem lagt hefur njósnir á hilluna er fenginn til að eiga við illgjamt glæpakvendi sem með mikilli tæknikunnáttu hefur tekist að virkja hvers kyns skepnur til að framkvæma ódæðisverk sín, má þar nefna fiska, froska, humra, o. fl. Markmið hennar er að ná heimsyfir- ráðum. Jafnframt þessu á Leonard í miklum fjölskylduvandamálum og hann þráir ekkert heitara en að endurnýja samvistir sínar við konu sína sem þó gengur svona og svona. Vandamál tvítugrar dóttur hans og atriði í myndinni sem um þau snúast eru flest vel heppnuð, enda fellur Bill Cosby vel að hlutverki föðurins í huga undirritaðs og eflaust miklu fleiri. Tæknileg útfærsla á þessum ævin- týraheimi illskeyttra dýra er góð og ekki er hægt að finna mikið að leik aðalleikaranna. Hins vegar er eitt- hvað í myndinni sem gerir hana ótrúverðuga og áhorfandinn á erfitt með að lifa sig inn í þessa skrýtnu veröld. Aðal kostur myndarinnar eru broslegar senur sem að sumu leyti minna á kímnigáfu fæðinga- læknisins Huxtable sem landsmenn kunna svo vel að meta. - BG SMJÖRLÍKISGERÐ • SÍMI 96-21400 • AKUREYRI BILALEIGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.