Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 30. ágúst 1988 Tíminn 9 Ulllllllt VETTVANGUR Málmfríöur Siguröardóttir: Um byggðajafnvægi Út frá hverju er gengið þegar við tölum um byggðajafnvægi? Tala má um að byggðajafnvægi ríki, þegar ekki eru sveiflur í fólksflutn- ingum milli staða umfram eðlilegar búsetubreytingar. Slíkt ástand skapast þegar ekki er þensla á einum stað umfram annan í at- vinnu og efnahagslífi. Við slíkt ástand höfum við ekki búið í allt að þvf mannsaldur og slíkt ástand er ekki í augsýn eins og sakir standa. í þeirri byggðastefnu eða -stefnuleysi sem hefur haft yfir- höndina nú um árabil hefur ekki verið hugað að því, að samspil milli þéttbýlis og dreifbýlis væri með þeim hætti sem æskilegast væri fyrir báða. Það er nauðsynlegt að fólk glöggvi sig á því hvað það raun- verulega vili þegar talað er um byggðastefnu. Hvað á að felast í byggðastefnu? Hvernig byggðafyr- irkomulag viljum við hafa í land- inu? Að hve miklu leyti á að stjórna búsetu fólks? Á að stjórna henni að ofan, eða skulu heima- menn hafa rétt til að skipuleggja þróun byggðarinnar? Á búsetan að vera tilviljun háð - að svo miklu leyti sem hægt er að segja að tilviljun geti ráðið slíku - þar sem viss skilyrði hljóta ávallt að verða að vera fyrir hendi þar sem fólk sest að. Ekki má heldur gleymast, að öll röskun á búsetu og byggð er djúpstætt tilfinningamál öllum sem fyrir því verða. Þvf er umræða um þessi mál tíðum erfið og lendir oft í ógöngum. Við hvað á að styðjast þegar við reynum að gera okkur hugmyndir um hvers konar byggðamynstur við viljum hafa? Viljum við alfarið halda við allri þeirri byggð sem er og hefur verið síðustu 2-3 áratugi, eða er rétt að taka tillit til fleiri þátta - svo sem hagræðingar og hagkvæmni við dreifingu og stað- setningu byggðarinnar. Hagræðing og hagkvæmni eru mikil tískuorð og tískuhugtök. Ákvarðanir um framkvæmdir og fjárfestingar eru gjarnan teknar eftir mati á „þjóð- hagslegri hagkvæmni“ þeirra - eða svo er okkur sagt. Hvað táknar það þegar talað er um þjóðfélagslega hagkvæmni í þróun byggða? Hvers konar gildismat felst í svona setn- ingu? Er metið hvort skammt er á fiskimið úr byggðarlaginu eða hvort er hentugt að framleiða þar mjólk eða dilkakjöt? Er metið hvort byggðarlagið hentar til rækt- unar og iðnaðar, hvort þar er jarðhiti? Ódýra raforku talar víst enginn um lengur nema til erlendr- ar stóriðju. Er metið hvort dýrt er að halda uppi samgöngum til byggðarlagsins? Er þjóðhagsleg hagkvæmni eingöngu metin í bein- um fjárhagslegum afrakstri? Er tekið mið af því að mannlíf byggð- arlagsins sé með þeim hætti að íbúum þess líði vel? Eða er tekið tillit til þess hvort byggðakeðja rofnar, falli einhver bær, sveit eða hreppur úr byggð? Er tekið tillit til þess hvers konar mannlíf hefur þróast frá liðnum öldum, tekið tillit til menningarsögulegra hefða um búsetu? Er hugsað til þess að við hvern þann stað sem fellur úr byggð þurrkast út dráttur úr svip- móti og ásýnd þjóðfélagsins? Er hugað að þessum þáttum líka? Áhyggjusam- legar vangaveltur Mér hefur lengi verið þetta um- hugsunarefni vegna ýmissa um- mæla sem sést hafa og heyrst í riti og ræðu á undanförnum árum. Minnisstæðast í þeim efnum er mér skýrsla Framkvæmdastofnun- ar árið 1983. Þar vareytt töluverðu blaðsíðuplássi í áhyggjusamlegar vangaveltur um það hve fólkið af landsbyggðinni streymdi á suðvest- urhornið, og einnig um hve barns- fæðingum fækkaði. Og niðurstað- an var sú, að ef ekki tækist að snúa fólksstraumnum við og „ef frjó- semi íslenskra kvenna héldi áfram að minnka, þá leiddi það til þess að sífellt yrði erfiðara að manna hinar þýðingarmiklu fiskvinnslustöðvar úti á landi.“ Þetta með frjósemina hefur nú færst í betra horf, en fólkið heldur enn áfram að streyma suður og gætu fleiri á landsbyggðinni komið fasteignum sínum í verð, myndi straumurinn enn þyngjast og verða að flóði. Ég vil mótmæla því að litið sé á byggðirnar við sjávarsíðuna á þennan hátt, sem því miður er að verða nokkuð algengt, að það sé litið á þær sem verstöðvar sem eigi rétt á sér á meðan þær skila arði svo sem eins og síldarverksmiðj- urnar forðum og skili þær ekki arði megi leggja þær niður án tiilits til hvernig mannlíf hefur þróast þar og hvaða menningarverðmæti glat- ast leggist byggðir af. Ef svo heldur fram sem horfir er hætta á að við missum öll tök á þróun búsetu í landinu. - f skýrslu Byggðastofnunar er bent á að auð- lindanýtingin kalli á vissa dreifingu byggðarinnar og nægir að benda á síldar- og loðnuveiðar og nýtingu innfjarðarækju og skelfiskmiða. Vinnslu afurðanna og þjónustu við íbúana er hins vegar talið hag- kvæmara að stunda á fáum stöðum. Því er nauðsynlegt að leita leiða til að samræma þetta mismunandi hagræði atvinnugreina þannig að búsetan verði í byggðarlögum sem fá staðist til lengdar. Án þess háttar stefnumörkunar mun sjávar- útvegur í vaxandi mæli snúast um að safna saman hráefni til vinnslu erlendis. Fábreytt atvinnulíf Þegar hinir ýmsu útgerðarstaðir landsins eru skoðaðir kemur í Ijós að hættast er við stöðnun eða íbúafækkun á stöðum með hátt hlutfall starfa í sjávarútvegi. Á sama hátt sést að íbúum staða með stór þjónustusvæði en lágt hlutfall starfa í sjávarútvegi fer fjölgandi jafnvel þótt hlutur sjávarútvegs fari minnkandi. Þetta gefur tilefni til ýmissa ályktana, t.d. þeirrar að þó að fjárhagsleg afkoma á stöðum sem byggja alfarið á sjávarútvegi og vinnslu sé oft betri en annars staðar, þá sé fjölbreytni í atvinnu- lífi áhrifaríkari til að fólkið haldist á staðnum jafnvel þótt fjárhagsleg afkoma sé lakari. Samdráttur í búvöruframleiðslu er nú að koma í Ijós í úrvinnslu, verslun og þjónustu á landsbyggð- inni. Uppbygging nýrra búgreina er erfiðleikum bundin og umsvif þeirra munu ekki nægja til mótvæg- is í náinni framtíð. Auknar og bættar samgöngur, aukin bifreiða- eign og auknar kröfur allra lands- manna til að búa við svipuð lífskjör hafa þau áhrif að sífellt meiri þjónusta er sótt til höfuðborgar- svæðisins og því er líklegt að sveitabyggð dragist enn frekar saman. Þarna gildir trúlega einnig það sama og áður var sagt um sjávarplássin. Það kann að hafa úrslitaáhrif um búsetu í ýmsum byggðarlögum hvort tekst að renna -fleiri stoðum undir atvinnulífið - skapa fjölbreyttari störf til sveita. Þar er vettvangur fyrir konur að taka til hendinni og nú - þegar þeim hefur opnast leið inn í bænda- samtökin - vonandi til áhrifa þar - og einnig í sveitarstjórnir og nefndir, má vænta þess að áhrifa frá þeim fari að gæta í samfélaginu. En gleymum ekki að ein kona í nefnd eða ein kona í sveitarstjórn getur átt erfitt uppdráttar við að koma sjónarmiðum kvenna fram. Hún þarf að hafa töluvert öflugan stuðning frá öðrum konum og einnig frá þeim körlum sem hún starfar með. Ábyrgð íbúanna í skýrslu Byggðastofnunar, Byggð og atvinnulíf 1985, sem kom út um áramót 1986-1987, var í fyrsta sinn kynnt íbúaspá sem framreiknuð var fyrir einstaka landshluta að teknu tilliti til reynslu undanfarinna ára. Mörgum þótti gæta svartsýni í reikningi þessum fyrir hönd landsbyggðarinnar, en því miður hefur hann reynst nokk- uð réttur. Það mun reynast erfitt að sporna við þeirri þróun sem þar var spáð. Langvarandi brottflutn- ingur dregur þrótt úr byggðum og dæmi um það má sjá í viljaskorti víða á landsbyggðinni til að byggja húsnæði. Stjórnvöld hafa ekki enn brugðist við þessari þróun svo gagn sé að. Öflugt atvinnulíf og mannlíf á landsbyggðinni er þjóðinni nauð- synlegt, ekki síst vegna þess hversu mikill hluti útflutningstekna þjóð- arbúsins skapast þar. Landsbyggð- in er aðalfyrirvinna okkar. Efling atvinnulífs á landsbyggð- inni verður að vera á ábyrgð íbúa hennar og að frumkvæði þeirra. Undanfarin ár hafa hins vegar möguleikar þeirra til að rækja þetta hlutverk sitt versnað. Auk þess er aðstaða þeirra sem vilja stofna eða reka fyrirtæki víðast lakari en á höfuðborgarsvæðinu. Það væri því ástæðulaust að kasta steini að stjórnvöldum, þó að þau legðu atvinnuþróun á landsbyggð- inni lið. f því tilliti væri ekki hægt að tala um óeðlilega mismunun. Búseturöskunin í landinu er þeg- ar ærin, en fari svo t.d. að fyrirtæki í sjávarplássi, sem heldur uppi atvinnu þar, verði dæmt úr leik vegna fjárhagsörðugleika - eins og blasir við - kann að verða tvísýnt um örlög byggðarlagsins. Hið sama gildir um sveitirnar. Ef jarðir fara í eyði þannig að byggð grisjist yfir visst mark, þá má ekkert út af bera ef sveitin á að standast það. Vaxandi flóðbylgja fólks af landsbyggðinni til suðvesturhorns- ins raskar eðlilegri þróun uppbygg- ingar og veldur þar þenslu og offjárfestingu, en nýting dýrra mannvirkja á landsbyggðinni minnkar að sama skapi. Þetta ástand, sem ég hef verið að lýsa, í stöðu fyrirtækja og búseturöskun verður staðreynd innan tíðar ef ekki verður tekið á málum. Stefnumörkun Þess vegna er það trúa mín að það sé ekki eftir neinu að bíða með stefnumörkun um hvernig við vilj- um búa í þessu landi. Viljum við halda byggðinni á svipuðum nótum og hún er nú? Viljum við stuðla að því að hún færist í það horf að vera færri og stærri þéttbýliskjarnar og dreifðir sveitabæir á milli eða verk- smiðjubú? Það verður að fara að liggja fyrir hvaða leið á að fara um byggðaþróun. Við eigum heimt- ingu á að vita hvers við megum vænta í þessum efnum og um leið verðum við að gera það upp við okkur sjálf hvers konar þjóðfélags- legar breytingar við getum sætt okkur við. Stjórnvöld verða að leggja fram tillögur sínar um hvernig þau telja eðlilegt að byggð þróist og leggja þær fram fyrir sjónir almennings til umfjöllunar og umsagnar. Það verður að efla getu byggðanna til að hafa meiri yfirráð um sín eigin mál. Slíkt gerist ekki nema þær fái meiri umráð yfir eigin aflafé. Að því verður að stefna ef einhver þróttur á að geta verið í byggð utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er komið að máli sem verður að taka til umræðu innan tíðar, en það er að koma á einhverju stjórn- sýslumillistigi, sem getur tekið við verkefnum frá ríkinu þegar verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga verður komið á. Spurningin um þá ráðstöfun er ekki hvort, heldur hvenær. Landsbyggðarfólk verður að vera við þessari breytingu búið og hafa gert það upp við sig með hverjum hætti hún mætti best verða. Æ fleiri aðhyllast nú þá skoðun að innan landshlutanna verði að skapast eining um eitt- hvert það stjórnsýslustig sem geti tekið við þeim verkefnum sem ríkið afsalar sér. Auðsætt er að sveitarfélögin sjálf eiga enn langt í land með þá sameiningu sem von- ast var til að tækist með þeim. Ójafnvægi og misrétti Vandamál landsbyggðar og dreifbýlisins þar - vandamálið um búsetubreytingar og fólksflótta og ójafnvægið og misréttið sem orsak- ast af því er alls ekkert séríslenskt fyrirbæri. Þar eru frændþjóðirokk- ar á Norðurlöndum einnig f erfiðri aðstöðu, en hafa þegar gripið til aðgerða með margvíslegu móti. Haft er eftir menntamálaráðherra Svía að eina byggðaaðgerð sem hann teldi þar hafa skilað veruleg- um árangri væri sú að færa meiri og betri menntun út á landsbyggðina. Góðu heilli er sú þróun hafin hér, framhaldsskólar hafa risið - öld- ungadeildir - og nú síðast háskóli á Akureyri. Þetta tvennt síðast talda hefur verið mjög mikilvægt og þá einkum konum og stuðlað að því að þær gætu svalað sinni menntaþrá nær heimaslóðum. Fjarnám, sem nú er að hefja göngu sína, á ef svo tekst til sem ætlað er, ætti að geta orðið fólki í dreifbýlinu stórkostleg stoð við nám án þess að brottflutningur þurfi að koma til. Ég vil drepa á það hér, að í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi var gerð sameiginleg könnun á at- vinnuháttum dreifbýlisins, og því hvernig best mætti snúa af vegi fólksfækkunar og auðnar - styðja landsbyggðina og byggja þar upp heilbrigt og gróandi mannlíf. Þessi könnun leiddi til þeirrar niður- stöðu, að við breytingar á atvinnu- háttum og mótun nýs atvinnulífs væri þátttaka kvenna höfuðnauð- syn. Áhrifum þeirra yrði að koma að við atvinnureksturinn vegna þess að þær hafa aðra sýn og aðrar viðmiðanir. Vinnuframlag þeirra væri ómetanlegt og ómissandi og af þeim sökum yrði að taka tillit til hagsmuna þeirra. Við skulum vona að ráðamönn- um hér vitrist þessi sannleikur sem okkur konum finnst reyndar aug- ljós. En ég vil undirstrika það að ef samtök kvenna í dreifbýlinu - kvenfélögin - sneru sér í alvöru að því að vinna að því að skapa fjölbreyttari atvinnutækifæri, fyrir konur svipað og gerst hefur í Svíþjóð og Finnlandi, þá gætu þær án efa lyft Grettistaki. Grettistök- um hafa þau lyft fyrr, og nú er mikið í húfi. Kostir lands- byggðarinnar Ég vil aftur víkja að gildi þess, að fólk eigi þess kost að afla sér menntunar sem vfðast um landið. Stundum er talað um að þrátt fyrir skóla út um allt, höldum við ekki unga fólkinu heima í byggðun- um. Byggðajafnvægi er líka fólgið í því að fólk færist til, fari að heiman, sjái nýjar hliðar mannlífs- ins í öðrum byggðarlögum, velji sér hvar það sest að. Þetta er eðlileg blóðrás um þjóðarlíkam- ann. Það er nefnilega ekki hollt að blóðið sæki allt til höfuðsins. En fólkið verður að eiga val - og slíkt er aðeins í litlum mæli fytir hendi nú. Og þrátt fyrir sóknina til höfuð- borgarinnar er engan veginn hægt að halda því fram að hún taki vel á móti fólki. Húsnæði er af skorn- um skammti og óeðlilega dýrt hvort sem byggt er, leigt eða keypt. - Börnin ganga með lykil um hálsinn og eru t' stöðugri hættu í umferðinni. Yngstu börnin eru gjarnan á 2 stöðum daglega í gæslu og matartími foreldra fer í að flytja þau á milli. Það er ekkert jafnvægi í þvílíkum lifnaðarháttum. Höfuð- borgin hefur í rauninni fyrst og fremst þrennt fram yfir lands- byggðina: Fjölbreyttara atvinnulíf - fjölbreyttara menningarlíf - og fjölbreyttari þjónustu. Á móti getum við talið svo fjölmargt sem fólk nýtur á lands- byggðinni en á ekki, eða mjög takmarkaðan, aðgang að á höfuð- borgarsvæðinu, svo sem nánari snerting við náttúruna. í hinum smærri byggðum landsins - þorp- um og sveitum þar sem allir þekkj- ast - skapast samstaða og samhjálp, sem er fágætari -í fjöl- menninu. Fólk er þar einnig í miklu nánari tengslum við atvinnu- lífið - það atvinnulíf sem á stærstan þátt t' þeirri velmegun sem við höfum Iifað við. Niðúrstöður af þessum vanga- veltum og athugunum um stöðu byggðanna og hvað þarf til að eitthvert skynsamlegt byggðajafn- vægi náist eru því eitthvað á þessa lund: Það verður að auka fjöl- breytni atvinnulífs, þjónustu og menningarlífs um landið allt. Það verður að finna það sem best hentar hverjum stað. Það koma heimamenn best auga á.sjálfir. Þeir eru færastir um að láta byggð- irnar blómgast á eigin forsendum en eins og nú er komið þarf stj órnvaldsaðgerðir - pólit tskar að- gerðir til að gera þeim það fært. Málmfríöur Siguröardóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.