Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 19
Þri'öjudágúr 30. águst Í988 Tíminn 19 Næst-næsta forsetafrú? Hafi Nancy Reagan eða Jaque- line Kennedy Onassis þótt merki- legar forsetafrúr í Bandaríkjun- urn, þá er hugsanlegt að heimurinn eigi eftir að sjá þá allra merkileg- ustu eftir nokkur ár. Leikkonan Jane Fonda hefur sem sagt auga- stað á „starfinu". Þeir sem best þekkja til Jane segja að þessi nær fimmtuga leik- kona hugsi alvarlega um að hætta öllum leikaraskap til að styðja eiginmann sinn, Tom Hayden, í baráttunni um forsetastólinn. Tom er þegar í hópi áhrifamestu þing- manna Kaliforníuríkis. - Jane óskar sér svo heitt inn í Hvíta húsið að hún veit alveg hvernig lykt er þar inni, segir einn stuðningsmanna þeirra hjóna. Tom Hayden var einn af þeim fremstu í flokkis em barðist gegn Víetnam-stríðinu á 7. áratugnum og því er statt og stöðugt haldið fram að hann stefni að því að verða frambjóðandi demókrata við for- setakosningarnar 1992. Að baki honum munu þá standa sömu auð- kýfingarnir og studdu Gary Hart. Alheimur veit að Hart hrasaði um sýningarstúlku þegar framabrautin virtist hindrunarlaus framundan... Sem kunnugt er er Tom Hayden annar eiginmaður Jane Fonda. Hún var áður gift franska kvik- myndaleikstjóranum Roger Vadim og átti með honum dótturina Van- essu sem er fullvaxta. Með Tom á hún soninn Troy 13 ára. Jane hefur aldrei viljað að það hefði áhrif á drenginn að vera afkvæmi þekktra foreldra svo hún hefur haldið hon- um utan fjölmiðla. Dæmigerð fyrir áhuga hennar og stuðning við eiginmanninn er eftir- farandi setning sem heyrðist af vörum Jane nýlega þegar hún spjallaði við frænda manns síns: - Eg yrði áreiðanlega besta forseta- frú sem bandaríska þjóðin hefði nokkurn tíma eignast. Jane Fonda. Leeza Gibbons Vanna White Alana Stewart Helena Michaelson Sly erekki kvenmannslaus - þó Brigitte sé farin Hann Sylvester Stallone „Rambo" hefur líklega aldrei verið eins vinsæll hjá kvenfólkinu og síðan hann skildi við Brigitte Niel- sen hina dönsku. Ljósmyndarar hafa auðvitað verið á eftir þessum fræga manni til að fylgjast með kvennamálum hans. Þaðliefur ver- ið heilmikið puð, því að maðurinn er alltaf að skipta um. Um tíma sást hann mikið með Alönu Stewart, sem bæði hefur verið gift George Hamilton og rokkaranum Rod Stewart. Sagt er að hún líti ekki við karlmönnum nema þeir séu heimsfrægir! Þá átti Sly, eins og Stallone er oftast kallaður, að vera trúlofaður „Lukkuhjóls-dömunni" Vanna White, en stuttu síðar var sagt að hann væri áð ganga í hjónaband með breskri stúlku af aðalsættum, Cornelia Guest og það fylgdi frétt- inni að mamma hans Sylvesters væri alveg æst með því sambandi. En hringekja ástarinnar hélt áfram. Við höfum ekki síðustu fréttir af ástamálum Sylvesters Stallone, en hér eru myndir af nokkrum af þeim þekktustu sem hann hefur verið að skemmta sér með síðustu vikurnar. Kathy Lynn Davis Cornelia Guest DEVIN DeVASQUEZ Tess Devin DeVasques

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.