Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 12
V. W JC + * ML J 4 JJI-I * * Jft < « *’ 4 *»**■•*»»»»'*'»» T ■**»*» X 12 íl HELGIN imnrn i UUO r ■ oríAS1'” /•' ■' 1 « 'i’jtí;-', ‘i í Laugardagur 15. október 1988 ■TTTTTTTTTTTTTTTTTTm I BETRI SÆTUM iii LUU iiiaiai; LftV ftftJ THE BELIEVERS: Óhugnanlegt ofstæki í stórborg í BNA Stjörnugjöf= ★★★ Leikstjóri: John Schlesinger Aðalhlutverk: Martin Sheen, Helen Shaver, Robert Loggia, Richard Masur, Harley Cross, Jimmy Smits Myndband: Skífan Þegar vekja á upp hroll í áhorf- anda og kalla fram á honum gæsa- húðina virðist nokkuð áhrifaríkt að tefla fram trúarofstæki sem gengur út í slíkar öfgar að engu lagi er líkt. Pegar síðan meðal-jóninn lendir upp á kant við slíkt ofstæki þarf ekki að spyrja um samúð áhorfandans. í þessari mynd John Schlesingers er þetta gert með góðum árangri og á þokkalega trúverðugan hátt. Sálfræðingur sem flytur til stórborgarinnar ásamt syni sínum eftir sviplegt fráfall eiginkonu og móður fer að vinna fyrir lögregluna sem sálfræði- legur ráðgjafi lögreglumanna. Ýmsir erfiðleikar eru samfara því að flytja til borgarinnar eins og gengur en þá fyrst fara vandamálin að hrannast upp þegar hann fer að kanna í slagtogi við einn rannsókn- arlögreglumann furðuleg morð á sveinbörnum sem virðast hafa ver- ið liður í einhverri helgiathöfn. Eitt leiðir af öðru og helst spennan í myndinni allan tímann. Vúdú trú og ýmis konar útgáfur af alþýðutrú og álagatrú í sambland við mátt dýrafórna, ættað úr frumskógum Afríku leika stórt hlutverk í mynd- inni en efasemdir sálfræðingsins framan af um mátt slíkra töfra falla efalítið saman við efasemdir áhorf- andans. Hins vegar tekst Schlesin- ger að fá áhorfandann til að viður- kenna að eitthvað gæti reynst hæft í slíkum göldrum samhliða því að sálfræðingurinn sannfærist sjálfur um að mark verður að taka á þeim. I heildina séð er myndin mjög spennandi og um leið óhugnanleg. Hið óvænta er alltaf á næsta leiti og leikurinn í myndinni er mjög góður sem og tæknileg atriði. Hafi menn á annað borð gaman af hryllingi er óhætt að mæla með þessari mynd. -BG „TOPP TUTTUGU" 1. ( 1) Black Widow (Steinar) 2. ( 2) Dragnet (Laugarásbíó) 3. ( 3) NoMan’sLand (Háskólabíó) 4. ( 5) The Boss’s Wife (Steinar) 5. ( - ) The Predator (Steinar) 6.(20) NightOnTheTown (Bergvík) 7. ( 7) Born in East L.A. (Laugarásbíó) 8. ( - ) TheBelievers (Skífan) 9. ( 6) Hentu mömmu af lestinni (Háskólabíó) 10. ( 4) Princess Bride (J.B.Heildsala) 11. ( 8) SummerSchool (Háskólabió) 12.(11) KæriSáli (Háskólabíó) 13. ( 9) QuietCool (Skífan) 14. (-) Raw (Háskólabíó) 15.(16) CrossMyHeart (Laugarásbíó) 16. ( - ) Nomands (Steinar) 17. ( * ) Nerds #2 (Steinar) 18.(14) Nornirnar frá Eastwick (Steinar) 19. (-) AmazingStories#6 (Laugarásbíó) 20. ( - ) TigerWarsaw (Skífan) ( * ) Merkir aö viðkomandi titill er aö koma aftur inná listann, eftir aö hafa dottið úr. The Hitchhiker: Smásagan óðum að ryðja sér til rúms á myndböndum Stjörnugjöf = ★★ Aðalhlutverk: Page Fletcher, Klaus Kinski, Robert Vaughan, John Shea, Brad Vadis, Karen Black, Paul Le Mat, Morgot Kidder, Franco Nero og fleiri. Myndband: JB Myndbönd. Á síðari árum hefur sífellt færst í vöxt að smásögur komi út á myndböndum. Hver kannast ekki við The Twilight Zone og fleiri vinsælar smásagnasyrpur? Algengt viðfangsefni í þessum sögum er hið óvænta og yfirnáttúrulega. The HitchhikeV, eða puttalingur- inn, fer að mörgu leyti sömu slóðir, þó komið sé inná fleiri þætti, svo sem hégómagirnd, ástríður, af- brýðisemi, öfund og græðgi. Putta- lingurinn sjálfur er sögumaður myndanna. Hann er leikinn af Page Fletcher, ungum leikara á uppleið, sem á að höfða mjög til Predator - Rándýrið Gæsagalli sem allir ágirnast Stjörnugjöf = ★★ Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger Lelkstjóri: John McTiernan Fyrir þá sem hafa gaman af blóði drifnum súpermannamyndum, er þetta góð afþreying. Schwarzeneg- ger leikur í „Predator“ foringja harðsnúinnar sveitar bandarískra hermanna. Sveitin hefur verið sér- staklega þjálfuð til að bjarga gísl- um úr höndum hryðjuverka- manna. Arnold og félagar fá erfitt verkefni, sem er að bjarga tveimur háttsettum embættismönnum Bandaríkjastjórnar úr klóm skæru- liða. Fljótlega eftir að Arnold kemur á vettvang með sína menn verður hann var við að ekki er allt með felldu. Hann finnur þrjá fyrrum félaga sína og tekst að þekkja jarðneskar leifar þeirra. Þar voru á ferðinni úrvals menn sem ekki hefðu látið taka sig lifandi undir venjulegum kringumstæðum. En kringumstæðurnar eru ekki venju- legar. Rándýr leikur lausum hala í frumskóginum. Rándýr sem ekki er þessa heims. Arnold og menn hans hafa upp á gíslunum, og verða vitni að aftöku þeirra. Hin harðsnúna sveit þurrkar búðir skæruliðanna út af kortinu og telja verkefni sínu lokið. En þar skjátlast þeim því myndin er rétt að byrja. Rándýrið er á sveimi. Það drepur félaga Arnolds einn af öðrum á hinn hrottafengnasta hátt. Illa gengur að koma auga á kvikindið, þar sem felubúningur- inn er eins og best verður á kosið. Flestar gæsaskyttur geta öfundað rándýrið af góðum felulitagalla. Það er ekki fyrr en Arnold uppgötvar sinn eigin felulitabúning að leikurinn jafnast. Spennandi einvígi há þessir tveir stríðskappar í lok myndarinnar. Ekki er ástæða að greina frá lyktum þess einvígis. Rándýrið er geimvera sem kem- ur til jarðarinnar til að veiða. Maðurinn er bráðin og hollt fyrir allar rjúpnaskyttur að sjá þessa mynd nú þegar veiðitíminn er að hefjast. Predator, eða rándýrið, safnar minjagripum úr veiðiferðum sínum til jarðarinnar. Gripirnir eru hryggjarsúla og hauskúpa fórnar- lambanna. Myndin er ágæt; spennandi, vel tekin og tæknileg útfærsla er góð. Söguþráðurinn er langt frá raun- veruleikanum (en gerir það eitt- hvað til?). Þetta er mynd fyrir menn sem gaman hafa af stríðsátökum og görpum á borð við Arnold Svaka- nagg. -ES kvenþjóðarinnar. „Putti“ kynnir áhorfendur fyrir persónum smá- sagnanna, en kemur sjálfur ekki við sögu. í fyrstu smásögunni fá áhorfend- ur að kynnast nýgiftum hjónum. Eiginkonan er nokkuð eldri en bóndinn, sem er fórnarlamb græðginnar. Hann giftist konunni fyrir peninga, sem hún á nóg af. Ástkona hans er ekki langt undan og saman spinna þau örlagavefinn með hjálp gamallar brúðhjóna- styttu. í fljótu bragði virðist allt ætla að ganga eins og í sögu, en ekki er allt sem sýnist. í næstu sögu er það sölumaður nokkur, sem er aðalpersónan. Hann er hinn mesti kvennabósi og flagari. Hann notar alls konar brögð til að heilla konur, sem falla fyrir honum í hrönnum. Þar kemur þó að skrattinn hittir ömmu sfna svo um munar og samskipti' „gígalósins" við kvendið endar með sprengingu. Lýtalækningar eru orðin hin gróðavænlegasta sérgrein í Banda- ríkjunum og víðar og í þriðju myndinni fá áhorfendur að kynnast lýtalækni sem fyrir löngu er búinn að gleyma læknaeiðnum. „Karl- kona“ eða kynskiptingur leitar á náðir plastlæknisins. Hann dreymir um að verða hin fullkomlega útlít- andi kona og gengst undir aðgerð hjá lækninum. Aðgerðin mis- heppnast og í kjölfarið er hætt við að fleiri þurfi á lýtalækningum að halda. Þessi nýja smásagnasyrpa minnir um margt á þættina „Óvænt enda- lok“ sem sýndir hafa verið í Sjón- varpinu. Hér er þó farið inná nokkuð nýjar slóðir, enda er hér um mun nýrri sögur að ræða. Leikurinn er í góðu lagi, enda engir aukvisar sem fara með aðal- hlutverkin. Þó er eins og eitthvað vanti til þess að gera þessa syrpu að þriggja stjörnu efni og sögu- manninum „Putta“, er eiginlega ofaukið. En sögurnar eru hin besta afþreying og enginn ætti að vera svikinn af því að renna spólunni í tækið hjá sér á síðkvöldi. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.