Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 13
Laugardagur 15. október 1988 Þau Ted Danson og Kirstie Alley bera nú hitann og þungann í Staupasteinsþáttunum og segjast ekki sakna Shelley. Sviptingar í Staupasteini íslenskir sjónvarps- áhorfendur fá nú að fylgjast með lífinu á barnum Staupasteini á mánudagskvöldum. Þar er málum nú þannig komið að gengilbeinan Diane er komin með nýj- an.kærasta en enn logar þó í gömlum glæðum milli hennar og Sams. Þróunin er þó komin á annað stig í framleiðslu þáttanna. Þar hefur Shelley Long, sem leikur Diane, sagt skilið við þættina og í staðinn er ný leikkona, Kirstie Alley, komin til liðs við Staupa- steinsfólkið. Sumum hefur þótt sú breyting til bóta, ekki síst Ted Danson, sem segist hafa verið búinn að fá nóg af samstarfinu við Shelley Long. Reyndar er Shelley ekkert heldur að skafa utan af því þegar hún lýsir sam- starfinu og segist hafa verið þeirri stund fegnust þegar hún losnaði úr hlutverki Diane. En þeir eru líka til sem finnst breytingin á Staupasteini ekki hafa verið til batnaðar. í þeim hópi eru framleiðendur þáttanna, sem vilja ólmir fá Shelley aftur til starfa. Þeir hafa jafnvel gengið svo langt að bjóða henni 100.000 dollara fyrir hvern þátt, sem eru einhver hæstu laun sem heyrst hefur um f sjónvarpsheiminum og talsvert hærri en núverandi leikarar í Staupasteini fá. Þetta tilboð framleiðendanna hefur ekki orðið til að bæta samkomulagið milli Shelley og hinna leikaranna. Þau Ted og Kirstie segjast ekki kæra sig um að fá hana aftur og benda iíka á að Staupasteinn hafi stöðugt ver- ið í hópi 10 vinsælustu sjónvarps- Shelley Long hefur kvatt Staupasteinsþættina og segist ekki sakna þeirra. þáttanna eftir að Shelley fór og það sýni að engin þörf sé fyrir hana þar. Og hvað segir svo Shelley sjálf? Hún lætur sér fátt um tilboðið finnast, enda er hún komin vel á veg með að verða heilmikil kvik- myndastjarna. Hún segist ekki þurfa á peningunum að halda og sé hæstánægð með núverandi starf. Þar að auki segist hún hafa átt í útistöðum við Ted Danson og hina leikarana á meðan hún vann með þeim og hvers vegna ætti það svo sem að hafa breyst? Það benda sem sagt allar líkur til þess að dagar Diane barstúlku í Staupasteini séu taldir. VETRARSKOÐUN NISSAN 5UBARU / / ÞAÐ MARGBORGAR SIG AÐ FARA í VETRARSKOÐUN ÞVÍALLTÞETTA ERINNIFALIÐ: 1 SKIPT UM KERTI OG PLATÍNUR 2 SKIPT UM BENSÍNSÍU 3 VÉLARSTILLING 4 ÁSTAND L0FTSÍU ATHUGAÐ 5 VIFTUREIM STREKKT 6 KÚPLING STILLT 7 OLÍA MÆLD Á VÉL 0G GÍRKASSA 8 RAFGEYMIR MÆLDUR 0G RAFPÓLAR HREINSAÐIR 9 FR0STÞ0L KÆLIVÖKVA VÉLAR MÆLT, FROSTLEGI BÆTT Á EF MEÐ ÞARF 10 ÁSTAND PÚSTKERFIS ATHUGAÐ 11 BREMSUR REYNDAR 12 ÍSVARA BÆTT Á RÚÐUSPRAUTUR 13 HURÐALÆSINGAR OG LAMIR SMURÐAR 14 SILIKONBORNIR ÞÉTTIKANTAR ÁHURÐUM 15 LOFTÞRÝSTINGUR HJÓLBARÐA MÆLDUR 16 STÝRIBÚNAÐUR KANNAÐUR 17 HJÓLALEGUR ATHUGAÐAR 18 ÁSTAND RÚÐUÞURRKNA SK0ÐAD 19 UÓSASTILLING 20 REYNSLUAKSTUR Verð aðeins kr. 5.200.- Betur verður vart boðið. Sama verð um land allt. Hafið samband við þjónustuaðila Ingvars Helgasonar hf. og ykkur verður vel tekið. Ingvar Helgason hf. Perkins dieselvélar Átt þú bíl, bát, gröfu, lyftara eða önnur tœki með gamalli og slitinni díeselvél? Þá væri ráð fyrir þig að hafa samband við okkur, og vita hvernig við getum leyst málið. Við getum boðið ótrúlega fjölbreytni af PERKINS vélum í hin ýmsu tæki og báta. Þessar traustbyggðu PERKINS vélar í vinnuvélum, traktorum, bátum og bílum skipta nú þúsundum hérlendis. Orugg varahlutaþjónusta Perkins - Öryggi - Hagkvæmni - Ending.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.