Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 26. október 1988 Tíminn 9 Ævintýri Hoffmanns Þjóðleikhúsið og íslenska óperan: Ævintýri Hoffmanns eftir Jacques Offen- bach. Hljómsveitarstjóri: Anthony Hose. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leik- mynd: Nicolas Dragan. Búningar: Alexand- er Vassiliev. Lýsing: Páll Ragnarsson. Frumsýning föstudag 21. okt. 1988 Pessi sýning er meiri háttar sjón- arspil - ekkert virðist hafa verið til sparað að gera hana svo litríka og skemmtilega fyrir óperugesti sem efniviðurinn framast býður upp á. Offenbach er auðvitað enginn Mozart, og tónlistin ekkert til að gera veður út af, en sýningin er öll svo skrautleg og fjörug að áhorf- andinn hlýtur að hrífast með. Val- inkunnir frægðarmenn eru höfund- ar búninga og leiktjalda; leik- stjóranum hefur tekist að skapa sýningu sem í senn er heildstæð og ágæt í leikrænum smáatriðum; ein- söngvarar standa sig flestir með ágætum, og svo framvegis. Auðvit- að gæti maður sagt, að fyrst verið er að leggja svona mikið í óperu- sýningu, sem er dæmd til að skila stórtapi hversu margar sem sýning- arnar verða - þær mættu gjarnan verða 50 þess vegna - þá væri nær að setja upp veigameira stykki en Ævintýri Hoffmanns. Eins og t.d. Hollendinginn fljúgandi. En úr því Ævintýri Hoffmanns voru sett upp, þá er ljómandi gaman að sýningin sé svona glæsilega úr garði ger. Sem mun vera nýja stefnan: að velta sér upp úr ævintýraheimi óperunnar með búningum og leik- tjöldum, ljósum og leikbrellum og öllum ytra búnaði. Meginuppistaðan í efni óper- unnar eru þrjár sögur af misheppn- uðum ástarævintýrum sem Hoff- mann skáld segir drykkjubræðrum sínum kvöldstund eina á krá í Múnchen. í fyrstu sögunni verður hann ástfanginn af vélbrúðunni Olympíu, sem Sigrún Hjálmtýs- dóttir leikur (og syngur) alveg kostulega og „vinnur þar stóran sigur" eins og það er kallað. í næstu sögu fangar Giulietta, Signý Sæmundsdóttir, hjarta Hoffmanns með mjög trúverðugum hætti. Og í þriðju sögunni er það hin brjóst- veika Antonia, Ólöf Harðardóttir, sem hjarta Hoffmanns snýst um. Garðar Cortes, Hoffmann, sótti sig eftir því sem leið á sýninguna og náði sér vel á strik í lokaatriðun- um, en Ólöf var mjög tilþrifamikil. Ólöf er sterkust í dramatískum söng, eins og í þessu atriði sem minnir ekki lítið á lokaþáttinn í La Traviata. Kristinn Sigmundsson er mjög kostulegur í sínu þríeina hlutverki og gervin snilldarleg: fyrst er hann geggjaður eðlisfræðingur, næst galdramaður og loks læknir - og sýnu verst innrættur í síðasta hlut- verkinu! Svona höfðu menn skrítn- ar hugmyndir á 19. öld. Sigurður Björnsson syngur tvö hlutverk af glæsibrag og kunnáttu, en fær það vanþakkláta verkefni að hafa í frammi trúðleik í því síðara - og hefur slíkt ekki reynzt á færi ann- arra en snillinga hingað til. Og svo framvegis og svo fram- vegis. f sýningunni kemur fram fjöldi einsöngvara, reyndra og minna reyndra auk listdansara, 50 manna kórs og sinfóníuhljómsveit- ar (sem Anthony Hose stjórnaði af ósýnilegu en óumdeilanlegu ör- yggi, því sýningunni fór fram létt og snurðulaust). Parflaust er að telja upp allt það lið hér - ég mæli með því að menn fari að sjá óperuna heldur sjálfir - en þó er ástæða til að nefna sérstaklega Guðjón Óskarsson (Lindorf leynd- arráð) sem fyrst kom fram í litlu hlutverki í Toscu og vakti rnikla athygli, og leikur bæði og syngur íburður mikill í fyrsta þætti. Hoffmann og Guiliette, sem undir búningunum er þau Garðar Cortes og Signý Sæmundsdóttir. vel nú. Einnig Rannveigu Fríðu Bragadóttur sem syngur sérkenni- legt og fremur vanþakklátt hlut- verk Nicklausse, fylgdarsveins Hoffmanns. Rannveig starfar í Vínarborg og sýndi mikið öryggi á sviði. Og loks Viðar Gunnarsson, sem jafnan gleður eyra með söng sínum. Textinn er fluttur á frönsku eins og vera ber, en þýðingu Óskars Ingimarssonar er varpað á skjái sinn hvorum megin við sviðið. Vafalaust truflar það einhverja að þurfa að lesa textann, sem þó virðist lítilvægt miðað við það að hafa ekki nema lauslega hugntynd um hvað er að gerast á sviðinu. Ævintýri Hoffmanns eru skemmtiópera, og þessi glitrandi og fjöruga sýning í Þjóðleikhúsinu er frábærlega vel heppnuð frá því sjónarmiði. Sig. St. Falleg mynd úr fangelsi Alþýöulelkhúsið: Koss kóngulóarkonunn- ar. Höfundur: Manuel Puig. Þýðing: Ing- Ibjörg Haraldsdóttir. Tónlist: Lárus Halldór Grimsson. Lýslng: Ámi Baldvinsson. Leik- mynd og búnlngar: Gerla. Lelkstjórn: Sig- rún Valbergsdóttlr. Það er kannski örðugt að koma upp með sýningu á þessu leikriti eftir að kvikmyndin sem á því er byggð hefur „farið sigurför" um heiminn eins og segir í leikskránni. Raunar var þetta víst upphaflega skáldsaga svo vel má vera að kvikmyndin hafi verið spunnin út frá henni, - en einu gildir: Kvik- myndin er í tölu þeirra minnileg- ustu sem maður hefur séð á seinni árum, frábærlega gerð og leikin. Það er fráleitt sanngjarnt eða yfir- leitt skynsamlegt að bera saman leik og kvikmynd enda eru hér í rauninni ólíkir listmiðlar á ferðinni þótt skyldir séu. Og leiksýningu verður að meta á eigin forsendum. Koss kóngulóarkonunnar segir frá tveimur mönnum sem settir eru saman í fangaklefa. Þetta er í fasistaríki, væntanlega í Suður- Ameríku, enda er höfundurinn Argentínumaður, landflótta þaðan. Valentin er pólitískur fangi, forystumaður í uppreisnar- hreyfingu sem yfirvöld vilja um- fram allt brjóta á bak aftur. Molina er aftur á móti hommi, settur inn fyrir að afvegaleiða ungmenni eins og það heitir. En í rauninni ætla yfirvöld honum það hlutverk að veiða upplýsingar upp úr Valentin, og til þess þarf hann að öðlast trúnað hans. Leikritið lýsir svo samspili og samskiptum þessara ólíku manna. Molina er draum- lyndur, viðkvæmur, meyr, Valent- in ofstækisfullur hugsjónamaður. Milli þeirra myndast vinátta og fyrir gagnkvæm áhrif þeirra hvors á annan geta þeir mætt örlögum sínum, harmsögulegum örlögum sem okkur er raunar aðeins sagt frá hér. Þetta verk er merkilega auðugt. Tilfinningaskalinn er breiður, það er í senn einfalt og djúpt, nærgöng- ul mynd af mannlegri niðurlægingu - og mannlegri reisn, áminning um stjórnarhætti sem viðgangast ærið víða, samkvæmt því sem segir í upplýsingum Amnesty Inter- national og á er drepið í leikskrá. Pyntingum pólitískra fanga og ótrúlegri grimmd er raunar lýst á miklu nærgengari og áhrifameiri hátt í einþáttungi Harolds Pinters sem Alþýðuleikhúsið sýndi í fyrra. Koss kóngulóarkonunnar er um- fram allt „mannlegt" drama, sam- ræðulist þar sem allt €r undir því komið að hin sálræna spenna, leik- ur andstæðra persónugerða, fái að njóta sín. Mér virtist nokkur misbrestur á því í sýningu Alþýðuleikhússins. Að minnsta kosti í samanburði við fyrrnefnda kvikmynd sem varla verður með öllu vikið úr huga þess sem hana hefur séð. Sigrún Val- bergsdóttir fer þá leið að mýkja mjög öll átök hinna ólíku manna, Valentins og Molina. Guðmundur Ólafsson er líka ekki nógu „sterkur“ leikari í Valentin, hinn einbeitta marxista sem leggur á sig að þola eld og járn fyrir hugsjónir sínar. Leikur hans er ekki nógu kraftmikill, það neistar hvergi af honum. Það vald sem Valentin á við að stríða birtist heldur ekki í leiknum: við heyrum aðeins orð- ræður Molina og fangelsisstjórans í hátalara. Návist ógnarinnar verð- ur aldrei áþreifanleg og hugsjóna- kraftur Valentins sem heldur hon- um uppi sem fyrr sagði of mildur: - fyrir bragðið missist spenna leik- ritsins niður. Aftur á móti var hinn mildi mannlegi þáttur prýði sýningarinn- ar og átti Árni Pétur Guðjónsson mikinn þátt í því: meðferð hans á hlutverki Molina var raunar nokk- uð einhæft „hommaleg" en víða smekkleg og á stundum náðu hann og Guðmundur góðum samleik. Árni Pétur túlkaði einna best frá- sögn Molina af kvikmyndinni, draumlyndi hans og viðkvæmni. Vegna þessa varð sýningin nánast ljóðræn í hægu tempói sínu og nokkuð svó fjarrænni tónlist. Þetta stakk raunar nokkuð í stúf við leikmyndina og umhverfið sem varla getur æskilegra verið fyrir verk sem gerist í fangaklefa, þar sem er kjallari Hlaðvarpans. Gerla hefur unnið gott verk og öll áferð sýningarinnar ber vitni vönduðum vinnubrögðum Sigrúnar leikstjóra og annarra sem hér hafa að unnið. - Rúnar Lund er fangavörður, þögult hlutverk sem verður meira fyrir þá sök að hann hleypir áhorf- endum inn í klefann og lokar þá á bak við rimlana. Koss kóngulóarkonunnar var þannig geðfelld sýning, en ekki ógnandi áminning um pólitíska kúgun eða ranglæti við minnihluta- hópa, svo sem homma. En þetta virðist aðstandendum sýningarinn- ar ríkt í huga eins og leikskráin ber með sér. Til að ná að reka slíkt erindi hefði sýningin vissulega þurft að vera hvassari og nærgöng- ulli, í einu orði sagt stríðari en þessi reyndist í Hlaðvarpanum á sunnudagskvöldið. Gunnar Stefánsson Árni Pétur Guðjónsson í hlutverki fanga í Kossi kóngulóarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.