Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 11
10 Tíminn Miðvikudagur 26. október 1988 Miðvikudagur 26. október 1988 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikur: Bonn. Bayern Miinchen er nú í efsta sæti v-þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar. Bayern vann Waldhof Mannheim 3-0 á útivelli, meðan Stuttgart tapaði 0-2 í Karlsruhe. Úrslit urðu þessi: St. Pauli-Borussia Dortmund . 1-0 Köln-Werder Bremen............2-0 Karlsruhe-Stuttgart ..........2-0 Eintracht Frankfurt-Hamburg 0-1 Bochum-Kaiserslautern .... 2-0 Núrnberg-Bayer Leverkusen . 1-1 Bayer Uerdingen-Gladbach . . 0-0 Waldof Mannheim- Bayern Múnchen .............0-3 Stuttgart Kickers-Hannover . . 0-1 Bayern Múnchen hefur 15 stig í efsta sætinu, Hamburg er í öðru sæti með 14 stig og Stuttgart og Karlruhe hafa 13 stig. Frankfurt. Landsliðsmenn V- Þýskalands í knattspyrnu munu fá ríflegar bónusgreiðslur í sinn hlut, komist v-þýska liðið í úrslit HM á Ítalíu 1990. Leikmennirnir munu fá allt að 45 þúsund v.-þýsk mörk, hver um sig komist liðið áfram, en sem kunnugt er leika V-Þjóðverjar í riðli með Evrópumeisturum Hollands. NÍCOSÍa. Kýpurbúar og Frakk- ar gerðu óvænt jafntefli í 5. riðli HM í knattspyrnu á Kýpur á laugardag. Daniel Xuereb skoraði fyrir Frakka á 44. mín. en Pittas jafnaði fyrir Kýpur á 76. mín. úr vítaspyrnu. Frakkar hafa 3 stig eftir 2 leiki í riðlinum, eins og Skotar sem hafa gert fleiri mörk. ÍR malaði Þór Leikur ÍR og Þórs í Seljaskóla í gærkvöldi var leikur kattarins að músinni og sýndu heimamenn litla gestrisni. Frá upphafi til enda var leikurinn eign heimanna sem leyfðu Akureyringum aldrei að komast ná- lægt sér. Strax þegar sex mínútur voru liðnar af leiknum höfðu ÍR-ingar náð tólf stiga forskoti 18-6 og juku þann mun jafnt og þétt til loka fyrri hálfleiks. Björn Steffensen var eitr- aður í sókn ÍR-inga í fyrri hálfleik og skoraði þá tólf stig og hitti mjög vel. Þegar seinni hálfleikur hófst var staðan 48-27. Seinni hálfleikur var á svipuðum nótum og sá fyrri en var þó öllu verr leikinn, sérstaklega af hálfu ÍR-inga, en það kom þó ekki að sök því Þórsarar voru lánlausir í sókninni og hittu illa. Það var helst gamli baráttujaxlinn Eiríkur Sig- urðsson sem stóð fyrir sínu og barð- ist hetjulega bæði í vörn og sókn. Leikurinn endaði með öruggum sigri ÍR; 90-60 og í jöfnu liði þeirra voru einna bestir þeir Björn Steffensen og Ragnar Torfason. J.S. Leikun ÍR-Þór 90-60 Lið: Þór Nótn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST stifl Björn S. 5-2 _ _ 2 9 - - 5 Konráð 14-7 4-1 1 - 3 - 4 16 Stefán 2-1 2-0 - - 3 2 - 2 Jóhann 5-2 2-0 1 1 1 1 2 6 EinarV. - - - - - 1 - - Guðmundur 10-3 1-1 - 5 1 - 1 12 Þórir - Eirikur 7-5 2-0 - 4 4 1 - 18 EinarK. 2-0 - - 2 1 - 1 - Krisján 6-1 2-0 8 4 - 1 - 5 Leikur: R-Þór 90-60 Uð:ÍR Nðfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stitj Pótur 5-3 - 2 - - 2 _ 8 Björn St. 17-10 - 2 1 - 1 4 20 Karl 5-2 7-1 1 5 1 5 9 9 Otto - 1-0 - 1 - 1 - 0 Ragnar 9-6 - 2 7 - 1 3 13 Jóhannes 7-5 - 2 2 2 2 1 16 BjörnL. 4-1 - - 2 - 2 1 2 Bragi 5-3 - - - 1 1 1 6 Jónöm 9-6 - - 3 - 4 9 14 Létt hjá UMFT gegn Stúdentum Tindastólsmenn fóru létt með Stúdenta í leik liðanna í Flugleiða- deildinni í körfuknattleik á Sauðár- króki í gærkvöld. Tvíhleypan, Valur: Eyjólfur skaut stúdenta í kaf í leiknum, en samtals gerðu þeir félagar 65 stig. t hálflcik var staðan 44-25 fyrir UMFT og lokatölurnar voru 86-65 fyrir Tindastól. Stigin UMFT Eyjólfur 38, Valur 27, Björn 10, Sverrir7, Ilaraldur 4. Stig ÍS: Þorsteinn 12, Páll 10, Hafþór 8, Valdimar 7, Bjarni 6, Gísli 4, Heimir 4, Ágúst 2. BL Njarðvíkur sigur Njarðvíkingar áttu ekki í miklum erfiðleikum með að sigra KR-inga í Flugleiðadeildinni í gærkvöld, 91- 81. Sigur UMFN var aldrei í hættu og mestur munur á liðunum var 25 stig á tímabili í síðari hálfleik, en KR- ingar náðu að minnka muninn undir lokin. Helgi Rafnsson átti bestan leik Njarðvíkinga, skoraði 17 stig og hirti 19 fráköst. BL ishokkí: Naumur sigur Vancouver iði Edmonton Oilers Um helgina voru nokkrir leikir í n-amerísku NHL-íshokkídeiIdinni. Meistaramir frá Kanada, Edmon- ton Oilers, þurftu að sætta sig við naumt tap, 5-6, á móti nágrönnum sínum, Vancouver Conucks. New York Rangers unnu stórsig- ur á Quebec Nordiquens, 8-2, en Ólympíudrengirnir í liði Calgary Flamcs unnu Philadelphia Flyers, 5-4 eftir framlengdan leik. Það þurfti einnig að framlengja leik Detroit Red Wings og New Jersey Devils, en það dugði hvorugu lið- inu til sigurs, og jafntefli, 3-3, var óumflýanlegt. Winnipeg Jets vann Washington Capitals, 3-2. í NHL-deildinni er liðunum skipt í 2 deildir og síðan er hvorri deild skipt ■ tvo riðla. Staðan í NHL-deildinni fer hér á cftir: Wales-dcildin: Patrick-riSiU: Naw York Rangars .. 8 6 Pbiladelphia Fiyers .. 8 6 Pittsburgh Penguins . 10 5 New York Islanders ... 7 4 New Jorsey Devils .... 8 3 Washington Capitals ..82 2 29-19 11 3 36-30 10 5 43-33 10 2 26-23 9 4 28-33 7 6 30-36 4 CampelLs-deild: Norris-riðill: Toronto Mapie Leafs ... 10 6 St. Louis Bluos....... 7 3 Detroit Red Wings..... 8 2 Minnesota North Stars . 8 1 Chicago Black Hawks .. 9 1 1 3 41-29 13 1 3 28-31 7 3 3 29-37 7 1 6 24-37 3 1 7 35-48 3 Adams-riðill: Boston Bruins...... Quobec Nordiques .. Buffalo Sebres .... Montreal Canadiens Harford Whalers ... 8 6 9 4 9 4 9 4 7 3 0 2 34-22 12 0 6 34-41 8 0 5 34-37 8 0 5 33-35 8 0 4 28-33 6 Smythe-ridiU: Calgary Flames........ 8 5 2 1 41-26 12 Los Angeles Kings.... 8 5 0 3 45-39 10 Edinonton Oilers..... 8 3 2 3 32-35 8 Vancouver Canucks ... 9 3 2 4 30-25 8 Winnipeg Jets ........ 7 2 2 3 19-30 6 BL Tímiim □ ER ÁSKRIFANDI □ NÝR ÁSKRIFANDI Dags.: n I I I BEIÐNI UM MILLIFÆRSLU ÁSKRIFTARGJALDS Kortnr, □□□□□□□□□□□□□□□□ Gildir út: Nafnnr, ÁSKRIFANDI:.............................. HEIMILI:................................. PÓSTNR. - STAÐUR:.................. SÍMI:. Undirritaður óskar þess að áskriftargjald Tímans verði mánaðarlega skuldfaert á VISA-greiðslukort mitt UNDIRSKRIFT. SENDIST AFGREIÐSLU BLAÐSINS LYNGHÁLSI 9. 130 REYKJAVÍK „Ég er einn þeirra sem fékk rautt spjald í mótinu. Ég sá mjög eftir því hvernig ég hegðaði mér og bað dómarann afsökunar. Það er ekki rétt hjá Marinó dómara að leikmenn hafi verið ölvaðir í leiknum, þeir voru aðeins þunnir. Þá var markvörðurinn hjá okkur ekkert uppá slánni langtímum saman, heldur aðeins í stuttan tíma meðan við vorum í sókn og það hafði engin áhrif á leikinn,“ sagði Jón. „Við erum þeir einu sem erum teknir fyrir, en á föstudagskvöldið fórum við leikmenn ÍBV liðsins í bíó í Reykjavík og hittum þá nokkra leikmenn úr öðru liði, sem keppti í þessu sama móti og þeir voru þá fullir. Það er heldur ekkert talað um það hvemig ástandið er þegar lið koma til Eyja. Þá „detta leikmenn í það“ og þjálfarar leika alls konar kúnstir," sagði Jón Logason og bætti við. „Liðsstjórinn, Páll Scheving, sem var með okkur í mótinu stóð sig mjög vel, enda er hann reyndur handknattleiksmaður. Hann var kall- aður í vinnu á sunnudagsmorguninn og gat því ekki verið með okkur allan tímann. Það vantaði 5 leikmenn í liðið hjá okkur í þessu móti. Tveir eru meiddir og þrír eru í keppnis- ferð með meistaraflokki erlendis. Það væri því fáranlegt að fara að refsa liðinu, því þetta var eiginlega bara B-liðið sem keppti á Seltjam- arnesi. Við emm með mjög gott lið og verðum örugglega í verðlaunasæti á Islandsmótinu í vetur,“ sagði Jón Logason fyrirliði 2. flokks liðs ÍBV. BL Handknattleikur: Valsmenn áfram Valsmenn eru komnir í aðra umferð í Evrqpukeppni félagsliða í handknattleik. Um helgina lék liðið tvo leiki gegn færeysku meisturunum Kyndli. Valsmenn unnu fyrri leikinn 27-16 á föstudagskvöldið og á laugardaginn vann Valur síðan 24-17, jeða 51-33 samanlagt. Vinstrihandarskyttan Sigurður Sveinsson lék sína fyrstu leiki með Val í þessari ferð og skoraði grimmt. BL Ölvaðir handknattleiksmenn: „Tveir leikmanna IBV voru greinilega undir áhrifum áfengis- Jóhannes Sveinsson rífur niður frákast en Konráð Óskarsson fær ekkert að gert. Ttmamynd Pjetur. „Munur á hvort menn eru fullir eða þunnir“ - segir Jón Logason fyrirliði 2. flokks ÍBV „Ég viðurkenni það að við fórum á ball á laugardagskvöldið, en það verður að gera greinarmun á því hvort menn eru þunnir eða fullir. Þeir tveir leikmenn sem eiga að hafa verið fullir í leik á sunnudaginn, voru báðir búnir að sofa í 8 tíma um nóttina,“ segir Jón Logason fyrirliði 2. flokks ÍBV, en hann hafði samband við Tímann í gær vegna fréttar um ölvaða handknattleiksmenn úr Eyjum á Seltjarnarnesi á sunnudaginn. Marínó Njálsson handknattleiks- dómari, hafði samband við Tímann í gær vegna fréttar á baksíða blaðsins í gær, þar sem sagt var frá því að leikmenn ÍBV hafi mætt ölvaðir til leiks á Seltjarnarnesi á sunnudaginn. „Það er ekki alls kostar rétt, sem fram kemur í frétt Tímans í gær að fjórir leikmenn ÍBV hafi fengið að sjá rauða spjaldið í leik gegn Gróttu. Einn leikmanna ÍBV fékk rauða spjáldið fyrir mjög leiðinlegt atvik. Leikmaðurinn æsti sig upp við hinn dómara leiksins og hrækti síðan á hann. Síðar í leiknum kom til slags- mála milli eins leikmanns Gróttu og ÍBV drengs. Gróttu maðurinn átti upptökin að þessum slagmálum og Vestmanneyingurinn var því aðeins fórnarlamb kringumstæðna, hann átti ekki upptökin. Þessir leikmenn fengu báðir rauð spjöld. í kjölfarið fékk einn Gróttumaður rauða spjaldið fyrir að ryðjast inná völlinn," sagði Marinó. „Það er rétt að leikmenn ÍBV sögðust ætla að slá þessu upp í kæruleysi eftir leikinn og á sunnu- daginn dæmdi ég leik ÍBV og Stjörn- unnar. Tveir leikmanna ÍBV voru þá greinilega undir áhrifum áfengis, en alls ekki allt liðið eins og lesa má úr fréttinni í gær. Það er rétt að markvörðurinn settist uppá slána, en það var aðeins í mjög stuttan tíma og fyrir það fékk hann tiltal. Hann fékk sfðan tvívegis brottrekst- ur fyrir óíþróttamannlega framkomu og einu sinni fyrir ranga innáskipt- ingu og þar með fékk hann brottvís- um fyrir þrjá brottrekstra. Hinn leikmaðurinn sem greinilega var undir áhrifum áfengis, var til friðs í leiknum og því ekki hægt að dæma liðið fyrir hegðun eins leikmanns, enda leið allt liðið fyrir framkomu hans,“ sagði Marinó. „Það er ekkert óalgengt að leik- menn í 2. flokki mæti timbraðir eða jafnvel ölvaðir til leiks. f leikreglun- um er ekkert sem bannar slíkt, en vissulega er þetta slærat mál. Ég gerði viðeigandi athugasemdir á leikskýrsluna og aganefnd mun taka málið fyrir. Það gerist oft að þegar lið eiga ekki lengur möguleika að sigra í þessum fjölliðamótum, þá fara leikmennirnir út að skemmta sér um kvöldið og mæta síðan aftur daginn eftir þunnir og stundum ölv- aðir.“ „Það er altalað að hér á árum áður léku menn aldrei betur en svolítið hífaðir, en slíkt þekkist ekki lengur í 1. og 2. deild, ég mundi ekki vilja sverja fyrir að slíkt gerðist ekki ennþá í 3. deildinni, en það afsakar ekki framkomu Vestmanneying- anna,“ sagði Marinó Njálsson að lokum. BL Knattspyrna: Ami þjálfar Leiftursmenn FrúJóhanncsi Bjurnasyni frcUamauni Tinians: Árnl Stcfánsson hefur verið ráð- inn þjálfari 2. deildarliðs Leifturs í knattspymu, en liðið féll sem kunnugt er úr 1. deildinni í sumar. Víst má telja að Lciftur haldi öllum leikmönnum sínum áfram ef frá em taldir þcir Steinar Ingimundar- son og Lúðvík Bergvinsson. Stein- ar hefur tilkynnt félagsskipti í sitt gamla félag, KR. Óskar lngimund- arson þjálfaði Leiftursliðið í fyrra, en hefur nú verið ráðinn til Víðis i Garði. Tindastólsmenn eru búnir að endurráða sinn þjálfara, Bjarna Jóhannsson, fyrir næsta keppnis- tímabil, en hart mun vera sótt að markaskoraranum mikla, Eyjólfi Sverrissyni, að ganga til liðs við 1. deiidarlið, en nokkur slik munu vcra á eftir kappanum. JB/BL NVTT númer680780 <2\ Gunnar Asgeirsson hf. SUÐURLANDSBRAUT16

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.