Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.10.1988, Blaðsíða 13
 Föstudagur 28. október 1988 Tíminn 13 Einn af gráhvölunum þremur sem fastir voru í ísbreiðu við Alaska skoðar hér björgunarmenn sína. Einn hvalurinn drapst en tveir losnuðu úr prísundinni í gær við mikinn fögnuð bandarísks almennings, enda hafa hvalirnir verið fjölmiðlastjörnur í Bandaríkjunum að undanförnu. Ekkert hefur þó verið minnst á smáhvaladráp Bandaríkjamanna í Kyrrahafi. Sovéskir ísbrjótar bjarga bandarískum fjölmiðlastjörnum: Gráhvalirnir tveir leystir úr prísund brjóta sér leið til hvaianna en komst skammt svo Bandaríkjamenn leit- uðu ásjár Sovétmanna sem sendu tvo ísbrjóta á staðinn. Þeir brutu rás í ísinn svo hvalirnir gátu synt heim til félaga sinna sem eru á leiðinni frá norðurhluta Kyrrahafs í heitari sjó við Mexíkó þar sem þeir eyða vetrin- um. Talið er að björgunaraðgerðir hafi kostað um eina milljón dollara, þannig að einn gráhvalur hlýtur að vera metinn á hálfa milljón dollara. Hvalsteikin hefði þá verið dýr, ef sá kosturinn hefði verið valinn að éta hvalina í stað þess að bjarga þeim. niðurrif í Moskvuborg Ronald Reagan forseti Bandaríkj- anna vill að bandaríska þingið sam- þykki að rífa niður hina nýju sendi- ráðsbyggingu Bandaríkjanna í Moskvu og byggja aðra fyrir 300 milljónir dollara. Ástæða þessa er ótti Reagans um að Sovétmenn hafi komið fyrir það öflugum njósnatækj- um í sendiráðbyggingunni og að þar verði ekkert leyndarmál geymt stundinni lengur. Núverandi nýbyggingu er ekki lokið því byggingaframkvæmdir voru stöðvaðar árið 1985 þegar Bandaríkjamenn fengu sterkan grun um að njósnatæki Sovétmanna væri að finna í byggingunni. Bandarískir sendiráðsmenn hýr- ast nú við alltof þröngan kost í göntlu sendiráðsbyggingunni þeirra í Moskvuborg. Vegna hræðslu sinn- ar við njósnir hafa Bandaríkjamenn sætt sig við þrengslin, frekarn en að flytja hluta starfseminnar í nýja húsið. Gráhvalirnir tveir sem átt hafa hug og hjörtu Bandaríkjamanna undanfarna daga losnuðu úr prís- undinni í ísnum við Alaska gær, en þá kom sovéskur ísbrjótur sem frels- andi engill og braut hvölunum leið til sjávar. Sá þriðji sem verið hafði með þeim til að byrja með drapst um síðustu helgi. Almenn gleði virtist ríkja í Banda- ríkjunum vegna þessa þar sem fjöl- miðlar höfu gert hvalina að þjóðhetj- um og sá Ronald Reagan forseti sig knúinn til að þakka sovéska bjarg- vættinum fyrir björgunarafrekið. „Hin mannlega þrautseigja og stað- festa svo margra einstaklinga við björgun þessara hvala sýna um- hyggju mannsins fyrir náttúrunni,“ sagði Reagan. Forsetinn minntist hins vegar ekkert á þær þúsundir smáhvala sem Bandaríkjamenn drepa á ári hverju í Kyrrahafí, enda hafa bandarískir fjölmiðlar engan áhuga á þess háttar framferði. Hvalirnir þrír fundust fastir í ísn- um í átta kílómetra fjarlægð frá íslausu hafi þann 7. október. Banda- rískir vísindamenn reyndu allt hvað þeir gátu til að losa hvalina úr prísundinni og var engu til sparað. Bandarískur ísbrjótur reyndi að Austur-Þýskaland: Skallar hand- teknir fyrir fylleríslæti Lögregla í A-Berlín handtók í fyrradag sex krúnurakaða óláta- seggi - skalla. Var lögreglu gert viðvart um drykkjulæti í húsi einu í borginni, þar sem hópur skalla hafi uppi háreysti og kölluðu slag- orð nasista. A-þýskt dagblað greindi frá þessum atburðum í gær, og var sérstaklega tekið fram í frétt blaðsins að skallarnir hefðu spilað vestræna tónlist og haft hljómflutn- ingstækin stillt í botn. Tveir skallanna voru eftirlýstir fyrir líkamsárásir í verkamanna- hverfinu „Prenzlauer Berg“ og grunaðir um fleiri afbrot. Við handtökuna lagði lögregla hald á fasísk áróðursrit, hnúajárn og startbyssu. Síðastliðið ár hefur iögregla í A-Þýskalandi haft ítrekað afskipti af sköilum, sem hrópað hafa slag- orð nasista og látið öllum illum látum á almannafæri. Massey-Fergusori Kostaboð örugg vél ending endursala Tegund vélar væntanl. verðkr: verð núkr. MF 390-2,83 hö 1162þús. 1098þús. MF 365-2,68 hö 1006þús. 958 þús. MF 355-2,58 hö 818 þús. 780 þús. MF 350-2,52 hö 753 þús. 717þús. MF 240-2,47 hö 625 þús. 595 þús. Bjóðum bændum, sem panta nýja drattarvél fyrir 15. nóvember vaxtalaust hálft kaupverð í 3 mánuði! MASSEY- FERGliSOIM KAUPFÉLÖGIN OG ^sBUNAÐARDEILO S2SAMBANÐSINS ÁRMÚLA3 REVKJAVÍK SIMI 38900 2 Áttþú Lada Sport 4x4? hakkapeffitta Finnsku NOKIA-snjó- dekkin hafa reynst velá íslandi BIFREIDAR & LANDBÚNADARVÉLAfí HF. Opið laugardaga kl. 9-12 Varahlutaverslun beinn sími: 39230 Suðurlandsbraut 14. sími 681200 söludeild nýrra bíla: Ármúla 13. sími31236

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.