Tíminn - 01.11.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.11.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 1. nóvember 1988 Aksturssfingabraut hefur verið hönnuð. Brautin er lokaverkefni Önnu Nielsen við verkfræðideild Háskólans. Brautinni hefur verið valinn staður í Kapelluhrauni í grennd við Krísuvíkurveginn. Bein hálkubraut 9.0 Stjórnstöð Turn Bílastæöi íyrir stóra bíla Brunnur v/ valnsúöunar á hálkubraul x- §UTnTrirmmimiimn n 11 rii n m nt i f í i i n ? i 'IT R = 55 m Bogin hálkubraut — R = 50 m Mikilvægur liður í bættri kennslu og þjálfun ökumanna að verða að veruleika: AKSTURSÆFINGABRAUTIN KEMUR í KAPELLUHRAUN Dagskrá aðalfundar fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík 5. nóvember 1988 1. KI. 10.00 Setning Formaður fulltrúaráðsins, Finnur Ingólfsson. 2. Kl. 10.05 Kosning fundarstjóra og ritara. 3. Kl. 10.10 Skýrslur a) formanns b) gjaldkera c) húsbyggingasjóðs 4. Kl. 11.00 Ávörp gesta a) fulltrúi S.U.F. b) fulltrúi L.F.K. c) formaður Framsóknarflokksins, Steingrímur Her- mannson, forsætisráðherra. 6. Kl. 12.30 Hádegisverður 7. Kl. 13.30 Kynning á áliti starfsnefnda 8. Kl. 14.15 Húsnæðismál aldraðra a) Ásgeir Jóhannesson b) Alfreð Þorsteinsson 9. Kl. 14.45 Umræður og fyrirspurnir 10. Kl. 15.30 Kaffihlé 11. KI. 16.00 Setið fyrir svörum a) Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður b) Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi 12. Kl. 16.45 Kosningar 13. Kl. 17.30 Önnurmál. Hafnarfjörður Aðalfundur Framsóknarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn miðviku- daginn 2. nóv. kl. 20.30 að Hverfisgötu 25. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing 13. nóv. og flokksþing hinn 18.-20. nóv. 3. Önnur mál. Að loknum aðalfundi F.H. kl. 21.30 hefst aðalfundur Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna I Hafnarfirði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillögur stjórnar um lagabreytingar (tvöföldun fjölda fulltrúa I fulltrúaráðinu). Stjórnirnar Aðalfundur Framsóknarfélags Seltjarnarness Aðalfundur Framsóknarfélags Seltjarnarness verður haldinn þriðju- daginn 8. nóvember í sal félagsins að Eiðistorgi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Val fulltrúa á Kjördæmisþing. Val fulltrúa á flokksþing. Ávarp: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Kaffiveitingar. Ath. Breyttur fundartími. Stjórnin Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið sunnudaginn 13. nóvember n.k. í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Dagskrá auglýst síðar. Stjórnin. Flokksþing 1988 Undirbúningur - samræming Samband ungra framsóknarmanna boðar til sérstaks fundar ungra framsóknarmanna til að stilla saman strengi fyrir flokksþing 18.-20. nóv. Tími: þriðjudagur 1. nóv. kl. 20.00. Staður: Nóatúni 21, Reykjavík. Stjórn SUF Hafnarfjarðarbær hefur ákvcðið að úthluta lóð eða svæði fyrir akst- ursæfingabraut og verður brautin við Krísuvíkurveginn í Kapellu- hrauni. Fyrir fjármálaráðuneytinu liggur nú beiðni frá Umferðarráði um 20 milljóna króna fjárveitingu en í laus- legri áætlun er gert ráð fyrir að lagning brautarinnar og gerð ails æfingasvæðisins muni kosta um 42 milljónir króna. Æfingabrautin eða svæðið er ætl- að til að þjálfa alla ökumenn. Sjálf æfingabrautin er í laginu lík hlaupabraut umhverfis knattspyrn- uvöll. Inni á sjálfum „vellinum“ verður 50x100 metra svæði ætlað byrjendum þar sem þeir geta æft að leggja t' stæði og slíkt. Utan brautarinnar verður stjórn- stöð með aðstöðu til bóklegrar kennslu en á sjálfri akstursbrautinni verður bónaður þar sem hægt er að búa til hálku, bæði á beinni braut og eins í beygju. Það hefur lengi verið talin þörf á slíkri æfingabraut sem þessari og raddir um það hafa orðið háværari í seinni tíð með aukinni umferð bíla. Þá hefur ökukennslan ekki þótt upp á marga fiska sem sýni sig í hversu margir ungir ökumenn valda umferðarslysum. Undirbúningur að gerð æfinga- brautar hefur farið fram um nokkurt skeið að frumkvæði Umferðarráðs og var leitað til Vegagerðar ríkisins um tæknilega aðstoð. Vegagerðin leitaði til þá verk- fræðideildar Háskólans um hvort einhver nemandi þar vildi taka að sér að hanna æfingabrautina sem lokaverkefni frá deildinni og varð það úr að hönnun brautarinnar varð lokaverkefni Önnu Nielsen. - sá Hraður akstur vatdur oft alvarlagum alysum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.