Tíminn - 01.11.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.11.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Keflavík - Suðurnes Aðalfundur Bjarkar, félags framsóknarkvenna í Keflavíkog nágrenni, verður haldinn þriðjudaginn 8. nóv. kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu, Keflavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á flokksþing. 3. Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur, alþingismanns. 4. Önnur mál. Allir velkomnir. Stjórnin Húsavík Aðalfundur Framsóknarfélags Flúsavíkur verður haldinn miðvikudag- inn 2. nóvember kl. 20.30 í Félagsheimili Flúsavíkur. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Kosning fulltrúa á flokksþing. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundurfulltrúaráðsins í Reykjavík Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 5. nóvember n.k. að FHótel Lind og hefst kl. 10.00. Dagskrá fundarins nánar auglýst síðar. Stjórnin Suðurlandskjördæmi Kjördæmisþing verður haldið í Vestmannaeyjum 4. og 5. nóvember n.k. Þingið hefst kl. 19.30 föstudaginn 4. nóv. Athugið breyttan tíma. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Flokksþing 20. flokksþing framsóknarmanna verður haldið dagana 18.-20. nóv. n.k. að Hótel Sögu. Þingið hefst föstudaginn 18. nóv. kl. 10. Dagskrá auglýst siðar. Framsóknarflokkurinn. Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambandsins að Hamraborg 5 verður opin mánudag til fimmtudaga kl. 16-19. KFR Vesturland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldið á Akranesi 5. nóvember n.k. KSFV Hafnfirðingar Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Hafnarfirði verður haldinn 3. nóv. kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu Hverfisgötu. Venjuleg aðalfundarstörf, kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Mætum öll og tökum með okkur gesti. Stjórnin. Aðalfundur fulltrúaráðsins í Kópavogi Steingrímur Haukur Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Kópavogi verður haldinn þriðjudaginn 1. nóv. kl. 20.30 að Hamraborg 5. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ávarp: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Fundarstjóri: Haukur Ingibergsson. Kaffiveitingar Þriðjudagur 1. nóvember 1988 ÍÞRÓTTIR byrjun Blika Hans Guðmundsson var hættulegur þegar hann losnaði úr gæslu Stavang- ursmanna á laugardag. Timamynd Pjetur Handknattleikur: Slæm Handknattleiksliðs Breiðabliks úr Kópavogi tapaði með 4 marka mun á heimavelli sínum í Digrancsi á laugardaginn er lið Stavanger frá Noregi kom ■ heimsókn ■ fyrri leik liöanna í Evrópukeppni bikarhafa. Norðmennirnir skoruðu fyrstu 5 mörk leiksins og héldu forystunni allan leikinn. Eftir 15. min leik var staðan 2-9 og í hálfleik var forysta Norðmanna 4 mörk 11-15. í síðari hálfleik tókst Blikunum með mikilli baráttu að minnka muninn í 2 mörk 19-21, en á endasprettinum voru leikmenn Stavanger öllu sterkari og sigr- uðu 29-25. Lið Stavanger var ekki uppá marga fiska, en þó nógu sterkt til að leggja slakt lið Breiðabliks að velli. Bestir Blika í leiðinlegum leik voru þeir Jón Þórir Jónsson og Þórður Davíðsson, en Hans Guðmundsson sýndi klærnar annað veif- ið, þegar hann losnaði úr stífri gæslu Norðmanna. Mörk Breiðabliks: Jón Þórir Jónsson 7, Þórður Davíðsson 6, Hans Guðmundsson 6, Kristján Halldórsson 2, Andrés Magn- ússon 2, Haukur Magnússon 1 og Pétur Ingi Arnarson 1. Flest mörk Norðmanna gerði Olav Henning Watne 8. BL Enska knattspyrnan: Norwich heldur sínu striki Meistarar Liverpool komnir i gang - Fyrsta tap Millwall Meistarar Liverpool eru komnir á skrið eftir slaka byrjun. Liðið hafði ekki sigrað í 4 síðustu leikjum sínum, en á laugardag varð breyting þar á. Efsta lið deildarinnar, Nonvich, gerði jafntefli og er því enn með 6 stiga forystu ■ deildinni. Millwall tapaði fyrir Middlesbrough og Ar- senal, sem vann góðan sigur á Co- ventry, og er komið ■ 2. sæti deildar- innar. Það var enginn annar en Ian Rush sem kom Liverpool á sporið gegn West Ham á Upton Park, með glæsilegu vinstri fótar marki um miðjan fyrri hálfleikinn. Peter Beardsley innsiglaði síðan fjórða sigur liðsins í 10 leikjum á 78. mín. Norwich byrjaði vel á móti South- ampton og Robert Fleck gerði sitt 7. mark á keppnistímabilinu í upphafi síðari hálfleiks. Danny Wallace jafn- aði fyrir Dýrðlingana á 68. mín. og 1-1 jafntefli verður að teljast sann- gjörn úrslit í leiknum. Bernie Slaven kom Middles- brough yfir gegn Millwall með marki strax á 2. mín. leiksins. Þeir félagar Teddy Sheringham og Tony Cascar- ino skoruðu síðan hvor sitt markið og komu Millwall yfir og þannig var staðan í hálfleik. í síðari hálfleiknum tók Boro öll völd í leiknum og þeir Stuart Ripley, Mark Burke og Gary Parkinson skoruðu allir og Middles- brough vann 4-2. Með 2-0 sigri sínum á Coventry hélt Arsenal áfram sigurgöngu sinni. Liðið hefur ekki tapað leik í síðustu 7 leikjum sínum. Mörkin gerðu þeir Michael Thomas og Tony Adams. Terry Venables hefur ekki orðið kápan úr því klæðinu að skapa nýtt stórveldi á White Hart Line, þrátt fyrir að 5 milljónum punda hafi verið verið í það verkefni. Totten- ham hvílir nú á botni 1. deildarinnar eftir 2-1 ósigur gegn Aston Villa. Derby County fékk aftur á móti peninga sinna virði á laugardaginn, þegar liðið vann Wimbledon 4-1 á Basebal! Ground. Derby keypti markaskorarann Dean Saunders frá Oxford um miðja síðustu viku fyrir 1 milljón punda og Saunders, sem hafði gert 6 mörk fyrir Oxford það sem af er keppnistímabilinu, skoraði tvívegis fyrir sitt nýja félag. Derby hafði fyrir þennan leik átt í miklum vandræðum með að skora og aðeins gert 4 mörk í 8 leikjum. Á sunnudag gerðu Manchester United og Everton 1-1 jafntefli á Old Trafford. Mark Hughes kom United yfir á 68. mín. en Tony Cottee jafnaði fyrir Everton aðeins 3 mín. síðar. Velski landsliðsmar- kvörðurinn í marki Everton, Neville Southall bjargaði þrívegis á síðustu 15 mín. leiksins, er þeir Gordon Strachan, Mark Hughes og Liam O’Brien gerðu harða hríð að marki Everton. f Skotlandi skoraði gamla kempan Andy Gray sitt fyrsta deildarmark fyrir Glasgow Rangers, en henn var nýlega keyptur til liðsins frá Aston Villa. Hann jafnaði leikinn gegn St. Mirren, en Mark McWalter hafði áður skorað fyrir St. Mirren. Meistarar Celtic virtust hafa sigur í hendi gegn Dundee á laugardaginn. Eftir 15 mín. leik var staðan orðin 2-0, en Dundee tókst að jafna og komast yfir fyrir hlé. í síðari hálfleik tókst þeim að halda haus og sigra því mörkin urðu ekki fleiri. Úrslit í 1. deild: Arsenal-Coventry .............2-0 Aston Villa-Tottenham.....2-1 Charlton-Sheff.Wednesday . . 2-1 Derby-Wimbledon...........4-1 Luton-Q.P.R...............0-0 Middlesbrough-Millwall .... 4-2 Newcastie-Nott.Forest.....0-1 Norwich-Southampton.......1-1 West Ham-Liverpool........0-1 Úrlit í 2. deild: Barnsiey-Plymouth ...........3-1 Blackburn-West Bromwich . . 1-2 Bournemouth-Ipswish .........1-0 Chelsea-Brighton ............2-0 Leeds-Hull.................2-1 Manchester City-Sunderland . 1-1 Oxford-Bradford............3-4 Portsmouth-OIdham ...........1-1 Shrewsbury-Leicester.......3-0 Stoke-Crystal Palace .........2-1 Swindon-Birmingham.........2-1 Walsall-Watford .............0-1 Úrsiitin ■ skosku úrvalsdeildinni: Celtic-Dundee ................2-3 Dundee United-Motherwell . . 1-1 Hamilton-Hibernian.........0-3 Hearts-Aberdeen ...........1-1 St Mirren-Rangers..........1-1 Staðan í 1. deild: Norwich....... 10 7 2 1 18 11 23 Arsenal........ 9 5 2 2 22 13 17 Millwall....... 9 4 4 1 17 13 16 Liverpool..... 10 4 3 3 13 8 15 Nott. Forest .... 10 3 6 1 12 10 15 Southampton .. 10 4 3 3 15 14 15 Middlesbrough . 10 5 0 5 16 17 15 Coventry...... 9 4 2 3 12 8 14 Aston Villa .... 10 3 5 2 15 13 14 Sheffield Wed. .8 4 1 3 9 9 13 Charlton ..... 10 3 4 3 14 18 13 Man.United .... 8 3 3 2 9 6 12 Derby......... 8332 9 6 12 Q.P.R......... 10 3 2 5 9 10 11 Everton........ 8 3 1 4 12 10 10 Luton......... 10 2 4 4 8 10 10 Wimbledon .... 9 2 2 5 8 16 8 Newcastle..... 10 2 2 6 9 19 8 WestHam....... 10 2 1 7 8 20 7 Tottenham .... 9 1 4 4 15 19 5 Staöan í 2. deild: Watford 14 9 2 3 25 12 29 Blackburn ..., . 13 7 3 3 22 15 24 West Brom. .. . 14 6 5 3 17 11 23 Portsmouth .. . 14 6 5 3 23 18 23 Chelsea . 14 6 4 4 23 15 22 Man. City . .. . 14 6 4 4 18 15 22 Barnsley . 14 6 4 4 19 18 22 Crystal Palace , . 13 5 5 3 20 15 20 Ipswitch . 13 6 2 5 17 14 20 Bradford . 14 5 5 4 16 15 20 Stoke . 14 5 5 4 14 16 20 Swindon . 13 4 7 2 19 18 19 Sunderland .. , . 13 4 6 3 16 13 18 Leicester . 14 4 6 4 18 21 18 Hull . 14 4 5 5 17 17 17 Oxford . 14 4 5 5 20 21 17 Oldham . 14 4 4 6 24 24 16 Bournemouth . . 13 4 3 6 10 14 15 Plymouth .. . . , 13 4 3 6 15 21 15 Waisall , 13 2 8 3 15 12 14 Leeds , 13 2 6 5 10 16 12 Shrewsbury .. 13 2 6 5 10 17 12 Brighton . 13 2 2 9 12 22 8 Birmingham .. 13 2 1 10 11 31 7 Staðan í skosku úrvalsdeildinni: Rangers . 11 8 2 1 19 6 18 Hibernian .... . 12 5 5 2 12 6 15 Aberdeen .... . 11 4 7 0 14 9 15 Dundee United . 12 5 4 3 15 8 14 Celtic . 12 6 0 6 21 19 12 St Mirren . 12 4 4 4 11 15 12 Dundee . 11 3 5 3 10 13 11 Hearts . 12 2 5 5 13 14 9 Motherwell . . . , . 12 0 6 6 9 17 6 Hamilton . 11 2 0 9 5 22 4 BL.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.