Tíminn - 19.11.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.11.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 19. nóvember 1988 Árangur næst ekki nema með samvinnu Ræöa Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra á aðalfundi L.Í.Ú. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. Á árinu 1983 blöstu við miklir erfiðleikar í sjávarút- vegi sem taka þurfti á af fullri einurð. Skuldir útgerðar- innar voru gífurlegar, vanskil mikil og fiskistofnar í lægð. Brugðist var við þessum vanda með ýmsum hætti, svo sem breyttri fiskveiðistefnu, umfangsmikilli fjárhagslegri endurskipulagningu í útgerð, vaxtaaf- slætti, lækkun opinberra gjalda o.fl. Mótun fiskveiði- stefnunnar hefur án efa verið erfiðasta og viðkvæm- asta verkefnið á því tímabili sem síðan er liðið. Fiskveiðistjórnunin hefur nú sannað gildi sitt og ótvírætt leitt til minnkandi útgerðarkostnaðar og bættrar aflameðferðar. Undanfarnar vikur hefur verið leitast við að leysa vanda fisk- vinnslunnar um stundarsakir með svipuðum hætti og gert var í útgerð á árunum 1984-1985. Þessar ráð- stafanir duga skammt nema til komi bætt rekstrarskilyrði, annað hvort í formi hækkaðs verðs á afurðum eða lækkun kostnaðar. Aðstæður í dag eru ekki þær sömu og áður. Þjóðfélagið hefur tekið miklum breytingum og er orðið til muna flóknara. Stjórnvöld hafa ekki sömu möguleika til að grípa inn í og leysa vanda útflutningsat- vinnugreina og fyrr. Ekki má held- ur búast við samsvarandi búhnykk fyrir fiskvinnsluna og fyigdi vax- andi úthafsrækjuveiðum fyrir út- gerðina. Skipulagsbreytingar í vinnslu, sem nú eiga sér stað, munu ekki hafa jafn mikil áhrif og breytt fiskveiðistjórn hefur haft á afkomu útgerðar á liðnum árum. Síðast en ekki síst er ekki að vænta aukins afla á næstu árum eins og varð á tímabilinu 1984-1987. Eftir sem áður verðum við að horfast í augu við raunveruleikann og taka ákvarðanir sem tryggja áframhald- andi útflutning fiskafurða á grund- velli þeirra forsendna sem fyrir 1‘ggja. Ástand fiskistofna og stærð fiskiskipaflotans Á þriðjudaginn var gaf ráðu- neytið út reglugerð um aflamark helstu botnfisktegunda fyrir næsta ár. Gert er ráð fyrir því að viðmið- unarafli verði sem hérsegir: Þorsk- ur 285 þúsund lestir, karfi 77 þúsund lestir, ýsa 65 þúsund lestir, ufsi 80 þúsund lestir og grálúða 30 þúsund lestir. Aflamark í þorski og karfa þarf því að lækka um u.þ.b. 10% frá því sem var í ár. Jafnframt verður aflamark í grálúðu lækkað a.m.k. um 8% og gert er ráð fyrir að í reglugerð um botnfiskveiðar 1989 verði sett hámark á grálúðu- afla þeirra togara sem vélja sóknar- mark. Ekki virðist mögulegt að hafa þetta hámark yfir 400-500 lestir. Aflamark í ýsu og ufsa verður óbreytt. Margir aðilar í sjávarútvegi hafa lýst sig reiðubúna til að fylgja tillögum Hafrannsóknarstofnunar til hins ýtrasta á næsta ári. Stofnun- in hefur lagt til að árlegur þorskafli verði 300 þúsund lestir á árunum 1989 og 1990 en sá viðmiðunarafli sem ákveðinn er í reglugerðinni leiðir til að þorskafli ársins 1989 verður u.þ.b. 325 þúsund lestir. Staða þjóðarbúsins er nú með þeim hætti, að illmögulegt er að leggja til að þorskafli minnki í einum áfanga um 20%, eins og felst í tillögum fiskifræðinga. Aflahorfur á næstu árum gefa ekkert tilefni til að endurbyggja eða stækka fiskiskipaflotann frá því sem nú er. Alger óþarfi er að byggja ný skip á næstu árum og næsta víst að einhver þeirra nýju skipa sem bæst hafa í flota okkar á síðustu árum verði til sölu innan skamms. Á undanförnum árum hafa lánastofnanir ekki gert nægi- legar kröfur um eiginfjárstöðu við lánveitingar til endurnýjunar skipa þrátt fyrir tilmæli þar um. Forsend- ur fyrir frekari lánveitingum vegna nýrra skipa eða verulegra endur- bóta á eldri skipum eru nú brostnar. Á næstu mánuðum verða menn að beita sér af fullri hörku við að draga úr kostnaði. Búast má við að útgerðarfyrirtæki, sem hafa fleiri en eitt skip í rekstri, sameini veiði- heimildir og útgerðir skipa samein- ist í ríkari mæli. Þess þarf þó að gæta, að slíkar ráðstafanir leiði ekki til aukinnar sóknar í smærri fisk. Þá verður að virða þá sérstöðu sem sum byggðarlög búa við. Svip- uð sjónarmið eiga við um fisk- vinnslufyrirtæki. Vandamál þeirra verða ekki leyst nema með lækkun kostnaðar, aukinni samvinnu og sérhæfingu. Það er auðsætt að menn verða að einbeita sér að þessu verkefni og víkja til hliðar veigaminni sjónarmiðum. Þegar sverfir að í aflabrögðum er brýnna en nokkru sinni fyrr að auka verð- mætasköpun og ráðstafa aflanum með heildarhagsmuni að leiðar- ljósi. Því hefur verið haldið fram á opinberum vettvangi, að stórum hluta aflans sé hent fyrir borð, og stórkostlegt smáfiskadráp sé stundað. Avallt heyrast slíkar full- yrðingar en í lengstu lög ber að treysta útgerðarmönnum og sjó- mönnum því þeir hafa sjálfir mestra hagsmuna að gæta. Það skýtur hins vegar skökku við að sumir togarar veiða aldrei neinn undirmálsfisk á meðan aðrir veiða árlega nokkur hundruð lestir. Þetta fær ekki staðist og því verður að auka eftirlit og herða viðurlög við hugsanlegum brotum, m.a. með sviptingu veiðileyfa. Áhyggjuefni er hve meðalþyngd þorskaflans er lág. Sú gagnrýni hefur heyrst að hér sé um að kenna þeim aðferðum sem við beitum við fiskveiðistjórn. Þær leiði til rangrar nýtingar fiskistofnanna. Engin haidbær rök hafa verið færð fyrir skoðunum af þessu tagi. Nær liggur að álykta að röng samsetning flotans, of mikill heildarafli á liðn- um árum og miklar sveiflur í nýlið- un þorskstofnsins valdi því að veið- in beinist nú fyrst og fremst að tveimur ungum þorskárgöngum. Tvímælalaust ber að stefna að því að veiðar úr fiskistofnunum byggist á sem flestum árgöngum. Með því næst hámarksafrakstur og forðast má aflasveiflur. í þessu skyni ber að beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir smáfiskadráp. Jafnframt verðum við að kanna með hverjum hætti megi beina fyrirsjáanlegum samdrætti í stærð fiskiskipaflotans að þeim hluta hans sem mest veiðir af smærri fiski. Ráðstöfun afla a) ÚHlutningur á óunnum fiski. Stjórnvöldum ber skylda til að hafa eftirlit með og stjórna nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Mikilvægt er að afrakstursgeta hennar sé nýtt á sem hagkvæmastan hátt á hverj- um tíma. Það er þó ekki einvörð- ungu nægilegt að ná aflanum held- ur varðar mestu að koma honum í hendur þeirra kaupenda sem vilja greiða hæsta verð fyrir vöruna. Um þetta ættu allir að vera sam- mála. Öll skref framleiðslunnar - allt frá veiðum og vinnslu - til sölu afurðanna hljóta að taka mið af markaðnum á hverjum tíma. í því sambandi má það aldrei gleymast að við getum með frumkvæði, samstarfi og skipulagi haft veruleg áhrif á markaðinn. Á þingum ykkar undanfarin ár hef ég látið í ljós áhyggjur mínar yfir vaxandi útflutningi á ísfiski. Allir geta verið sammála um að nýta beri þessa markaði á skynsam- legan hátt. Hins vegar getur taum- laus útflutningur leitt til mikils skaða - bæði fyrir útvegsmenn og sjómenn. Auðsætt er að íslending- ar munu ekki geta sett sitt mikla magn sjávarafurða óunnið á markað. Það væri álíka og stærstu appelsínuframleiðendur kæmu öll- um sínum afurðum ferskum á ávaxtamarkað - í stað þess að vinna hluta þeirra í safa og aðrar vörur með mikið geymsluþol. Frysting, söltun og hersla eru enn einu leiðirnar til að stýra birgða- haldi og sölu fiskafurða á fjarlæga markaði, svo unnt sé á skipulegan hátt, að mæta eftirspurn og hafa áhrif á verðþróun. í því sambandi verður að hafa í huga að kvótakerfi við stjórn fiskveiða byggir á þeirri forsendu að útvegsmönnum og sjómönnum eru fengnar í hendur ákveðnar heimildir því þeim sé best treystandi til að tryggja há- marksafrakstur af fiskveiðum. Stundarhagsmunir útvegsmanna og sjómanna geta hins vegar stang- ast á við hagsmuni þjóðarinnar en þegar til lengri tíma er litið fara þessir hagsmunir saman. Við mótun fiskveiðistefnunnar á síðasta hausti gerði ráðuneytið til- lögu um hækkun álags vegna út- flutnings á ísfiski úr 10% í 25%. Þessi tillaga mætti andstöðu og fór svo að álagið hækkaði einungis í 15%. Reynslan hefur hins vegar sýnt að rétt hefði verið að fallast á tillögur ráðuneytisins. Síðasta sumar var mörgum farið að of- bjóða útflutningur á ísfiski sem leiddi til verulegra verðlækkana á okkar helstu ísfiskmörkuðum. Þá hafði Sj ávarútvegsráðuneytið - eft- ir samráð við Utanríkisráðuneytið og hasmunaaðila í sjávarútvegi - frumkvæði að því að gera tilraun til að skipuleggja þennan útflutn- ing. Þessi tilraun sýndi að unnt er að tryggja stöðugt og gott verð fyrir ísfiskinn - ef rétt er á málum haldið - og markaðinum ekki of- boðið. Hins vegar er vandséð hvernig slík stýring verði fram- kvæmd til langframa með ásættan- legum hætti. Af hendi ráðuneytis- ins var hér einungis um tímabundn- ar aðgerðir að ræða og var því jafnframt beint til hagsmunaaðila að þeir kæmu sér saman um fram- tíðarskipulag þessara mála. Eigi sjást þess nægileg merki að hagsmunaaðilar hefi tekið á þessu vandamáli föstum tökum. Tillögur Fiskiþings eru ekki líklegar til að leysa þetta mál. Opinberum af- skiptum af útflutningi á ferskum fiski verður að stilla í hóf. Gera verður þá kröfu til aðila í sjávarút- vegi, að þeir komi sér saman um málið, án fyrirmæla stjórnvalda. Til dæmis mætti setja á fót afla- miðlun sem rekin væri af aðilum í sjávarútvegi. Hlutverk slíkrar miðlunar væri að afla upplýsinga um ástand og horfur á mörkuðum erlendis en jafnframt gæfist fisk- vinnslufyrirtækjum um allt land tækifæri til að skrá óskir sínar um kaup á afla. Þannig fengju útgerð- armenn ávallt tvo raunhæfa kosti, þ.e. að selja til vinnslu innanlands eða úr landi. Ég vænti þess, að þetta mál verði rætt af sanngirni og skynsemi á fundi ykkar og að sú umræða geti leitt til niðurstöðu, án verulegra afskifta stjórnvalda. Ef ekki verður sýnd tillitssemi við atvinnuaðstæ.ður í landi er einsýnt að togstreita og átök aukast er munu aðeins leiða til tjóns. b) Fjölgun frystiskipa. Um þessar mundir virðist eiga sér stað hljóðlát breyting í vinnslu sjávarafla. Varla kemur skip til landsins sem ekki er með einhverj- um hætti útbúið til frystingar á afla. Slík þróun hefur óhjákvæmi- lega áhrif á vinnslu og afkomu- möguleika í landi. Þegar arðsemi fjárfestingar í nýjum skipum er metin, virðist oftast litið einangrað á rekstur skipsins sjálfs og sýnist þá oft að frystiskip skili betri afkomu en ísfiskskip. í þessum útreikning- um gleymist oft að útgerð skipanna er liður í umfangsmeiri rekstri því jafnan er fyrir í landi veruleg fjárfesting til vinnslu og frystingar afla. Til að fá raunhæft mat þarf að líta á afkomu heildarinnar og við þann samanburð verður að reikna með sambærilegri fjármögnun frystitogara annars vegar og ísfisk- togara og fiskvinnslu hins vegar. Mörg frystihús eru með uppsafnað- ar skuldir meðan frystiskipin hefja rekstur með stofnlánum til langs tíma. Þetta getur villt mönnum sýn og ekki er að sjá að bankar og fjárfestingalánasjóðir veiti hér verulegt aðhald, þrátt fyrir veru- lega áhættu vegna lána til sh'kra fjárfestinga. Nú hafa um 70-80 fiskiskip ein- hvern frystibúnað um boð. Þar af eru um 20 togarar með fullkomna flakavinnslu. Þessi breyting hefur bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. Aukinn fjölbreytileiki í framleiðslu afurða gerir okkur kleift að vinna nýjan markað og minnka þá áhættu sem einhæf framleiðsla hefur í för með sér. Hins vegar ber að líta til þess fjármagns, sem varið hefur verið til uppbyggingar í landi, og þeirra væntinga sem fólk á landsbyggð- inni hefur gert sér um atvinnu í framtíðinni. Til stjórnvalda er gerð sú krafa að þau skapi skilyrði fyrir fullri atvinnu. Hér togast á hags- munir fólksins í landi, sem vill búa við fulla atvinnu og útvegsmanna, sem telja - með réttu eða röngu - hag fyrirtækja sinna best borgið með rekstri frystitogara. Útgerðarmenn gera kröfur um að njóta frjálsræðis í þessum efnum en ekki er ólíklegt að þeir sem hrópuðu eftir frelsi til afhafna eigi eftir að hrópa hærra eftir hjálp þegar samdráttur í afla verður á næstu árum. Margar þessara fjár- festinga voru byggðar á óraunhæf- um forsendum um aflaaukningu. Nú stöndum við t.d. frammi fyrir því, að setja verður hámark á grálúðuafla þeirra togara, sem velja sóknarmark en mörg þessara fulikomnu frystiskipa hafa veitt grálúðu óheft innan svigrúms sókn- armarksins. Veiðin á grálúðu hefur því farið langt umfram ráðlegging- ar fiskifræðinga. Sama má segja um rækju en all mörg skip voru byggð vegna bjartsýni um meiri veiði úr úthafsrækjustofninum. Úrræði Það er engum vafa undirorpið að við mikinn efnahagsvanda er nú að etja. Á honum þarf að taka eins og svo oft áður. Víst er að miklu máli skiptir fyrir framtíðina hvern- ig til tekst. Áð því er sjávarútveg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.