Tíminn - 19.11.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.11.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 19. nóvember 1988 Illllllllllllllllllllllllíl BÆKUR llllllllllllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllll 11111 lllllll lllllllllllllll Skrifstofuhúsnæði óskast Dómsmálaráðuneytið óskar eftir að taka á leigu 250-300 fermetra skrifstofuhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík fyrir Fangelsismálastofnun ríkisins. Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast snúi sér til dómsmálaráðuneytisins, Arnarhvoli fyrir 28. nóv- ember n.k. Lýsing á húsnæði fylgi og upplýsingar um staðsetningu, aldur, verðhugmyndir o.fl. sem máli kann að skipta. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 16. nóvember 1988. REYKJMJÍKURBORG Acuc&vi Stfcáci Slökkvistöðin í Reykjavík auglýsir eftir starfsmönnum til starfa á næsta ári. Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 20-28 ára, hafa iðnmenntun eða samsvarandi menntun og meira próf bifreiðastjóra. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu slökkvistöðvarinnar. Verk- og kerfisfræðistofan hf. auglýsir hér með forval verktaka vegna fyrirhugaðs útboðs Lánasjóðs íslenskra námsmanna á tölvu- kerfi fyrir sjóðinn. Skilafrestur er til 30. nóvember 1988. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Daða Jónsson í síma 91-687500. Verk- og kerfisfræðistofan hf. Hús verslunarinnar, 103 Reykjavík. Sóknarfélagar athugið Vegna 36. þings A.S.Í. vikuna 21.-25. nóvember verður skrifstofa Sóknar, Skipholti 50A opin sem hér segir: Mánudaginn 21. nóv. lokað. Þriðjudaginn 22. nóv. opið frá kl. 9-17. Miðvikudaginn 23. nóv. lokað. Fimmtudaginn 24. nóv. opið frá kl. 13.30-17. Föstudaginn 25. nóv. opið frá kl. 9-13.30. Starfsmannafélagið Sókn. Hestur í óskilum Hjá hreppstjóra Skilmannahrepps í Borgarfirði er í óskilum rauðstjörnóttur hestur 5-6 vetra, geltur og mark óljóst. Virðist bandvanur. Hesturinn verður seldur á uppboði sem haldið verður í Stóra-Lambhaga, Skilmannahreppi, laug- ardaginn 3. desember 1988 kl. 15.00. Innlausnar- frestur eru 12 vikur. Hreppstjóri Skilmannahrepps. Siglaugur Brynleifsson: Reykjavík Páll Líndal: Reykjavfk - Sögustaður við Sund. Rltsljóm: Elnar S. Arnalds - Ritstjóm myndefnls: Örlygur Hálfdanarson Prentlögn: Kristlnn Sigurjónsson. I-III. Bóka- útgáfan Örn og Örlygur hf. 1986-88. Páll Líndal skrifar í formála: „Þessi þrjú bindi um Reykjavík eru byggð á staðfræðilegum grunni en leiðir liggja um fortíð og nútíð þar sem persónusaga skipar vissulega öndvegi.. “ Þetta er saga sögustaðar við Sund í máli og myndum. Byggð á þessum slóðum er talin hafa hafist á 9. öld með Ingólfi, „hann byggði suður í Reykjavík." Sxðan eru liðin 1100 ár og 1986 voru liðin 200 ár frá því bærinn hlaut kaupstaðarréttindi. Árið 1703 er jörðin Reykjavík ásamt hjáleigum talin hafa verið metin á eitt hundrað hundraða. Heimilismenn eru þá 11. 1 Seltjamameshreppi hinum foma voru 606 íbúar 1703, hreppurinn náði yfir Seltjarnarnes milli Fossvogs og Elliðaárvogs og yfir núverandi Kópavogsland, Örfirisey og Engey. Alls töldust um 40 hjáleigur í hreppnum, heimili vom 110, 42 heimili bænda, 42 heimili hjáleigu- bænda og 17 heimili tómthúsmanna og 9 heimili húsfólks. Niðursetning- ar voru 127. Um 1700 lifði meirihluti íbúanna á sjósókn. Sjósókn hófst í verulegum mæli á 15. öld, jafnframt fjölgar þá hjáleigum umhverfis helstu stórbýlin, sem voru framan af öldum, Nes, Reykjavík og Laugar- nes. tbúum hreppsins fór fjölgandi með auknum útvegi og um 1700 lifði meirihluti fbúanna á sjósókn. í kaþólskri tíð átti Viðeyjarklaust- ur jarðirnar Hvamm, Digranes, Klepp, Vatn, Vatnsenda, Breiðholt, Hólm, Reyðará, Arnarhól og Örfir- isey. Með aukinni útgerð jókst eftir- sókn eftir útvegsjörðum á þessum slóðum og við siðaskiptin komst konungur yfir jarðir Viðeyjarklaust- urs og Skálholtsstóll var neyddur til jarðaskipta við konung, útræðis- jarðir fyrir arðminni eignir annars- staðar. Konungsútgerð hefst á þess- um slóðum og fylgdu henni bág kjör leiguliða og hjáleigubænda í Sel- tjarnarneshreppi, aðrir eignamenn sem áttu jarðir í hreppnum lögðu höfuðáherslu á útveginn. Með ein- okuninni efldist verslun í Hólminum og á 17. öld má marka efling Hólms- ins sem verslunarstaðar af Bréfabók- um Brynjólfs biskups, en útgerð hans og Skálholtskirkju var mikil frá Skipaskaga, Hvalfxrði og víðar og þaðan var fiskurinn fluttur í Hólm. Fiskur var eingöngu fluttur utan úr Hólminum, engar landbúnaðaraf- urðir. Hafnarfjörðurvarlengi keppi- nautur Hólmsins um verslun, en þegar kemur fram á 18. öld og undirbúningur að Innréttingunum hefst, tékur Skúli Magnússon Reykjavík fram yfir Hafnarfjörð sem hentugan stað fyrir væntanleg iðnaðarumsvif. Á árunum 1752-60 voru reistar verksmiðjubyggingar og vefnaðar- iðja hefst ásamt ýmsum öðrum fram- kvæmdum. Skúli Magnússon vár driffjöður allra þessara fram- kvæmda. Ætlun hans var að módem- isera íslenskt samfélag samkvæmt hugmyndafræðum og stefnu mennt- aðra einvaldskonunga samtímáns um atvinnuhætti og stjómun. „Hann (þ.e. Skúli Magnússon) studdi inn- lenda kaupmannastétt meðan engin slík stétt var til. Hann studdi þéttbýli meðan engin þéttbýli voru til. Hann sótti stuðning sinn til stjórnarinnar í Kaupmannahöfn, sem tók mark á tillögum hans vegna þess að þær endurómuðu helstu framfarahug- myndirnar, sem þá voru í tísku úti í hinum stóra heimi“, (Gísli Gunnars- son: Upp er boðið ísaland. Örn og Örlygur Rv. 1987). Þessi klausa er inntak stefnu Skúla Magnússonar. Þótt Innréttingarnar hryndu þá urðu framkvæmdir Skúla til þess að festa þéttbýlismyndun í Reykjavík. Stefna hans var að efla bæri Reykja- vík með búsetu embættismanna landsins þar og þar með að „gera Reykjavík að stjórnsýslumiðstöð innanlands". (Lýður Björnsson: Ágrip af sögu Innréttinganna - Reykjavík í 1100 ár. Sögufélag 1974). „Nafngiftin faðir Reykjavík- ur virðist því réttmæt". (Sama heim- ild). Sexfaldur skafmiði til styrktar Vogi SÁÁ (Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið) og Styrktarfélag Vogs hafa í sameiningu gefið út nýjan skafmiða, sem hver um sig inniheld- ur möguleika á sex tegundum vinn- inga. Hann hefur hlotið nafnið Sexfaldi vinningsmiðinn. Á hverjum miða eru sex rammar. í hverjum ramma eru þrír skafreitir. Ef sama mynd birtist í skafreitunum þremur hefur vinningur fallið á miðann. Skaffletir á hverjum miða eru því alls 18, en vinningsmöguleik- ar sex eins og áður sagði, og eru vinningar samtals 20.000. Þeir eru: Ricoh video töku/afspilunarvélar, Nintendo sjónvarpsleiktæki. Olym- pus myndavélar, Tec vasadiskó. Nintendo tölvuspil, Konica filmur. Heildarverðmæti vinninganna eru rúmar 24,7 milljónir króna. Vinn- inga skal vitj að í Nesco í Kringlunn i. Miðinn kostar 50 krónur. Allur ágóðir af sölu hans rennur til sjúkra- stöðvarinnar Vogs. Páll Líndal. I Móðuharðindunum leitaði fólkið af þeim svæðum sem verst urðu úti, til þeirra staða þar sem einhverja lífsbjörg var að hafa, sem var til verstöðvanna og þar á meðal til Reykjavíkur og þar var einnig að hafa einhverja íhlaupavinnu meðan verksmiðjurnar störfuðu. Fólk sem einu sinni var flutt til bæjarins hvarf þaðan ekki aftur, þargáfust úrkostir, sem ekki var að hafa annars staðar og þegar allt um þraut var sjórinn gjöfull. - Jh. Aukin verslunarumsvif eftir breyt- ingar á verslunarhögum efldu byggð- ina og á síðasta hluta 18. aldar er Reykjavík orðin „stjórnsýslumið- stöð_ landsins“, auk þess að verða þar með samgöngumiðstöð við höfuðborg ríkisins, Kaupmanna- höfn. Fiskur, verslun og stjórnsýsla festu byggðina og 1809 þegar Jör- undur gerir stjórnarbyltingu þá var Reykjavík orðin höfuðstaður landsins, lykillinn að stjórnsýslunni og landið lýst sjálfstætt í 40 daga (hundadagana). Þessi þrjú bindi um Reykjavík er byggða- og menningarsaga verslun- ar, útgerðar og stjórnsýslusaga, krydduð persónu- og ættasögu í tvöhundruð ár. Hér er að finna upplýsingar á einum stað, sem myndi kosta leit í ótal heimildum ella. Efninu er raðað eftir stafrófsröð gatna og staða, stofnana og ýmissa fyrirbæra og persóna, skyndimynd- um úr minningum og bókmenntum er brugðið upp þar sem tilefni gefast til. Staðfræðin er aðall bókarinnar í máli og myndum. Myndirnar nálgast þúsundið, myndir af húsum, götu- myndir, af minjum, landslagsmynd- ir, listaverkum, götulífi og atburðum ásamt uppdráttum og kortum. Söfnun, val og niðurskipan mynd- efnis í þessi þrjú bindi hefur verið óhemju verk. Textinn er í senn greinagóður, heimildatrúr og mjög læsilegur, tilvísanir eru til mikilla leiðbeininga um sögusviðið. Þetta er reykvísk alfræði og Reykjavíkur- albúm. Uppflettibækur og alfræði- bækur eru sjaldnast skemmtilestur, en það er þessi bók. Páli Líndal hefur tekist að lífga löngu liðnar kynslóðir, lýsa starfi þeirra og striti og oft kátlegum viðbrögðum við óvenjulegum uppákomum og ekki síður kemur núlifandi kynslóð spáss- erandi út úr síðunum. Höfundur ber gott skyn á söguleg hlutföll, á þann veg að ekkert tímaskeið er afskipt. Myndaval Örlygs Hálfdanarsonar ber vott um menningarsögulegan og myndrænan skilning. Texti ogmynd- efni mynda samofna og mjög svo skemmtilega heild. j-t, v . Reykjavík er par exellence „opin borg“ og það höfuðeinkenni kemur einmitt fram í texta og myndum og það allrabesta er að húmorinn skort- ir ekki. Prentlögn og tæknilega umsjón hefur Kristinn Sigurjónsson annast og þar með hönnun útlits ritanna. Sigurþór Jakobsson hefur séð um kápu og spjaldskreytingu og ritstjóri verksins er Einar S. Amalds. Hann hefur skipulagt uppsetningu og niðurskipan texta og mynda og séð um undirbúning handrits til prentun- ar. Samræming verks sem þessa í skipulega heildarmynd er vandasamt og erfitt verk en það hefur tekist með ágæmm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.