Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 19. janúar 1989 llllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR London. Markahæstu menn í ensku knattspyrnunni eru nú þessir: 1. deild. Alan Mclnally Aston Villa 21 mark Alan Smith Arsenal 18 mörk Dean Saunders Derby County 14 mörk Mark Hughes Manchester Un. 13 mörk 2. deild. Tommy Tynan Plymouth 21 mark Keith Edwards Hull 17 mörk Kerry Dixon Chelsea 15 mörk Ian Wright Crystal Palace 15 mörk 3. deild. Steve Bull Wolverhampton 28 mörk Tony Agana Sheffield Unt. 19 mörk Liam Robinson Bury 18 mörk Brian Deane Sheffield United 17 mörk 4. deild. Terry McPhillips Halifax 18 mörk Ian Muir Tranmere 18 mörk Phil Stand Hareford 16 mörk Madrid. Sergei Bubka sigraði í stangarstökki á innanhússmóti á Spáni um síðustu helgi. Bubka stökk 5,70 m sem er langt frá hans besta árangri. Hann á heimsmetið innan- húss 5,97 m og einnig heimsmetið utanhúss 6,06 m. Annar á mótinu í Madrid var Bandaríkjamaðurinn Scott Davis sem stökk 5,50 m eins og Frakkinn Philippe Coliet sem varð þríðji. - m Hvalrengi Bringukollar Hrútspungar 590 - W Lundabaggar 570 - Sviðasulta súr í Sviðasulta ný £ Pressuð svið Svínasulta Eistnavefjur Hákarl 1.590 - Hangilæri soðið 1.555 - Hangifrp.soð. 1.155 - Úrb. hangilæri 965 - Úrb. hangifrp. 721 Harðfiskur 2.194 - Flatkökur 43 kr. Rófustappa 130 kr.kg Sviðakjammar 420 - Marineruð síld 45 flakið Reykt síld 45 kr.stk. Hverabrauð 78 kr. Seytt rúgbrauð 41 - Lifrarpylsa 507 kr.kg Blóðmör 427 - Blandaður súrmatur í fötu 389 - Smjör 15 gr. 6.70 kr.stk. t: m t m m Glassibæ 25 68 5168. Pálmar valinn íþróttamaður Hafnarfjarðar íþróttaráð Hafnarfjarðar hefar valið Pálmar Sigurðsson íþróttam- ann Hafnarfjarðar 1988. Pálmar náði einstökum árangri með Haukaliðið í fyrravetur er hann leiddi liðið til sigurs á íslandsmótinu í fyrsta sinnn í sögu félagsins. Pálmar þjálfaði þá liðið og var jafnframt þeirra besti leikmaður. Á undanförnum árum hefur Pálm- ar verið í allra fremstu röð körfukn- attleiksmanna hérlendis, eftir að hafa orðið 8 sinnum íslandsmeistari með yngri flokkum félagsins. Hann hefur verið valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar, verið stigahæsti leikmaður deildarinnar, skorað flestar þriggja stiga körfur, verið með besta vítahittni og í fyrra var hann valinn besti þjálfari deildarinn- ar. Pálmar hefur átt stórleiki með íslenska landsliðinu og oft verið valinn besti bakvörðurinn á mótum erlendis. Þá er mönnum enn í fersku minni úrslitakarfa hans í C-Evrópu- Körfuknattleikur: Forysta Keflavíkur- stúlkna minnkar íslandsmeistarar ÍBK ■ körfu- knattlcik kvenna töpuðu sínum fyrsta leik á íslandsmótinu er þær léku gegn KR. KR stúlkur unnu 44-39 og eru nú aðeins 4 stigum á eftir ÍBK. ÍBK hefur 20 stig, en KR hefur 16. ÍR hefur einnig 16 stig, en hefur leikið einum leik fleira en KR. ÍR vann Njarðvík létt á fimmtudag- inn var. Þá vann ÍS 49-33 sigur á Grindavíkurdömum. Staðan í 1. deild kvenna er nú þessi: Keflavík . . 11 10 1 564-415 20 KR.......... 11 8 3 454-519 16 ÍR ......... 12 8 4 662-601 16 ÍS.......... 12 7 5 579-532 14 Haukar ... 12 5 7 523-547 10 Njarðvík . . 12 3 9 432-522 6 Grindavík .12 0 12 473-651 0 BL Bikarinn í kvöld keppninni, gegn Norðmönnum í Laugardalshöllinni fyrir nokkrum árum, en sú karfa kom íslandi í hóp B-þjóða í Evrópukörfuknattleikn- um. Alls fengu 10 aðilar viðurkenn- ingu fyrir framfarir og góða frammi- stöðu í íþróttum í Hafnarfirði. Þeir voru: Arnþór Ragnarsson SH fyrir sund, Linda S. Pétursdóttir Björk fyrir fimleika, Úlfar Jónsson Keili fyrir golf, Pálmar Sigurðsson Haukum fyrir körfuknattleik, Margrét Theó- dórsdóttir Haukum fyrir handknatt- leik, Þorgils Óttar Mathiesen FH fyrir handknattleik, Oddur Sigurðs- son FH fyrir frjálsar íþróttir, Ölafur Jóhannesson FH fyrir knattspyrnu, Stefán Rafn Haukum fyrir störf að íþróttmálum og Finnbogi F. Arndal fyrir störf að íþróttamálum. Þá fékk Hilmar Arnórsson viður- kenningu fyrir að vera góð fyrirmynd í íþróttum. Hann er hinn dæmigerði almenningsíþróttamaður, en að auki hefur hann ódrepandi áhuga á íþróttamálum á keppnissviði og veit- ir þeim sinn stuðning með góðum ráðum og áhuga. BL Colorado Springs. Bandaríska knattspyrnusambandið hefur ráðið Bob Gansler sem lands- liðsþjálfara. Gansler, sem er fæddur í Ungverjalandi, var fyrirliði banda- ríska landsliðsins á Ólympíuleikun- um 1964 og 1968. Hann var áður aðstoðarþjálfarí liðsins. Snóker: Tilþrif hjá Steve Davis Heimsmeistarinn í snóker, Bret- inn Steve Davis, sigraði landa sinn Nigel Foulds, í snókereinvígi á Hótel íslandi í fyrrakvöld. Davis sýndi snilldartilþrif og sigraði í 5 römmum, en Foulds sigraði í 3. Áhorfendur sem fjölmenntu á hótelið fengu hina bestu skemmtun fyrir aurana sína, því Davis fór á kostum og í sýningar- leik eftir einvígið kom enn betur í Ijós hve góður Davis er í þessari íþrótt. Foulds er heldur enginn auk- visi, hann er talinn 3. besti snóker- leikmaður í heimi. BL Pálmar Sigurðsson í leik með Haukum. Tlmamynd: P|etur Körfuknattleikur - NBA: Leik Heat og Suns frestað í fyrrakvöld átti að fara fram leikur Miami Heat og Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfuknattleik á heimavelli Heat í Miami Arena í Ovcrtown blökkumannahverfinu í Miami. Leiknum varð að fresta vegna óeirða sem brutust út í hverf- inu annan daginn í röð. Borgaryfir- völd treystu sér ekki til að ábyrgjast öryggi áhorfenda og var leiknum því frestað. Miami Arena er mjög skammt frá aðalóeirðasvæðinu. Það telst til tíðinda að leikjum í deildinni skuli vera frestað. Síðast var leik frestað þann 11. nóvember 1987 vegna veðurs. Miami liðið á að leika á móti Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls í Miami í kVöld. Það væri kannski ráð fyrir yfirvöld í fylkinu að fá Jordan til að róa samlitunga sína, en hann er vinsælasti íþróttamaður Bandaríkj- anna í dag. Úrslit leikja NBA-deildarinnar í fyrrakvöld voru sem hér segir: N.J.Nets-San Antonio Spurs .... 117-112 Atlanta Hawks-Milwaukee Bucks . 111-98 Chicago Bulls-Indiana Pacers .... 103- 96 Seattle Supers.-L.A.CIippers .... 130-107 UtahJazz-PortlandTrailblaz .... 111-110 Sacramento Kings-Houston R . . . 123-109 BL Körfuknattleikur: Kóngakeppni í körfu hjá Þórsurum Köifuknattleiksdeild Þórs á Ak- ureyri gengst fyrir svokallaðri kóngakeppni i körfuknattleik laug- ardaginn 25. febrúar n.k. Þátttak- endur verða að vera orðir 40 ára og liðum jafnt sem félagshópum er heimilt að senda lið í mótið. Þátt- töku skal tilkynna til Jón Más Héð- inssonar í síma 96-25486, eða Krist- ínar Jónsdóttur í síma 96-25662 sem fyrst. BL í kvöld verða 5 leikir í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar í körfukn- attleik. Haukar taka á móti Grindvíking- um í íþróttahúsinu við Strandgötu. Haukar þurfa að vinna upp 5 stiga mun úr fyrri leik liðanna. í íþróttahúsi Hagaskóla taka KR- ingar á móti Valsmönnum, sem hafa 13 stiga forskot úr fyrri leiknum. Stúdentar taka á móti Tindstæli- ngum í íþróttahúsi Kennaraháskól- ans, en Tindastóll vann fyrri leikinn með miklum mun. Þá mætir hið stórskemmtilega lið Molduxa frá Sauðárkróki í bæinn og leikur gegn ÍR-ingum í Seljaskóla. ÍR-ingar unnu fyrri leikinn nteð 15 stiga mun. Allir þessir leikir hefjast kl. 20.00. Á eftir leik KR og Vals í Haga- skóla leika Léttir og ÍS b, en ÍS b vann fyrri leikinn með 1 stigs mun. Leikurinn hefst kl 21.30. BL Knattspyma innanhúss: Stórmótið á Nesinu Hið árlega stórmót Samtaka íþróttafréttamanna í innanhúss- knattspyrnu verður haldið í nýja íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi á sunnudaginn. Átta liðum er boðið til þátttöku í mótinu. Liðunum er skipt í tvo fjögurra liða riðla og leika allir við alla. í A-riðli leika KR, KA, FH, og Grótta, en í B-riðli leika Fylkir, ÍA, Fram og Valur. Keppni hefst kl. 13.00 með leik vesturbæjarstórveldanna KR og 17.25. Framarar unnu stórmótið í fyrra og einnig í fyrsta sinn sem það var haldið, 1984. KR-ingar unnu mótið í 3 ár í röð, ’85, '86 og ’87 og unnu þvf bikarinn til eignar. Hér er um cinstakt tækifæri að ræða að sjá bestu knattspyrnulið landsins, innanhúss, í ieik og um leið að skoða hið glæsilega íþrótta- hús þeirra Seltirninga. BL Gróttu. Eftir að riðlakeþpninni lýkur taka við undanúrslit. þarsem lið í 2. sæti leikur gcgn liðinu í 1. sæti í hinum riðlinum. Undanúr- slitin hcfjast kl. 16.30 en úrslita- leikurinn milli sigurvegaranna I undanúrslitaleikjunum hefst kl. 18.00. Ómar Ragnarsson mun taka fram knattspyrnuskóna eftir langt hlé og leika með stjörnuliði sínu gegn liði íþróttafréttamanna. Þessi stjörnuleikur verður á dagskrá Id.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.