Tíminn - 10.03.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.03.1989, Blaðsíða 3
Tíminn 3 I ' " C/ J “ Föstudagur 10. mars 1989 Gert út um húsnæöismál á ríkisstjórnarfundi í dag, Jóhanna Sigurðardóttir hafnar málamiölun framsóknar: „Tillagan er óaðgengileg" Tillögur Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra, um breytingar á húsnæðismálakerfinu, verða teknar fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag. Ljóst er að djúpstæður ágreiningur ríkir á milli framsóknarmanna og Jóhönnu um húsbréfakerfi það sem ráðherrann hefur lagt til að tekið verði upp í stað núverandi kerfis. Þingflokkur framsóknarmanna lagði fram málamiðlunartillögu í gær, sem Jóhanna hefur þegar hafnað.' Ráðherrann hefur sagt að hún muni segja af sér, hafi hún ekki sitt fram, stendur hún við það? „Ég hef alltaf staðið við það sem ég hef sagt,“ var svar félagsmálaráðherra við þeirri spurningu. Málamiðlunartillaga framsókn- armanna var á þá leið að húsbréfa- kerfið yrði reynt til hliðar við núver- andi húsnæðislánakerfi. Fjármögn- un frá lífeyrissjóðunum yrði óbreytt, en veitt yrði 500 milljónum í nýtt húsbréfakerfi, sem yrði einungis bundið við kaup á notuðu húsnæði. Vextir af skuldabréfum yrðu fastir og færu ekki upp fyrir þá vexti sem eru á skuldabréfum ríkissjóðs. Tekið skyldi til skoðunar hvort veita ætti þeim sem öðlast hafa rétt á núver- andi biðlista forgang til skuldabréfa- skipta ef þeir óska. Annars verði farið eftir tímaröð umsókna. „Þetta er engin málamiðlun í mín- um augum og ég skil ekki hvað framsóknarmenn eru að fara með þessu. Þessi skilyrði sem þarna eru sett eru algerlega óaðgengileg," sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra í samtali við Tímann í gær. Ráðherrann bætti við að tillag- an sem þarna væri fram sett þýddi óbreytt húsnæðislánakerfi með óbreyttri fjárþörf. Það gæti hún ekki sætt sig yið og með þessum tillögum væri húsbréfakerfið gert óvirkt. Hvort ríkisstjórnin væri í hættu vegna þessara ágreiningsefna, sagð- ist Jóhanna ekki geta sagt til um. Það hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum að Jóhanna muni falla og standa með frumvarpinu um húsbréfakerfi. Hún vildi ekki svara því beint hvort hún hefði í hyggju að hóta afsögn á ríkisstjórnarfundinum í dag, en sagðist ekki treysta sér til að bera ábyrgð á þeirri vitleysu er við nú byggjum við í húsnæðismál- um. Núverandi fyrirkomulag hefði haft skaðleg áhrif á bæði húsnæðis- markaðinn og peningamarkaðinn. „Mín afstaða í þessu máli hefur komið fram,“ sagði Jóhanna, „og ég hef alltaf staðið við það sem ég hef sagt,“ ítrekaði Jóhanna. - ág " 'xHHyShh Mun Jóhanna Sigurðardóttir hóta afsögn sinni í dag? Hún segist ekki muni bera ábyrgð á núverandi húsnæöiskerfi og hafi alltaf staðið við það sem hún haH sagt. Sigurvegari Ford-keppninnar Lillí Karen Wdowiak sautján ára Reykvíkingur sem vann Ford- keppnina 1989 á miövikudaginn var. Hún varð hlutskörpust í hópi tíu stúlkna sem kepptu til úrslita og hlýtur að launum starfssamning við Ford Models í New York. Auk þess mun hún taka þátt í keppninni Supermodel of the World sem fram fer í Bandaríkjunum í Ágúst. Norðurlands Frá fréttaritara 1 ímans í Fljótuin, Krni Þórarins- syni: Skákþing Norðurlands, hið 54. í röðinni var haldið á Skagaströnd í síðustu viku. Úrslit urðu þau að Þór Valtýsson frá Akureyri sigraði í opna flokknum, hlaut sex vinninga af sjö mögulegum og hlaut því titilinn skákmeistari Norðlendinga. f öðru sæti varð Rúnar Sigurpálsson, Akur- eyri, með fimm og hálfan vinning og í þriðja sæti Ólafur Kristjánsson einnig frá Akureyri með fimm vinn- inga. í unglingaflokki sigraði Þórleifur Karlsson, Akureyri, með fimm og hálfan vinning af sjö mögulegum. Annar varð Örvar Arngrímsson, Akureyri, með fimm vinninga og þriðji Smári Teitsson, Akureyri,ein- nig með fimm vinninga. f kvennaflokki sigraði Arnfríður Friðriksdóttir, Dalvík, með fimm og hálfan vinning af sex mögulegum. í öðru sæti varð Ásrún Árnadóttir, Öxnadal, einnig með fimm og hálfan vinning og í þriðja sæti varð Þór- björg Þórsdóttir, Akureyri, með fjóra vinninga. í barnaflokki sigraði Guðmundur Guðmundsson, Hvammstanga, með sex og hálfan vinning af sjö mögulegum. Annar varð Páll Þórsson, Akureyri, incð sex vinninga og þriöji Magnús Eð- valdsson, Hvammstanga, sem hlaut fimm vinninga. Hraðskákmeistari Norðurlands varð Ólafur Kistjánsson frá Akur- eyri. Hann hlaut sextán vinninga af átján mögulegum. Mótið var liður í hátíðahöldum vegna fimmtíu ára afmælis Höfða- hrepps á þessu ári. Keppendur voru 83, teflt var í félagsheimilinu Fells- borg og Grunnskólanum á Skaga- strönd. Skákstjórar voru Albert Sig- urðsson, Baldur Daníelsson og Steingrímur Steinþórsson. Þess má að lokum geta að útgerð- arfyrirtækið Hólanes styrkti móts- haldara með myndarlegu fjárfram- lagi. Kynning á starf i Iðntæknistofnunar Forsvarsmenn Iðntæknistofnunar kynntu ráðherrum, þingmönnum og fleirum starfsemi hennar í gær. Þetta var fyrsti kynningarfundurinn af fimm sem haldnir verða á næstunni. „Kynningunni er ætlað að gera fleiri meðvitaða um þá starfsemi sem hér fer fram. Okkur hefur virst nokkuð skorta á að til dæmis þingmenn, ráðherrar og aðrir hafi verið nógu meðvitaðir um það hvað hér er gert,“ sagði Hallgrímur Jónas- son framkvæmdastjóri í samtali við Tímann. í fyrra var Norrænt tækniár sem fulltrúar frá Háskólanum, Alþýðu- sambandinu, Félagi íslenskra iðn- rekenda. Iðnaðarráðuneytinu. Iðn- tæknistofnun, Rannsóknarráði, Tæknifræðingafélaginu og Verk- fræðingafélaginu stóðu að. Þá var leitast við að efla þekkingu almenn- ings á tækni og skilning á mikilvægi hennar. Til dæmis höfðu 42 fyrirtæki eða stofnanir „opið hús“ þar sem starfsemin var kynnt og fór aðsókn fram úr björtustu vonum manna. Tækniárið var einnig kynnt í skólum, fjöldi ráðstefna haldinn og margt fleira. En þarna er ekki ætlunin að láta staðar numið. Kynningarfundurinn í gær var sá fyrsti af fimm sem haldnir verða hjá Iðntæknistofnun á árinu. Á hverjum fundi verður reynt að ná til ólíkra markhópa og fyrsti hópurinn samanstóð að megninu til af ráðherrum og öðrum starfsmönn- um þingsins. Markmið Iðntæknistofnunar er að efla nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Við verkefnaval er lögð áhersla á hagnýt rannsóknar- og þróunarverk- efni sem hafa á undanförnum árum orðið í auknum mæli tiltölulega alþjóðleg. Starfsemi stofnunarinnar er fjölþætt. Eitt af meginhlutverkum hennar er að veita iðnfyrirtækjum og iðnaðinum í heild faglega ráðgjöf og þjónustu. Staðlaráð íslands lýtur stjórn Iðn- tæknistofnunar og sinnir skyldum hennar varðandi stöðlun. Þar er unnið að útgáfu íslenskra staðla, stöðlunarstarf í landinu samræmt og unnið að samningu staðla á af- mörkuðum sviðum. Mikill hluti vinnunnar við að koma á innri markað Evrópubandalagsins er unn- in hjá vestur-evrópsku staðlasam- böndunum CEN og CENELEC sem staðlaráð Islands cr aðili að. Einnig fer fram umtalsvert fræðslustarf á vegum Iðntæknistofn- unar. Fræðsludeildinni er ætlað að mæta þörfum fyrirtækja og starfs- greina. Hún er aðili að mörgum samvinnuverkefnum í kennslu á vinnumarkaðinum auk þess að þróa eigin námskeiö. Önnur deild, matvælatæknideild, leggur höfuðáherslu á rannsókna- og þróunarstarf, auk alhliða sér- fræðilegri tækniþjónustu. Eitt helsta verkefnið núna cr framleiðsla fisk- nasls með útsprautunarsuöu. Þetta nasl er mun hollara en það hefð- bundna og er framleiðslan á loka- stigi. Innan stofnunarinnar starfa enn fleiri deildir og má þar nefna málm-, trefja-, tré-, líftæknideild og fleiri, sem allar gegna sérhæfðu hlutverki. Á fundinum voru allar deildir skoðaðar og kynntar. Meðal annars var gestum sýnd rafeindasmásjá sem stofnunin hefur tiltölulega nýlega tekið í notkun. Smásjáin getur stækkað sýni allt að 300 þúsund sinnum. Sambærileg stækkun á eld- spýtu myndi þýða að hún næði frá miðbæ Reykjavíkur, yfir Hafnar- fjörð og allt að álverinu í Straum- svík. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.