Tíminn - 10.03.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 10.03.1989, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 " RÍKISSKIP NUTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 S IftBÐBRÉfWftBSKIPTI SAIUHIINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 „LfFSBJÖRG í NORDURHÖFUM" Útvegsbankinn Seltj. Gíró-1990 Gegn náttúruvernd á villigötum ÞRttSTUR 685060 VANIR MENN FÖSTUDAGUR 10. MARS 1989 Atvinnutryggingarsjóður þegar afgreitt 42 fyrirtæki neikvætt og 66 jákvætt: Hlutafjársjóður fær um 15 bvggðavandamál Hlutafjársjóður mun að öllum líkindum fá strax um fimmtán fyrirtæki til afgreiðslu af þeim sem Atvinnu- tryggingarsjóður getur ekki aðstoöað. Um þessar mundir er verið að setja á legg stjórn Hlutafjársjóðs og verður Helgi Bergs, fyrrum bankastjóri Landsbankans, líklegast stjórnarformaður sjóðsins. Hann mun fá þcssi fimmtán fyriræki til afgreiðslu, en það cru fyrirtæki scnt ckki cru aðeins skoðuð út frá rekstrarvanda, hcld- ur fyrst og frcmst út frá sjónarmið- um um byggðavanda. Gunnar Hilmarsson, stjórnar- formaður Atvinnutryggingarsjóðs, sagði í viðtali við Tímann í gær, að raunin yrði að líkindum sú að um tvö af hverjum þremur fyrir- tækjum í sjávarútvegi fá jákvæða afgreiðslu hjá Atvinnutryggingar- sjóði. Við það munu svo bætast þau fyrirtæki sem fá jákvæða af- greiðslu hjá Hlutafjársjóði og koma aftur til Atvinnutryggingar- sjóðs. Atvinnutryggingarsjóður hcfur nú þegar afgrcitt 42 fyrirtæki nteð neitun, 66 fyrirtæki jákvætt og um sjö fyrirtæki hafa auk þess fcngið afgreiðslu mcð öðrum hætti en í gegnum sjóðinn. Það er því liægt að segja að 115 fyrirtæki hafi hlotið afgreiðslu af þeim tæplcga 200 sem hafa þegar scnt inn um- sóknir sínar. Þau liðlcga áttatíu fyrirtæki scm enn eru óafgreidd, ciga flcst cftir að senda inn árs- reikninga fyrir árið 1988, en þau sóttu líka llest um cftirsl. áramót. Til þeirra 66 fyrirtækja sem fengið hafa jákvæða afgreiðslu hafa runnið 775 milljónir króna í pcn- ingum og skuldbreyting hjá þeim ncntur um cinum milljarði og þrjú hundruð þúsund krónum, scm er samtals unt 2,1 milljarður króna. Sagðist Gunnar halda að enn væri von á umsóknum til sjóðsins og þær yrðu líklega um 230-240 þegar upp verður staðið. Af þeim 200 sem þegar hafa sótt um verða um 60-70 úti í kuldanum gagnvart Atvinnutryggingarsjóði. Um fimmtán þeirra fá að öllum líkind- um afgreiðslu hjá nýstofnuðum Helgi Bergs hefur verið orðaður við stjórnarformennsku í Hluta- fjársjóði. Hlutafjársjóði, vegna byggða- vandamála. Þegar slík vandamál hafa verið leyst er líklegt að Atvinnutryggingarsjóður geti aft- ur fjallað um mál þeirra. Þeim verði m.ö.o. komið í það form ciginfjárstöðu að það samræmist reglum Atvinnutryggingarsjóðs að veita þcim aðstoð. Aðspurður Gunnar Hilmarsson, formaður Atvinnutryggingarsjóðs. Tímamynd Pjelur sagðist Gunnar gera ráð fyrir því að sjóðurinn ætti eftir að bjarga um 150-160 fyrirtækjum frá gjald- þroti og rckstrarstöðvun þegar upp verði staðið og afgreiðslu núverandi umsókna vcrði lokið, að afgreiðslu Hlutafjársjóðs með- talinni. Auk þeirra lausna sem leitað er í gegnum Hlutfjársjóð og banka- kerfið, er einnig orðið Ijóst að sameining fyrirtækja í sjávarút- vegi á enn eftir að skila nokkrum árangri. Þannig er orðið Ijóst að sameiningarmál eru sem óðast að komast í höfn á Ólafsfirði og í Þorlákshöfn, en einnig eru sam- einingarmál að skýrast hjá fyrir- tækjum á Stöðvarfirði og í Breið- dalsvík. Þess má geta að meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið neitun hjá Atvinnutryggingarsjóði, eru fyrirtæki eins og loðdýrabú, fisk- eldisfyrirtæki og prjónastofur. Þar á meðal hafa verið fyrirtæki sem ekki hafa átt kirkjusókn í sjóðinn eða getað átt von á forgangi umfram fyrirtæki í sjávarútvegi. Af þeim 42 sem fengið hafa neitun hjá sjóðnum nú þegar, voru um 12 fyrirtæki sem ekki höfðu nægileg- an rekstrargrundvöll eða voru nógu stór til að sjóðurinn gæti afgreitt þau út frá reglugerð sinni. Þannig er það ekki nema tæpur þriðjungur fvrirtækja í sjávarút- vegi sem fengið hefur neitun eða boð um að leita til Hlutafjársjóð. KB Búnaðarþing um frumvarp um friðun hreindýra: Fyrirvari um veiðiréttinn Rádhúsbygging raskar aðflugi Búnaðarþingi lauk í fyrrakvöld. Eitt af þeim frumvörpum sem þingið fékk til umfjöllunar frá Alþingi til umsagnar, var frumvarp um friðun hreindýra. Um þetta frumvarp var fjallað í Tímanum fyrr í vikunni og bent á þá breytingu að veiðiréttur fylgdi ekki landareign. Þingið sá sig knúið til að gera athugasemd við þessa breytingu. f 7. grein frumvarpsins er tekið af skarið um að eignarréttur að landi skapi ekki eigendum landa rétt til veiða. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu, er hér um almenna takmörkum á eignarrétti að ræða, sem leiði af þeim friðunar- sjónarmiðum sem lögin eru reist á. í ályktun frá búfjárræktarnefnd segir að því aðeins sé fallist á sjónarmið greinargerðarinnar um skilnað vciði- réttar frá landeign að átt sé við að hann sé bundinn við þann tírna, sem friðunarlög séu í gildi og því mót- mælt að lögbundin friðun geti myndað hefð, eins og rætt sé um í frumvarpinu. Auk þess er lagt til að mál þessi heyri undir landbúnaðarráðuneytið og umsjónarmaður með hreindýr- um, undir veiðistjóra. Þá er mótmælt að tekjum af sölu veiðileyfa skuli varið til framkvæmdar laganna og lagt til að fimmmannanefnd skuli staðsett öll á Austurlandi. -ág Stjórn og trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Reykjavíkur: Fylgjum vísinda- áætlun ..Sú hætta vofir yfir að þeir sem kalla sig umhverfisverndarsinna snúi sér næst að botnfiskveiðum okkar. Til að fyrirbyggja fram- gang slíkra öfga er nú nauðsyn- legra en fyrr að koma á nýrri og öflugri sókn í kynningu okkar málstaðar og stefnu í nýtingu auðlinda fiskveiðilögsögu okkar,“ segir í ályktun frá fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Sjóntannafélags Reykjavíkur.. I ályktuninni er skorað á stjórnvöld að víkja í engu frá markaðri stefnu varðandi hval- veiöár í vísindaskyni fyrir öfga- hópum. Réttur fslendinga til veiða inn- an 200 mílna fiskveiðilögsögunn- ar sé ótvíræður og viðurkenndur af Sameinuðu þjóðunum. - sá „Það eru allar líkur á að þegar ráðhúsið er risið verði þessu breytt aftur til fyrra horfs. Það þurfti hins vegar að auka aðflugshallann að brautinni þar sem flogið er inn til lendingar yfir Kvosina, vegna bygg- ingakrananna sem notaðir eru við framkvæntdirnar," sagði Hörður Sveinsson hjá Flugmálastjórn. Hörður sagði að þar sem ekki væri gert ráð fyrir að ráðhúsið skagaði fullgert upp fyrir húsin í næsta nágrenni þess, þá væri ótrúlegt að aðflug yrði þarna með öðru móti en var áður en framkvæmdir hófust við ráðhúsið. Að tilhlutan landbúnaðarráðu- neytis mun fara fram talning á öllu búfé í landinu á vordögum. Þetta er að sögn Jóhanns Guðmundssonar starfsmanns ráðuneytisins, gert til þess að ganga úr skugga um að forðagæsluskýrslur bænda séu réttar. Hörður sagði að aðflugið væri athugað og endurskoðað reglulega og komið hefði í Ijós að aðeins hefði þurft að hækka aðflugið að brautinni vegna byggingakrananna. í sjálfu sér væri ekki uni það að ræða að aðflugshallinn breyttist heldur hefði lágmarkshæð yfir staðnum verið aukin lítillega. Lágmarkshæðin væri nú 270 fet og eru blindflugstæki vallarins nú stillt með tilliti til þess. Þegar fram- kvæmdum er lokið yrði þetta endur- skóðað aftur og líklegast yrði hæðin þá færð til fyrra horfs sem var 237 fet, eða því sem næst. - sá Talningin nær til alls búfénaðar, þar með eru taldir refir, minkar og önnur dýr sem ekki flokkast undir hefðbundinn búskap. Talninguna annast forðagæslumenn á hverjum stað, með aðstoð fulltrúa frá sýslu- manni í viðkomandi sveitarfélagi. -ág Búfé verði talið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.