Tíminn - 13.07.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.07.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 13. júlí 1989 Tilkynning til söluskatts- greiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir júnímánuð er 15. júlí. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Umboðsmaður - Akureyri Tíminn óskar eftir að ráða umboðsmann fyrir blaðið á Akureyri. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 91- 686300. Tíminn. BILALEIGA meö utibu allt i -kringurri landiö, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendi$i( interRent Bílaleiga Akureyrar /4 TÖLVU- NOTENDUR Víð í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu f PRENTSMIÐJAN Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Barn sem situr í barnabílstól getur sloppið við meiðsl í árekstri! || UMFERÐAR Heybindivél óskast Upplýsingar í síma 93-51381. + Útför mannsins mlns Gísla Kristjánssonar fyrrverandl útgerðarmanns fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 14. júlí kl. 13:30. Fanný Kristín Ingvarsdóttir. Menntamálaráðherra Islands í opinberri heimsókn í Finnlandi: Menningarfjárlög og listamannalaun Gerð norrænna menningar- fjárlaga, skólamál og verk- menntun í atvinnulíHnu voru á meðal málaflokka sem mennta- málaráðherra íslands og menn- ingarmálaráðherra Finnlands, Anna Liisa Kasurinen, tóku til Lands- fundur Útvarðar Byggðarhreyfingin Út- vörður, samtök um jafnrétti milli landshluta, héldu landsfund sinn að Reykjum í Hrútafirði dagana 1. og 2. júlí 1989. í ályktunum fundarins er varað sérstaklega við þeirri „alvarlegu byggðaröskun sem orðin er og þeirri hrikalegu þróun sem framundan virðist vera, ef ekki er brugðist við af mikilli festu“. Fundurinn bendir á nokkur atriði til að snúa þessari þróun við. Þar segir að gengisskrán- ingu skuli vera þannig hagað á hverjum tíma að tryggð sé góð afkoma útflutningsgreina. Þá fer Út- vörður fram á að fjölbreyttum land- búnaði sé haldið við. „Efling hefð- bundinna og nýrra búgreina er eitt stærsta byggðarmálið við núverandi aðstæður og um fyrirsjáanlega framtíð.“ Fundurinn mótmælir ein- nig öllum hugmyndum um innflutn- ing búvara. í ályktuninni segir einnig að ákvarðanataka sé of fjarlæg fram- kvæmdastað og fundurinn leggur áherslu á að heimabyggðir fái til meðferðar hluta þess framkvæmdar- valds sem nú er hjá ríkinu. Einnig segir að nauðsynlegt sé að efla þjónustugreinar á landsbyggð- inni, sem nú eiga undir högg að sækja. Fundurinn hvetur forráða- menn fyrirtækja sem þar starfa, að nýta öll möguleg tækifæri til eflingar atvinnu í heimahéraði. „Þetta er lykilatriði til þess að auka fjölbreytni í atvinnulífi og mannlífi á lands- byggðinni," segir í ályktun Útvarð- ar. GS. umræðu í opinberri heimsókn Svavars Gestssonar til Finnlands nú fyrir skömmu. Á fundi sem haldinn var þann þriðja þessa mánaðar voru rædd ýmis mál sem þjóðirnar vinna að sameiginlega og Finnar greindu frá sínu fyrirkomulagi í ýmsum mála- flokkum sem nú eru á döfinni í menntamálaráðuneytinu hér á landi. Má þar meðal annars nefna lista- mannalaun, vinnu Finna að stefnu- mörkun til næstu tíu ára í íþrótta- og æskumálum, þátttöku opinberra að- ila í rekstri ýmis konar menningar- starfsemi. Fjallað var um Finnsk-ís- lenska menningarsjóðinn og ákveðið að halda áfram eflingu höfuðstóls hans og fleira. Ráðherranum var boðið til Savol- ina þar sem haldin er óperuhátíð í Nýlega fékk Æfingastöð hjarta- og lungnasjúklinga sjö æfingahjól að gjöf frá Lionsklúbbi Reykjavíkur. Hjólin eru af Monark gerð og er verðmæti þeirra samtals um 750 þúsund krónur. Þetta er önnur stórgjöfin sem Lionsklúbbur Reykjavíkur gefur H- L stöðinni. Við opnun stöðvarinnar júlímánuði hvert ár. í Kuopio var borgar- og hérðasbókasafnið heim- sótt. En þar er sérstök íslandsdeild og töluvert safn íslenskra bóka. íslendingar munu á þessu ári veita safninu svipaðan styrk og á síðasta ári til bókakaupa. Jafnframt heim- sótti ráðherrann Háskólann í Kuop- io og var boðið á listsýningar í Punkaharju. Árið 1990 verður opnuð ný menn- ingarmiðstöð í Tammerfors. Áhugi er fyrir hendi á að miðstöðin opni með sérstakri fslandsviku og að Sinfóníuhljómsveit íslands byrji þar tónleikaferð sína um Norðurlöndin. Móttökur af hálfu Finna voru til mikillar fyrirmyndar og ber þar ekki síst að geta Matta Gustafsson deild- arstjóra sem lengi hefur starfað að menningarsamskiptum Finna og fs- lendinga. jkb 1. apríl s.l. gáfu þeir Ambu-neyðar- tösku sem er mikilvægt öryggistæki við þjálfun og endurhæfingu hjarta- og lungnasjúklinga. Endurhæfingastöðin er iokuð í júlí og ágúst vegna sumarleyfa. Starfsemin hefst að nýju 1. septem- ber. Endurhæfing hjarta- og lungnasjúklinga fer fram á H-L stöðinni undir handleiðslu sérfræðinga og með fullkomnum tækjakosti. Æfingastöð hjarta- og lungnasjúklinga: Lionsklúbburinn gaf æfingahjól Fógetaúrskurður enn í Hæstarétt Úrskurður fógetaréttar í fyrradag í málum OIíss og Landsbankans féll bankanum í hag. í úrskurðinum er komið til móts við þá kröfu bankans að Olís verði að benda á lausafé tíl tryggingar skuld sem nemur 116 mUIjónum króna. Lögmenn Olíss kærðu úrskurð- inn í fyrradag til Hæstaréttar og bætist kæran nú við tvær aðrar kærur sem fyrir Hæstarétti liggja vegna úrskurða fógeta og beðið er dóms í. Þrátt fyrir kæruna í fyrradag var málinu fram haldið en ekki frestað og bentu því fulltrúar Olíss á tankbíla félagsins sem tryggingar en þeir eru að mati Olíss 209 milljón króna virði. Landsbankinn féllst á að bílamir yrðu teknir gildir sem trygging en krafðist þéss að þeir yrðu metnir og tilnefndi fógeti þá matsmenn til að meta bílana. Málinu var síðan frestað þar til niðurstaða matsmannanna liggur fyrir. Flestir tankbíla félagsins eru ekki nýir af nálinni en Olís mun innan skamms fá splunkunýjan tankbíl af sænskri gerð, en þessa dagana er verið að setja á hann tank og smíða tankvagn sem bíllinn á að draga. Fer það verk frani í V-Þýskalandi. Þetta verður eitt stærsta tank- bílsúthald landsins og mun taka fulllestað nálægt fjörutíu þúsund lítra af olíu eða bensíni og kosta nálægt þrjátíu milljónum króna að sögn fróðra manna. -sá Fasteignamat ríkisins: íbúðaverð stöðugt á annað ár Raunverð, eða verð miðað við vísitölu, fjölbýlishúsaíbúða hefur nú verið svo að segja stöðugt á annað ár og greiðslukjör hafa ekki breyst umtalsvert í yfir eitt ár. Frá janúar fram til loka marsmán- uðar á þessu ári fjölgar viðskiptum úr 82 í 131 á meðan söluverð hvers fermetra helst tiltölulega stöðugt en útborgun hækkar lítillega. Raunverð fjölbýlishúsa í Reykja- vík hækkaði töluvert bæði 1986 og 1987 en var nokkuð stöðugt á síðasta ári eins og áður sagði. Aftur á móti skiptu hlutfallslega fáar íbúðir um eigendur í fyrra. Nú í ár má telja að velta á markaðnum hafi aukist um- talsvert, ef tekið er mið af fjölgun kaupsamninga. En þeir voru, í sölu- könnun Fasteignamats rfkisins, fleiri á fyrstu mánuðum þessa árs en verið hafði í heilt ár þar á undan. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.