Tíminn - 13.07.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.07.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 13. júlí 1989 Fimmtudagur 13. júlí 1989 Tíminn 11 . Net jarð skjálfta mæla um Suðurland Eftir Stefán Ásgrímsson Jarðskjálftar cru tíðir á íslandi. Nokk- uð er nú um liðiö síðan jarðskjálftar grönduðu mannslífum hcr en þó cr ckki ástæða til að sofna á verðinum. ísland er á miklu umbrotasvæði og mörgum eru enn í minni Dalvíkurskjálftarnir um miðja þessa öld og það tjón sem af þeim hlaust. Suðurlandsundirlendið er mikið jarð- skjálftasvæði og þar verða svonefndir Suðurlandsskjálftar á u.þ.b. hundrað ára fresti auk annarra og minni hræringa. Þar hafa orðið a.m.k. 15 skjálftar síðan árið 1700 sem voru öflugri en 6 stig á Richter- kvaröa. Jarðskjálftavirkni á Suöurlandi á rætur að rekja til Atlantshafshryggjarins sem liggur gegn um þvert landið um Mýrdals- jökul í Axarfjörð. Um Atlantshafshrygg- inn eru mót Evrópu og Ameríkuplatn- anna sem ganga í sundur um hrygginn. Plötumótin koma upp á Reykjanesi en hliðrast síðan austur eftir Suðurlandinu eftir sprungu sem liggur nokkurn veginn eftir 64. breiddarbaugnum cn um sprung- una er misgengi til gagnstæöra átta. Þaö mætti taka svo til orða að þarna fljóti Suðurland á plötu milli eystra og vestra gosbeltisins. Um sprunguna byggist upp spenna sem síðan losnar um, á um það bil hundrað ára fresti, og þá verður Suðurlands- skjálfti. Þess má geta að sprungan liggur nokkurn veginn um Selfoss og austur í Heklu. Það má því reikna með að þegar Suðurlandsskjálftinn skellur á - en jarð- eðlisfræðingar telja að við honum megi búast hvenær sem er innan næstu 25 ára - muni mikið ganga á í hinni þéttu byggð Suðurlandsundirlendisins og eignatjón verði umtalsvert. Jarðskjálftaspár Það hlýtur því að vera óheyrilega mikilvægt að geta spáð fyrir um þessar hamfarir og raunar um aðrar svipaðar hvar sem er í heiminum því að jarðskjálft- ar eru með mannskæðustu náttúruham- förum. Dæmi eru um að allt að 400 þúsund manns hafi farist í jarðskjálftum í Kína. Nú lítur út fyrir að íslendingar,. í samvinnu við hinar Norðurlandaþjóðirn- ar, séu að verða skapendur og braut- ryðjendur tækni sem gera mun kleift að spá fyrir um jarðskjálfta því í gær var kveikt á fyrstu athugunarstöð í kerfi sem athuga á Suðurlandsskjálftana, eðli þeirra, aðdraganda og forsendur og hugs- anlega að aðvara um skjálfta með ein- hverjum fyrirvara. „Almannavarnir hafa verið þess mjög fylgjandi að þetta kerfi kæmist á. Það er nauðsynlegt að mælingar og tilraunir til að sjá fyrir um jarðskjálfta verði efldar eins og hægt er. Allt sem hjálpar okkur til að þróa aðferð til að sjá jarðskjálfta fyrir gefur möguleika á, í framtíðinni, að vara við yfirvofandi skjálftum. Það getur skipt gífurlegu ináli um líf og dauða fólks,“ sagði Guðjón Petersen fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkisins í gær, er Tíminn ræddi við hann af því tilefni að kveikt var á fyrstu útstöð hins merka gagnasöfnunar- og aðvörunarkerf- is sem er í smíðum og nota á til að rannsaka og jafnvel vara við hugsanleg- um Suðurlandsskjálftum. Aðeins það sem máli skiptir... í gær voru settir upp fyrstu skynjararnir vegna Suðurlandsskjálftans. Kerfi af þessu tagi hafa verið sett upp víða um heim á jarðskjálftasvæðum, svo sem í Japan og á vesturströnd Bandaríkjanna. Skynjurum er komið fyrir með vissu millibili og nema þeir minnstu hreyfingar og hræringar jarðskorpunnar. Það er þó nýnæmi í sambandi við Suðurlandsskjálftakerfið að allar Það er þó nýnæmi í sambandi við Suðurlandsskjálftakerfið að allar hrær- ingar sem skynjararnir nema fara í tölvu sem er á sérhverjum mælingastað. Sú tölva kannar upplýsingarnar og metur þýðingu þeirra og sendir síðan niðurstöð- ur sem hún telur skipta máli til móður- tölvu á Veðurstofu fslands í Reykjavík. Suðurlandsskjálftakerfið er upphaf- lega til komið vegna samþykktar Evrópu- ráðsins um að Suðurlandsundirlendið skyldi útnefnt sem tilrauna- og rann- sóknasvæði á jarðskjálftum og á grund- velli hennar var skipuð sérstök jarð- skjálftanefnd sem enn starfar. í samþykkt Evrópuráðsins var gert ráð fyrir að slík tilraunasvæði yrðu tvö í Evrópu og skyidi hitt vera við Miðjarðar- hafið. Engar rannsóknir hafa hins vegar hafist þar eftir því sem næst verður komist og mun málið hafa strandað á fjárskorti og því að ekki hefur tekist að koma á samvinnu þjóða um verkefnið. í íslensku jarðskjálftanefndinni sitja Júlíus Sólnes prófessor, Ragnar Stefáns- son jarðskjálftafræðingur, Ragnar Sigur- björnsson verkfræðingur, Sveinbjörn Björnsson eðlisfræðingur og Guðjón Pet- ersen framkvæmdastjóri Almannavarna. Norrænt vísindaverkefni Nefndin hlutaðist til um að málið var tekið upp á vettvangi Norðurlandaráðs Þau Steinunn Jakobsdóttir jarðeðlisfræðingur og Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur ofan í „tunnunni“ á Bjarnastöðum í Ölfusi koma fyrir skynjurunum á fyrstu mælingastöð Suðurlandsskjálftakerfisins en stöðin var gangsett í gær og tengd gagnaneti Pósts og límamynd: Pjetur. ingum frá stöðvunum átta á Suðurlandi. Þessi stuttu skeyti verða í raun niðurstöð- ur útreikninga sem hver stöðvartölva hefur gert sjálfvirkt. Úr þessum upplýsingum vinnur móður- tölvan og metur hvort um raunverulegan jarðskjálfta er að ræða eða ekki. Kerfið mun því í grófum dráttum vinna á þann hátt að hver einstök stöð greinir hræring- ar á sínu svæði og móðurtölvan og þeir sem við hana vinna geta athugað gögn einstakra stöðva og einnig athugað hvort samhengi eða að eitthvað sé líkt með hræringum á hinum ýmsu stöðvum. Hver stöð getur skynjað hræringar og gert útreikninga og síðan hugsanlega komist að því að um jarðskjálfta sé að ræða. Hún sendir þá stutt skeyti í móðurtölvuna sem geymir í sér svipaðar upplýsingar frá hinum stöðvunum ásamt nákvæmri tíma- mælingu. Þanniggetur móðurtölvan stað- sett allnákvæmlega hvar upptök skjálfta eru og auðvitað staðfest hvort um raun- verulegan skjálfta er að ræða. Ef móðurtölvan metur að um sé að ræða skjálfta sem eitthvað kveður að getur hún hringt upp staðartölvurnar og sótt í þær upptöku af öllum skjálftanum og síðan rannsakað þá og staðarákvarð- að,“ sagði Reynir Böðvarsson að lokum. sima. og á þingi þess í Kaupmannahöfn árið 1986 var það samþykkt sem samnorrænt verkefni. Komið yrði á fót gagnasöfnun- arkerfi með það framtíðarmarkmið að hægt yrði að spá fyrir um jarðskjálfta. Það var fyrsta. útstöð þessa kerfis sem gangsett var í gær. Kerfinu er fyrst og fremst ætlað að verða gagnasöfnunarkerfi en síðar meir megi hugsanlega á grundvelli gagna frá kerfinu og raunar fleiri sambærilegum kerfum, þróa aðferð til að spá fyrir um jarðskjálfta með einhverju öryggi og aðvara gegn yfirvofandi hættu með ein- hverjum fyrirvara. Gagnasöfnunarkerfið er afar dýrt og flókið verk og hafa margir lagt hönd á plóginn bæði við undirbúning þess allt frá samþykktum Evrópuráðsins og Norður- landaráðs og þar til nú. Sérstök fram- kvæmdastjórn var skipuð árið 1986 og í henni sitja þessir menn: Ragnar Stefáns- son forstöðumaður jarðskjálftadeildar Veðurstofu íslands formaður, Hilmar Bungum frá NORSAR í Osló, Reynir Böðvarsson frá jarðeðlisfræðideild Upp- salaháskóla, Páll Einarsson frá jarðeðlis- fræðideild Háskóla íslands, Jörgen Hjelme frá jarðeðlisfræðideild Kaup- mannahafnarháskóla, Eystein Huseby prófessor við jarðfræðistofnun Oslóar- háskóla, Heikki Korhonen prófessor við jarðeðlisfræðideild háskólans í Helsinkk og Ragnar Slunga prófessor við Uppsala- háskóla. „Fyrsti undirbúningsfundur fram- kvæmdanefndarinnar var haldinn 1986 í Osló. Sænski vísindasjóðurinn veitti síð- an fé í verkefnið í ársbyrjun 1987 og skömmu síðar ýmsir vísindasjóðir í hin- um löndunum einnig,“ sagði Reynir Böðvarsson verkfræðingur við jarðeðlis- fræðideild Uppsalaháskóla en hann er framkvæmdastjóri verkefnisins og aðal- hönnuður sjálfs kerfisins og þess hugbún- aðar sem kerfið mun ganga fyrir. Einnar mínútu fyrirvari - 80% færri fallnir Guðjón Petersen framkvæmdastjóri Almannavarna sagði í gær að það væri gríðarmikilvægt að leita leiða til að geta sagt fyrir um jarðskjálfta. Japanir hefðu sagt að væri hægt að gefa aðeins einnar mínútu viðvörun við jarðskjálfta þá myndi það þýða að úr manntjóni drægi um 80% bara végna þeirra viðbragða sem fólk gæti viðhaft. Guðjón gat þess að jarðskjálftar væru þær náttúruhamfarir sem flestu fólki grönduðu utan fellibylja og flóða. „Það sem veldur okkur mestum áhyggjum hér á landi er að þeir jarð- skjálftar sem urðu á Suðurlandi 1896 og raunar þar áður urðu í allt öðru umhverfi en nú er. Við vitum ekkert hvernig nútíma húsagerðir fara í slíkum hamför- um. Það er ljóst að þar sem hús eru nú miklu þyngri en þá var, er miklu meiri hætta á manntjóni ef hús hrynja á annað borð,“ sagði Guðjón. Hann sagði að reiknað hefði verið út að jarðskjálftar á okkar tímum yrðu fjórum mönnum að bana á móti hverjum einum sem særðist. Áður hefði hlutfallið verið þveröfugt og væri þetta vegna steinsteyptra húsa og mannvirkja. „Þetta teljum við vera stærstu ógnina sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Guðjón ennfremur. Ótrúlega næmir skynjarar Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að búa í haginn fyrir þann útbúnað sem komið verður fyrir í sambandi við gagnakerfið víðs vegar um Suðurland. Grafnar hafa verið holur niður á fast berg. í holurnar hafa síðan verið steyptir miklir sökklar og hringlaga veggir og í þvermál eru þessir brunnar eða tunnur 122 sm en misdjúpir eftir því hversu langt er niður á fast. Ofan í tunnurnar verða síðan settir skynjarar sem skynja minnstu hreyfingar til fjögurra höfuðátta auk lóðréttrar hreyfingar. Skynjararnir gefa frá sér stöðugan tón sem skelfur við minnstu hreyfingu. Þessi tónn er sendur í tölvu sem breytir honum í stafrænar upplýsing- ar. Tölvan sem búin er sérstöku forriti greinir síðan upplýsingarnar og metur hvort um er að ræða jarðskjálfta eða einhverjar aðrar hreyfingar, svo sem dráttarvél eða eitthvað slíkt sem ekki tekur að senda í móðurtölvuna. Þetta er nauðsynlegt því að ef útstöðv- arnar ættu að senda stöðugt yrði kerfið svo dýrt í rekstri að engu tali tæki. Tölvurnar í kerfinu verða búnar Unix stýrikerfi og fyrst í stað, eða meðan á þessum reynslutíma stendur sem hófst með tengingunni í gær verður ekki um sjálfvirk tengsl við móðurtölvu að ræða heldur munu menn hringja í Bjarnastaða- tölvuna og kalla fram úr henni einstakar hræringar til að athuga nánar hér í Reykjavík. Reynir sagði að í haust þegar kerfið verður allt tengt og sett í gang verður keypt mjög öflug móðurtölva og á Raun- vísindastofnun Háskólans verður tölva tengd henni þannig að vísindamenn þar munu geta sótt gögn í móðurtölvuna og út á einstakar stöðvar. Útbúnaðurinn á sjálfum stöðvunum mun starfa þannig í höfuðdráttum að settar verða upp átta stöðvar með skynjurum sem nema minnstu hræringar jarðskorpunnar. Stöðvarnar verða á Bjarnastöðum í Hjallahverfi í Ölfusi, Heiðarbæ í Þingvallasveit, Sölvholti í Flóa, Ásmúla í Holtum, Gýgjarhólskoti í Biskupstungum, Haukadal í Biskups- tungum og Mið-Mörk undir Eyjafjöllum. Einn staðurinn hefur ekki verið endan- lega ákveðinn enn, en hann verður ekki fjarri Reykholti í Biskupstungum. Allt kerffið í gang í haust „Við settum upp fyrstu stöðina að Bjarnastöðum í gær. Hún er í rauninni frumgerð stöðvanna og á henni ætlum við að reyna þann hugbúnað sem við erum búin að þróa og eins þau tæki sem keypt hafa verið og svo auðvitað gagnanet Pósts og síma. Við ætlum að láta Bjarna- staðastöðina ganga fram í september þar til við setjum upp allt kerfið. Þegar því verki verður lokið tengjast tölvur hverrar stöðvar sjálfvirkt saman við móðurtölvuna sem verður í jarð- skjálftadeild Veðurstofunnar. Móður- tölvan mun taka við stuttum skeytasend-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.