Tíminn - 20.07.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.07.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 20. júlí 1989 Tíminn 9 VARSJÁ - Wojciech Jaru- zelski hershöföingi var kjörinn forseti Póllands á þingfundi hins nýja þjóðþings Póllands. Jaruzelski sem var einn í kjöri fékk 270 atkvæði, aðeins einu atkvæði meira en til þurfti. Jaruzelski varð að fá meirihluta atkvæða í þinginu. PARÍS - Vestur-Evrópu lög- reglan sagðist hafa handtekið fimm menn sem grunaðir eru um að vera skæruliðar IRA. Er þetta annar sigur réttvísinnar gegn fyrirhugaðri sumarher- ferð IRA. WINDHOEK - Landstjóri SUður-Afríkustjórnar í Nam- ibíu sagði ao hann myndi sleppa flestum pólitískum föngum sem í haldi eru þó að skæruliðar SWAPO hafi ekki gert slíkt við það fólk sem er í haldi hjá þeim. ADDIS ABABA - Samtök Afríkuríkja hafa beðið Samein- uðu þjóoirnar um að tryggja það að Suður-Afríkumenn hafi ekki puttana í fyrstu þingkosn- ingum sem fram fara f Nam- ibiu. ISLAMABAD - Indverjar og Pakistanar hafa komið sér saman um að létta á viðskipta- hömlum og koma á fót auknu ferðafrelsi milli ríkjanna. Með þessu vilja ríkin reyna að koma á eðlilegu sambandi ríkjanna tveggja sem eldað hafa grátt silfur saman í 42 ár. IIIIIIIIIIIIIIIIHIHI útlönd HHHIIIIIIIIIIIIIIili"- ....................................................................................... ........................................ ............................................................ '....................Illlllllllllllil...- ;:!;SIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!ii':- ::;:.::iilllllllllll jlj jm m y Sovétríkin: m m Kolanamumenn hverfa til vinnu eftir aðvörun Gorbatsjovs Kolanámuverkam enn '------------- --------- kl ■ • 11 nfénv éíl ifinrtii rinnno ■ Kolanámuverkamenn hurfu aftur til vinnu sinnar í gær eftir að Mikhafl Gorba- tsjov forseti Sovétríkjanna hélt magnaða ræðu í Æðsta ráði Sovétríkjanna þar sem hann sagði að verkföllin gætu kippt fótunum undan um- bótastefnunni í Sovétríkjun- um. Gorbatsjov sagði að ef verkföll héldu áfram og breiddust út til verkamanna við sovésku járnbrautirnar, eins og allt virtist stefna í, þá hefði það ófyrirsjáanlegar af- leiðingar bæði á stjórnmála- sviðinu og á efnahagssviðinu. - Það berast fréttir af því að verkamenn við jámbrautirnar hafi fengið áskorun um að fara í verkfall 1. ágúst. í slíkri stöðu verðum við að halda ró okkar, en við getum ekki setið andvaralausir og ekki gert neitt. Slík þróun skapar ógnun gagn- vart framkvæmd áætlana um pere- strojku, sagði Gorbatsjov. Þessi ræða varð til þess að kola- námuverkamenn, sem verið hafa í verkfalli í Kuzbass-héraði í Síberíu, sneru aftur til vinnu sinnar og eru allar líkur á að kollegar þeirra í Úkraínu muni einnig gera það. Talið er að um 50 þúsund námu- verkamenn hafi tekið þátt í verkfall- inu, en þeir kröfðust aukinnar sjálf- stjómar kolanámubæjanna, bætts aðbúnaðar á vinnustað, styttri bið- tíma eftir íbúðum og betri mögu- Þar til nýverið virtust sovéskir verkamenn vera ungir og sterkir menn í smekkbuxum og hvítum skyrtum með uppbrettum ermum. Slíkir menn fóru ekki í verkfall. En heimur versnandi fer og nú fóru kolanámuverkamenn í harðvítugt verkfall. En eftir að Gorbatsjov forseti Sovétríkjanna sagði slíkt setja umbótastefnuna í hættu, hófu þeir störf að nýju. leika á að komast í sumarbúðir í sumarleyfum sínum. Sovésk yfirvöld hafa lofað að koma til móts við verkamennina í þessum málum og höfðu leiðtogar verkfallsmanna hvatt þá til að hefja vinnu. Það dugði ekki til og var það ekki fyrr en Gorbatsjov fullyrti að perestrojkan væri í alvarlegri hættu og að stjórnvöld myndu ekki enda- laust sitja aðgerðalaus hjá, sem verkamenn skiptu um skoðun. Baskar myrða her- foringja í Madríd COLOMBO - Yfirvöld á Sri Lanka hafa varað við sprengju- tilræðum eftir að 13 manns féllu í árás skæruliða á hátíðar- höld búddista. JERÚSALEM - Þrir ráð- herra sem eru sérlega nánir Yitzhak Shamir forsætisráð- herra Israels hafa laat fram áætlun sem ætluð er að lægja öldurnar í rikisstjórninni. Með þessu vilja þeir koma í veg fyrir að Verkamannaflokkurinn gangi út úr stjórninni. NIKOSÍA - 1500 Kúrdar hafa verið reknir úr landi í Tyrklandi og eru nú komnir til Irans, ef marka má yfirlýsingar íranskra stjórnvalda. Kurdarnir flúðu frá Irak á síðasta ári. BANGKOK - Aung San Suu leiðtogi stjórnarandstöð- unnar f Myanmar, áður Burma, afboðaði fyrirhugaðan fund í höfuðborginni Rangoon eftir að þungvopnaðar hersveitir höfðu verið sendar út á götur borgarinnar. Tveir spænskir herforíngjar voru skotnir til bana í miðborg Madrídar í gærmorgun og er talið næsta víst að aðskilnaðarsinnaðir Baskar hafl ver- ið á ferðinni. BQstjórar herforingj- anna tveggja særðust alvarlega i skotárásinni. Sjónarvottar að morðárásinni segja að morðingjamir hafi skotið á herforíngjana úr rauðrí Peugeot bifreið og af vélhjóli. Þeir skutu um þrjátíu skotum og komust síðan Frelsissamtök Palestínu hafa nú lagt blessun sína yfir hugsanlegar viðræður leiðtoga uppreisnar Pales- tínumanna á hemumdu svæðunum á Gaza og Vesturbakkanaum við ísra- elsk stjómvöld. Þetta kemur fram í sérstakri yfirlýsingu PLO þar sem segir að samtökin hafi ekki haft í hótunum við þá leiðtoga sem hafa viljað ræða við ísraela. • ' undan. Morðárásin var gerð nærri höfuð- stöðvum hersins í Madríd, en það er í miðbæ borgarinnar. Herforingjar em vinsælustu skot- mörk skæruliða ETA, aðskilnaðar- samtaka Baskalands, en lögreglu- menn hafa einnig fengið illilega að kenna á tilræðum Baskanna. Tíu manns hafa fallið fyrir hendi skæmliða Baska á Spáni á þessu ári, en talið er að rúmlega sexhundmð - Allir þessir fundir hafa verið haldnir með vitund og vilja forystu PLO og bræður okkar sem farið hafa á þessa fundi hafa sent okkur ítarleg- ar skýrslur frá þeim, sagði Ahmed Abderrahman talsmaður PLO. Israelar sem reyna nú af öllum mætti að bæla niður uppreisn Pales- tínumanna sem staðið hefur í nítján máfuiði, hafá SákaðPLÚiinfraðháfe' manns hafi fallið frá því ETA hóf baráttu fyrir sjálfstæðu ríki í Baska- landi fyrir 21 ári. Nokkurt hlé varð á morðárásum ETA í byrjun þessa árs, en fyrstu þrjá mánuðina var vopnahlé í gildi á meðan Baskar og spænska ríkis- stjómir áttu í leynilegum samninga- viðræðum. Upp úr þeim slitnaði í lok marsmánaðar og blóðbaðið hófst að nýju. hótað lífláti þeim leiðtogum Pales- tfnumanna sem ræða við ísraela. Leiðtogar PLO hafa hins vegar að undanfömu ýtt undir að sendinefnd- ir Palestínumanna á hemumdu svæðunum ræði við ísraela um framtíð svæðanna, en á hinn bóginn krafist þess að fulltrúar PLO taki þátt í þeim. Því hafa ísraelar stað- fastléga 'htffað’.;,-> Khashoggi fer fyrir rétt í BNA Arabíski auðkýfingurinn og vopnasalinn Adnan Khashoggi mun verða leiddur fyrir rétt í Bandaríkjunum þar sem hann hefur verið ákærður um aðild að fjármálasvindli með Ferdinand Marcos fyrmm forseta Filipps- eyja. Khashoggi var handtekinn í Sviss fyrir nokkm vegna fjársvika og ákvað svissneskur dómstóll í gær að hann yrði framseldur til Bandaríkjanna. Khashoggi er talinn einn auð- ugasti maður heims. Er talið að hann eigi fjóra milljarða dollara. Hann er sakaður um að hafa hjálpað Marcoshjónunum við að stinga undan 103 milljónum doll- ara úr ríkissjóði Filippseyja og að auki að hafa svikið 165 milljónir dollara úr bandarfskum bönkum. Auð sinn hlaut Khashoggi fyrir að vera milligöngumaður í við- skiptum vestrænna hátæknifyrir- tækja í Miðausturlöndum í byrj- un áttunda áratugarins þegar Ar- abarfkin notuðu olíuauð sinn til að tæknivæðast. Þá hefur hann haft fínguma f vopnasölum. PLO samþykkir við- ræður við ísrael

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.