Tíminn - 29.08.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.08.1989, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 29. ágúst 1989 Tíminn 13 GLETTUR - Auðvitað mundi ég eftir giftingarafmælinu okkar ... hvað heldur þú að hafi rekið mig hingað? - Þið getið varla beðið eftir því að ég fari aftur í heimavistarskólann, eða hvað? - Hann trúði einlæglega á endurholdgun. Hann arfleiddi sjálfan sig að öllum auðæfunum... - Þessir eru of þægilegir til að þeir geti verið mitt númer... „Sel ekki húsið mitt fyrir milljón dollara!“ I I I I B i K I III I r b i f r lllii Herbert Murray situr á stól sínum fyrir utan eóða earnla húsið sitt Hér sést yfir svæðið þar sem húsið hans Herberts stendur. Það er á miðju auðu svæði, því að allar áætlanir um framkvæmdir stranda á gamla húsinu. Fasteignasalar í Toronto hafa reynt að fá Herbert Murray, 93 ára fyrrv. vöru- bílstjóra, til að selja húsið sitt. Húseignin er á „besta stað í borginni", þ.e. í mið- borg Toronto, þar sem á að vera bæði íbúðar- og versl- unarhverfi og er verið að byggja mikið uþp. Lóðir eru þarna mjög dýrar og sífellt að hækka verð þeirra. Húsið sem er orðið meira en 100 ára er enn á sínum stað og með umgirtum garði, þar sem eigandinn situr í góða veðrinu og nýtur lífsins, „Húsið mitt virðist kannski vera aðeins gamalt og hrörlegt timburhús, en fyrir mér er það sem kastali og þar er kært heimili mitt. Ég hef búið hér alla mína ævi og ég sel ekki húsið mitt fyrir milljón dollara. Hvað á ég að gera með peninga á mínum aldri?“ segir Herbert. Boris Krancberg fast- eignasali segist vita til þess, að Herbert hafi verið boðið allt upp í hálfa aðra milljón dollara í húsið, en gamli maðurinn bara skellir hurð- um á fasteignasala og aðra húsabraskara. Það er engu líkara en að þessi svífandi kýr sé hér að stíga upp til himna yfir þök og tuma Parísarborgar. Hún losnar að minnsta kosti á sínu ferðalagi við föstudagsumferðina á strætunum. Skýringin á ferðum kýrinnar, sem er yflr 900 kOó á þyngd, er sú, að þetta er verðlaunaskepna sem átti að flytja á landbúnaðarsýningu fyrir utan París, og þetta þótti heppÚegasti ferðamátinn fyrir kúna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.