Tíminn - 29.08.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.08.1989, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 : RÍKISSKJP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hotnarhúsinu v/Tryggvagotu, a 28822 i ‘0^0- , , SAMVINNUBANKI tSLANOS HF. V rimiim ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1989 Ríkisstjórnin leggurfyrirborgaradrög aðsamkomulagi um stjórnarsamstarf. Óeining innan flokksins varðandi afstöðu til tilboðsins sem felur í sér að borgarar fái tvo ráðherra: BOLTINN LIGGUR NU HJÁ BORGARAFLOKKI Þingflokkur Borgaraflokksins fékk í gær formlegt tilboð frá ríkisstjórninni, er innheldur drög að samkomu- lagi að stjórnarsamstarfi flokksins og stjórnarinnar. Formleg afstaða hefur ekki verið tekin til tilboðsins ennþá, en samkvæmt heimildum Tímans eru skiptar skoðanir innan flokksins um ágæti þess og eru Aðalheið- ur Bjarnfreðsdóttir, Óli Þ. Guðbjartsson og Ásgeir Hannes Eiríksson hlynnt því að ganga inn í stjórnina á forsendum tilboðsins, en Júlíus Sólnes og Guðmundur Ágústsson á móti. Þingflokkur borgaraflokks- manna fundaði um samkomulags- drögin strax cftir að þeir fengu þau í hendur í gær. Útlit var fyrir seint í gærkvöldi að fundi yrði frestað og að öllum líkindum yrði boðað til fundar seinni partinn í dag, eða á morgun eftir að athuga- semdum hefur verið komið til ríkisstjórnarinnar og fengin við þeim viðbrögð. Talið er fullvíst að dagurinn í dag verði notaður til áframhaldandi samninga og endanleg úrslit ráðist í málinu á morgun, en fullur vilji mun vera fyrir því hjá báðum aðilum að ljúka sem fyrst því samningaþófi sem staðið hefur s.l. átta mánuði milli borgara og ríkisstjórnarinn- ar. En eins og staðan er nú liggur boltinn hjá borgurum. Það tilboð sem Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra af- henti Júlíusi Sólnes formanni Borgaraflokksins á sjötta tíman- um í gær er ekki endanlegt af hálfu stjórnarinnar. í því er gert ráð fyrir að Borgaraflokkurinn fái í sinn hlut tvö ráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti og umhverf- ismálaráðuneyti, sem ráðgert er að sett verði á laggirnar um næstu áramót. í tilboði ríkisstjórnarinn- ar er komið að verulegu leyti til móts við helstu kröfur borgara- flokksmanna fyrir stjórnarþátt- töku. Þar er m.a. kveðið á um afnám innlendra vísitöluviðmið- ana í lánssamningum eins fljótt og unnt er. Sami fyrirvari er þó hafður á og áður hefur verið af hálfu ríkisstjórnarinnar, að árs- hraði verðbólgu verði innan við 10% miðað við sex mánaða tíma- bil aftur í tímann. Þá eru inn í samningsdrögunum ákvæði þess efnis að skattlagning fjármagns- tekna og launatekna verði samræmd, að kannaðar verði leið- ir til að örva fjárfestingar í hluta- bréfum og að fjölskyldum sem eru í fjárhagserfiðleikum vegna hús- næðiskaupa verði veitt aðstoð með skuldbreytingum. Eitt af atriðunum í kröfum Borgaraflokksins var lækkun mat- vælaverðs, m.a. með tveimur þrep- um á skattstigi virðisaukaskatts. Þar er reyndar um sama atriði að ræða og framsóknarmenn hafa lagt áherslu á, en andstaða er við tveggja þrepa skattstig innan Al- þýðullokksins. I drögum að sam- komulagi um stjórnarsamstarf milli Borgaraflokksins og ríkis- stjórnarinnar er þeirri hugmynd varpað fram að virðisaukaskattur- inn verði í tveimur þrepum, nema á smásölustigi þar sem hann verði í einu þrepi til að tryggja skattaskil og á móti komi endurgreiðsla skattsins til framleiðenda. Þetta atriði er eftir því sem næst verður komist ekki útkljáð á milli stjórn- arflokkanna sjálfra. í tilboðinu er kveðið á um að leitað verði leiða Gluggað í tilboð ríkisstjórnarinnar á þingflokksfundi í gær. F.v. Guðmundur Agústsson, form. þingflokks borgara, og Júlíus Sólnes, formaður Borgaraflokksins. li Þ. Guðbjartsson, Tímamynd: Árni Bjarna til lækkunar búvara og stefnt skuli að betri nýtingu þess fjármagns sem til landbúnaðarmála er varið. Þá eru í boði ýmsar aðrar úrbætur sem falla að kröfum borgara, til dæmis að við endurskoðun skatt- kerfisins verði athugað með hvaða hætti megi nota húsaleigubætur eða styrki til þess að jafna stöðu þeirra er búa í eigin húsnæði og leiguhúsnæði, ásamt því að bæta aðstöðu þeirra sem illa eru settir fjárhagslega. Þingflokkur framsóknarmanna sat á löngum fundi í gær, þar sem væntanlegt samstarf við Borgara- flokk var m.a. rætt. Nokkuð skipt- ar skoðanir eru uppi meðal þing- manna flokksins um hversu langt flokkurinn eigi að teygja sig til móts við borgara, á meðan hinir samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn láti lítið sem ekkert af hendi rakna. Fullvíst má telja að ekki verði um frekari tilslakanir-að ræða frá hendi framsóknarmanna og því ljóst að fari borgaraflokks- menn fram á aukin völd við skipt- ingu ráðuneyta liggur boltinn hjá Alþýðuflokki og Alþýðubanda- lagi. - ÁG Bamaspítali Hringsins fær stórgjöf frá frægum leikara: Paul Newman gefur600 þús Newnmn's own, Foundation INC.' hefur ákveðið að gefa fjárhæð í byggingarsjóð Barnaspítala Hringsins. Fyrirtækið framleiðir ýmis konar matvöru og er eins og nafnið bendir til stofnað af leikaran- um góðkunna Paul Newman en allur arður af rekstrinum rennur til góð- gerðarstarfsemi. Víkingur Arnórsson yfirlæknir Barnaspítala Hringsins staðfesti í gær að borist hefði tilkynning um gjöf þessa og sagði hann að hún yrði afhent formlega innan skamms. Ingvar J. Karlsson framkvæmda- stjóri Karls K. Karlssonar hf. sem er umboðsaðili fyrir vörurnar frá Paul Newman sagði í gær að upphæðin sem um væri að ræða væri um tíu þúsund dalir. Hann sagði að þessi gjöf hefði fyrst komið til tals síðastliðið haust og hefði Paul Newman óskað eftir gögnum um hvort spítalinn væri rekinn sem góðgerðastofnun en ekki með hagnaðarsjónarmið að leiðar- ljósi. Eftir að honum hefðu borist umbeðin gögn hefði nú fyrir skömmu borist bréf til fyrirtækisins þar sem tilkynnt var um gjöfina og jafnframt látið að því liggja að um framhald gæti orðið að ræða. Matvælaframleiðsla Paul New- man er til komin að hluta til vegna matreiðsludellu hans en að hluta til vegna áhuga hans á líknarmálum. Fyrir rúmum áratug lést sonur Newmans og konu hans Joan Wood- ward af ofneyslu eiturlyfja og varð of stór skammtur heróíns honum að aldurtila. Það varð til þess að Newman sneri sér að krafti að því að berjast gegn eiturlyfjaneyslu og að endurhæfingu eiturlyfjasjúklinga en síðan hefur þessi starfsemi víkkað út og aukist og hefur leikarinn lagt bæði fé og fyrirhöfn í að aðstoða félög og stofnanir sem annast barnalækning- ar og endurhæfingu sjúkra barna. Newman's own fyrirtækið er stofnað í því augnamiði að hagnaður af því renni óskiptur til líknarmála af of- annefndu tagi. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.