Tíminn - 19.09.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.09.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 19. september 1989 Tíminn 5 Helmingur kjarabóta 1987 fór í bílakaup Alls bílai.nnflutningur CIF í millj. kr. miðad við fast verðlag 1988 8000 Útreikningar Bílgreinasambandsins sýna að miðað við fast verðlag var bílainnflutningur (cif verð), í nær hálfann annann áratug, oftast einhversstaðar á milli 2 til 3 milljarðar kr. á ári. Þrjú síðustu ár hækkaði þessi tala hins vegar í um 5 til vel yfir 7 milljarða á ári. Þessi þriggja ára innflutningur er meiri hcldur en innflutningur 7 næstu ára á undan samtals, á föstu verðlagi. Allt að helmingur þeirra kjarabóta - hækkun tekna umfram verðlagshækkanir - sem landsmenn fengu árið 1987 virðist hafa farið beina leið til kaupa á nýjum bflum. Samkvæmt atvinnuvega- skýrslum Þjóðhagsstofnunar hækkuðu heildartekjur þjóð- arinnar (launþegar og at- vinnurekenda) um rúmlega 16 milljarða króna að raun- gildi árið 1987. Innflutnings- verð nýrra bíla þetta ár, mið- að við fast verðlag, var um þrefalt hærra heldur en það var að meðaltali árin 1980- 1985. Að viðbættum álögum ríkis og verslunar má ætla að „viðbótarsala“ innfluttra bfla hafi verið í kringum 8 millj- arðar kr. - eða um helmingur 16 milljarða kr. kjarabóta ársins, sem áður segir. Um 8.620 bílar voru fluttir inn árlega að meðaltali á fyrstu 6 árum þessa áratugar. Reiknað á verðlagi 1988 var cif verð þessara bíla í kringum 2.340 millj.kr. að meðaltali þessi ár (mest tæpir 3 milljarðar 1982 ogminnst 1.630millj.kr. áriðeftir). Árið 1987 voru hins vegar fluttir inn 23.460 bílar, hverra cif verð var 7.330 kr., m.v. sama verðlag/gengi - þ.e. um 5 milljörðum kr. meira en meðaltal fyrrnefndra sex ára. Bíl- greinasambandið upplýsir að allt frá þriðjungi og upp í tæpan helming af verði hvers bíls renni beint í ríkis- sjóð og þess utan hækka bílarnir vegna álagningar umboðanna. Við- bótarinnflutningur 5 milljarða kr. í innflutningi þýðir varla undir 8 millj- örðum m.v. verð til kaupenda - þ.e. 8 milljarðar umfram það sem lands- menn höfðu árlega látið sér nægja í kaup nýrra bíla allt fram til ársins 1986. Tekjur launþega og reiknuð eigin laun atvinnurekenda voru um 110 milljarðar kr. árið 1987. Kjarabótin frá árinu áður var um 16 milljarðar, þ.e. 16 milljarðar umfram verðlags- hækkanir þegar einnig hefur verið tekið tillit til fjölgunar launþega og landsmanna milli ára. Af þessum kjarabótum má því ætla að um helmingurinn hafi farið beint til kaupa á nýjum bílum, samkvæmt framansögðu. Um 12 milljarða kr. söluverð nýrra bíla 1987 svarar á hinn bóginn til um 11 % heildartekna landsmanna það sama ár. Með nýrri „kreppu" hefur nú aftur saxast á kjarabæturnar sem þjóðin náði í 1987. Hún situr hins vegar uppi með stóraukin útgjöld vegna rekstrarkostnaður allra þess- ara nýju bíla, sem vegur nú mun þyngra í heimilisútgjöldum meðal- fjölskyldunnar heldur en fyrir bílaár- in miklu. Án hinnar snöggu lækkunar á tollum og innflutningsgjöldum sem ákveðin var samhliða kjarasamning- um vorið 1986 er líklegt að fjöldi bíla á hverja 1.000 landsmenn hefði haldið áfram að vaxa hægt og síg- andi, með svipuðum hraða eins og mörg næstu ár þar á undan (t.d. úr 417 í 485 á árunum 1980-1985). Bílar á hverja 1.000 íbúa hefði þá verið um 526 lok síðasta árs, í stað 566 eins og raun er á. Viðbótin, 40 bílar á hverja 1.000 íbúa þýðir að bílum hafi s.l. þrjú ár fjölgað um 10.000 aukalega - þ.e. að vegna vegna „sölusprengingarinnar'1 1986 að ætla má. í grundvelli vísitölu framfærslu- kostnaðar er kostnaður vegna hvers fjölskyldubíls reiknaður um 240 þús.kr. á ári á núverandi verðlagi. Heildarkostnaður vegna 10.000 „aukabíla" gæti því verið í kringum 2.400 millj.kr. á ári. Á móti þeim viðbótarkostnaði þarf þjóðin því annað hvort að skera niður á öðrum liðum neyslu sinnar, ellegar að afla aukinna tekna til að mæta honum. Athyglivert er, að miðað við fast verðlag hefur innflutningsverð á bíl- um síðustu 3 ár verið svipað og það var á árunum 1973-1978, þ.e. á bilinu 270-300 þús. kr. í millitíðinni, 1979-1985, var það hins vegar nokkru lægra. - HEI Skákþing íslands: Karlí l.sæti Karl Þorsteins hafði eftir að fimmta umferð hafði verið tefld í landsliðsflokki á skákþingi ís- lands á sunnudag 4,5 vinning. Næstir honum í öðru og þriðja sæti koma þeir Björgvin Jónsson og Þröstur Þórhallsson með 3,5 vinninga hvor. - ABÓ R-9 flytur í nýtthúsnæði Nýtt útibú Pósts og síma var opnað í Breiðholti í gær. Póstútibúið R-9 sem verið hefur til húsa að Arnarbakka 2. hefur verið flutt að Þöglabakka 4., en borgarsjóður, vegna Strætisvagna Reykjavíkur, og Póstur og sími standa samana að byggingu hússins sem er 1.673 fer- metrar að flatarmáli. Staðsetning útibúsins í sambygg- inu við Strætisvagna Reykjavíkur ætti að geta komið sér vel fyrir viðskiptavini í Breiðholti og fleiri, með hliðsjón af nágrenni einna helstu umferðarleiða. - ÁG Deila mjólkurfræðinga og mjólkurbúanna: REYNA ÁTTITIL ÞRAUTAR í NÓH Seinnipartinn í gær hófst samningafundur í deilu mjólkurfræðinga við viðsemjendur þeirra. Þær fréttir sem Tíminn hafði síðast af fundinum voru þær að deiluaðilar væru enn að ræða saman. Ef ekki næst að leysa deiluna fyrir miðnætti kemur verkfall mjólkurfræðinga sem vinna við Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi til framkvæmda. Á fimmtudaginn og föstudaginn fara mjólkurfræðingar í Reykjavík og Selfossi í verkfall ef ekki hefur náðst að semja fyrir þann tíma. kröfur ef að gengið yrði að kröfum mjólkurfræðinga því að það fólk hefur ætíð borið sig saman við þá. „Almenningur telur að verð á mjólkurvörum sé nú þegar of hátt. Mjólkurbúin sjálf geta ekki tekið á sig neinar hækkanir. Ekki geta bændur tekið á sig þessar hækkanir en þeir hafa nýlega samið um að gefa eftir af sínum launum. Mjólkur- fræðingar hafa lengst af miðað sig við iðnaðarmenn óg við höfum boðið þeim sömu taxta og þeir hafa,“ sagði Hjörtur. Laun mjólkurfræðinga sem hafa lokið öllum prófum og hafa sjö ára starfsreynslu eru með 91 þúsund krónur í grunnlaun. 1 þessum launa- flokki er meirihluti mjólkurfræð- Ekki er ástæða til að ætla að mjólk muni skorta í verslunum í þessari viku en búast má við því að vörur eins og skyr og rjómi fari að vanta ef verkfallið leysist ekki fljótlega. Að sögn Hjartar Eiríkssonar framkvæmdastjóri Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna er verið að tala um samning til þriggja mán- aða. Hjörtur hvað mjólkurfræðinga hafa farið fram á meiri kauphækkan- ir en aðrir launþegar hafi fengið. Mjólkurfræðingar hafa viljað ræða ýmsar sér kröfur en Hjörtur kvað þær ekki vera til umræðu nú þar eð verið var að tala um samning til skamms tíma. Hjörtur sagði að búast mætti við að annað starfsfólk mjólk- urbúanna settir fram svipaðar kaup- inga. Þessar upplýsingar eru komnar frá Hirti Eiríkssyni. Óvíst er hvernig mál þróast á næstunni. Hjörtur Eiríksson sagðist vona að það takist að semja í kvöld eða nótt. Mjólkurfræðingar voru ekki bjartsýnir á lausn deilunnar. - EÓ 1 TÖLVU- NOTENDUR Við í Prentsmíðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðír eyðublaða fyrír tölvuvínnslu PRENTSMIOIAN Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 BILALEIGA meö utibu allt I kringum landið, gera þer mögulegt að leigja bíl a einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri L 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis J interRent Bilaleiga Akureyrar BÍLRÚÐUlSETNINGAR , OG INNFLUTNINGUR SMIÐJUVEGI 30 S 670675 RÚÐUÍSETNINGAR I ALLAR TEGUNDIR BIFREIÐA EIGUM FLESTAR RÚÐUR ÁLAGER PÓSTSENDUM NEVÐARÞJÓNUSTAAKVÖLDIN OG UM HELGAR KJARTAN ÓLAFSSON ® 667230 GUNNAR SIGURÐSSON S 651617 LA TTU Iíniaun EKKl FLJÚGA FRÁ PÉR ÁSKRIFTARSÍMI 686300 -1 brosum/ í omferðinni - o* allt tenlax beturf — yUJWMW.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.