Tíminn - 19.09.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.09.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn DAGBÓK Þriöjudagur 19. september 1989 Hagfræðingur Alþýðusamband íslands óskar eftir að ráða hag- fræðing til starfa. Upplýsingar um starfið veita Lára V. Júlíusdóttir framkvæmdastjóri og Ari Skúlason hagfræðingur í síma 91-83044. Umsóknir er tilgreini m.a. aldur, menntun og fyrri störf sendist Alþýðusambandi íslands, Grens- ásvegi 16A, 108 Reykjavík, fyrir 1. október nk. merkt „Hagfræðingur". Matsmaður óskast á frystiskip sem fyrst Áhugasamir leggi inn umsóknir hjá auglýsinga- deild Tímans, merkt „808“. Hli Halldór Jón Asgrímsson Kristjánsson Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson, ræöa stjórnmálaviöhorfið og atvinnumál á eftirtóldum Stööum á Austurlandi: Seyðisfirði í Herðubreið, þriöjudaginn 19. sept. kl. 20.30. Neskaupstað í Egilsbúð, miðvikudaginn 20. sept. kl. 20.30. Fundirnir eru öllum opnir. Halldór Ásgrímsson Jón Kristjánsson. Sunnlendingar Félagsvist Spilaö verður aö Eyrarvegi 15, Selfossi á þriöjudögum, 19. sept., 26. sept. og 3. okt. kl. 20.30. (Stök kvöld). Góö verðlaun í boði. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss. Sunnlendingar Almennur stjórnmálafundur meö Halldóri Ásgrímssyni veröur haldinn á Hótel Selfoss, fimmtudaginn 28. september kl. 20.30. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss. Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambandsins, Hamraborg 5, Kópavogi, s. 43222, er opin mánudaga, þriöjudaga og fimmtudaga, kl. 17-19. K.F.R. Kópavogur - Opið hús Framsóknarfélögin í Kópavogi hafa opiö hús á miðvikudöqum kl. 17.30 til 19.00. Saunaofnar og heilir klefar Saunaofnar frá 4,5 til 9 kw. Ausur, fötur, kollar o.fl. fylglhlutir. K. AUDUNSSON GRENSÁSVEGI 8 S: 68 67 75 & 68 60 88 Fundir á vegum Samtaka um Kvennaathvarf f desember nk. verða liðin 7 ár frá stofnun Kvennaathvarfsins. Á þessum tíma, eða til 1. sept. sl., hafa 978 konur komið til dvalar í Kvennaathvarfinu, og auk þeirra hafa 786 börn dvalið þar með mæðrum sínum. Auk þess konia fjöl- margar konur til viðtals eða hringja, án þess að um dvöl sé að ræða. Samtökin veita einnig konum, sem hafa verið beittar nauðgun, stuðning og ráðgjöf. Til að vekja athygli á málefnum sam- takanna munu þau gangast fyrir opnum fundum í Gerðubergi undir yfirskriftinni „Bak við byrgða glugga". Efni fundanna verður: 19. sept. kl. 20:15- Heimilisofbeldi. 3. október kl. 20:15 - Málefni barna - sifjaspell. 7. nóv. kl. 20:15 - Heimilisofbeldi 5. desemberkl.20:15-Nauðgunarmál. Helgarferðir F.í. 22.-24. sept. Landmannalaugar - Jökulgil. Ekið frá Landmannalaugum inn Jökulgil, sem er fremur grunnur dalur og liggur upp undir Torfajökul til suðausturs frá Landmanna- laugum. Jökulgil er rómað fyrir litfegurð fjalla sem að því liggja. Ekið meðfram og eftir árfarvegi Jökulgilskvíslar. Einstakt tækifæri til að skoða þetta litskrúðuga landsvæði. Gist í sæluhúsi F.í. í Land- mannalaugum. Þórsmörk - haustlitir. Hclgardvöl í Þórsmörk í haustlitadýrð. Gist í Skag- fjörðsskála í Langadal. Brottför í ferðirnar er kl. 20:00 á föstudag. Upplysingar og farmiðasala á skrifstofu F.I. Oldugötu 3. Nýliðastarf Slysavarna- sveitarinnar í Reykjavík Nýliðastarf Slysavarnasveitarinnar í Reykjavík er að hefjast. Þeir sem áhuga hafa á starfi sveitarinn- ar eru boðnir velkomnir á kynningarfund, er haldinn verður í húsnæði sveitarinnar Gróubúð, Grandagarði 1, þriðjud. 19. sept. Id. 20:00 stundvíslega. Á síðasta starfsári voru 33 útköll hjá sveitinni, bæði á sjó og landi. Nýir félagar eru ávallt velkomnir til starfa. KÓPPNOGS Tónlistarskóli Kópavogs veröur settur miðvikudaginn 20. september kl. 17.00 í Kópavogskirkju. Skólastjóri. Fyrirlestrar í Orkustofnun um JARÐHITA í UNGVERJALANDI Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna býður á ári hverju erlendum fræðimanni til fslands til að flytja fyrir- lestra um jarðhita. Gestafyrirlesari Jarð- hitaskólans á þessu ári er Peter Ottlik frá Ungvcrjalandi. hann mun flytja fimm fyrirlestra (á ensku) í fundasal Orkustofn- unar, Grensásvegi 9, dagana 18.-22. sept- ember. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 10:00. Efni fyrirlestranna er eftirfarandi: 19. sept.: Vatnafræði ungverskra jarð- hitakerfa. 20. sept.: Jarðhitaleit í Ungverjalandi. 21. sept.: Jarðhitanýting í Ungverja- landi. 22. sept.: Vandamál við jarðhitanýt- ingu í Ungverjalandi. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. Spilakvöld í Hafnarfirði Um 40 ára skeið hafa stúkurnar í Hafnarfirði haldið spilakvöld í Góð- templarahúsinu þar í bæ. Á þessu hausti hefjast þau með félagsvist fimmtudaginn 21. september kl. 20:30 og verður síðan spilað annan hvern fimmtudag. Allir eru velkomnir á spilakvöldin. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daea kl. 11:00-17:00. Björn Fr. Björnsson, fyrrv. sýslumaður. Ámað heilla Bjöm Fr. Bjömsson, fyrrv. sýslumaður Rangæinga og alþingismaður, átti átt- ræðisafmæli í gær, 18. september. Björn var sýslumaður Rangæinga sam- fleytt í 42 ár, 1937-1979, og alþingismaður Rangárvallasýslu á sumarþingum 1942 og 1959, en þingmaður Suðurlandskjördæm- is 1959-1974. í öllum störfum sínum hefur Björn látið sín að góðu getið og nýtur virðingar og vinsælda umfram flesta menn. Tíminn sendir Birni sýslumanni hugheila afmæliskveðju. llllllllllllllllilllllllllli ÁRNAÐ HEILLA lllllllllllllllllllillllllllilllilliilllllllli Stefán Jasonarson Vinur minn „Stjas“ hlunnfór mig svolítið s.l. laugardagsmorgun þegar hann talaði við mig í síma og minnt- ist ekki einu orði á yfirvofandi afmæli sitt nú í dag, þegar hann nær þeim mcrka æviáfanga að verða 75 ára, en sjálfur er ég hinn mesti rati að muna afmæli vina og vanda- manna, og er það ekki til fyrirmynd- ar. Að gefnu tilefni rámaði mig jró í, að Stefán ætti afmæli síðla hausts og fletti því upp í bókinni Æviskrár samtíðarmanna, og sá þá hvers kyns var. Þar gat og að líta yfirlit um fjölþættan æviferil Stefáns, sem víða hefur komið við sögu. Stefán Jasonarson, bóndi og hreppstjóri í Vorsabæ í Gaulverja- bæjarhreppi er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur maður fyrir afskipti sín, þátttöku og forystu í opinberum málum, enda óvenju áhugasamur, duglegur og ósérhlífinn félagsmála- maður. Þar fyrir utan er hann einn þeirra sem hvers manns vanda vilja leysa og telja ekki eftir sér sporin í annarra þágu. Mér hefur oft dottið í hug hvílíkur „fyrirgreiðslumaður" kjósenda sinna Stefán hefði orðið, ef hann hefði komist á þing - áreiðanlega ekki síðri en Páll heitinn Zophaníasson eða sjálfur Albert. Já, Stefán Jasonarson hefur komið ótrúlega víða við sögu, bæði á opin- berum vettvangi og í einkalífi. Sann- leikurinn er sá, að það er með ólíkindum, hvað maðurinn hefur komist yfir að sinna, enda lifa sjálf- sagt ekki margir lífinu jafn sprell- í Vorsabæ lifandi og fjörugir sem hann. Áreið- anlega hefur hann ósjaldan vaknað snemma og „aukið degi í æviþátt, aðrir þegar risu á fætur" og ekki þarfnast þó klassískrar áminni'ngar og uppörvunar Stephans G.: „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað". Vegna athafnasemi sinnar og já- kvæðs áhuga á lífinu, eru margir sem hafa Stefáni margt og mikið að þakka á þessum tímamótum, og meðal þeirra er ég. Langt á annan áratug, meðan hann var formaður Landssamtaka Klúbbanna Öruggur akstur, áttum við náið og bróðurlegt samstarf í fundahöldum víðsvegar um land, „hring eftir hring" á vegum samtakanna og boðuðum þá umferð- aröryggi eftir því sem við vorum mennirnir til. Paðan er margs að minnast, ekki síst þeirra stunda, þegar hinn „heiti blær, sem til hjart- ans nær“ fékk notið sín að einhverju leyti til gagnkvæmra áhrifa. Stefán Jasonarson er hinn ákjós- anlegasti fundarmaður; hress í anda, upplífgandi, með létt og lipurt tungutak. Honum er sýnt um að setja sig í spor og lífsaðstöðu áheyr- enda hverju sinni, á hverjum stað, og grípa á áhugamálum fólks í daglegu lífi. Margan hláturinn vakti hann með gamansemi sinni og fræg- um bröndurum, sem jafnan hittu í mark; óbrigðull að laða fram kátínu og fjör. Stefán er eftirsóttur tæki- færismaður, og þau eru ófá manna- mótin, stór og smá, sem hann hefur hrist upp í mannskapnum með glað- værð sinni og fyndni; sannarlega hrókur alls fagnaðar. Margs konar opinbera viðurkenningu hefur Stef- án hlotið, m.a. verið sæmdur ridd- arakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu. Stefán Jasonarson er gæfumaður í fjölskyldulífi sínu; á hina ágætustu konu, Guðfinnu Guðmundsdóttur frá Túni, og myndarleg og dugmikil börn og barnabörn. Öllum þeim óska ég til hamingju með „gamla“ manninn síunga! Megi hann lifa heill og sæll til hárrar elli! Baldvin Þ. Kristjánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.