Tíminn - 18.10.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.10.1989, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NTJTIMA FLUTNINGAR Halnorhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Leigjum út sali fyrir fundi og einkasamkvæmi og aðra mannfagnaði Guömundur Bjarnason um hugsanlegar úrsagnir sérfræðinga úr sjúkrasamlögunum: Þjónustan veitt með öðrum hætti Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra segir að ef sérfræðingar segi upp samningum við Tryggingastofnunina í kjölfar upptöku tilvísanakerfis þá sé sá möguleiki fyrir hendi að veita sambærilega þjónustu með því að efla göngudeildir spítalanna og fyrirbyggja þannig að kostnaður lendi alfarið á sjúklingunum. í samtali við Tímann sagði Guðmundur að viðræður væru hafnar við sérfræðinga og hann vonaðist til þess að samkomulag næðist um þetta mál og ekki þurfi að koma til fyrrnefndra aðgerða. „Eitt hlýtur að blasa við að ef þar veittu sérfræðingar verulegan sérfræðingarnir segja sig upp samn- ingum við tryggingakerfið þá þarf sjúklingurinn að greiða sjálfur fyrir sérfræðiþjónustuna. Það form geta heilbrigðisyfirvöld ekki sætt sig við og eiga þá jafnvel ekki annan kost en að auka á ný göngudeildarþjón- ustu sjúkrahúsanna til að geta veitt sjúklingunum þjónustu án þess að þeir þurfi að greiða allan kostnað,“ sagði Guðmundur í samtali við Tímann í gær. Samkvæmt óbreyttum lögum kemur tilvísanakerfi sjálfkrafa til framkvæmda um næstu áramót. Á síðasta þingi var lögunum breytt á þann veg að frestur var gefinn á því að taka upp tilvísanakerfið í eitt ár í viðbót. Þessi lagabreyting var í samræmi við ákvæði kjarasamn- ings sem gerður var við sérfræðinga um síðustu áramót um að málið yrði tekið til endurskoðunar síðar á þessu ári í ljósi þess hvernig samningurinn myndi reynast en afslátt gegn fyrrnefndri frestun á upptöku kerfisins. Guðmundur sagði að á undan- förnum dögum hefðu farið fram viðræður við læknafélögin um hvernig mætti standa að þessu máli, en markmiðið væri að bæta samskipti sérfræðinga og heilsu- gæslunnar. „Málið snýst auðvitað ekki eingöngu um kostnaðarhlið- ina eða sparnað. Við höfum einnig viljað hafa inn í umræðunni að samskiptin verði betri milli heilsu- gæslunnar annarsvegar og sér- fræðinga hinsvegar. Þannig að heilsugæslan geti betur fylgst með sjúkraskrá hvers einstaklings. Því ntiður, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, þá eru þessi sam- skipti ekki í lagi í dag. Málið snýst um það að taka upp ákveðið sam- skiptaform og það tel ég bæði eðlilegt og nauðsynlegt." Guðmundur bætti því við að sérfræðingarnir hafi haldið því Guðmundur Bjarnason. fram að þjónusta á einkastofnun- um sé betri og ódýrari en inni á sjúkrahúsunum. Heilbrigðisyfir- völdum virtist að að sömu rök giltu fyrir því veita þá þjónustu sem mögulegt er á heilsugæslustöðvun- um áður en leitað er til sérfræði- þjónustunnar. Guðmundur sagði að lokum að hann vildi ekki ræða þessi mál ítarlega í fjölmiðlum þar sem við- ræður væru í gangi við læknafélög- in og hann hefði ekki trú á öðrú en samkomulag næðist. SSH PÓSTFAX TÍMANS 687691 liminn. MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1989 Þrymur aftur til Patreksfjarðar í gær benti allt til þess að togskipið Þrymur komi aftur til Patreksfjarðar í dag, en sem kunnugt er var Byggða- stofnun slegið skipið á uppboði í ágústmánuði síðastliðnum. Síðast- liðinn föstudag samþykkti Byggða- stofnun að selja hlutafélaginu Odda hf. á Patreksfirði Þrym fyrir 165 milljónir samkvæmt heimildum Tímans. Fyrst í stað mun skipið leigt meðan gengið er frá kaupsamningi. Þorskkvóti Þryms er rúm 400 tonn. í framhaldi af því að Stöpum hf. lánaðist ekki að kaupa togarann Sigurey til Patreksfjarðar á ný var ákveðið að besta lausnin til að koma atvinnulífinu af stað væri að gera Odda hf., sem er rótgróið fyrirtæki á Patreksfirði, að almenningshluta- félagi. Samþykkti sveitarstjórn að taka þátt í fyrirtækinu, þannig að segja má að Oddi hf. hafi tekið við hlutverki Stapa hf. Oddi er stærsta fyrirtækið á staðnum, auk útgerðar- innar starfrækir fyrirtækið fisk- vinnslu. Forsvarsmenn Patreksfjarðar eiga þessa dagana í viðræðum við Fisk- veiðasjóð um kaup á vertíðarbátun- um Patreki sem var seldur á sjóðnum á nauðungaruppboði í júlímánuði sl. Stálskip vilja úrskurð Lögfræðingur Stálskipa hf. í Hafn- arfirði hefur krafist úrskurðar sýslu- manns Barðastrandarsýslu um upp- boðskostnað vegna sölu á togaran- um Sigurey frá Patreksfirði. Við afhendingu togarans var kaupend- unum gert að greiða um 5.2 milljónir króna í sölulaun til ríkisins auk þess sem veiðarfæri voru ekki talin vera innifalin í kaupverðinu en í öllum veðbréfum er gert ráð fyrir að veið- arfæri fylgi skipinu. Gera kaupend- urnir kröfu um að veiðarfærin fylgi með skipinu. Ágreiningur er uppi um af hvaða fjárhæð kostnaður við uppboðið skuli greiðast. Til ríkisins renna 1% í sölulaun og 24 þúsund krónur er útlagður kostnaður við uppboðið. Telur lögfræðingur Stálskipa að að- eins eigi að greiða sölulaun af út- borgun í skipið en ekki þeirri fjár- hæð sem samið hefur verið um að standi óhreyfð sem veð af skipinu. SSH Eldur í íbúðar- húsi á Hólmavík Eldur kom upp í íbúðarhúsi að Höfðagötu 9 á Hólmavík í gær. Skamma stund tók að ráð niðurlög- um eldsins er komið hafði upp á miðhæð hússins sem er þrjár hæðir. Miklar skemmdir urðu á hæðinni þar sem eldurinn kom upp, en auk þess skemmdist innbú á efstu hæð, þar sem einu íbúar hússins búa, ung kona og sonur hennar. Drengurinn var einn heima og var honum bjarg- að út um glugga. Eldsupptök eru ókunn. -ABÓ Hlutaféð nú 30 milljónir Hlutafé Þörungavinnslunnar hf. í Reykhólasveit hefur verið aukið úr þrettán milljónum í þrjátíu. Nýir erlendir hluthafar hafa bæst við og eiga nú norskir aðilar nú 40% í Þörungavinnslunni, Byggðastofnun á 38,5%, en afgangur hlutfjár Þör- ungavinnslunnar er í eigu heima- manna. Að sögn Bjarna Einarssonar hjá Byggðarstofnun er hlutafjáraukning innlendra aðila við það miðuð að halda eðlilegu jafnvægi eignarhalds í fyrirtækinu, þegar nýtt erlent hluta- fé bætist við. „Þarna eru menn að hugsa um að ná ákveðnu jafnvægi og styrkja þetta fyrirtæki um leið“, sagði Bjarni. Eginfjárhlutfall Þör- ungavinnslunnar er mun sterkara á eftir að sögn Bjarna og er gert ráð fyrir að hagnaður verði af rekstrin- um eftir þessar breytingar. Fyrirtækið hefur verið rekið með smávægilegu tapi undanfarið, en var áður rekið með umtalsverðum halla. Rekstur er byggir á vinnslu þörunga getur verið sveiflukenndur milli árs- tíða og veðurfars, en prammar þeir sem skera þang fyrir verksmiðjuna eru ekki verulega sjóhæfir og söfnun hráefnis fyrir verksmiðjuna þar af leiðandiháðj veðriogvindum.' -ÁG EFNAGERÐIN lom ER FYRIRTAK FLÓRU KAKÓ VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI «.... AKUREYRI SÍMI 96-21400

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.