Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 6
Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guömundsson Eggert Skúlason _ Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verö í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Tékkar fagna lýðræði Tékkóslóvakía er á hraðri leið með að losna að fullu og öllu undan einræðiskerfi kommúnismans. Ekki vantar nema herslumuninn að stjórnskipulag „sósíalistaríkisins“, sem ríki Tékkóslóvakíu hefur verið kallað, hafi formlega verið lagt fyrir róða. Með myndun nýrrar ríkisstjórnar á sunnudaginn var gengið skipulega til verks um að undirbúa lýðræðis- legar kosningar að vestrænni fyrirmynd og taka upp þingræðislega stjórnarhætti. Nýja ríkisstjórnin er bráðabirgðastjórn sem sýnist ekki hafa annað hlut- verk en að veita flokkseinræði kommúnista nábjarg- irnar. Vaclav Havel, rithöfundurinn og frelsishetjan, sem líta má á sem tákn mannfrelsisbaráttunnar í landinu hin síðari ár, lét svo um mælt í ræðu á fjölmennum útifundi í Prag um helgina að gerð hefði verið „friðsamleg bylting“ í Tékkóslóvakíu. Þetta minnir á að fyrir 21 ári reyndu frjálslyndir menn í röðum kommúnista undir forystu Alexanders Dubceks að milda stjórnarhætti kommúnistaflokksins í innan- landsmálum og taka upp frjálslega stefnu í samskipt- um við aðrar þjóðir. Dubcek boðaði ekki stjórnkerfisbreytingu eða istaríki“ og kommúnistaflokkurinn leiðandi afl í þjóðmálum. Þrátt fyrir það stóð Sovétmönnum slík ógn af boðskap Dubceks að þeir stóðu fyrir innrás herja Varsjárbandalagsins til að kveða niður umbóta- starf hans. Nú ber hins vegar svo við að gerð er raunveruleg stjórnarbylting gegn alræði kommúnistaflokksins og þá eru tímarnir svo breyttir frá blómaskeiði Brésnef- kenningarinnar að valdamenn Sovétríkjanna láta sér ekki nægja að þegja, heldur bera lof á stjórnmála- þróunina og óska Tékkum og Slóvökum til hamingju með lýðræðið. Hin nýja ríkisstjórn í Tékkóslóvakíu er skipuð 21 ráðherra. Þar af eru 10 kommúnistar, þ.á m. forsæt- isráðherrann, Marian Calfa. 11 ráðherrar eru valdir úr röðum andkommúnista og mynda því táknrænan meirihluta í þessari síðustu ríkisstjórn undir komm- únískri stjórnarskrá í landinu. Eftir styrjöldina miklu 1939-1945 lifði sú von að þingræðisstjórn yrði komið á í landinu og lýðveldið endurreist í þeirri mynd sem það var 1918-1938. Að nafninu til var tekin upp lýðræðisstjórn 1945. Það stjórnkerfi stóð tæp þrjú ár og var aldrei nema formið eitt, því að kommúnistar réðu þar lengst af mestu á kostnað lýðræðisafla og í skjóli við sovéskt hervald. Hinum gömlu foringjum lýðræðisaflanna, Benes forseta og Jan Masaryk utanríkisráðherra, var ekki vært í þessu andrúmslofti leppríkisins og réðu ekki við þá þróun mála sem varð fyrrihluta árs 1948, þegar kommúnistar hrifsuðu völdin með stjórnarbyltingu, að sjálfsögðu með tilstyrk Sovétríkjanna. Það ætlar að taka Tékka og Slóvaka hátt í 42 ár að losna undan kommúnísku flokkseinræði og sovéskri íhlutunarstefnu. Frjálsar kosningar eru á næsta leiti. Enginn efast um að þær munu innsigla fall kommún- ismans og hringja inn nýja tíma í sögu landsins. Miðvikudagur 13. desember 1989 GARRI Rósa og jólakötturinn menn ofan í djúpa dali, sem byggð- Rósa Ingólfsdóttir er ekki ein- ungis fræg fyrir að leika Súsönnu í baði af miklum fræknleik. Hún hefur b'ka sagt niðurrigndum kvenréttindakonum að ganga ekki alveg út úr eðb sínu með tiUiti til þess að til eru garðar sem þarf að rækta. Sem sjónvarpsskvísa hefur hún notað sín tækifæri til að vara fólk við hálku og jafnvel prjónað sokka til að sýna hvað gott getur verið að hafa þá utan yfir skónum á svelli. En nú síðast kom hún og sýndi sjónvarpsáhorfendum jóla- köttinn. Þetta rifjaði upp gamlan ótta við þennan sérstaka kött, en ekki er munað til þess að hann hafi verið svona lítill. Hann var á stærð við Þorgeirsbola og önnur fim þjóðtrúar, sem héldu við spennu í lífinu, einkum í desembermánuði. Það var svoleiðis mál að fara í jólaköttinn, að þaðan átti enginn afturkvæmt. Á stœrð við mús Jólakötturinn hennar Rósu var svo pínulítill að hún gat varla myndað sig við að klóra honum öðruvísi en hann ætti á hættu að detta um koll. Fylginautar þessarar meinlausu kisu voru álíka meinlaus hjú, Grýla og Leppalúði. Að vísu var Grýla álitin hið versta skass og nokkru stærri en Leppalúði, en svona h'til vora þau ekki, enda komu þau úr Qöllunum og báru böm í pokum inn í óbyggðirnar aftur. Sjónvarpsgrýlan var á stærð við mús og það gengur ekki. En auðvitað er það tímanna tákn, að þegar á að fara að rifja upp helstu ógnir æskunnar, þá eru þær á stærð við mús. Á þeirri öld sem mest var kveðið um Grýlu og Leppalúða og þennan ógnarlega jólakött sem gleypti þá er engar jólagjafir fengu, var mannlífið fá- brotnara og harðara og minna um gjafir en í nútímanum. Nú þykja jólagjafir það sjálfsagðar að ógnar- dæmi eins og hinn raunverulegi jólaköttur gleymist, eða sígur svo saman að Rósa getur varla klórað honum. Þjóðsaga og draumar Svo vUI til að við lifum almennt eitthvað urskeiðis ér þáíAÍ7i kt'ini’i aflabresti eða eigin heimsku. Hvor- ugt hefur orðið okkur tU mikils trafala, nema ef vera skyldi nú, að bæði þessi atriði sæki að okkur með efldum hætti. Þá má búast við að jólakötturinn fari að stækka á ný. Það er nefnUega staðreynd að þjóðsagan dregur aUtaf dám að ytri aðstæðum. Huldufólks sögumar, þegar unga sveina dreymdi að þeir svæfu hjá huldumeyjum og sækja þurfti ungar stúlkur I björgin tU huldumanna, sem höfðu seitt þær tU sín, bera aðeins vitni þörf fyrir samneyti sem ekki var að hafa, að ví er virðist með eðlUegum hætti. mörgum greinum virðist þjóðtrú- in þannig hafa komið í staðinn fyrir raunveruleikann, eða sprottið af raunveruleikanum. Jólakötturinn er ekkert einsdæmi um þetta. Sé jólakötturinn orðinn of lítiU til að Rósa geti klórað honum og Grýla og Leppalúði komin niður músar- stærð, þá er það dæmi um óttalítið samfélag, eða nær óttalaust. Týndur köttur Á þeim tímum þegar menn vora að stauta fótgangandi við sauðfé á rcginfjöllum kom fyrir að þeir viUtust í þokum og dimm viðrum og rákust á mannabyggðir í öræfum. Allt fékk þetta blæ af hetjudáðum gg. sfef K&YJSriHwn, 'JjásfignufflcJíé ir voru, enda var ekki síminn kominn eða almennur kunnugleiki á milli byggða. Þannig gátu skapast stórar sögur um gilda útUegumenn, sem seiddu tU sín sveitapUta af því þeir áttu ungar dætur, og vUdu halda við kynstofni sínum. Auðvit- að komu þær lýsingar á eftir af því sagan þarfnaðist þess. Þótt frásögnin af jólakettinum sé ekki útUegumannasaga eða saga af huldufólki heyrir hún tU þeim flokki ævintýra, sem tíl urðu á tíma þegar fólk bjó sér tU heim tU hiiðar við raunveruleikann og lifði þar stundum eins sterku lífi og í hinni raunverulegu tUvist. Fólk hefur nefnUega aUtaf iag á því að koma sér upp sinni eigin sjónvarpsdag- skrá. Nútímatækni hefur afrekað það eitt, að svipta almenning stór- brotinni skáldskapargáfu. Þannig höfum við verið svipt jólakettin- um; þessari ógnarskepnu, sem nú er orðin sjónvarpsstjama í höndun- um á Rósu Ingólfsdóttur. Nú er hann orðinn kattarpísl sem engum stendur ógn af, og alveg í samræmi við það skáldskapar og þjóðsagna- leysi, sem fylgir nútímanum. Þá ber þess að gæta, að eflaust hafa flestir gleymt því hvað það er að lenda í jólakettinum, svo það er ekki iwma VAn Konn ,:ii,,^giTÍ VÍTT OG BREITT 40 ára kirkjuafmæli Sóknarnefnd Laugameskirkju í Reykjavík minnist þess um þessar mundir að 40 ár eru liðin frá vígsludegi kirkjunnar. Hún var vígð af þáverandi biskupi, Sigur- geiri Sigurðssyni, 18. desember 1949. Þess er getið að þann dag hafi verið dumbungsveður og hlýtt í veðri, sem minnir á að jólaföstu- veðrið í Reykjavík hefur verið milt að undanförnu og er sfður en svo neitt einsdæmi. Vandað afmælisrit í tilefni afmælis Laugarneskirkju hefur sóknarnefndin gefið út af- mælisrit sem er ekki einasta fróðlegt, heldur vandað að frá- gangi, sem reyndar er orðið alvana- legt um alla prentvinnu hér á landi. Prenttækni hefur fleygt mikið fram á síðari ámm, ekki síst prentun mynda, þegar útgefendur vilja hafa mikið við. Forsíðumynd afmælis- ritsins er af kirkjunni umkringdri fánaborg, þar sem litir og form njóta sín vel. Ef rétt er munað urðu blaðadeilur um form og svip- mót Laugameskirkju þegar líkan hennar og teikningar komu fyrir almenningssjónir á sinni tíð og ekki sparaðar dylgjurnar um hæfi- leika arkitekts hennar, Guðjóns Samúelssonar, sem um eitt skeið mátti ekki snúa sér við, svo að ekki væri að honum æpt eða illt um hann hvíslað. 1 einfaldleika sfnum og hófsamlegri stærð stendur Laug- arneskirkja alltaf vel fyrir sínu. Langur byggingartími Formaður sóknarnefndar, Þor- steinn Ólafsson kennari, segir frá upphafi Laugamessóknar á fjórða áratugnum, þegar byggð tók að vaxa í þessu úthverfi borgarinnar, og einkum rekur hann byggingar- sögu kirkjunnar sjálfrar. Þar kem- ur í ljós að það tók 12-13 ár að koma kirkjunni upp, ef miðað er við ákvörðun sóknamefndar að vinna að byggingu „guðsþjónustu- húss“ og vígsludaginn sjálfan, sem kirkjan miðar aldur sinn við. Það var ekki fyrr en haustið 1941 sem byggingarframkvæmdir hófust, þannig að fjögur ár þurfti til að undirbúa eiginlega kirkjusmíð. Og þannig miðaði smíðinni hægt áfram ár af ári, stríðsárin og haftaárin upp úr stríðinu, þegar steypuvinna gat orðið saknæm að lögum, sem sjálfstæðismenn bám ekki litla ábyrgð á eins og flestir muna, utan þeir sem ekki kunna skil á landsög- unni nema til síðustu aldamóta. Safnaðarmál Annars er byggingarsaga Laug- arneskirkju og fjáröflun til hennar klassískt dæmi um hvernig kirkju- smtð fer fram hér á landi. Þvert ofan í kenningar um forgang kirkjubygginga fyrir öðmm félags- og menningarbyggingum, var kirkjunni komið upp á mörgum ámm með gjafa- og samskotafé, sem sóknarnefndin varð að standa fyrir og drífa áfram af félagslegum áhuga. Engar stórfúlgur af al- mannafé komu þar við sögu. Fjár- veitingar til kirkjubygginga hafa aldrei sligað ríkissjóð. Hróður borgarstjórnar Reykjavíkurborgar geislar ekki heldur af örlæti við kirkjusmíð. f sjálfu sér er þetta ekkert harmsefni, því að vel fer á því að söfnuðimir sjálfir hafi af slíku veg og vanda, enda er þjóð- kirkjan að öðm leyti vel studd fjárhagslega af ríkisvaldinu. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.